Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Geta ekki bannað mér að hafa hugsjónir Winnie Mandela hef ur verið köliuð móðir meirihluta blökkumanna í Suður-Afríku og segja má að hún sé nokkur konar persónugervingur frelsisvilja hinna kúguðu. Um þetta hlutskipti sitt segir hún meðal annars: „Ég erfyrirlöngu hætt að lifa sem einstaklingur. Þær hugsjónir og þau pólitísku markmið, sem ég stend fyrir, eru þau sömu og annarra svertingja í landinu og það sem gert er á minn hlut, gera þau um leið meðbræðrum mínum. Yfirvöld halda að þau geti bannað mér að hafa stjórnmála hugsjónir en sagan sýnir að það er ekki hægt.“ Bókin „Part of my soul" lýsir ævi blökku- konunnar Winnie Mandela. Ásamt manni sínum Nelson Mandela, sem hefur verið í lífstíðarfangelsi síðan 1962, hefur hún verið einn einn af leiðtogum frelsis- baráttu blökkumanna í Suður-Afríku. Hér lýsir Mandela kjörum sínum en hún er í innanlandsútlegð í eigin föðurlandi. Winnie ásamt Sally Motlana, þegar samtök blökkukvenna voru stofn- uð árið 1975. Ibók um ævi Winnie Mandela, „Part of my soul“, sem bygg- ir meðal annars á samtölum við hana og vini hennar, bréfum og ræðum, er sögð einstæð saga af lífi hennar og stjómmálastarfí. En vegna þessa starfs var hún send í innanlandsút- legð, sem táknar að hún hefur mátt þola stöðugt eftirlit og höml- ur á persónufrelsi. Hún má til dæmis ekki hitta fleiri en eina manneskju í einu og ekki taka þátt í fjöldasamkomum eða koma inn í skóla landsins. Samskipti hennar við eiginmanninn Nelson Mandela, sem er leiðtogi hinna bönnuðu stjómmálsamtaka svert- ingja, Afríska þjóðarráðsins, em sáralítil en hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 1962. Winnie Mandela, sem var skírð Momzamo Winfred Madikizela, fæddist árið 1934 í litlum bæ í Transkei í Suður-Afríku. Að loknu námi í Jóhannesarborg varð hún fyrsti svertingin, sem hlaut mennt- un til að gegna ákveðnum lækna- störfum. Árið 1958 giftist hún Nelson Mandela sem þá var einn af forystumönnum frelsishreyfíng- ar blökkumanna- og gerðist pólitískur samheiji hans. Upp frá því gjörbreyttist líf hennar. Segja má að þá hafí það orðið hennar daglega hlutskipti að vera tekinn til yfírheyrslu eða vera hneppt í fangelsi. Síðan 1962 hefur hún verið bannfærð í eigin föðurlandi og verið nær óslitið í stofufangelsi. Árið 1977 var hún flutt með valdi frá heimili sínu í Soweto til Brandfort, sem er um 350 kíló- metra frá Soweto. Þegar bensín- sprengju hafði verið kastað á þetta nýja heimili sneri hún aftur til Soweto og virti þannig útlegðar- dóminn að vettugi. I desember 1985 var hún flutt þaðan með lög- regluvaldi. Samkvæmt nýjum lögum má hún nú búa hvar sem er í Suður -Afríku nema í Jóhannes- arborg og nágrenni. En hún hefur margbrotið þessi lög og þess vegna verið fangelsuð æ ofan í æ. Við skulum grípa niður í frásögn í bókinni, þar sem hún segir frá því þegar hún var flutt nauðug til Brandfort einnig lýsir hún nokkuð lífí sínu og annarra blökkumanna þar. „Klukkan fjögur að morgni heyrði ég mikil háreyst fyrir utan, gijóthríð dundi á húsinu og gaura- gangurinn var svo mikill að það var engu líkara en að gijótið færi í gegnum húsvegginn. Andartaki síðar var húsið barið að utan. Maður skyldi ætla að þeir hefðu getað hringt bjöllunni, en nei, þeir börðu stanslaust á hurðina og hrópuðu. Ég opnaði dymar og að sjálf- sögðu sá ég fjölmennt lið manna í felubúningum og liðsmenn örygg- issveitanna gráa fyrir jámum. Ég hef alltaf til taks tösku með fötunum mínum ef þeir skyldu koma og hefði því getað farið strax. En ég var ekki tilbúin til að fara án þess að vita nákvæmlega hvenær ég kæmi til baka, vegna þess að Zindzi dóttir mín var heima. En ég fékk engan tíma til að skýra mál mitt og var hrifín á brott og færð á lögreglustöðina í Protea. Þeir reyndu að yfírheyra mig en þeir sem hafa staðið í fremstu víglínu og orðið fyrir sömu reynslu og ég vita að það er til einskis að standa í slíkum hráskinnaleik og að þetta er hrein tímasóun og end- ar alltaf með gangkvæmum hnútuköstum. Þeir komu síðar með Zindzi í fangaklefan til mín og nú skifdi ég hvað var að gerast. Við vorum settar upp í herflutn- ingabíl þar sem eigur okkar voru fyrir. Þeir höfðu tæmt úr öllum skápum og vafíð innihaldinu í lök og sængurver, sem þeir höfðu rifið af rúmunum. Áuðvitað var stór hluti þessa dóts skemmdur. Síðan ókum við af stað. Við Zind- zi sátum aftur í bílnum milli vopnaðra varða og fleiri verðir sátu framí. Fleiri herbílar fylgdu okkur.- Ég vissi ekki að Brandfort væri til. Okkur var ekið til hússins, sem átti að verða heimili okkar. í raun- inni er það móðgun að kalla þá þijá klefa, sem þama voru heimili. Á gólfinu var mold og drasl og þurfi að fá menn til að hreinsa til áður en við gátum gengið inn. Þama var ekki rennandi vatn eða ofn. Okkur var bara fleygt þangað inn. Um nóttina vomm við að krókna úr kulda þar sem við lágum á einni dýnu á gólfinu. Þetta var hræðileg reynsla fyrir Zindzi og hefði brotið marga niður og það var líka ætlun þeirra. Margt verra hefur komið fyrir fólk sem berst fyrir málstað blökkumanna en fyrir 16 ára gamla stúlku var þetta mjög erfítt. Þetta var eitt hið þungbærasta sem ég hef þurft að reyna sem móðir, fínna hvemig málstaðurinn bitnar á þeim sem em manni kærastir. Þessi ömurlegi at- burður olli sársauka, sem aldrei mun hverfa. Vitaskuld var ég beisk, beiskari en ég hafði áður verið. Winnie Mandela, segir svo frá því hvemig þetta nýja samfélag, sem hún þurfti nú nauðug að lifa í tók á móti henni, en í Brandfort bjuggu níu þúsund blökkumenn og fjögur þúsund hvítir. í fyrstu var fólkið dauðhrætt við hana. Þvi hafði verið sagt að hræðilegur „kommún- isti“ væri væntanlegur og það var varað við að eiga samneyti við hana. Þetta breyttist þó smám saman og menn áttuðu sig á því, að ef hvíti maðurinn sagði að eitthvað væri slæmt þá hlyti það að vera gott og öfugt, eins og hún orðaði það. Winnie Mandela hafði mikil áhrif á svertingjana í Brandfort. Þeir höfðu til dæmis aldrei fyrr séð eins virðulega gesti koma í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.