Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 12 Konsum úr hreinu súkkulaói! Konsum suöusúkkulaöið er framleitt úr hreinu súkkulaði eins og allar súkkulaði-vörur frá Nóa og Síríus. Þess vegna er það svona gott. Konsi m suðusúkkulaðið, orðið segir það og bragðlaukarnir finna það. jmod a Mm AF ERLENDUM VETTVANGI / eftir BJÖRN BJARNASON Giinther Verheugen, fyrrverandi aðalritari FDP, hefur sagt sig úr flokknum. Franz Josef Strauss. Vill FDI* burt af þingi. meirihluta þingsæta í marz, virðist ólíklegt, að Carstens, sem er sjálfur úr röðum CDU, muni koma í veg fyrir kosningar af stjórnskipunarástæðum. CDU hefur þegar kunngert kosninga- vígorð sitt, sem leggur áherzlu á versnandi efnahagsástand í iandinu: — Með okkur, út úr kreppunni. Flestar skoðanakannanir að undanförnu benda til þess, að CDU fengi ásamt bræðraflokki sínum í Bayern (CSU) hreinan meirihluta á þingi, ef kosið væri nú. Skoðanakönnun frá könnun- arstofnuninni Infratest fyrir skömmu, gaf til kynna, að CDU/ CSU fengi 49% atkvæða, SPD 42%, FDP 3% og græningj- arnir svonefndu (umhverfis- verndarmenn) 5%. Bezti möguleiki FDP til þess að ná 5%-markinu felst senni- lega í því að bjóða Franz Josef Strauss sem mest byrginn í kosningabaráttunni, hinum Glundroði í röðum frjálsra demókrata í V-Þýzkalandi Kosningabaráttan fyrir áformaðar þingkosningar í Vestur-Pýzkalandi er hafin. Hinn hrjáði og hnípni flokkur frjálsra demókrata (FI)P) virðist riða til falls og af þeim sökum hefur varla nokkru sinni áður ríkt jafn mikil óvissa fyrir þingkosningar þar í landi og nú. Helmut Kohl kanslari hefur mælt svo fyrir, að kosningarnar skuli fara fram 6. marz nk. og víst er, að úrslit þeirra geta breytt ríkjandi flokkafyrirkomulagi í V-I>vzka- landi í það miklum mæli, að nokkrir valdamiklir stjórnmálamenn hafa mvndað eins konar bakvarðsveit til þess að koma í veg fyrir, að kosn- ingarnar fari fram. að kemur engum á óvart, að þeir, sem kvíðnastir eru fyrir þessar kosningar, skuli vera frjálsir demókratar. I september sl. felldu þeir ríkisstjórn jafnað- armannsins Helmut Schmidts og ákváðu að ljá nýrri stjórn kristi- legra demókrata þingstyrk sinn. Þessi ákvörðun flokksstjórnar- innar hefur gjörsamlega riðlað fylkingum frjálsra demókrata og skoðanakannanir þær, sem fram hafa farið að undanförnu, sýna, að fylgi flokksins er nú talsvert fyrir neðan þau 5% mörk, sem þarf til þess að fá mann kjörinn á Sambandsþingið í kosningun- um í marz. Fjórir af 53 þingmönnum frjálsra demókrata hafa sagt sig úr flokknum á tveimur síðustu vikum og hópur 1.500 óánægðra vinstrisinna í flokknum sam- þykkti fyrir skemmstu á sérstök- um fundi í borginni Bochum að stofna nýjan frjálslyndan stjórnmálaflokk án nokkurra tengsla við FDP. í síðustu viku tilkynnti Gunther Verheugen, fyrrum að- alritari frjálsra demókrata, að hann segði sig úr flokknum og myndi ganga í flokk jafnaðar- manna (SPD), sem þegar í stað lofuðu honum öruggu þingsæti. — FDP hefur tekið að sér það hlutverk að skapa þingmeiri- hluta fyrir kristilega demókrata (CDU), sagði Verheugen á blaða- mannafundi, þar sem hann til- kynnti ákvörðun sína um að skipta um flokk. — Ég hef ekki á neinn hátt látið af pólitískum skoðunum mínum, sagði Ver- heugen ennfremur. — Mér var það hins vegar ljóst eftir þing FDP í Berlín, að fyrir mig er enginn vettvangur framar í þeim flokki. Á þessu flokksþingi FDP í Vestur-Berlín snemma í nóv- ember var Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra endurkjörinn formaður flokks- ins, en það var einmitt hann, sem réð mestu um, að FDP tók upp samvinnu við kristilega demókrata. Umræðurnar á flokksþinginu sýndu auk annars, að mikill klofningur ríkir innan flokksins. Þannig var Verheugen fagnað þar mjög, er hann flutti ræðu sína. Glundroðinn í hópi frjálsra demókrata virðist hafa knúið Walter Scheel, fyrrum leiðtoga FDP og fyrrverandi forseta Sambandslýðveldisins, til þess að láta í ljós þá skoðun sína, að það sé brot á stjórnarskrá lands- ins að rjúfa þing og láta kosn- ingar fara fram í marz. — Ég veit, hvað ég myndi gera, ef ég væri forseti nú, sagði Scheel og gaf með því núverandi forseta, Karl Carstens, til kynna skoðun sína, en sá síðarnefndi er einnig sagður ala með sér nokkrar efa- semdir um réttmæti þess að rjúfa þing landsins nú. Vestur-þýzku stjórnarskránni er nefnilega ætlað að koma í veg fyrir þann óstöðugleika í stjórn- málum, sem gróf undan Weim- ar-lýðveldinu og hún leyfir ekki, að kanslari landsins efni til kosninga, bara þegar það hentar honum. Til þess að rjúfa þing, hyggst Kohl kanslari láta fara fram vantraustsyfirlýsingu á stjórn sína að eigin frumkvæði og það jafnvel fyrir jól. Scheel og ýmsir aðrir halda því fram, að slíkt tiltæki fari í bága við anda stjórnarskrárinn- ar, þar sem stjórn Kohls hafi hreinan meirihluta. Eina skipt- ið, sem vantrausti var beitt áður, var af Willy Brandt árið 1972, en þá lék mikill vafi á því, hvort starfhæfur meirihluti væri fyrir hendi á sambandsþinginu. En þar sem Kohl er sannfærð- ur um, að hann eigi eftir að fá hægri sinnaða lei.ðtoga CSU í Bayern. Strauss hefur að undan- förnu gert það lýðum ljost, að hann hyggist taka við af Genscher sem utanríkisráð- herra, ef FDP tekst ekki að fá mann kjörinn á þing. Ástæðan er sú, að mörgum Vestur-Þjóð- verjum geðjast lítt að þeirri hugmynd, að Strauss verði utan- ríkisráðherra og það má telja það mjög líklegt, að í kosninga- baráttunni eigi FDP eftir að spila mjög á þann streng á meðal kjósenda, að eina leiðin til þess að koma í veg fyrir það að Strauss verði utanríkisráðherra sé að kjósa FDP. Raunar er talið, að Kohl vilji sjálfur heldur hafa Genscher sem utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni en hinn metnaðargjarna og ósamvinnu- þýða Strauss. Jafnaðarmenn kröfðust þing- kosninga þegar í stað, er stjórn þeirra féll í september sl., en verða nú að sætta sig við kosn- ingar í marz nk., enda þótt kosn- ingar þá séu þeim þvert um geð. — Ef við værum við stjórn, var haft eftir kunnum vestur-þýzk- um jafnaðarmanni fyrir skemmstu, — þá myndi ég vilja þingkosningar á árinu 1984. Þá yrðu þrjár milljónir atvinnu- lausra vandamál Kohls en ekki okkar. Svo er að sjá sem SPD undir forystu hins nýja kanslaraefnis, Hans-Jochen Vogels, hafi sætt sig við að bíða lægri hlut fyrir CDU/ CSU í væntanlegum þing- kosningum. En markmið SPD, þegar til lengdar lætur, hlýtur að felast í því að ryðja FDP burt af þingi fyrir fullt og allt og jafnframt að vinna það mörg at- kvæði frá græningjunum, að þeir fái ekki heldur þingmann kjör- inn. — Ef FDP verður áfram á þingi, var haft nýlega eftir Peter Glotz, framkvæmdastjóra SPD, þá mun sá flokkur halda áfram stjórnarsamvinnu við CDU/ CSU í áratugi. Glotz sagði ennfremur við sama tækifæri, að efling tveggja flokka kerfis í Vestur-Þýzkalandi ætti að gefa jafnaðarmönnum gott tækifæri til þess síðar að sigra í þingkosn- ingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.