Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 Sjálfstæðismenn i stjórnarandstöðu tefja afgreiðslu bráðabirgðalaganna Eftir Ölaf Ragnar - Grímsson, alþm. Leiðari Morgunblaðsins fimmtudaginn 2. desember bar heitið ^Svefn þingflokksfor- manns". I leiðaranum var fullyrt að Ólafur Ragnar Grímsson, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins og formaður fjár- hags- og viðskiptanefndar Efri deildar Alþingis, hefði lagst á bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar og „sofið á þeim djúpum svefni". I leiðaranum fólst alvarleg ásökun um að ég hafi beitt valdi mínu sem formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar til að tefja afgreiðslu bráðabirgðalaganna. Sannleikur- inn er hins vegar allt annar. Ég hef gert allt sem í mínu valdi hefur staðið til að flýta afgreiðslu málsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu, sem sæti eiga í nefndinni, hafa hins vegar lagt fram beiðnir um fjölda viðræðuað- ila og ítarlegar upplýsingar ásamt óskum um skriflegar umsagnir og lagaskýringar. Það hefur nú þegar tekið rúmar tvær vikur að verða við öllum þessum kröfum sjálf- stæðismanna. Þess vegna hefur nefndin ekki afgreitt bráðabirgða- lögin. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í stjórnarandstöðu bera nánast alla ábyrgð á þeim tíma sem bráðabirgðalögin hafa verið til af- greiðslu í fjárhags- og viðskipta- nefnd. Vilji Morgunblaðið gagnrýna þessa „töf" á afgreiðslu málsins ber blaðinu að snúa sér alfarið til full- trúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- andstöðu með þær umkvartanir. Þessu til staðfestingar skal hér rakinn gangur málsins í nefnd- inni. Langur óskalisti um viðræðuaðila Bráðabirgðalögum ríkisstjórn- arinnar var vísað til fjárhags- og viðskiptanefndar Efri deildar að kvöldi mánudagsins 22. nóvember. Strax næsta morgun hélt ég fund í fjárhags- og viðskiptanefnd og kvaddi til Ólaf Davíðsson for- stjóra Þjóðhagsstofnunar svo að greiðlega mætti veita svör við spurningum nefndarmanna. Á þessum fundi kom fram að full- trúar Sjálfstæðisflokksins töldu nauðsynlegt að efna til viðræðna við fjölda hagsmunasamtaka í þjóðfélaginu og yrðu fulltrúar þeirra boðaðir á fundi í nefndinni. Jafnframt tilkynntu sjálfstæðis- menn að þeir myndu beina fjöl- mörgum spurningum til Þjóð- hagsstofnunar. I samræmi við almenna venju í nefndum þingsins varð ég við þessum óskum fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins. Lárus Jónsson alþm. tilgreindi síðan eftirfarandi sam- tök sem þeir sjálfstæðismenn vildu fá til viðræðna við nefndina: Alþýðusamband íslands, Vinnu- veitendasamband Íslands, Lands- samband ísl útvegsmanna, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna, Sam- band ísl. samvinnufélaga, Sjó- mannasamband íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag ísl. iðnrekenda, Landssamband ísl. iðnaðarmanna, Versluriarráð ís- lands, Stéttarsamband bænda, Skreiðarsamlagið, Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, Hagstofu ís- lands, Verðjöfnunarsjóð fisk- iðnaðarins og Samband viðskipta- bankanna. Ýmsum nefndarmönnum þótti þessi listi ærið langur og áttu bágt með að skilja hvers vegna sjálf- stæðismenn í stjórnarandstöðu vildu taka svona langan tíma til viðræðna við slikan fjölda sam- taka þar eð augljóst væri að þær viðræður kæmu í veg fyrir að nefnd- in gæti afgreitt málið á skömmum tíma. Ég hafði samdægurs samband við alla þá aðila sem sjálfstæðis- menn í stjómarandstöðu vildu fá til viðræðna. Tveir þeirra — Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Landssamband ísl. iðnaðarmanna töldu ástæðulaust að koma og ræða bráðabirgðalögin á fundum nefndarinnar. Næstu daga dró Lárus Jónsson síðar til baka ósk sína um viðræður við Skreiðar- samlagið og Sölusamband ísl. fisk- framleiðenda. Þá voru eftir 12 samtök og stofnanir sem sjálfstæð- ismenn í stjórnarandstöðu töldu nauðsynlegt að tala við. Nefndin hóf þær viðræður strax næsta dag. Þá komu á fund nefnd- arinnar Davíð Ólafsson fulltrúi Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins, Klemens Tryggvason hagstofu- stjóri, Jónas Haralz fulltrúi Sam- bands viðskiptabankanna, full- trúar Stéttarsambands bænda og fulltrúar Verslunarráðs íslands. Þessi fundur stóð í margar klukkustundir. Næsti fundur var haldinn dag- inn eftir, fimmtudaginn 25. nóv- ember. Þá komu til viðræðna Ásmundur Stefánsson forseti AJ- þýðusambands Islands, Þorsteinn Pálsson fulltrúi Vinnuveitenda- sambands íslands, Óskar Vig- fússon forseti Sjómannasambands íslands og Erlendur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnu- félaga. Rétt er geta þess að ein- göngu var rætt við fulltrúa frá einum aðila í einu og stóðu við- ræður við hvern þeirra í meðaltali í hálfa til heila klukkustund. I fyrstu vikunni eftir að fjár- hags- og viðskiptanefnd Efri deildar fékk lögin í hendur hélt hún fundi á öllum þingdögum. Með svo ströngum fundarhöldum tókst að afgreiða rúmlega helming viðræðuaðilanna sem voru á óskalista Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu. Var greinilegt að ýmsum fannst nóg um þann hraða sem formaður nefndarinnar hafði á þessum viðræðum. Ætlunin var að halda viðræðun- um áfram strax eftir helgina og var boðaður nefndarfundur mánu- daginn 29. nóvember. Þá komu til viðræðna fulltrúar BSRB og Fé- lags ísl. iðnrekenda en fjarvistir nokkurra nefndarmanna hindruðu að hægt væri að halda löglegan fund í nefndinni. Þess má geta að allir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni voru fjarverandi. Lárus Jónsson var veðurtepptur á Akur- eyri, Eyjólfur Konráð Jónsson var bundinn við prófkjörsannir í Norðurlandskjördæmi vestra og Gunnar Thoroddsen var á forsæt- isráðherrafundi Norðurlanda. Rétt er að ítreka að Gunnar Thoroddsen er einn af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, kosinn af sameiginleg- um einingarlista sjálfstæðismanna í Efri deild. Fulltrúar BSRB og Félags ísl iðnrekenda voru boðaðir á nýjan fund strax næsta dag, þriðjudaginn 30. nóvember. Fóru þá fram viðræður við fulltrúa þessara samtaka og einnig við fulltrúa Landssambands ísl. út- vegsmanna. Á þessum fundi lagði Lárus Jónsson fram ósk um að fá skrif- legar umsagnir frá Vinnuveit- endasambandi íslands, Alþýðusambandi íslands og Versl- unarráði íslands þótt fulltrúar þessara samtaka hefðu þá þegar lýst viðhorfum sínum á fundum nefndarinnar. Samkvæmt gamalli venju eru felld niður formleg þingstörf • á fullveldisdaginn 1. desember. Þess vegna var ekki haldinn fundur í ríefndinni þann dag. Ég ætlaði hins vegar að boða fund fimmtu- daginn 2. desember en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins Lárus Jóns- son baðst undan fundi þann dag þar eð sjálfstæðismenn hefðu mik- ið að gera vegna prófkjörsúrslita og væntanlegs fulltrúaráðsfundar. Þessi starfslýsing sýnir að fund- ur hefur verið haldinn í nefndinni „Morgunblaðið ætti hins vegar að spyrja fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu hvers vegna þeir hafi í sífellu lagt fram nýjar og nýjar óskir viðræðuaðila og upp- lýsingar og þannig komið í veg fyrir að nefndin gæti lokið meðferð sinni á bráöabirgðalögunum.“ á hverjum einasta þingdegi síðan nefndin fékk málið til meðferðar nema tveimur. Mánudaginn 29. nóvember féll niður fundur vegna fjarveru allra fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í nefndinni og fimmtu- daginn 2. desember baðst fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni undan því að haldinn væri fundur. Langur spurningalisti til Þjóðhagsstofnunar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnarandstöðu hafa ekki aðeins óskað eftir því að fulltrúar fjölda- samtaka væru kallaðir fyrir nefndina. Miðvikudaginn 24. nóv- ember lagði Lárus Jónsson einnig fram langan lista með spurning- um sem óskað var að Þjóðhags- stofnun veitti svör við. Þetta voru átta spurningar og flestar í mörg- um undirliðum og tóku þær til allra helstu þátta efnahagsmála. Ljóst var að Þjóðhagsstofnun þyrfti að minnsta kosti tæpa viku til að vinna að svörunum. Spurningalistinn sem Lárus Jónsson lagði fram fyrir hönd sjálfstæðismanna í stjórnarand- stöðu hljóðaði á þessa leið: „1. Útreikningur óskast á eftir- töldum atriðum, miðað við breyttar þjóðhagsforsendur á árinu 1983, svo sem hér segir: a) 350 þús. tonna þorskafla, aðrar aflaforsendur óbreytt- ar. b) að birgðabreytingar auki 3% við útflutningsfram- leiðslu. Hver verða áhrifin á: a) þjóðarframleiðslu og þjóðartekjur b) viðskiptajöfnuð c) afkomu atvinnuvega d) gengisþróun, verðbólgu og kaupmátt? 2. Hver yrði ársfjórðungslegur framreikningur framfærslu- vísitölu á næsta ári að bráðabirgðalögunum sam- þykktum, sbr. forsendur bls. 29 í þjóðhagsáætlun? Hver yrði hækkunin frá ársbyrj- un til ársloka? 3. Hvað þýðir 1% meiri fjár- festing af þjóðarframleiðslu í auknum viðskiptahalla miðað við forsendur þjóð- hagsáætlunar? 4. Upplýsingar óskast um þróun kaupmáttar taxtakaups og ráðstöfunartekna árin 1980, ’81 og ’82. Hver verða áhrif bráðabirgðalaga á kaupmátt 1983? Sömu upplýsingar óskast um þróun kaupmátt- ar elli- og örorkulífeyris með og án tekjutryggingar og áhrif bráðabirgðalaganna á kaupmátt þessa lífeyris árið 1983. Hver er megin- skýring aukningar kaup- máttar ráðstöfunartekna 1981? 5. Afkoma atvinnuveganna: Hverjar eru afkomuhorfur eftirtalinna atvinnugreina eftir hækkun kaupgjalds 1. des., fiskverðs og búvöru- verðs skv. ákvæðum bráða- birgðalaganna: 1. Fiskveiða (sundurliðun á venjulegan hátt). 2. Fiskvinnslu (sundurliðun á venjulegan hátt). 3. Landbúnaðar. 4. Útflutningsiðnaðar. 5. Samkeppnisiðnaðar. 6. Annarra atvinnugreina. 6. Samanburður óskast á breyt- ingum ytri aðstæðna þjóðar- búsins á árunum 1967—69, 1974 og ’75 við þróunina í ár. Rýrnun útflutningstekna, þjóðartekna, viðskiptakjara o.s.frv. (nettó skuldastaða). 7. Vöxtur sjávarvöruframleiðsl- unnar: í grg. með frv. til staðfest- ingar á bráðabirgðalögunum segir orðrétt, að „þjóðarbúið og atvinnuvegirnir séu van- búnir að mæta ytri áföllum" (bls 9. frv.). Hver er skýring- in? Hver hefur orðið aukning afla og vöxtur sjávarvöru- framleiðslunnar á föstu verði síðan 1977 (árleg) og hver er áætlun um þessa þætti árin 1982 og ’83? 8. Hver er ábyrgð ríkisstjórnar og hver er ábyrgð Þjóð- hagsstofnunar á gerð þjóð- hagsáætlana hverju sinni.“ Tæpri viku síðar kom Ólafur Davíðsson forstjóri Þjóðhags- stofnunar á fund fjárhags- og við- skiptanefndar og afhenti svör við þessum spurningum. Lárus Jóns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins í stjórnarandstöðu, óskaði þá eftir viðbótarfresti til að kynna sér þessi gögn. Þegar sá frestur væri liðinn yrði forstjóri Þjóð- hagsstofnunar kallaður á ný fyrir nefndina til að fjalla um atriði sem sjálfstæðismenn í stjórnar- andstöðu og aðrir nefndarmenn vildu spyrja nánar um. Beiðni um lagaskýringar Á fundi nefndarinnar í síðustu viku óskaði Lárus Jónsson einnig eftir því að prófessor við lagadeild Háskólans yrði fenginn til að fjalla um ágreining sem upp hefur komið varðandi túlkun á kaup- gjaldsvísitöluákvæðum bráða- birgðalaganna. í umfjöllun nefnd- arinnar hefur komið fram að sum- ir telja að verði bráðabirgðalögin felld á tímabilinu desember til mars eigi kaupgjaldsvísitalan að hækka um leið en aðrir, þar á meðal fulltrúar Vinnuveitenda- sambandsins, telja að skerðingin eigi að gilda allt tímabilið þótt lögin kunni að falla í meðferð Al- þingis. Taldi Lárus Jónsson nauð- synlegt að prófessor í lögum yrði beðinn að fjalla um þennan laga- ágreining. Ég kom þeirri ósk sam- dægurs á framfæri við Jónatan Þórmundsson, forseta lagadeildar Háskólans. Ræðið við sjálfstæðismenn í stjórnarandstöðu Það er sjálfsagður réttur rit- stjórnar Morgunblaðsins að krefj- ast þess að bráðabirgðalögin verði afgreidd fljótt út úr fjárhags- og viðskiptanefnd Efri deildar. Það vill reyndar svo til að ég er sam- mála þessu markmiði og hef gert allt sem ég hef getað sem formaður nefndarinnar til að flýta afgreiðslu málsins. Fulltrúar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks í nefndinni hafa hvað eftir annað lýst yfir nauðsyn þess að hraða meðferð málsins. Við erum algjörlega sammála því markmiði um hraða sem lýst var í leiðara Morgunblaðsins. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- andstöðu hafa hins vegar lagt áherslu á nauðsyn þess að fjalla lengi og ítarlega um málið. Þeir hafa lagt fram ítarlegar óskir um fjöida viðræðuaðila og svör Þjóð- hagsstofnunar við fjölmörgum spurningum, beðið um skriflegar umsagnir hagsmunasamtaka og lagaskýringar frá prófessorum við Háskólann. Það er þingskylda mín sem formanns nefndarinnar að verða við þessum fjölmörgu óskum sjálfstæðismanna í stjórn- arandstöðu. Þess vegna hafa bráðabirgðalögin ekki verið af- greidd út úr fjárhags- og við- skiptanefnd Efri deildar. Morgunblaðið ætti hins vegar að spyrja fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í stjórnarandstöðu hvers vegna þeir hafi í sífellu lagt fram nýjar og nýjar óskir viðræðuaðila og upplýsingar og þannig komið í veg fyrir að nefndin gæti lokið meðferð sinni á bráðabirgðalögun- um. Það eru fleiri en ég sem vilja gjarnan fá formleg svör við slík- um spurningum. Aths. ritstj.: í leiðara Mbl., sem Ólafur Ragn- ar Grímsson vitnar til, segir m.a.: „Verkefnalítið þing gat auð- veldlega, ef vilji hefði staðið til, tekið afstöðu til bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar fyrir gildistöku kaupskerðingarinnar," þ.e. 1. des- ember sl. I þessu sambandi er rétt að vekja athygli á: 1. Bráðabirgðalögin voru gefin út í ágústmánuði sl. 2. Alþingi kom saman til starfa 11. október sl. 3. Bráðabirgðalögin eru ekki lögð fram á Alþingi fyrr en 10. nóv- ember, eða mánuði eftir að það tók til starfa. 4. Þau koma enn síðar til umræðu, er ekki vísað til þingnefndar fyrr en 22. nóvember. Af þessum dagsetningum er ljóst að ríkisstjórnin var alls ekk- ert að flýta sér. Þessi atburðarás leiðir sterkar likur að því að ríkis- stjórnin hafi ekki ætlazt til þess, „að bráðabirgðalögin fái venjulega þinglega meðferð" fyrir gildistöku skerðingarákvæða, eins og Eyjólf- ur Konráð Jónsson, alþingismað- ur, benti á í umræðu um þau. Sami þingmaður lét þess getið í þing- ræðu að engin þingnefnd efri deildar hefði þá komið saman til starfa, það sem af var vetri, til annars en að kjósa sér formann, varaformann og ritara, sem sýnir Ijóslega vinnulag þingsins í vetur. Hér skal ekki tekin afstaða til þess, hvort þær upplýsingar, sem einstakir þingmenn í fjárhags- og viðskiptanefnd efri deildar óska eftir, séu í samræmi við hefð- bundna málsmeðferð hliðstæðra frumvarpa eða ekki, þó upptalning nefndarformannsins bendi til þess. Hitt hafði komið fram að þingmenn Framsóknarflokks vildu binda afgreiðslu bráða- birgðalaganna við nýjar viðmið- unarreglur við útreikning verð- bóta á laun. Ekki höfðu fengizt svör frá þeim, í umræddri þing- nefnd, hvort þeir væru reiðubúnir til að afgreiða málið áður en frum- varp um fyrrgreint efni kemur fram. Það er því ekkert liklegra en ágreiningur stjórnarliða um nýjan vísitölugrundvöll sé með meiru höfuðástæða þess, hvernig ríkis- stjórnin hefur haldið á bráða- birgðalögunum gagnvart Alþingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.