Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Rannsóknir Rætt við dr. Þorgeir Pálsson Hjá Verkfræðistofnun Há- skólans hefur undanfarin ár verið unnið að gerð sjálfvirks tilkynningakerfis fyrir islenska fiskiskipaflotann. Hillir nú und- ir það að hefðbunin tilkynn- ingaskylda verði að hluta til verið um bilun í búnaðinum að ræða og yrði því byijað á að kalla skipið upp í talstöð. Bærist ekki svar yrði haft samband við nær- stödd skip og þau beðin að grennslast fyrir um skipið. Ef þess- ar aðgerðir bæru ekki árangur væri unnt að skipuleggja leit þegar í stað. — Hvemig verður uppbyggingu þessa kerfis háttað? Sjálfvirkur tilkynn- ingabúnaður Loran-C kerfið er almennt not- að af íslenskum fiskiskipum og gefur það nákvæma staðsetningu víðast hvar við landið. Sjálfvirk tilkynningakerfí byggir á því að örtölva tekur við mælingum frá lorantæki og sendir þær ásamt skipaskrámúmeri skipsins til strandstöðvar um leið og uppkall berst frá henni. Gert er ráð fyrir að þessi búnaður um borð í skipinu verði sambyggður í eitt tæki. Strandstöðvarnar munu kalla skip- Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir íslensk fiskiskip sjálfvirk þannig tölvubúnaður sjái um að fylgjast með þeim skipum sem á sjó eru og geri viðvart ef þeirra er saknað. Það er Þorgeir Pálsson prófesspr við verkfræðideild Háskóla ís- lands sem hefur yfirumsjón með þessu verkefni en Brandur Guðmundsson verkfræðingur hefur unnið að tæknilegri út- færslu þess. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Þor- geir um þetta verkefni á dögunum og var hann fyrst spurður hver hefði verið að- dragandi þess að ráðist var í þetta verkefni. Upphaf þessa verkefnis má rekja til ársins 1982 er Brynjólfur Sigurðsson dósent í viðskipta- fræðideild Háskólans kom að máli við mig varðandi öryggi fiskiskipa. Hafði hann áhuga á að kannað yrði hvort ekki væri tæknilega unnt að fylgjast með ferðum skipa á sjálfvirkan hátt og efla þannig öryggisgæslu. Brynjólfur beitti sér fyrir því að Verkfræðistofnun Háskólans hóf að kanna forsendur þessa verkefn- is árið 1983 og var sú vinna framkvæmd á vegum samgöngu- ráðuneytisins. f framhaldi þessa var hafist handa við að koma upp tilraunakerfi til að fá úr því skorið hvemig sjálfvirkur búnaður myndi reynast í framkvæmd. Matthíast Bjamason samgöngumálaráðherra og fjárveitinganefnd alþingis hafa sýnt þessu verkefni mikinn skiln- ing þannig að töluvert fé hefur fengist til framkvæmda. Einnig hefur fengist ríflegur styrkur frá Rannsóknasjóði Rannnsóknaráðs til að þróa búnaðinn og þróunarfyr- irtækið Tækniþróun, sem er í eign Háskólans, Eimskips og nokkurra iðnfyrirtækja, hefur heitið stuðn- ingi sínum. Við höfum frá upphafi haft náið samráð við Slysavamafélag ís- lands um framkvæmdina og jafnframt við Póst- og símamála- stofnun. Hefur þegar verið rætt um hugsamlega skipulagningu og hagræðingu á tilkynningaskyldu með hliðsjón af þessari nýju tækni. Eins og þessi mál eru hugsuð núna verður þetta nýja kerfi tekið upp í áföngum þannig að núverandi fyrirkomulag tilkynningaskyldun- ar verður sjálfsagt' lengi enn til staðar að einhverju leyti. Sýnt er að sjálfvirka kerfíð hefur það fram- yfir að sökkvi skip skyndilega hætta merkjasendingar frá því og þess verður þá vart í móðurstöð- inni innan 15 mínútna. Nú gæti Akraborgarinnar er sýnd með krossi ásamt heiti skipsins og móttökutíma síðasta skeytis. Eldri staðsetningar koma fram sem punktaslóði, sem gefur góða hug- mynd um stefnu og hraða skipsins. Hvað um kosnaðarhliðina fyrir eigendur bátana ef þetta sjálfvirka kerfí kemst á? Tækin sem þyrftu að vera í hveiju skipi munu væntanlega kosta um 80 þúsund krónur en hugsanlegt er að minni bátar gætu notast við ódýrari búnað. Tækið mun þó jafnframt nýtast skipstjón- armönnum til staðsetningar og kæmi að einhveiju leyti í stað lór- Þannig Iítur myndræn útfærsla sjálfvirks tilkynningakerfis út á tölvuskjánum. Þarna er Akraborg um það bil að sigla inn í Reykjavíkurhöfn og er staða skipsins sýnd með krossi. Punktarnir fjórir sýna „slóð“ skipsins og eru fyrri mælingar. antækja sem nú eru notuð. Þetta tæki getur einnig nýst sem neyðar- talstöð um borð. Þyrfti þá aðeins að ýta á hnapp á því til að senda út neyðarmerki sem þegar í stað kæmist til skila. Jafnframt mætti nota tækið til talviðskipta. Kosnaður við uppsetningu — En hver verður kosnaðurinn við uppbyggingu þessa kerfis í landi? Lang flest af þeim þáttum sem þetta kerfi felur í sér er fyrir hendi nú þegar. Við höfum til staðar lór- anstöðvamar og fjarskiptastöðvar um allt land. Þá er hið nýja gagna- net Pósts og síma tilvalið til að tengja fjarskiptastöðvamar við stjómstöð Tilkynningaskyldunnar í Reykjavík þar sem menn em á vakt allan sólarhringinn, árið um kring. Mestur hluti kosnaðarins mun felast í tælqabúnaði í landi og má ætla að til hans fæm um 80 millj- ónir. Stefnt er að því að framleiða bátatækin hér á landi og útflutn- ingur á þeim kæmi vel til greina ef þetta kerfi gengi vel hér og aðrar þjóðir tækju það upp. En af þessum tækjabúnað mætti hafa meiri not en aðeins að fylgj- ast með staðsetningu skipana. Hugsanlegt væri að fá t.d. ýmsar veðurfræðilegar upplýsingar með jöfnu millibili frá skipum s.s. sjáv- arhita, lofthita, vindhraða og vindátt o. fl. — Haf sjálfvirk tilkynninga- kerfi af þessu tagi verið sett upp erlendis? in sjálfvirkt upp hvert af öðm samkvæmt skipun frá tölvumið- stöð og senda svarskeytin jafnóð- um áfram til eftirlitsstöðvar. Höfuðtölvan þar vinnur úr skeyt- unum og setur niðurstöðumar fram á skjá. Í áætlun okkar er gert ráð fyrir að þessi merki verði send frá skipinu á fímm til tíu mínútna fresti, en tíminn á milli merkja verði aldrei lengri en 15 mínútur. Notuð verður myndræn framsetningu líkt og á ratarskjá sem_ sýnir bæði ströndina og skip- in. í þessari tölvu yrðu einnig til staðar nánari upplýsingar um ein- stök skip, íjölda í áhöfn þeirra o. fl. Þessi aðferð gefur ýmsa mögu- leika t.d. væri hægt að kanna merkjasendingamar aftur í tímann og rekja þannig slóð bátsins, jafn- framt því sem tölvan gefur aðvar- anir ef skeyti hætta að berast. — Hvemig vinnur sá tilrauna- búnaður sem þið hafíð komið upp? Tilraunakefi Verkfræðistofnun- ar er að mestu áþekkt fullbúnu tilkynningakerfi eins og ég var að lýsa nema hvað aðeins er um að ræða eina landstöð og eitt skip enn sem komið er. Loran-C tæki hefur verið komið fyrir í Akraborginni sem hentar vel til tilrauna með þetta kerfi. Skeyti sem innihalda loranmælingar, tíma og skipa- skrámúmer skipsins berast móðurtölvu hér í húsi verkfræði- deidar að Hjarðarhaga 6 á 75 sekúntna fresti. Þessar upplýsing- ar eru svo færðar út á tölvuskjá sem sýnir útlínur strandarinnar ásamt staðsetningu skipsins á hveijum tíma. Nýjasta staðsetning tilkynningakerfi Sjáfvirka tilkynningakerfið mun ná til allra landshluta og tengast stjómstöð Tilkynningaskyldunnar i Reykjavík um gagnanet Pósts og síma. F. v. Þorgeir Pálsson, Bryiyólfur Sigurðsson og Brandur Guðmundsson í stjórnstöð tilrauna með sjálvirkt tilkynningakerfi. Á borðinu fyrir framan þá má fylgjast með siglingu Akraborgar á tölvuskjá. Nýjar upplýsingar berast tölvunni á 75 sekúntna fresti og er því auðvelt að fylgjast með hraða og stefnu skipsins. Ég veit aðeins um eitt kerfi sem hefur verið rekið af olíufélagi í Indónesíu til að fylgjast með nokkmm flutningaskipum á leið milli olíuborpalla. Hins vegar er ljóst að það er mikill áhugi á þess- ari tækni og verið er að gera tilraunir bæði austanhafs og vest- an með áþekk kerfi. Reyndar beinist áhugi manna erlendis fyrst og fremst að því að fylgjast með ferðum farartækja á landi. — Hversu langan tíma mun það taka að koma þessu kerfi á þannig að það nái til flestra fiskiskipa? Það er fyrst og fremst spuming um fjármuni hversu langan tíma tekur að koma þessu kerfi í fram- kvæmd. Ætla má að unnt væri að koma því endanlega upp á sex árum og reikna ég þá með að tvö ár færu í tilraunarekstur og sjálf framkvæmdin tæki um fjögur ár. Þá gæti þessi búnaður verið komin um borð í flest íslensk fiskiskip. Nú er unnið að því að koma upp litlu kerfi sem áætlað er að verði komið í tilraunarekstur um mitt næsta ár. Það mun fela í sér tvær landstöðvar sem verða í stöðugu sambandi við allt að 20 skip. Kann- að verður rekstraröryggi og hvemig starfsmönnum Tilkynn- ingaskyldunar og sjómönnum fellur þetta fyrirkomulag. Aukið öryg-gi sjómanna Megintilgangur sjálfvirka kerf- isins er að auka öryggi sjómanna með því að stytta verulega þann tíma sem líður milli þess að sam- band er haft við skipin, úr tvisvar á sólarhring niður í nokkrar mínút- ur. Við höfum þess vegna lagt áherslu á að kerfið nái til strandar- innar umhverfis allt landið sem fyrst. Sú flarskiptatækni sem not- uð er nær einungis um 60 sjómílur ( um 100 km) út frá ströndinni en utan þeirra marka yrði hefð- bundin tilkynningaskylda að gilda eftir sem áður. Síðar væri hægt að nota stuttbylgju til að koma á sjálfvirku tilkynningakerfi utan þessara marka. Einnig verður hugsanlegt að ná til þessa svæðis með gervihnattasambandi í náinni framtíð. Þó er fyrirsjáanlegt að lengi mun eima eftir að gamla fyrirkomulaginu á tilkynninga- skyldunni þó þessi nýja tækni geti leysa það af hólmi að verulegu leyti innan áratugs. Viðtal: Bragi Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.