Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 •t Þá geta ormamir rennt ser Einu sinni var lítil stúlka sem var geysi- lega fíkin í sælgæti. Móð- ur hennar hugnaðist þetta gotti- ríisát miður vel og til að reyna að stemma stigu við því sagði hún henni að ef hún æti svona mikið af sætindum þá fengi hún orma í magann. Þetta þóttu litlu stúlkunni ekki góðar fréttir, en lét þó kyrrt liggja. Nú leið og beið og vetur gekk í garð. Snjórinn kom með öllum þeim möguleikum sem honum fylgja fyrir böm. Litla stúlkan fór út í snjóinn að leika sér og undi við það löngum stund- um. Svo skemmtilegur þótti henni snjórinn að hún át hann, hvað þá annað. Þessu komst mamma hennar að og bað hana þess lengstra orða að láta vera að borða snjó, ef hún gerði það þá gæti hún orðið veik og feng- ið klaka í magann. En litla stúlkan kippti sér ekki upp við þessar upplýsingar heldur sagði: „Jæja, það er ágætt, þá geta ormamir rennt sér.“ Ugglaust eigum við öll, sem komin emm af bamsaldri, margvíslegar endurminningar um ráðleggingar fullorðna fólksins, sem það af umhyggju hefur gefið okkur, til þess að við fæmm okkur ekki að voða, í ýmsum skilningi. Ég minnist þess að það þótti til dæmis mikið hættuspil í minni sveit að hanga opinmynntur ofan yfir djúpum pyttum. Þá gátu flogið ofan í mann bmnnklukk- ur og þær gátu étið úr manni magann ef þess var ekki gætt í tíma að renna ofan í mann öðm skorkvikindi til að vinna bug á bmnnklukkunni. Að borða kertavax var talið einstaklega óvarlegt, ef út af var bmgðið gat maður hætt að stækka, ekki var það góð tilhugsun fyrir lítinn krakka. Ef maður velti sér í grasinu gat maður fengið gamaflækju og það sama gat gerst ef mað- ur renndi niður tyggigúmmíi. Þá gátu líka límst saman í fólki gamimar og hver maður getur séð hvurslags afleiðingar það hefur. Ekki tók betra við ef manni varð á að ganga afturá bak. Þá var maður að ganga móður sína í gröfina og var heltekinn sektarkennd lengi á eftir, eng- inn vill að mamma hans deyi. Ekki þótti ráðlegt að blóta, þá var verið að skemmta skratt- anum og ef maður skrökvaði fékk maður svartan blett á tunguna. Alls ekki mátti bijóta spegil, það þýddi sjö ára ógæfu. Því fleiri speglar sem brotnuðu því lengri og hörmu- legri ógæfa. - Já það var vandlifað í hinum stóra heimi. Eftir að unglingsárin tóku við kom maður sér sjálfur upp flóknu kerfi af ýmiskonar hlut- um sem ekki mátti gera, ella mátti búast við að„allt færi í steik“. Ekki stíga á strik þá myndi reikningsprófið ganga illa, það varð að ganga á gang- stéttarhellunum en ekki á samskeytunum, ef það tækist fengi maður kannski að fara á út að skemmta sér um kvöldið. Ekki má gleyma öllum sög- unum sem gengu frá sauma- klúbb til saumaklúbbs. Litlar og mjóslegnar gagnfræða- skólastelpur hlustuðu stóreyg- ar á sögur um alls kyns ógnir og hremmingar sem óskil- greint fólk, stelpur eða strákar í vestur eða austur bæ höfðu orðið fyrir. Hræðilegar sögur um leynifélög sem sátu um saklaust fólk og hrekktu það á allar lundir, Svarta höndin og Tígrisklóin voru sérstaklega nefnd sem miklir ógnvaldar. Þá ber að nefna söguna um stúlkuna sem eignaðist nýlon- blússu og nylonbijóstahaldara og fór í dressinu til ljósmynd- ara. Þegar hún kom að sækja myndimar var hún allsber á myndunum. Nylonið var nefni- lega sagt þeirra náttúru á þeim árum að verða gagnsætt á ljós- myndum. Það var svo ótal margt sem þá varð að varast og sjálfsagt er það svo enn. Þó býður manni í grun að framfarir vísindanna ásamt hinni afdráttarlausu kröfu uppeldisfræðinnar, að segja bömum aðeins það sem sannast má telja, hafi svipt hulunni af mörgum leyndar- dómnum. Á móti kemur að lífíð er svo margbreytilegt að gera má ráð fyrir að leyndardómun- um hafi í reynd ekki fækkað heldur hafi áherslumar aðeins færst til. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir. /r~\

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.