Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 16 C Hvað er kynblossinn? ___Bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Sheila Kitzinger:Konan, kyn- reynsla kvenna Þýðendur: Alfheiður Kjartans- dóttir, Guðsteinn Þengilsson, Áskell Kárason Útg. Iðunn 1986. ÞAÐ er forvitnilegt rannsóknar- efni ár hvert að fylgjast með því, að ákveðin tegund af bókum, setur svip sinn á bókaflóðið. Ég minnist flölda bóka um dulræn mál og íhug- anir, sem entust vel. í ár sýnist mér að nokkuð áberandi séu bækur um kynlíf, svona með ýmsum til- brigðum. Ekki er annað en gott um það að segja, yfir þessum merka þætti mannlegra samskipta hefur of lengi hvflt hula einhvers konar skringilegrar blygðunar eða feimni. Þar með er ekki sagt, að alltaf eigi að segja allt. Slík bersögli get- ur orðið leiðigjöm. En feluleikurinn er vonandi úr sögunni og var tími til kominn. Alkunna er, að karlar og konur líta kynlífið harla ólíkum augum og afstaðan er töluvert önnur, eftir því hvort karl eða kona á í hlut. Kynlíf er að jafnaði skilgreint út frá reynslu karlmannsins.og ein- faldlega litið á á eftir orðinu kynlíf sé = samfarir. Og að hin margum- talaða líkamlega fullnæging sé markmið samfaranna, svona ámóta og að fá vinning í happdrættinu.Ég leyfi mér að draga í efa, að meiri- hluti kvenna myndu vilja kvitta undir þessa skoðun. Ekki nema þá með fyrirvara. Auðvitað vilja konur fá fuliæginguna margumtöluðu, en líkamleg fullnæging í hefðbundum skilningi, verður konum fjarska lítið eftirsóknarverð, ef ekki kemur fleira til. Þar ku skilja með kynjun- um. Konur eru fyrst og fremst tilfinningaverumar og fæstar konur hafa ánægju af samförum, sem ganga út á að stökkva si sona upp í hjá karlmanni og ljúka öllu af í einu hendingskasti. Éins og Sheila Kitzinger bendir réttilega á er for- leikurinn ekki síður mikilvægur konum en athöfnin sjálf, sem hún kallar stutt og laggott innferðina. Og ekki nóg með það konur vilja einnig láta sinna sér að þessum mökum loknum. Það verkar beinlín- is truflandi og niðurdrepandi - segir Sheila Kitzinger og ég er auðvitað hjartanlega sammála henni - þegar karlmaðurinn snýr sér upp í hom og er farinn að skera hrúta nokkr- um mínútum síðar. Fráleitt væri og nánast óhugs- andi að tíunda eða rekja nákvæm- lega efni þessarar bókar, en það er víða komið við og má nefna nokk- ur kaflaheiti: Um líkamann, tilfinn- ingar, kynlífshættir, samskipti, böm og kjmlíf, erfiðleikar í kynlífi, raunir og ástvinamissir, kynlíf og ofbeldi og svo framvegis. Hver kafli hefur til síns ágætis nokkuð og margt er til fróðleiks. Og margt í þessari bók á vitanlega erindi við hina meðvituðu nútímakonu. En margt á ekki síður erindi við karl- manninn. Alveg sérstaklega þá karlmenn, sem hafa átt erfitt með að laga sig - og kynlífshegðan sína - að breyttum þjóðfélagsháttum, að ekki sé nú minnzt á þá menn, sem aldrei hafa hirt um, að setja sig inn í reynsluheiminn kvenna. Bókin er ágætlega þýdd, að því er ég fékk séð. Og frágangur hinn hugnanlegasti af hálfu bókaútgáf- unnar. 21.488, ÞAÐ MÆLIR ALLT MEÐ ÞVI AÐ ÞU BREGÐIR ÞÉR MEÐ BEINU FLUGI TIL ORLANDO. Þaðersagtað veðrið hafi aldrei veriðbetra. Eitter víst. Verðiðhefur sjaldan veriðbetra. Dollarinnerágóðu verði-og þín bíða lystisemdir Flórída, aiitfrá dýrindis mat og ævintýraheimi WaltsDisneys tiltónleika og skemmtana undir berum himni. Líttu til dæmis á þennan útreikning: Verð* Hótel Staður Dvöl A Kr. 21.488 Dayslnn Orlando 11 dagar B Kr. 23.952 Dayslnn Orlando 18dagar C Kr. 23.766 Gateway St. Pete 11 dagar D Kr. 27.686 Gateway St. Pete 18dagar Innifalið flugferðir, akstur til og frá flugvelli og gisting. * Verð á mann í 4ra manna fjölskyldu (tvö böm undir 12 ára aldri). Gildir til 15. des. 1986. Ótal fleiri ótrúlega ódýrir möguleikar. FLUGLEIÐIR Upplýsingasími: 25100 Frekari upplýsingar veita söluskrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. SölusKrilstofan Lsskjargötu sfmi 690100. Hótel Esju slmi 690100, Alfabakka 10 slmi 690100. Um litla stúlku með karlmanns- hatt og á gullskóm Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Marguerite Duras: Elskhuginn Hallfríður Jakobsdóttir þýddi Útg. Iðunn 1986. INDOKÍNA Frakka . Dauða- teygjur nýlendunnar eru byijaðar, þótt dauðastríðið eigi eftir að standa lengi enn. Söguhetjan er unglinsstúlka, frönsk. Hún býr með móður sinni og tveimur bræð- rum í hrynjandi nýlenduveldi. Móðir hennar ólánsmanneskja, stóri bróðirinn augasteinn móður- innar og argasta dusilmenni, litli bróðirinn, sem systirin ann hug- ástum, deyr eftir að hún er flutt aftur til Frakklands.Og hún verð- ur að fara.Vegna þess, að hún á ekki neina framtíð í nýlendunni. Enginn af hennar kynslóð og hennar sauðahúsi á framtíð þar. Stúlkan er í heimavistarskóla og fer með feijunni dag hvem yfir Mekong og einn daginn kynn- ist hún kínverskum ríkismanni. Hann fellir til hennar ástarhug, þrátt fyrir að allt mæli gegn sam- bandi þeirra. Hann er henni langtum eldri. Hann er ríkur. Umfram allt er hann Kínveiji og brúður hefur verið valin handa honum. Það er óhugsandi, að hann gangi að eiga franskt telpukom með karlmannshatt á höfðinu og gullskó á fótum. Svo að samband þeirra dregur dám af þessari vissu. Þau vita, að sambandið á enga framtíð. Vita að stúlkan á ekki framtíð á þessum stað og að hún verður að fara. Marguerite Duras hlaut fyrst frægð utan síns heimalands fyrir kvikmyndahandritið „ Hiroshima, ástin mín.“ Á bókakápu segir að Elskhuginn hafi fengið Goncourt- verðlaunin Ritz-Hemingwayverð- launin.Vissulega að verðleikum. Hér er sannarlega á ferðinni hljóðlátt listaverk.Fáum blandast hugur um, að Duras er að skrifa um sjálfa sig í þessarí bók, en hún er uppalinn í franska Indókína. Eins og rauður þráður gengur treginn gegnum texta skáldkon- unnar. Og angurværðin. Það sem var, kemur aldrei aftur, kannski sem betur fer. En það skipti miklu á þeim tíma, sem það var að ger- ast og skildi eftir spor og kannski sár í sál unglingsstúlku. En samtímis því sem Duras segir harmsögu Qölskyldunnar er einnig andrúmsloft franska Indókína furðu nærri, þótt textinn snúist ekki um neinar lýsingar þar á. Því miður hef ég ekki lesið þessa bók á frummálinu, af þeirri einföldu ástæðu, að kunnáttuleysi kemur í veg fyrir það. En ég las hana í norskri þýðingu Anne Riis, eftir að ég fór að skoða íslenzku þýðinguna. Af þeirri einföldu ástæðu, að mér fannst að svo margt fleira byggi í textanum en skilaði sér á íslenzkunni. íslenzka þýðingin er blæbrigðalaus, þýð- ingarbragðið rammt, ljóðrænan og angurværðin víkur fyrir lág- kúrulegri og sviplausri frásögn. Norska þýðingin virðist mun betur heppnuð. Það er áreiðanlega mik- ill misskilningur að nægilegt sé að kunna frönsku til að geta þýtt Marguerite Duras. Enda er þessi útgáfa sorgleg staðfesting þessa, að mínum dómi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.