Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 23 Sameinaðir munum við sigra eftir Jón Magnússon Helgi Ólafsson hagfræðingur ítrekaði sl. laugardag fyrirspurn til mín. Mér datt fyrst í hug, þegar ég sá yfirskriftina hjá Helga, að svar mitt hefði farið fram hjá honum, því svarið birtist á slæm- um stað í Morgunblaðinu, vafa- laust vegna þrengsla. Ég fór því fram á það við ritstjóra, að svarið yrði endurbirt á sama stað og með sömu viðhöfn og fyrirspurn Helga upphaflega, en því var hafnað og sannast enn að sitt er hvað Jón og séra Jón. Því er hins vegar miður farið að Morgunblaðið skyldi taka þannig í beiðni mína um endurbirtingu. í raun var tvöföld ástæða til þess fyrir blaðið að birta svarið aftur, þar sem Helgi endurtekur spurn- ingu sína. Með því að hafa svarið á sömu síðu og spurninguna hefðu lesendur getað borið saman spurn- inguna og svarið. Það er tæpast ástæða til að svara Helga frekar en gert hefur verið. Hvort hann vill taka svar mitt alvarlega eða gera tilraun til að snúa út úr er hans mál og ég læt mér slíkt í léttu rúmi liggja. Þó til nánari skýringar fyrir hann, bendi ég ítrekað á, að í viðtalinu við blaðamann Morgunblaðsins hnýtti ég ekki saman ummælum um útkomu formanns flokksins og hvaða meginniðurstöður mætti draga. I því sambandi bendi ég á að formaðurinn var einn af 28 frambjóðendum. Ég sagði það að mér fyndist það slæmur hlutur, að formaður Sjálfstæðisflokksins skyldi ekki fá betri útkomu. Ég tel mig hafa gert mitt til að hvetja fólk til að kjósa hann í prófkjörinu og benda á, að það væri fyrst og fremst veikt fyrir Sjálfstæðis- flokkinn ef formaður hans fengi ekki góða kosningu. Þær dylgjur sem mér virðist mega lesa út úr ítrekunarspurningu Helga eru því ómaklegar og ósmekklegar, en e.t.v. er hér ekki um dylgjur af Jón Magnússon Helga hálfu að ræða heldur mis- skilning minn á ummælum hans og er hann þá beðinn velvirðingar á því. Helgi spyr hvað sé átt við með orðunum víðsýnn og frjálslyndur ,og neitar með öllu að kynna sér umræður og skrif frá síðustu ár- um til að komast að raun um hvað ég á við. Þó mér finnist það vera einkamál Helga hvað hann vill kynna sér og hvað ekki og mér verulega óviðkomandi, þá vil ég samt ekki hafna erindi hans. Til að byrja með þetta: Ég hef lengi haldið því fram að Sjálfstæðis- flokkurinn ætti að starfa sem breiður fjöldaflokkur og rúma innan sinna vébanda mismunandi sjónarmið borgaralegra sinnaðs fólks. Akveðinn skoðanamun verð- ur því að virða og taka tillit til hans með því að sýna nægjanlegan sveigjanleika. Þeir sem viður- kenna þetta eru að mínu viti frjálslyndir og víðsýnir í þeim skilningi sem ég ræddi um. Til frekari glöggvunar fyrir Helga bendi ég honum á viðtal við mig í Morgunblaðinu þ. 4. október 1981 þar sem é'g svara nákvæmlega þessari spurningu. Dæmi eru oft gleggra svar en löng ritsmíð og útlistanir. Til að stytta mál mitt, bendi ég á eitt atriði, og vel það, sem Helgi þekk- ir best. Helgi er starfsmaður Framkvæmdastofnunar ríkisins. Frá fyrstu tíð og enn þann dag í dag hef ég haldið því fram að þessa stofnun ætti að leggja niður. Hvað segir þetta um frjálslyndi? Ef Helgi kynnir sér ummæli fyrsta formanns Sjálfstæðis- flokksins, Jóns Þorlákssonar, þar sem hann útskýrir hugtakið frjálslyndi, hlýtur hann að fallast á það með mér að samkvæmt þeirri skýringu er tilvist pólitískr- ar fyrirgreiðslustofnunar eins og Framkvæmdastofnunar í and- stöðu við viðhorf og kenningar frjálslyndra manna, sem krefjast þess að höft, hömlur og sérfyrir- greiðsla séu ekki fyrir hendi. Ég var eini frambjóðandinn í nýaf- stöðnu prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins hér í Reykjavík, sem lagði sérstaka áherslu á þetta gamla kosningaloforð Sjálfstæðis- flokksins, að Framkvæmdastofn- un yrði lögð niður. Ágæti Helgi, ég vona að þessi svör dugi þér. Mér er sagt að þú sért mjög traustur og ötull sjálfstæðismaður. Ég tel því að við höfum báðir mun mikilvæg- ari verkefnum að sinna en skrifast á í Morgunblaðinu. Við eigum að taka höndum saman í þeirri bar- áttu, sem framundan er. Kosn- ingarnar á næsta ári þurfum við sjálfstæðismenn að vinna glæsi- lega. Við eigum að setja okkur það mark að tryggja formanni flokks- ins glæsilega kosningu og helst að láta ekki þar við sitja, heldur gera enn betur. Við skulum ekki gleyma því að þó að viss ágrein- ingur geti verið fyrir hendi um einstök mál, þá eigum við sjálf- stæðismenn að standa saman á þessari stundu sem órofa heild. Sameinaðir munum við sigra. Reykjavík, 6. desember 1982, Viðræður borgarinnar og ríkisins um Keldur: Vonast til að sam- komulag náist fljótlega — Tillaga um skipun viðræðunefndar felld í borgarstjórn BORGARSTJÓRN felldi á fundi sín- um á fimmtudagskvöld þá tillögu Sigurjóns Péturssonar, borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins, að kos- in yrði þriggja manna nefnd til við- r.i'öna við ríkið um land Keldna. Þess má geta að að undanförnu hef- ur verið starfandi nefnd þriggja manna frá Reykjavíkurborg, sem vinnur að þessu verkefni. í nefnd- inni eiga sæti borgarfulltrúarnir Markús Örn Antonsson og Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, auk Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar borgarverkfræð- ings. Tillaga Sigurjóns hlaut 9 at- BANKASTJÓRAR og bankaráð Búnaðarbanka íslands færðu Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund á 60 ára afmæli þess, 29. október sl., kr. 100.000 að gjöf. Verður þessu fé, á sínum tíma, varið til sjúkra- heimilis fyrir eldra fólkið. Er ljúft og skylt að þakka kvæði og því ekki stuðning. Sjálf- stæðismenn létu bóka afstöðu sína í málinu, en hún er á þá leið að þegar stefnumótun í skipulags- málum verðandi Grafarholts- byggð hefði verið kynnt í upphafi kjörtímabilsins, hefði komið fram að borgarstjóri hefði skipað nefnd til þess að annast viðræður við menntamálaráðherra eða fulltrúa hans um land Keldna og annarra stofnana háskólans. Unnið hefði vérið mikið undirbúningsstarf og viðræður væru vel á veg komnar. Strax og niðurstöður lægju fyrir yrðu þær kynntar borgarráði til þessa höfðinglegu gjöf og þann skilning og vinarhug, sem að baki liggur, en Búnaðarbanki ís- lands studdi ávallt við bakið, þegar á þurfti að halda, og það var nokkuð oft, segir í frétt frá Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra. samþykktar eða synjunar og því væri ekki efni til að samþykkja tillögu Sigurjóns. I umræðum um tillöguna kom það fram hjá Markúsi Erni Ant- onssyni, að það kæmi á óvart að heyra ummæli Sigurjóns, en hann sagði að þessi vinnubrögð væru ólýðræðisleg og röng. Markús sagði að viðræðunefnd hefði verið skipuð í júní og væri fyllilega eðli- lega að málum staðið. Um væri að ræða vinnunefnd, sem borgar- stjóri hefði skipað og væri honum heimilt að velja sína fulltrúa í nefndina, enda gerði hún ekki samninga sjálfstætt og myndu samkomulagsdrög koma til borg- arráðs og borgarstjórnar til sam- þykktar. Sagði Markús að vonir stæðu til þess að samkomulag næðist fljótlega í þessu máli. Albert Guðmundsson sagði að samkomulagsdrög yrðu lögð fyrir borgarstjórn þegar þau væru full- mótuð. Unnið væri að því að ná árangri og þegar þar að kæmi yrðu tillögur kynntar og eðlilegt væri að þá kæmi minnihlutinn inn í þetta mál. Afmælisgjöf til Grundar Hér má sjá Vilhjálm Einarsson skólameistara skoda varning. Egilsstaðir: „Fyrsta, annað og þriðja“ — fylgst með uppboði í Fellabæ Kgilsstöóum, 6. desomber. SÍÐASTLIÐINN laugardagsmorg- un hófst í Veitingaskálanum við Lagarfljótsbrú, umfangsmesta upp- boð sem haldið hefur verið hér um slóðir í manna minnum. Stundvíslega klukkan tíu um morguninn byrjuðu þeir félagar, Þráinn Jónsson, hreppstjóri Fellahrepps og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fulltrúi sýslu- manns Norður-Múlasýslu, að sveifla uppboðshamrinum og hvetja fólk að bjóða í hinar ! margvíslegustu vörutegundir — allt frá sokkum upp í sófasett og hjónarúm. Ekki stóð á tilboðum — enda húsfyllir. Hér var á ferð opinbert upp- boð á eigum þrotabús Verslunar- innar Bjarkar, sem starfaði í tæpt ár, fyrst á Egilsstöðum og síðar í Fellabæ — að kröfu skiptaréttar Norður-Múlasýslu — en eigandinn hafði lýst sig gjaldþrota. Þegar tíðindamaður Morgun- blaðsins leit inn á uppboðið hafði það staðið látlaust í 6 klukkustundir fyrir troðfullu húsi og ekkert lát virtist á vöru- birgðunum — sem fyrst og fremst er fatnaður hvers konar auk nokkurra húsgagna. Að sögn skiptaráðanda var vörulager verslunarinnar met- inn á kr. 1.200.000 en kröfur í þrotabúið námu liðlega þeirri uppbæð. Klukkan sjö um kvöldið var uppboðinu frestað til mánudags. Þá höfðu verið boðnar upp vörur fyrir 300.000 kr. Mikil kátína ríkti á uppboðinu og virtust margir gera góð kaup. T.d. var algengt að mönnum væru slegnar fernar gallabuxur á 300 krónur eða þá dýrindis samkvæmiskjóll. Sófasett fengu menn fyrir 10.000 kr. og þóttu kjarakaup. — Ólafur Stúdentaráö fordæmir yfir- gang Sovétmanna í Afganistan EFTIRFARANDI ályktun var sam þykkt á fundi Stúdentaráðs Háskóla íslands, Bmmtudaginn 18. nóvem- ber sl. Eins og flestum er kunnugt þá dvaldi hér á landi fyrir nokkru afganskur flóttamaður í boði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta. Til þess að ítreka stuðn- ing sinn við afgönsku andspyrnu- hreyfinguna, samþykkti Stúdenta- ráð eftirfarandi ályktun: „Innrás Sovétríkjanna í Afganistan er brot á öllum viðurkenndum al- þjóðalögum. Frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar er fótum troðið. Auk þess olli innrásin versnandi sam- búð stórveldanna og vígbúnaðar- kapphlaupið jókst.“ Sú umfjöllun sem átt hefur sér stað um málefni Afgana hér á landi upp á síðkastið hefur veitt okkur holla áminningu um að afg- anska þjóðin berst ekki aðeins fyrir frelsi og mannréttindum, heldur einnig fyrir lífi sínu gegn einni stærstu hernaðarvél heims. SHI fordæmir, sem fyrr, yfir- gang Sovétmanna í Afganistan og lýsir jafnframt yfir fullum stuðn- ingi við baráttu afgönsku and- spyrnuhreyfingarinnar gegn inn- rásarliði Sovétmanna. SHÍ vill ennfremur hvetja Al- þingi, kirkju, stjórnmálaflokka, verkalýðsfélög og aðra aðila að fara að dæmi SHI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.