Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 C 7 Mandela vi& jarðarför Hector Petersen, sem var fyrsta fórnarlamb óeirðanna f Soweto árið 1976. standa fyrir utan dymar og benda á það sem þeir vildu skoða og var siðan komið með flíkina fram í dyr. En dag nokkum stormaði Winnie Mandela inn f eina verslunina og áður en afgreiðslustúlkan gat kom- ið nokkmm vömum við stóð hún á miðju gólfinu. Afgreiðslustúlkan skipaði henni að fara út en hún lét ekki segjast. Pjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan og kallað var á lögregluna og Winnie var ijarlægð. „Nú er þetta breytt. Ég get gengið inn í fataverslun og valið fimm til sex kjóla og farið með þá heim og skilað þeim, sem ég vil ekki,“ segir hún. Hún lýsir ástandinu í blökku- mannahverfinu í Brandfort þar sem svertingjamir búa. Þar svelta marg- Winnie ásamt dótturlnni Zindzi. Þessi mynd ver tekin árið 1977, þeger Winnie Mand- WÍnnie og Nelson Mandela árið 1969. ela var fiutt f útlegð til Brandfort. ibúðarhverfi blökkumanna f Brandfort. og til Winnie Mandela en til hennar kom fólk hvaðanæva að úr heimin- um. Það hafði líka mikil áhrif og vakti aðdáun hve staðfastlega hún neitaði að viðurkenna aðskilnaðar- stefnuna. Hún fór til dæmis inn í verslanir hvítra og notaði inngöngu dyr sem aðeins vom ætlaðar hvítum mönnum og þeir gátu ekkert gert við því. Hún segir frá atviki þegar hún fór eitt sinn í tískuverslun í Brand- fort til að athuga með kjól handa Zindzi. í tískuverslunum var það þannig, að svertingjamir þurftu að ar flölskyldur heilu hungri. Hún var vön að stunda fólk í Soweto vegna næringarskorts en þama sá hún í fyrsta skipti fólk sem hafði ekki annað að leggja sér til munns en haframjölslús þynnta með volgu vatni og ungaböm, sem fengu ekki annað en upphitaða hveitiblöndu af pela vegna þess að ekki vom til peningar fyrir bamamjöli enda ung- bamadauði mjög mikill. Og ástandið fer sífellt versnandi, segir hún. Heilsu fólks hrakar. Æ fleiri þjást af næringarskorti, það ríkir rnikið atvinnuleysi og engin stofnun getur hlaupið undir bagga með þeim sem verst em settir. Spítalann, sem svertingjar hafa aðgang að vantar bæði starfslið og lyf þannig að hann er venjulega lokaður. Litið er á heimili Winnie Mandela, sem eins konar heilsu- gæslustöð.„í rauninni getum við aðeins veitt skyndihjálp," segir hún. Læknar em heldur ekki á hveiju strái og þeir láta hina hvítu íbúa Brandfort ganga fyrir. Fyrir þremur ámm fékk Winnie alvarlega sýkingu í fótinn og var nær dauða en lífi. Hún hafði kallað á lækni en hann hafði ekki gefíð henni rétt lyf og vanlíðan hennar jókst. Tveir dagar liðu og af tilviljun kom lögfræðingur hennar De Waal í heimsókn. Hann sá hvemig henni leið og gerði ráðstafnir til að koma henni á sjúkrahús hvítra manna. Hún kom fárveik á sjúkrahúsið en samt var enginn læknir kominn til að vitja hennar, þegar tveir tímar vom liðnir. „ Þeir hafa líklega ver- ið að rífast um það hvort þeir ættu að gera aðgerð á svertingja á sjúkrahúsi hvítra - mér var nóg boðið.Ég vildi frekar deyja í blökku- mannahverfínu en að sækja um leyfi til að fá læknisþjónustu á sjúkrahúsi hvítra," segir hún. Winnie heimtaði því að vera send aftur heim til sín og ætlaði í sjúkra- hús í Jóhannesarborg. Daginn eftir fékkst leyfi frá yfirvöldum til að flytja hana þangað — það mátti ekki tæpara standa. Þó að hún væri á spítala var hún samt undir strangri löggæslu; það var jafnvel vörður inn á sjúkrastof- unni hjá henni. Þegar hún fór af sjúkrahúsinu var henni sagt að hún yrði að koma aftur að tíu dögum liðnum, því það þyrfti að líta aftur á fótinn. Þar eð Einnig er stöðugur hörgull á húsnæði. „Við vonumst til að geta stofnað miðstöð, þar sem þessir sjálfshjálpar hópar geta komið sam- an og hægt er að veita vissa hjálp, bæði lögfræðilega og menntunar- lega. Þessi áætlun er þó aðeins til á pappímum enn sem komið er,“ segir hún. Þessi hjálp leysir þó ekki hin raunvemlega vanda, sem við er að etja. Alls staðar í heiminum þar sem fólk er undirokað og beitt misrétti er mikið um unglingaafbrot, sundr- aðar flölskyldur og áfengisvanda- mál. „Þú getur ekki ímyndað þér hve viðurstyggilegt þjóðfélagið í Suður- Afríku er. Yfirvöldin hafi opnað sérstaka garða þar sem hægt er að kaupa bjór svo að örvilnað og niðurbrotið.fólkið geti farið þangað og dmkkið sig fullt. Síðan bíður lögreglan eftir fólkinu þegar það veltur út úr görðunum og stingur því í fangelsi fyrir ölvun á almanna færi. Fyrst eftir að Winnie Mandela fluttist til Brandfort var hún undir stöðugu eftirliti öryggislögreglunn- ar. Þegar hún hafði lært mállýsku íbúanna jukust samskipti hennar við þá og þar eð hún mátti ekki umganganst íbúana nema takmark- að var sífellt verið að kæra hana og færa niður á lögreglustöð. Nú gætir hennar einn vörður M Hór stendur Wlnnie fyrir framan dómshúsið meðan á réttarhöldunum yfir Nelson stóöu áriö 1962. hún átti erfitt með að komast ieiðar sinnar með reifaðan fót og á hælcj- um ákvað hún að dvelja þessa daga á heimili sínu í Orlando - það lá beinast við, eins og hún sagði. Yfir- völd tóku þetta mjög illa upp og kröfðust þess að hún færi til Brand- fort. „Þeir komu tvisvar á dag þar sem ég lá í rúminu og gat ekki hreyft mig og sögðu: „Frú Mandela þú verður að fara til Brandfort, þú veist þú mátt ekki búa á heimili þínu.“ „Þeir buðu mér meira að segja að dvelja á fyrsta flokks hót- eli,“ segir hún. En hún sat við sinn keip og þar við stóð. Brandfort er mjög venjulegur suður- afrískur bær. Hann er talinn bær hvítra manna þótt mikill meiri- hluti íbúanna séu svertingjar eins og áður segir. En blökkumenn sem upprunalega áttu þetta land eiga ekkert lengur og borgarhverfí svertingja hefa ekki einu sinni nafn. Um stöðu svertingjanna á þessum slóðum segir Winnie.„í augum hvítra er blökkumaður einhver sem situr á dráttarvél eða dragnast áfram með plóginn. Og dráttarvélin er hvíta landeigandanum mikilvæg- ari en verkamaðurinn og ef svo kynni að fara að maðurinn á drátt- arvélinni yrði fyrir eldingu myndi hvíti maðurinn hlaupa til og gæta fyrst að vélinni en á líkið myndi hann líta seinna. Winnie Mandela segir að starf hennar í Brandfort hafi veitt henni lífsfyllingu. Hún deilir kjörum með fólkinu og hjúkrar því eftir bestu getu og reynir að hjálpa til við að bæta kjör þess. Konumar hafa myndað hópa og takmark þeirra er sjálfshjálp. Þær prjóna og hekla og sauma skólabún- inga á bömin, sem era allt of dýrir í verslununum. Unglingamir hjálpa til og vinna að ýmsum listiðnaði. Sumar vinn við að búa til mynstur og þrykkja á dúka. sérstaklega . Hefur hann átt það til að banka upp á jafnvel að nóttu til, til að aðgæta, hvort hún hefði forboðna gesti undir rúminu eða annars staðar. Frelsi hennar er mjög takmarkað og það sést best á því að hún þarf að fá leyfi yfirvalda til að sækja kirkju. Hún virðir þetta boð að vett- ugi með fyrirlitningu og segir. „Guð einn ræður slíku.“ Eitt sinn komu tvær vinkonur hennar í heimsókn og færðu henni matvæli. Venjulega gætir hún sig á því að tala aðeins við einn í einu eins og henni er uppálagt. En ör- yggisverðinum þótti þó eins og þama hefðu lögin verið brotin. Vora konumar færðar á lögreglustöðina. Þar eð þær neituðu að bera vitn vora þær dæmdar í íjögurra mán- aða fangelsi. I bókinni Part of My Soul, segir Winnie Mandela frá uppvaxtaráram sínum en faðir hennar var sögu- kennari, sem kenndi í ríkisskóla. Enda þótt hann þyrfti að kenna bömunum af bókum eftir hvíta menn hafði hann á reiðum höndum sínar eigin söguskýringar, sem áttu að sýna fram á ranglæti hvítra manna. ÁriíK1956 kynnist hún Nelson Mandela. Hann var töluvert eldri en hún fæddur 1918. Hann var kominn af konungum Tambu ætt- flokksins og var orðin lögfræðingur. Hann hafði verið kvæntur áður og var þriggja bama faðir. „Eg var óskaplega ástfangin af honum og hann af mér á sinn hátt, en ég vissi að þegar ég giftist Nel- son, giftist ég inn í baráttuna fyrir frelsinu, og að hún yrði alltaf í fyrsta sæti,“ segir hún. En við föram ekki lengra út $ þá sálma það verður að bíða betri tíma. Þýtt og endursagt HE.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.