Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 €>l9ð<> UnlvfMl Pret» SyndtcaW ,, \>ob er ekKi 6vorxx andrömslofl pegar ma&ur horfirá Þo& i sjónvarpi." Ast er ... ... til að njóta og gleðjast TM Rea. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved »1984 Los Angeles Times Syndicate Svona er það, þegar maður þarf á bíl að halda, bruna allir framhjá manni! TARN0W5K' HÖGNI HREKKVISI „HVÍLÍKr AfL/e.T\!■■MOG&OHVBKÐUK. i' RÚMIO' " Bréfritari gerir að umræðuefni hinn yfirskilvitlega þátt í persónugerð íslendinga. Meðal annars segir hann frá berdreymnum kunningja á Seyðisfirði. Glöggt er gests augað Dagana sem Reagan og Gor- batsjov þinguðu í Reykjavík var margt erlendra fréttamanna staddir þar. Eitt af því sem fréttamanni Newsweek kom spánskt fyrir sjónir var hversu margir íslendingar trúa á yfímáttúruleg fyrirbrigði. Blaða- maðurinn tók sem dæmi könnun sem Háskóli íslands hafí staðið að, og sýndi að 65% allra íslendinga tryðu á álfa, og þá væntanlega einn- ig huldufólk. Samsvarandi tölur frá nágranna- löndum okkar eru vafalaust ekki nema brot af þessu, þó ég hafí ekki beinharðar tölur hér að lút- andi. Mér nægir að nefna að í þau 20 ár sem ég hefi búið í Danmörku hefí ég aldrei rekist á mann sem trúir á tilvist álfa, huldufólks, drauga, eða fylgjur manna. Þetta segir nú e.t.v. ekki alla söguna, og lætur hvorugur sann- færast af tölum og línuritum einum. Því hefur að sjálfsögðu oft verið fleigt að það væri einangrun íslands og búseta manna langt frá manna- byggðum, einkum áður fyrr, sem hafí komið hugmyndaflugi manna af stað, menn hafi séð „sýnir", hugarórar og draumórar hafi svo róið undir, og þannig hafi þjóðsög- umar orðið til. Allflestir íslendingar kunna sög- ur af yfírskilvitlegum atburðum, annaðhvort af eigin reynslu, eða nákunnugra, og slíkar frásagnir er erfítt að mana í jörðu niður, til þess em þær of lífseigar. I fljótu bragði virðist einnig sem riokkurs ósamræmis gæti í því að þjóð sem kennir sig við Lútherstrú, sé jafnframt sannfærð um að eitt- hvað „óhreint" sé að gerast í kringum hana, því þetta samræmist illa kenningum kirkjunnar. Spirit- ismi eða andatrú er al-íslenskt fyrirbrigði, svo og daglát og dulspá. Kunningja minn á Seyðisfírði dreymdi eftirfarandi draum. Það var um hávetur, veður vom mikil, hafíð úfíð og grátt og veðurhamur- inn barði á húsinu. Þá sér hann hvar nokkrir menn koma inn um gluggann, og ganga þeir rétt fram hjá rúmstokknum. Menn þessir vom allir votir og illa á sig komnir, en þó hann sæi þá greinilega bar hann ekki kennsl á neinn þeirra. Menn þessir fara svo gegnum herbergið og út um hurðina andspænis glugganum. Um morguninn þegar hann var staddur niðri í fjöru frétti hann af franskri skútu sem hafði farist í fjarðarmynninu um nóttina. Nú tók líkin að reka á land þar sem hann stóð. Hann leit á þau hvert af öðm, og kannaðist strax við andlitin frá nóttunni áður, en segir: Hér brá ekkert, það var hreint eins og ég hefði búist við þessu. Ég leigði einu sinni hjá prests- ekkju nokkurri. Hún var fálát og tortryggin í fyrstu, og samskiptin Yíkverji skrifar Frjálsi heimurinn" heitir eitt af hugtökunum sem menn seilast stundum til þegar reiptogið milli „austurs" og „vesturs" ber á góma. Harðlínumönnum á hægri vængnum hættir samt stundum til að fara ansi frjálslega með þennan „fijálsa heim" okkar. Þannig hika þeir ekki við það þeir hörðustu að heiðra hreinræktaða harðstjóra með þessari heiðursnafnbót, það er að segja þá úr þessum þokkalega hóp sem eiga að hafa sýnt og sannað að þeir séu „okkar megin", þó að allir viti að vísu að þeir mundu fyrr ganga út og hengja sig en efna til ósvikinna lýðræðislegra kosninga — eða hengja að minnsta kosti hvem þann mann sem dirfðist að nefna það. í Afríku em sumar þjóðir „góð- ar“ og aðrar „vondar", allt eftir því hvort valdaræningi stundarinnar hefur lýst tryggð sinni við vestur- blokkina eða þá sem kennd er við austrið. Það sama er uppi á teningn- um í Mið- eða Suður-Ameríku. Byssuglaður generáll hrifsar völdin og er metinn og veginn eins og rolluskrokkur; og þó að hljótt fari er hann langtum of oft meðhöndlað- ur eftir því hvort heldur hann reynist við flokkunina „okkar" mað- ur eða „hinna“. XXX IAsíu verður þessi regla þó hjá- kátlegust. Þar ber hæst Kóreu- ríkin tvö. í Norður-Kóreu er einræðið svo algert að nærri lætur að veki hlátur. Heil þjóð hefúr ver- ið alin upp við það undir byssukjöft- um að signa sig nánast í hvert sinn sem Kim II Sung er nefndur á nafn og stökkva ekki einu sinni bros þegar áróðursmaskínan hrækir útúr sér daglegum lofrollum sínum um „hinn elskaða leiðtoga" eða rétt einni myndinni af einræðisherran- um þar sem hann er „að leiðbeina verkafólki í niðursuðuverksmiðju“ eins og allt eins getur dunið á þessu langhijáða fólki. Þar að auki er „alræði öreiganna" orðið svo magn- að á þessum slóðum að sonur hálfguðsins á að erfa ríkið eftir hann. XXX Svo er það Suður-Kórea með sitt óhijálega sýndarlýðræði undir fargi herforingjanna, en nú bregður svo við að í augum hörðustu harðlínumannanna sem fyrr eru nefndir eru þessir höfðingjar alls ekki eins slæmir og ætla mætti, eru nefriilega að þessu brölti sínu fyrir hinn „fijálsa heim“, „útverðir" hans hvorki meira né minna. í hinum ógnariegu hreisunum í kommúnistaríkjum Austur-Evrópu eftir stríð var nær alltaf látið svo heita að fómarlömbin — og meira að segja nafntogaðir kommúnista- leiðtogar — hefðu þegar að var gáð verið „handbendi kapítalistanna, útsendarar CIA“ og guð má vita hvað. Víkveiji hjó eftir því um dag- inn að í frásögnum sínum af stúdentaóeirðunum miklu í Seoul beittu stjómvöld á staðnum ná- kvæmlega sömu áróðursbrellunni en með einu mikilvægu fráviki þó. Nú hétu sökudólgamir nefriilega ekki „handbendi kapítalistanna" heldur voru þeir allir með tölu „kommúnistar". Ennfremur hét það svo — og hér er vitnað í fréttatil- kynningu stjómvalda — að þeir liðlega 1.200 stúdentar sem þá var búið að fangelsa hefðu „stefnt að því að kollvarpa lýðræðinu". Það var þá lýðræðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.