Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 E1 Salvador: U ppreisnarmenn rændu 200 manns San Salvador, 7. deaember. AP. VINSTRISINNAÐIR uppreisnarmenn rédust inn á íþróttaleikvang þar sem fram fór fótboltaleikur í San Sebastian á sunnudag og rændu meira en 200 manns í þeim tilgangi aft fá þá til þátttöku í baráttu upprcisnarmanna, aft því er haft er eftir íbúum bæjarins í gær. Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar á Spáni. Felipe Gonzalez, forsætisráöherra Spánar (vift enda borðsins) sést hér á fyrsta opinbera stjórnarfundinum með ráðherrum sínum. Mynd þessi var tekin í gær í stjórnarhöllinni í Madrid. (Ai’simamvnd) Schultz í Vestur-Þýskalandi: Yfirlýsingar Sovét- manna einskis verðar Um þaö bil 120 foreldrar og ætt- ingjar þessara brottnumdu manna heimsóttu í gær aðalstöðvar mannréttindasamtakanna í El Salvador og stöðvar Rauða kross- ins til að fá stuðning þeirra við að fá fólk þetta látið laust. Meðal þeirra sem rænt var voru tvö fótboltalið bæjarins, sem átt- ust við í vináttuleik í þessum litla bæ, San Sebastian, þar sem búa um 4.000 manns. Margir íbúar bæjarins, sem er í 48 kílómetra fjarlægð frá San Salvador, eru Marty Feldman jarðsunginn lx>s Angeles, 7. desember. AP. TVENNT af því sem var Marty Feldman hvað hugstæðast í lifanda lífi, jass og brandarar, hjálpaðist að við að létta andrúmsloftið við jarð- arför hans í dag, þar sem saman voru komnir margir þekktustu leik- arar Hollywood til að kveðja þennan breska góðkunna gamanleikara. Það voru um eitt hundrað manns sem voru viðstaddir útför- ina í morgun, þar sem Marty Feldman var jarðsettur í kirkju- garði í nánd við Hollywood, ekki fjarri átrúnaðargoðum sínum Buster Keaton og Stanley Laurel. Feldman lést aðfaranótt föstu- dags í Mexíkó-borg, þar sem hann hafði nýlokið við þátttöku í kvik- mynd sem ber nafnið „Yellow- beard". Banamein hans var hjartaslag. Jasshljómsveit lék við útförina, sem var um hálfrar klukkustund- flóttamenn átaka vinstri- og hægrimanna annars staðar í land- inu. Uppreisnarmennirnir slepptu síðan átta konum og níu ungling- um í dag og átján öðrum tókst að sleppa úr höndum þeirra. Stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um hvort þau hafi í hyggju að gera einhverjar ráðstafanir til að fá hina brottnumdu lausa, en upp- reisn'armennirnir sögðu í dag að þeir myndu láta alla þá lausa sem fram á það færu. Marty Feldman ar löng, og margir fluttu stutt ávörp. Viðstaddir gátu ekki varist brosi er nánasti vinur hans, Henry Pollock, sagði: „Marty Feldman var alla tíð lítt hrifinn af jarðar- förum, þannig að ég geri fastlega ráð fyrir að honum hefði ekkert litist á þessa. Hins vegar komst hann ekki hjá því að mæta.“ Bonn, 7. desember. AP. GEORGE P. Schultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í dag yf- irlýsingu Sovétmanna varðandi MX-eldflaugarnar einskis verða þar sem þeir hefðu framleitt og komið upp sams konar eldflaugum um nokkurt skeið. Moskvu, 7. desember. AP. YELENA Bonner, eiginkona Nóbels- verðlaunahafans Andreis Sakharovs, Hann sagði einnig að þær yfir- lýsingar er borist hefðu frá Sov- étríkjunum að undanförnu varð- andi það að þeir séu reiðubúnir að bæta samskipti við Vesturlönd séu ekki sannfærandi enn sem komið væri. sem nú er í útlegð, skýrði svo frá í dag, að lögreglan hefði rannsakað lestarklefa hennar, er hún var á leið til Moskvu og tekið af henni skjöl og tónband frá eiginmanni hennar. Mikilvægasta skjalið, sem lög- reglan tók, var beiðni til æðsta ráðs Sovétríkjanna, þar sem farið var fram á náðun handa sam- vizkuföngum og skyldi náðunin fara fram í tengslum við hátíða- höld þau, sem fram eiga að fara í tilefni af 60 ára afmæli stofnunar Sovétríkjanna, 30. desember nk. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum, sem sovézk stjórnvöld beita harkalegum aðgerðum gegn hinum kunna eðlisfræðingi, sem var gerður útlægur til borgarinn- ar Gorky við Volgu fyrir um það bil tveimur árum, eftir að hann hafði gagnrýnt stjórnvöld í Sov- étríkjunum vegna innrásarinnar í Afganistan. Víðtækt verk- fall í ísrael Tel Aviv, 7. desember. AP. UM 400.000 opinberir starfsmenn í ísrael fóru í tveggja sólarhringa verkfall í dag til þess að fylgja eftir launakröfum sínum. Er þetta eitt víðtækasta verkfall, sem átt hefur sér stað í ísrael. Hafði það í för með sér, að stjórnarskrifstof- um og skólum var lokað og sjukra- hús sinntu aðeins neyðartilfellum. Önnur þjónusta á vegum hins opinbera lamaðist einnig að veru- legu leyti. Þannig voru aðeins sendar út fréttatilkynningar í út- varpi og sjónvarpi. Þessar yfirlýsingar Schultz munu vera svar hans við þeirri yf- irlýsingu vestur-þýsks stjórnarer- indreka að Sovétmenn væru reiðu- búnir að kveðja hermenn sína á brott frá Afganistan. Schultz kom til Vestur-Þýzka- lands í dag og er það fyrsti við- komustaður hans á tveggja vikna ferðalagi um Evrópu, en hann mun verða viðstaddur fund utan- ríkisráðherra NATO-ríkja, sem haldinn verður í Brussel á fimmtudag og föstudag. Veður víða um heim Akureyri 4 skýjaö Amaterdam 5 skýjaö Berlín 3 skýjaö BrUssel 8 skýjaö Buenos Aires 21 rigning Caracas 29 skýjaö Chicago 6 snjókoma Dyflinni 8 rígning Feneyjar 6 þokumóóa Frankfurt 5 rigning Fjereyjar 4 skýjaó Helsínki 5 heiðskírt Hong Kong 18 skýjað Jerúsalem 8 skýjaö Jóhannesarborg 23 rigning Kairó 15 skýjað Kaupmannahöfn 6 heiöskírt Lissabon 16 skýjaö London 12 skýjaö Los Angeles 21 skýjaö Madrid 11 skýjaö Maiaga 16 léttskýjaó Mallorca 16 skýjaö Mexíkóborg 21 heiöskfrt Miami 25 skýjaó Montreal 13 skýjaó Moskva +1 skýjaö Nýja Delhí 23 heiðskfrt New York 20 heiöskírt Ósló 12 rigning París 12 rigning Reykjavík 3 rigning Rio de Janeíro 34 skýjað Róm 13 skýjað San Francisco 11 heióskirt Stokkhólmur 5 skýjað Tókýó 9 heiðskirt Tekinn af llfí með dauðasprautu Fyrsta aftakan sem fram fer meö þeim hætti í USA llunt.svílle, Texas, 7. desember. AP. CHARLIE Brooks, sem dæmdur hafði verið til dauða fyrir morð, var tekinn af lífi snemma á þriðju- dagsmorgun með svonefndri dauðasprautu, það er sprautað var í líkama hans banvænu efni. Hann er fyrsti dauðadæmdi fanginn í Bandaríkjunum, sem tekinn er af lífi með þessum hætti. Efnið, sem sprautað var í líkama hans, var sodium pentothol. Brooks var fer- tugur að aldri. Aður hafði verið far- ið fram á frestun á aftökunni að beiðni Brooks, en hún ekki feng- izt. Dómarar hæstaréttar í Bandaríkjunum höfnuði því með 6 atkvæðum gegn 3 að veita frestun á aftökunni, þar til tæki- færi hefði gefizt til þess að kanna enn eina áfrýjunina á dauðadóminum. Fyrir dauða sinn sagði Brooks í bæn: — Það er enginn Guð til nema Allah. Með sanni tilheyrum við honum og með sanni hverfum við aftur til hans. Brooks hafði snúizt til Múhameðstrúar í fangelsinu. Charlie Brooks, fyrsti dauðadæmdi fanginn í Bandaríkjunum, sem tekinn var af lífi með dauða- sprautu. Lyf það, sem valið var til þess- að framkvæma aftökuna á Brooks, er venjulega notað í því skyni að bjarga mannslífum með því að svæfa sjúklinga hratt, ef uppskurður þarf að fara fram í skyndi til þess að bjarga lífi við- komandi. I stórum skammti get- ur það stöðvað mjög fljótt alla öndun og hjartslátt og margir sérfræðingar telja það mannúð- legustu aðferð sem hægt er að hugsa sér, til þess að taka af lífi glæpamenn. — Það er eins þján- ingarlaust og auðveld leið til þess að deyja og frekast er hægt að hugsa sér, var haft eftir svæf- ingasérfræðingnum dr. Denis Bourke í Huntsville í Texas í dag. Brooks var dæmdur til dauða fyrir morð á David Gregory, sem framið var 14. desember 1976. Gregory, sem var 26 ára gamali, hafði farið í ökuferð með Brooks. Hann fannst bundinn á höndum og fótum og skotinn gegnum höf- uðið. Annar maður, Woody Loudres, var dæmdur sekur um hlutdeild í morðinu í sérstökum réttarhöld- um yfir honum og fékk hann- 40 ára fangelsisdóm. Enn ein atlagan gegn Sakharov Skjöl og tónband gert upptækt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.