Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1982 t Eiginkona mín, GUDLAUG KATRÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, lést aö Sunnuhlíð hjúkrunarheimili aldraöra, Kópavogi, þann 5. desember sl. Fyrir hönd dóttur og annarra vandamanna. Stefán Gíslason. + Frænka okkar, BJÖRG JAKOBSDÓTTIR, lést j Landakotsspítala 5. þessa mánaöar. Þóra Magnúsdóttir, Inga Erlendsdóttir. t Maðurinn minn og faöir okkar, ÓLAFUR BÆRINGSSON bátsmaður, Holtsbúð 18, Garðabæ, sem lést af slysförum í Portúgal laugardaginn 20. nóvember, verö- ur jarösunginn frá Garöakirkju, fimmtudaginn 9. desember kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Slysavarnafélag islands. Alda Aðalsteinsdóttir og synir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUDMUNDSDÓTTIR, Sunnuflöt 20, Garðabæ, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 9. desember ki. 15. Guðmundur Kristinsson, Jörundur Kristinsson, Inga Sigurjónsdóttír, Auöur Waagfjörö og barnabörn. Útför móöur okkar og tengdamóöur, SNJÓLAUGARGUDJOHNSEN, veröur gerö frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 9. ember kl. 1.30 e.h. Sigríöur Guðjohnsen, Eínar Sigurjónsson, Kristín Guöjohnsen, Bolli Ólason, Aðalsteinn Guöjohnsen, Ragna Siguröardóttir, Elísabet Guöjohnsen, Herbert Hriberschek, Guðný V. Guðjohnsen. des- + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröar- för móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Vesturgötu 37, Reynisstaö, Akranesi. Guö blessi ykkur öll. Margrét Jónsdóttir, Helga Jónsdóttir, Guðmundur G. Þórarinsson, Jón S. Jónsson, Guðrún Albertsdóttir, Ríkharður Jónsson, Hallbera Leósdóttir, Þórður Jónsson, Sigþóra Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarö- arför sonar, eigínmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, GUDMUNDAR BIRGIS VALDIMARSSONAR rennismiös, Leifsgötu 11. Svava Guðvarösdóttir, Unnur Birgisdóttir, Sveinn Christensen, Sólveig Birgisdóttir, Villy Veirup, Oddrún Guömundsdóttir, Bent Bog, Guövarður Bírgir Birgísson, Snjólaug Jóhannesdóttir, Valdimar Stefánsson, barnabörn. Minning: Agnes Asta Guðmundsdóttir Manninum með ljáinn hefur orðið tíðförult um Garðinn að undanförnu. Seinast var hann á ferðinni 30. nóvember er Agnes Ásta Guðmundsdóttir lést, aðeins 49 ára að aldri, fædd 26. október 1933. Ásta, eins og hún var daglega kölluð, var fædd í Garðinum. For- eldrar hennar voru hjónin Jenný Júlíusdóttir og Guðmundur Ei- ríksson, sem bjuggu í Garðhúsum. Þau eru bæði látin. Ásta ólst upp í foreldrahúsum, en að barnaskóla- I námi loknu stundaði hún nám við Laugarvatnsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Nokkru síðar gekk hún að eiga Hörð Sumarliða- son frá Meiðastöðum í Garði. Eignuðust þau þrjár dætur. Elst þeirra er Jenný, kennari við Gerðaskóla, gift Richard Woo- head, síðan kemur Oddný, kennari og búsett að Laugalandi í Holtum, gift Eiríki Hermannssyni, og Dágný, sem starfar á dvalarheim- ili aldraðra á Dalvík, gift Árna Þór Snorrasyni. Á uppvaxtarárum sínum tók Ásta mikinn þátt í félagslífi í Garðinum, iðkaði íþróttir, aðal- lega handknattleik, starfaði í bindindishreyfingunni og gaf sig mjög að leiklist. Átti sú grein mjög vel við Ástu og þá braut langaði hana reyndar mjög til að halda út á þótt af því yrði ekki, enda blasti alvara lífs- ins fljótt við. Þau hjónin byggðu sér hús í Garðinum, en fluttust innan fárra ára vestur á Hellis- sand þar sem þau bjuggu í sex ár, eða til ársins 1966 að þau fluttu aftur suður í Garð í sama húsið, Björkina, og þau höfðu áður búið í. Skömmu eftir komuna í Garð- inn varð breyting á högum Ástu. Þau hjón slitu samvistum og hún fór að vinna úti og bjó með dætr- um sínum, þar til þær festu ráð sitt og hófu sinn búskap. Starfaði Ásta fyrst hjá þeim Kothúsafeðg- um, Sveinbirni Árnasyni og Gunn- ari, í fiskverkunarstöð þeirra. Valdist hún fljótt til verkstjórnar, enda bæði samvizkusöm og verk- séð. Seinustu árin starfaði hún hjá íslenzkum markaði á Keflavíkur- Kveðjuorð: Guðmundur Birgir Valdimarsson Fæddur 14. september 1921 Dáinn 23. nóvember 1982 Hversu dýrmæt er miskunn þín. Ó, Guð, mannanna börn leita hæl- is í skugga vængja þinna. Því að hjá þér er uppspretta lífsins og í þínu ljósi sjáum vér ljós. (Sálm. 36.8.10). Birgir mágur minn er látinn. Það skeði svo snögglega. „Þegar kallið kemur, kaupir sér enginn frí.“ Eg mun ekki rekja æviferil Birgis hér, en í fáum orðum langar mig til að þakka honum fyrir þá góðvild og hjálpsemi sem hann ætíð sýndi mér og fjölskyldu minni og sérstaklega vil ég þakka honum það að hann tendraði jóla- og nýársljósið á leiði foreldra minna síðan þau voru kvödd héðan úr þessum heimi. Hann er nú bú- inn að hitta þau og aðra ástvini sína sem farnir eru héðan á und- an. Megi fjölskyldan öll hafa styrk og trú um góða endurfundi. Fari vinur minn í friði. María + Þökkum auösynda samúö. tryggö og vinarhug viö andlát og útför MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, Hofteig 6, Reykjavík. Níelsína Hákonardóttir, Þóra Magnúsdóttir, Guöbrandur Valdimarsson, Hákon Magnússon, Svanhildur Siguröardóttir, Ásbjörg Magnúsdóttir, Björn Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jarðarför GUÐNAJÓNSSONAR frá Jaðri, Langageröi 15, Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, börn, tengdabörn og aörir aöstandendur. + Þökkum auösýnda samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, fööur, sonar, tengdasonar, bróöur og mágs, JÓHANNESAR J. FOSSDAL, Blönduósi, sem lést hinn 20. nóvember síöastliöinn. Bálför hans hefur fariö fram í kyrrþey aö eigin ósk. Fyrir hönd vandamanna, guö blessi ykkur öll, Inga Dóra Konráðsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR PETURSDÓTTUR. Eínar Sæmundsson, Guörún Jónsdóttir, Ásbjörn Einarsson, Jóna Guóbrandsdóttir, Sigrún E. Einarsdóttir, Gunnar Guömundsson, og barnabarnabörn. flugvelli sem vaktstjóri, eða þar til kraftar hennar þrutu fyrir nokkr- um vikum. Á báðum þessum stöð- um ávann hún sér traust og virð- ingu samstarfsmanna sinna fyrir dugnað og árvekni í starfi. Ásta var ákaflega hreinskiptin og fölskvalaus í samskiptum sín- um við fólk. Sagði meiningu sína umbúðalaust, en gætti þess jafnan að særa ekki neinn. Gamansemi var mjög ríkur þáttur í fari henn- ar og hún hafði skemmtilega frá- sagnarhæfileika, en var aldrei rætin. Hún gat aftur á móti verið hörð í horn að taka fyndist henni að einhverjum ómaklega vegið. Æskuvinum og félögum var hún trölltrygg og missti aldrei sjónar af þeim, þótt svo hópurinn tvístr- aðist um um lönd og álfur. Tákn- rænt fyrir trygglyndi hennar er sú vinátta sem tókst með henni og Lilju Eylands, en þær kynntust þegar séra Valdimar Eylands þjónaði á Útskálum 1947—1948. Alla tíð síðan eftir að Lilja fluttist aftur vestur um haf til Kanada var Ásta í nánu sambandi við fjöl- skyldu hennar og heimsótti hana þegar efni leyfðu. Hinsta förin var farin í ágúst sl. Fyrir næstum áratug kenndi Ásta sér þess sjúkdóms, sem varð henni að aldurtila. Hvað eftir ann- að gekkst hún undir skurðaðgerðir og þjáningarfullar meðferðir og hvað eftir annað var henni ekki hugað líf. Ávallt komst hún af sjúkrabeðinum og hóf sín störf eins fljótt og kraftar leyfðu, kannski stundum of fljótt að manni fannst, en hún mátti ekki til þess hugsa að verða iðjulaus. Svo mikij var vinnusemin. Þótt Ástu væri ljóst að við næstum ólæknandi mein væri að ræða, þá æðraðist hún aldrei og lét engan ótta í Ijós eða trega, heldur veitti þá mótspyrnu sem andlegt og líkamlegt þrek leyfði og það hafði hún í ríkara mæli en flesta mun hafa órað fyrir. Hún var ávallt hress og kát í viðmóti og lét engan bilbug á sér finna, þar til fyrir nokkrum vikum að hún sagði að ferðirnar vestur yrðu ekki fleiri, önnur ferð og lengri væri framundan. Og nú er hún öll. Um leið og ég þakka Ástu, sem í dag er til moldar borin frá Út- skálakirkju, fyrir viðkynninguna gegnum árin, hef ég verið beðinn að flytja samúðarkveðjur frá Lilju Eylands og fjölskyldu í Kanada. Magnús Gíslason Hún Ásta er dáin, hversu flatt kom þessi fregn upp á okkur, það var eins og hún hefði allt í einu skipt um skoðun, ákveðið að standa ekki lengur í þessari bar- áttu. Og eins og allt sem hún sagði og gerði var það ákveðið og tæpi- tungulaust. Ásta var kona sem ekki bar til- finningar sínar á torg, en ekki er þar með sagt að hún hafi ekki fundið til eins og aðrir. Oft sótti hún vinnu með aðdáunarverðum dugnaði, þó vitað væri að hún gengi ekki alltaf heil til skógar. Ásta var ákaflega hreinlynd og hreinskiptin kona, sem kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún átti virðingu og vináttu okkar allra sem með henni unn- um. Megi góður Guð helga minn- ingu Agnesar Ástu Guðmunds- dóttur í hjörtum ástvina hennar, með innilegri samúð. Samstarfsfólk fsl. markaði hf. Keflavíkurflugvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.