Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 19 * Velheppnaðir Islands- dagar í Fuglsang „Lslandsdagarnir í Fuglsang hcppnuðust í alla staði vel — þökk sé hjónunum Erik og Trauta Sönder- holm, sem höfðu veg og vanda af að skipuleggja dagana. Þá mæltust er- indi Eriks um Halldór Laxness og íslendingasögur vel fyrir,“ skrifaði Konn Sörensen, forstöðumaður sýn- ingarsalarins í Fuglsang á Lálandi i Danmörku eftir íslandssýningu sem stóð frá 31. október til 10. nóvember síðastliðins. Sýnd voru verk eftir Jón Reyk- dal, grafíklistamennina Pétur Stefánsson og Hörpu Björnsdótt- ur, og gullsmiðina Ásdísi Sveins- dóttur Thoroddsen og Jens Guð- jónsson. Þá voru sýndir munir eft- ir Huldu Jósefsdóttur og Helga Egilsson. Jafnframt því að sýnd voru verk íslenzkra listamanna, héldu Gísli Magnússon píanóleik- ari og Gunnar Kvaran cellóleikari tónleika. Þá voru sýnd verk sem tengjast Islandi eftir danska lista- menn. íslandskynningin var hluti af „norrænum vikum" í Fuglsang. Áður höfðu verk finnskra lista- manna verið kynnt. Island er kommet til Fuglsang /slandske og danske kunstnere ud- stiller pá refugiet frem til 10. novem- ber „Geimálfurinn“ frumsýnd í Laugar- ásbíói á morgun BANDARÍSKA stórmyndin The Extra-Terrestrial eða E.T. verður frumsýnd í Laugarásbíói á fimmtu- dagskvöldið nk. kl. 20.00. Kvik- myndin verður frumsýnd samtímis í Reykjavík, London og París. Hún hefur ekki enn verið frumsýnd á hin- um Norðurlöndunum vegna þess að þar hafa ekki náðst samningar við dreifingarfyrirtækið Universal í Bandaríkjunum, sem heimta háar prósentur af sýningum á myndinni. Laugarásbiói tókst að gera hagstæða samninga. Á frumsýningardaginn kl. 13.30 Geimálfurinn góði úr mynd Spiel- bergs, The Extra-Terrestrial, sem frumsýnd verður í Laugarásbíói nk. fimmtudag. verður sérstök barnasýning þar sem vangefnum og þroskaheftum börnum verður boðið að sjá mynd- ina. Það eru Junior Chamber-fé- lagar í Reykjavík, sem skipuleggja þá sýningu en börnin, sem boðið verður, eru úr eftirtöldum skólum: Öskjuhlíðarskóla, Heyrnleysingja- skólanum, Þjálfunardeild við Kópavogshæli, Bústaðaskóla og sérdeildum Safamýrar- og Hlíða- skóla. JC-félagarnir sjá einnig um frumsýninguna um kvöldið. Miði á þá sýningu mun kosta 150 krónur og rennur allur ágóði til málefna vangefinna og þroskaheftra. í lok sýningarinnar verður fulltrúum barnanna afhentur ágóði af frum- sýningunni en hann skiptist milli áðurnefndra aðila. Er talið að um 63.000 krónur náist inn á frumsýn- ingunni. Þeir, sem fylgjast með í kvik- myndaheiminum, kannast eflaust vel við geimálfinn E.T. Það er sá frægi Steven Spielberg (Jaws, Raiders of the Lost Ark), sem leik- stýrir og framleiðir myndina. Hún er á góðri leið með að slá öll fyrri aðsóknarmet í Bandaríkjunum. Þetta er sannkölluð fjölskyldu- mynd. Hún segir frá geimveru, sem skilin er eftir á jörðinni, þremur milljónum ljósára frá heimkynnum sínum. Hún hittir lítinn strák, sem kemur henni til hjálpar og tekst mikill vinskapur með þeim. Geimálfurinn getur gert ýmsa þá hluti, sem manninn getur aðeins dreymt um að gera. Tónlist í myndinni er eftir John Williams en handritið er skrifað af Melissu Mathison. Jólatónleikar Skagfirsku söngsveitarinnar SKAGFIRSKA söngsveitin heldur jólatónlcika í Bústaöakirkju fimmtu- daginn 9. desember kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Árna Björnsson, Eyþór Stefáns- son, Sigfús Halldórsson, Sigvalda Kaldalóns og Þórarinn Jónsson. Af erlendum höfundum má nefna Mozart, Hándel og Bach. Á þess- um jólatónleikum eru m.a. jólalög, svo sem Aðfangadagur jóla 1912 eftir Stefán frá Hvítadal við lag Sigfúsar Halldórs, Nóttin helga eftir A. Adams, Kirkjuarian eftir Stradella, þar sem Sverrir Guð- mundsson syngur einsöng, Jóla- kvæði eftir séra Einar Sigurðsson í Eydölum við lag Sigvalda Kalda- lóns og lýkur á Heims um ból. Að þessu sinni koma fram með kórnum fjórir einsöngvarar, þau Halla Jónasdóttir, Snorri Þórðar- son, Steinn Erlingsson og Sverrir Guðmundsson. Söngstjóri er Snæ- björg Snæbjarnardóttir og undir- leikari Árni Arinbjarnarson. I tilefni árs aldraðra er sá ald- urshópur sérstaklega velkominn. Kórinn hefur í hyggju að syngja á elliheimilum og sjúkrahúsum á næstu dögum. Kórfélagar eru 75 talsins og starfsemi kórsins í miklum blóma. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Þeir kynntu möguleika ferðamannsins i hinum 10 sögufrægu bnrgum Vestur- þýskalands. Á myndinni eru (f.v.) Georg Ebeling forstjóri þýzku feróamálaskrif- stofunnar í Kaupmannahöfn, Frank E. Siemsen ræóismaður íslands í Liibeck, Fritz Kleiber forstjóri ferðamálaskrifstofunnar í Augsburg og Heinz Peters frá Liibeck. Morgunblaðið/KÖE Kynntu möguleika ferða- mannsins í tíu sögu- frægum þýzkum borgum Nýverið voru staddir hér á landi fulltrúar tíu vestur-þýzkra borga, sem tekið hafa saman höndum um að glæða ferðamannastraum til borganna. Voru þeir hingað komnir til að vekja athygli ferðaskrifstofu- manna á borgunum. Ilefur i þessu skyni verið myndað bandalag þess- ara borga og nefnist það „Hinar 10 sögufrægu", en til þess heyra borg- irnar Liibeck, Bremen, Miinster, Bonn, Trier, Wiirzburg, Heidelberg, Niirnberg, Freiburg og Augsburg. „Þessar 10 borgir, sem ákveðið hefur verið að kynna sameigin- lega, eiga það allar sameiginlegt, að þær eru gamlar og fornfrægar og eiga sér ríkulega sögu,“ sagði Franz E. Siemsen, ræðismaður Is- lands í Lúbeck, við blaðamann, en hann kom hingað ferðamálafull- trúunum til trausts og halds. Fyrir borganna hönd komu hingað forstjórar ferðamálaráða Lúbeck og Augsburg, en einnig forstjóri þýzku ferðamálaskrif- stofunnar í Kaupmannahöfn. Fimm ár eru síðan borgirnar tóku sig saman um þessa kynn- ingarstarfsemi. Auk sjálfstæðs kynningarstarfs er haft náið sam- starf við þýzka ríkisflugfélagið, Lufthansa, og járnbrautirnar. Ferðamálafulltrúarnir sögðu að aukin áherzla væri lögð á að kynna V-Þýzkaland sem ferða- mannaland og þá möguleika sem í boði væru fyrir ferðamenn, sem þangað færu. Þeir fullyrtu að ís- lenzkir ferðamenn ættu að geta fundið ýmislegt við sitt hæfi á öll- um árstímum í borgunum 10. Þeir sögðu að meðal þess sem borgirnar hefðu upp á að bjóða umfram stórborgirnar væri meiri fegurð, glæstari saga, minni og huggulegri gististaðir og lægra verðlag. Auk þess væri menning og listir í háum gæðaflokki í borg- unum 10. Tvær borganna 10, Trier og Augsburg, eru jafnframt tvær elztu borgir V-Þýzkalands. Trier verður 2.000 ára á næsta ári og Augsburg nær sama aldri 1984. íslenzkum ferðamönnum í V-Þýzkalandi hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum, og nærri lætur að á síðasta ári hafi íslendingar gist um 30 þúsund gistinætur þar í landi. Þá kom fram á fundinum að á fyrri hluta þessa árs hafi gjaldeyristekjur V-Þjóðverja af íslendingum auk- ist um nær 30 af hundraði. Listmuna- stofa opnuð llveragerði, 2. desember. Myndlistarmaöurinn Sigurður Sólmundarson og eiginkona hans, Auöur Guðbrandsdóttir, opnuðu í gær lítinn listaskála að heimili sínu, Dynskógum 5 í Hveragerði. Skálinn heitir „Litla listmunastofan" og verður hún opin fimmtudaga og föstudaga frá klukkan 14 til 18, en laugardaga og sunnudaga frá klukk- an 14 til 22. Þarna sýnir Sigurður 20 nýjar myndir, sem hann hefur unnið úr efnum úr steinaríkinu og öðrum náttúrulegum efnum. Þetta er fjórða einkasýning Sigurðar og eru myndirnar til sölu. Þá eru og til sýnis og sölu ýmsir handunnir munir úr tré og fleiri efnum, til dæmis gesta- og dagbækur, sem kaupandinn getur fengið skreyttar og áritaðar að eigin ósk. Sigurður Sólmundarson er handmenntakennari við grunn- skóla Hveragerðis og undrar marga, hversu afkastamikill hann er við listsköpun sína jafnframt fullu starfi. Til greina kemur að leigja stof- una út undir fundi, en hún tekur um 30 manns í sæti og þar eru á boðstólum öl- og kaffiveitingar. Við Hvergerðingar hljótum að fagna þessu framtaki þeirra hjóna og óskum þeim góðs gengis með reksturinn. Sigrún Bíóhöllin sýnir „Manninn með barnsandlitið“ BÍÓHÖLLIN hefur hafið sýningar á kvikmyndinni „Maðurinn með barns- andlitiö". Aðalhlutverk í myndinni leika Terence llill og Bud Spencer. Kvikmyndin fjallar um gullrán, er lest er rænd og allir, sem með henni ferðast eru drepnir. Síðan snýst söguþráðurinn um leit að gullinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.