Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 ■ |Wí:%?#|ííIí Holly á tónleikum (aðalmynd); hluti af efnisskrá; merki úr minningarriti (t.v.); Holly og „Krybburnart" — The Crickets (t.h.) I rokktónlist gætir enn áhrífa Buddy Holly, sem fæddist fyrír 50 árum og dó aðeins 22 ára NOKKRIR af frumheijum rokktónlistar koma enn fram á tónleik- um og hafa varðveitt þann ferskleika, sem fylgdi henni í byijun, þeirra á meðal Jerry Lee Lewis, sem var hér á dögunum, og Bo Diddley, fomvinur Chuck Berrys, sem kynni að láta sjá sig. Aldur- inn færist yfir þá og ýmsir félagar þeirra féUu í valinn fyrir löngu. Þeirra fremstur var Buddy Holly, sem hefði orðið fimmtugur í haust, þótt undarlegt megi virðast, því að tónlist hans er síung. Holly hefur verið kaUaður „Mozart rokksins" og var 22 ára þegar hann fórst í flugslysi 1959, en hann náði lengra á stuttri ævi en margir tónlistarmenn á langri. Ahrifa hans gætir enn, þótt heimur- inn hafi tekið miklum stakkaskiptum, og tónlist hans er enn í fuUu gildi. Fáir þóttu leika eins „villta“ tónlist og Buddy Holly og félagar hans í „The Crickets" („Krybbunum"), þótt hún kunni ekki að þykja eins fjörug nú. Þegar flak flugvélar hans og Ritchie Valens fannst var fréttin birt á forsíðum blaða um allan heim og hann varð lífseig goðsögn. Hann hafði ekki verið á „toppnum" nema í eitt og hálft ár, en lagt grundvöll að glæsilegum tónlistarferli, þótt hann hefði ekki sýnt allt sem í honum bjó. Nú líkja margir eftir honum í nýjum og ólíkum heimi og ómur frá lögum hans heyrist í nýrri og ólíkri rokk- tónlist. Holly mótaði sérstakan stíl og leitaði víða fanga. Hann sótti margt til „sveita- og vestratónlistar" Texas, þar sem hann var fæddur og uppalinn, og var upphaflega sveitatónlistarmaður. Hann hreifst af goðsagnarpersónunni og fyllibyttunni Hank Williams og Bill Monroe, föður „bluegrass“-tónlistarinnar. En þótt sveitatónlistin og afbrigði hennar, eins og „hillbilly“ og „Tex-Mex“, hefðu varanleg áhrif á hann Iærði hann líka margt af rýtmablús-tónlist blökkumanna, sem heillaði hann ekki síður. Hann sameinaði þessa strauma og fjarlægð- ist rætur gamallar alþýðutónlistar, en gerðist brautryðjandi nýrrar tónlistar, sem hefur tröllriðið heiminum og ekki verður séð fyrir endann á. „The Hollies“: brezk bítlasveit, sem Gra- ham Nash stofnaði með fleirum 1963, kenndi sig við Buddy Holly og tók m.a. fyrir lög „The Coasters". SVEITASTRÁKUR Buddy Holly var ólíkur öðrum poppstjömum: horaður, nærsýnn, fáfróður, kauðalegur sveitapiltur frá Vestur-Texas. Hann var það sem þá var kallað „andhetja" og kannski var það þess vegna að hann varð geysivinsæll meðal banda- rískra unglinga þegar þeir þreyttust á glysgjömum poppstjömum, sem létu meira yfír sér. Dauði hans sveipaði hann ró- mantískum ljóma, en hann átti velgengni þakka vegna þess að hann vissi hvað hann vildi og var snjall ou útsjónarsamur. Lög hans lifa enn góðu lífi og vekja ánægju og furðu eins og forðum vegna þess að þau hafa að geyma neista fyrstu rokkbylgjunnar, sem reið ýfir heiminn á árunum áður en Berlínarmúrinn var reistur og Kennedy varð forseti. Lögin hafa elzt svo vel að þau beztu, eins og „That’ll Be The Day“, „Rave On“, em sífersk, en ekki bara minnismerki og saknaðaróður frá Eisenhowerárunum, þegar lífíð virtist einfaldara. Röddin var sterk- asta hlið hans, en fáir léku betur á gítar en hann. Hann söng „soul“- lagið „It’s Too Late“ af jafnvel meiri innlifun en höfundurinn, Chuck Willis, og sömu sögu var að segja um „Tutti Frutti" eftir Little Richard, sem varð flatneskjulegt í meðfömm Pat Boones. Einföld slagorð og tilsvör urðu honum yrkisefni. Kveikjan að lags- inu „That’ll Be The Day“ var fleyg athugasemd John Waynes í kvik- myndinni „The Searchers". Ýmis laga hans vom upphaflega á „B- hlið“ hljómplatna hans. Lög hans og textar vom auðlærð og festust vel í minni, t.d. „Peggy Sue“. Holly kom miklu í verk á stuttri ævi. Þegar þann kom fyrst fram vom dægurlagasöngvarar yfirleitt leikbrúður umboðsmanna, lagahöf- unda, útsetjara, útgefenda og framleiðenda, en honum tókst að tryggja sér meira frelsi en almennt gerðist meðal rokktónlistarmanna á þessum ámm. TIL NASHVILLE Buddy Holly fæddist 7.september 1936 í Lubbock, Texas, og var skírður Charles Harden Holley. „Buddy“ var viðumefni, sem hann hlaut í bemsku, en „Holly“ prent- villa á fyrsta plötusamningi hans. Hann var síður en svo eini fmm- heiji rokksins, sem hreifst ungur af bandarískri sveitatónlist. Þrettán ára gamall fór hann að skemmta á skólaböllum með félaga sínum, Bob Montgomery, sem síðar varð fræg- ur í Nashville, höfuðborg banda- rískrar sveitatónlistar. Árið 1953 fengu þeir bassaleikar- ann Larry Welbom í lið með sér og komu fram í „skemmtiþætti Buddys og Bobs“ í KDAV-útvarps- stöðinni í Lubbock 1954-1955. Þeir sungu 11 lög á plötur til reynslu í Nashville með aðstoð valinkunnra sveitatónlistarmanna, en lög þeirra fengu ekki náð fyrir augum ráðandi manna í plötuiðnaðinum. Þegar þessi lög vom gefin út 10 ámm síðar á plötunni „Holly In The Hills" kom í ljós hvers vegna. Tón- list Buddys og Bobs var sambland af siéttri og felldri Nashville-músík og hijúfri „hillbilly", eða öllu heldur „rockabilly“-tónlist, þessara ára. Nóg var til af slíkri músík á þessum ámm og þeir skám sig ekki úr, svo að jieirra var ekki þörf. I október 1955 komu Buddy og Bob fram sem „aukanúmer" þegar Bill Haley, Elvis Presley og Marty Robbins vom á ferð í Lubbock og tróðu þar upp. Kynni Hollys af Pres- ley urðu til þess að hann varð staðráðinn í að helga sig rokktón- listinni og skara fram úr á því sviði. Holly vakti það mikla athygli að Decca-fyrirtækið bauðst til að gefa lög hans út f Nashville og 16 lög í viðbót vom tekin upp. Ekkert þeirra hlaut almenningshylli, en þau sýndu að hann hafði fjarlægzt „hillbilly"- músík og það var honum nauðsyn- legt, ef hann ætlaði að verða rokkstjama og ná til rokkunnenda í þéttbýli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.