Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 13 Qlafur Indriðason hjá Pósti og síma: „Mikill áhugi er hjá ýmsum að fá bílasímann nýja“ „ÞAÐ ER mikill áhugi hjá ýmsum að komast inn í þetta. Það hafa ekki beinlínis komið pantanir því það hefur staðið svolítið á framleiðendum talstöðva að koma fram með stöðvar sem við getum samþykkt í þetta. Við erum þess vegna þessa dagana að taka við stöðvum sem viö pöntuðum hér í símanum til reynslunotkunar," sagði Ólafur Indriðason hjá Pósti og síma í samtali við Morgunblaðið, en hann var þá inntur eftir stööu varðandi bíla- símana sem teknir verða í notkun hér á landi innan tíðar. Olafur sagði ennfremur: „Þá fyrst geta menn farið að panta þessi tæki er við höfum samþykkt þær. En málið er komið vel á veg hjá okkur, við erum búnir að setja upp móðurstöðvar og afgreiðslubúnaðurinn er tilbúinn. Mér skilst að fyrsti síminn verði settur í bíl hérlendis upp úr áramótunum, eða strax og fyrsta stööin fæst annaöhvort frá Danmörku eða Svíþjóð.“ — En eru þetta frekar símar en talstöðvar og er ekki hægt að hlera eins og hægt er í talstöðvum þeim sem notaðar hafa verið í bíl- um? „Þetta eru náttúrulega talstöðv- ar fyrst og fremst, en þær hafa að vissu leyti'eiginlega síma, vegna þess að það er hægt að velja eina og ákveðna talstöð af svo og svo mörgum, hægt að hringja í ákveð- ið símanúmer. Ef þú ert í þann mund að hringja í annan bíl, þá byrjar þú á því að hringja í af- greiðslu Bílsíma, en það númer verður sennilega 002. Þar berðu fram erindi þitt, gefur upp það númer sem þú vilt ná sambandi við, afgreiðslan hefur síðan sam- band við þennan ákveðna bíl og það hringir í honum. Það þurfa engir aðrir nauðsynlega að vita af því. Hinsvegar er hægt að hlera ef einhver vill hlera, því þannig er þetta, þeir sem hafa „scanner- -stöðvar" geta hiustað á talstöðvarviðskiptin eins og þeir vilja. Aðrir bílsímanotendur geta einnig hlustað með því að stilla rásina og opna talstöðina hjá sér. Þannig er hægt að misnota þessa hluti eins og flesta aðra.“ — En er hægt að hringja út um allt land? „Það verður ekki strax, en við höfum nú þegar sett upp móður- stöðvar á nokkrum stöðum, þann- ig að í kílómetrum talið er spölur- inn orðinn ansi góður nú þegar. Margir staðir eru þó enn útundan, en innan örfárra ára ætti að vera hægt að hringja hvaðan sem er hvert sem er. Nú þegar er svo til allur Suðurlandsvegurinn austur að Höfn í góðu sambandi." — En kostnaðarhliðin? „Það er ekki ljóst hvað stöðv- arnar muni kosta, en talstöðv- arnar sem við höfum í huga kosta nú um 50 þúsund krónur. Trúlegt er þó að þær lækki frekar, þegar meiri framleiðsla er komin og ný merki. Þetta eru skandinavískar stöðvar, en kæmu japanskar til skjalanna yrðu þær verulega ódýr- ari. Síðan kæmi fastagjald sem yrði væntanlega svipað og sjálf- virkur sími og samtalsgjald." Þrjóska skip- verja kom ekki í veg fyrir björgun Félagar í björgunarsveitinni Sigur- von í Sandgerði voru heidur betur réttir menn á réttum stað er neyðar- kall barst síðla kvölds þann 23. nóv- emher sl. Þeir voru mættir til vinnu í húsi sveitarinnar þegar neyðarkall barst frá 11 tonna eikarbáti, Bjarna KE. Keyndist hann hafa strandað norðarlega á svonefndri Býjarskers- eyri. Félagar úr Sigurvon brugðu skjótt við, mönnuðu bát og héldu til móts við Bjarna. Um það bil er björgunarsveitarmenn komu á staðinn, losnaði Bjarni af eigin rammleik. Skipverjar sinntu hins vegar engu leiðbeiningum björgun- arsveitarmanna að fara út á meira dýpi og keyrðu á fullri ferð í átt til lands á aðeins fimm faðma dýpi. Tókst Bjarna naumlega að sleppa við grynningar, en þegar báturinn var kominn til móts við innsigl- ingarljósin töldu björgunarsveit- armenn honum óhætt. Svo reyndist hins vegar ekki því áður en varði villtust skipverjar Bjarna á nýjan leik, tóku stefnuna á Sandgerðisvit- ann og stefndu rakleiðis upp í fjöru. Þegar hér var komið sögu gáfust björgunarsveitarmennirnir upp á leiðbeiningunum, sigldu Bjarna uppi og sendu mann um borð til að stýra bátnum í örugga höfn. I Víkurblaðinu frá 2. desember segir svo um þennan atburð. „Ör- uggt má telja, að það sé björgun- arsveitinni Sigurvon að þakka, að björgun bæði manna og báts tókst þetta vel, þrátt fyrir erfið sam- skipti við skipverja." Flugleiðir bjóða aukna þjónustu við fullborg- andi farþega milli landa FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að auka þjónustu sína við þá farþega, sem fljúga á svokölluðum ársmiðum, eða greiða hæsta fargjald, að sögn Hans Indriðasonar, forstöðumanns norður- svæðis Flugleiða. „Við höfum um nokkurt skeið verið að skoða möguleika á því, að gera eitthvað fyrir þessa farþega okkar og niðurstaðan varð sú, að byrja á því að bjóða þeim tvo drykki um borð í véiunum endur- gjaldslaust. Síðan ætlum við að auka rými þeirra eftir því sem við verður komið á þann hátt, að bóka ekki í sætið við hliðina,“ sagði Hans Indriðason ennfremur. Hans Indriðason sagði, að far- þegar hefðu þegar í gær sýnt þess- ari þjónustu áhuga og sagt hana jákvæða. „Við erum nú að útbúa spurningalista fyrir þessa farþega, þar sem þeir eru spurðir að því, á hvern hátt væri helzt hægt að bæta aðstöðu þeirra um borð í vélunum. Það er misjafnt hvað menn hafa áhuga á. Sumir vilja vinna um borð og aðrir vilja hreinlega sofa, en við vonumst til að fá einhverja frekari hugmynd um óskir farþeganna, þegar við fáum svör við þessum spurningum," sagði Hans Indriða- son. VINDURINN OG ÉG er saga indíánastúlku sem höfundurinn byggir að nokkru á atburðum úr eigin lífi. Sagan lýsir baráttu hennar við sjálfa sig og umhverfi sitt. Lesandinn fær að skyggnast inn í líf og menningu Indíána og verður vitni að þeirri glímu sem á sér stað þegar indíáni hrökklast frá heimabyggð sinni til stórborgar. kr. 321,10 HRIFANDI BOK SEM ÞU GETUR EKKI HÆTT AÐ LESA EF ÞÚ ERT EINU SINNI BYRJAÐUR ÍALl Freyjugötu 27 Sími 18188 KOMDU KRÖKKUNUM Á OVART! Fardu til þeirru umjólin Mömmur, pabbar, systur, bræður, afar, ömmur, frændur, frænkur, synir, dætur og vinir geta nú brugðið undir sig betri fætinum og farið sjálf með jólapakkana og hangikjötið til útlanda. Ástæðan er auðvitað hin hagstæðu jólafargjöld sem Flug- leiðir bjóða til Norðurlandanna. Fargjöld báðar leiðir eru sem hér segir: Kaupmannahöfn Kr. 4.906.- Gautaborg Kr. 4.853.- Osló Kr. 4.475.- Stokkhólmur Kr. 5.597,- Barnaafsláttur er 50%. Fargjöldin taka gildi 1. des. Upplýsingar um skilmála og ferðamöguleika veita söluskrif- stofur Flugleiða , umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.