Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 C 31 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS l/^VMl gUI U^rw •< IT því lítil. Dag nokkurn ávann ég þó traust hennar er hún sagði mér frá smáleyndarmáli. Þar kom að hún bauð mér inn til sín í kaffisopa. Hér leysti hún frá skjóðunni. Fyrst sagði hún mér að oft væri gest- kvæmt hjá sér, og þó einkum á kvöldin og fram eftir nóttu. Fólk kemur og fer. Svo sagði hún mér að hún færi nú oft á böll, og dans- aði þá mikið. Kvöldið áður hafði hún þannig verið á dansleik og dansað alla nóttina. Það var þó einkum einn „kavaler" sem heillaði hana, enda léttastur í spori, og sá • sem að lokum hafði fylgt henni heim. Hún tók nú mynd af komm- óðu og sýndi mér. Þetta var hann, og svona eins og til að kynna hann betur sagði hún mér að hann væri nú dáinn fyrir 30 árum. Það lítil- ræði hafði þó engin áhrif á okkur, og hún hellti aftur í bollann. Frásagnirnar eru óteljandi, sum- ar trúverðugar, aðrar ekki, en þetta leiðir þó hugann aftur að því hvers vegna Islendingar, öðrum fremur, virðast hafa eitthvert sjötta skiln- ingarvit. A gömlum helgimyndum má sjá að margur guðsmaðurinn er með „gloriu“ eða geislabaug um höfuðið. Þetta er einkennandi fyrir „heilaga“ menn, og þá eina. Þó munu víst flestir hafa tekið þetta sem tákn um heilagleika þeirra, frekar en að geislabaugurinn væri raunverulega til staðar. En nú kemur annað í ljós. Ekki aðeins heilagir menn hafa geislabaug, heldur einnig þú og ég, já, allir hafa sinn geislabaug. Geislabaugurinn eða „aura“ eins og þetta er líka kallað er útgeislun sem stafar frá okkur, og raunar öllum lifandi verum. Nú er hægt að mynda hana og mæla. Frá líffærunum stafar einnig útgeislun, og binda menn nokkrar vonir við það að geta notfært sér þetta í læknisfræði framtíðarinnar. Fylgjur manna mætti e.t.v. skíra sem útgeislun frá líkamanum. Hún getur verkað mismunandi á menn, og við því þannig fundið fyrir meiri samúð og aðdráttarafli frá einum fremur en öðrum. Sjálfsagt verður það verkefni vísindanna í framtíðinni að hagnýta sér þessa þekkingu. Þá er ekki ólík- legt að ísland og Islendingar komist aftur í sviðsljósið með sína næmni fyrir utanaðkomandi áhrifum. Richardt Ryel Jólamessa Nokkurorðum þáttinn „Geislar“ Ég tel mig knúinn til að fja.Ha. örlítið um þáttinn „Geislar" þar sem heimspekingurinn Hannes H. Gis- surarson var enn á ný að viðra sínar heimspekilegu skoðanir fyrir fram- an alþjóð. En því miður þá er það nú þann- ig að aldrei hef ég lesið neitt gáfulegt eftir þann ágæta mann né heyrt hann segja neitt af viti. Það hvarflaði að mér þegar ég fylgdist með þættinum að Hannes H. Gissurarson hefði staðnað senni- lega á sínum menntaskóla árum í málflútningsmunstri sínu um þessa svokölluðu listamenn, sem læðast með lúkumar ofan í vasa skatt- greiðenda til þess eins að viðhalda menningu þjóðarinnar, og heyrðist manni einna helst á Hannesi H. Gissurarsyni að hann vildi helst leggja þá niður. Það hvarflar að mér að heims- spekingurinn Hannes H. Gissurar- son sé nú ekki mikill listamaður í sér og þar af leiðandi vilji hann ekkert listakjaftæði, kannski á sama hátt og sumir segja að bænd- ur séu óþarfír en samt borða þeir hið íslenska íjallalamb í aðra eða þriðju hveija máltíð. Persónulega fannst mér Hannes H. Gissurarson ræða um þetta mál, eins og önnur mál, á vægast sagt öfgakenndan hátt og virðist hann sleijka yfirborðið og vega og meta svo hlutina eftir því. Sveinn Hauksson 8745-7869 Þessir hringdu . . . _ 1 Úr týndist við gervigras- völlinn Ungur íþróttamaður hringdi: Þann 18. nóvember, um kl. 16, túndist silfurlitað tölvuúra af Adec-gerð, við gervigrasvöllinn. Finnandi vinsamlegast hringi í s.687113 eftirkl. 18. Fundarlaun. Endursýnið Innrásina frá Mars Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Ég vil biðja þá hjá ríkissjón- varpinu um að endursýna mynd- ina, Innrásina frá Mars. Reiðhjól í óskilum Sigríður hringdi: Hér fyrir utan hjá mér, að Furugranda 6, hefur staðið reið- hjól, lásað fast við girðinguna með númeralási, í um sex vikur. Þetta er 10 gíra DBS hjól með lukt og bjöllu, vel með farið. Það er ljóst að enginn hér í nágrenninu á það og því læt ég nú vita af því. Hægt er að ná í mig í s.13742 eða renna hér við og líta á hjólið. Gott væri að fá hið rétta fram Ljóðavinur hafði samband og var að velta fyrir sér vísu Davíðs Stefánssonar, „Þú komst í hlað- ið“. Segist hann hafa séð í Lesbók Morgunblaðsins, svona farið með þriðju vísuna, síðustu línu: „Þá dreymir allar um sól og vor“. Nú spyr hann hvort ekki sé réttara: „Þær dreymir allar um sól og vor“. Jafnframt kvaðst ljóðavinur oft hafa heyrt sungið: „Þá dreym- ir alla um sól og vor“. er fáanleg á snældu Þegar jólafastan nálgast koma gjaman fyrirspurnir til Biskups- stofu hvort til sé á snældu upptaka á guðsþjónustu sem senda megi til Islendinga erlendis til að njóta á jólum. Þess vegna var fyrir nokkrum árum hljóðrituð á snældu síðasta guðsþjónustan sem Sigurbjöm bisk- up Einarsson flutti í sjónvarpi á aðfangadagskvöld þar sem Hamra- hlíðarkórinn undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdottur syngur jólasálmana. Þessi snælda er til sölu í Þjón- ustumiðstöð kirkjunnar, Klapp- arstíg 27 í Reykjavík. Bernharður Guðmundsson Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Lyklakippa tapaðist Kvenmaður hringdi: Fyrir um 3-4 vikum tapaði ég lyklakippu með tveimur húslykl- um, einum bíllykli og einum litlum skáplykli, fyrir utan Hollywood. Á kippunni var letrað „I love my boyfriend". Finnandi vinsamleg- ast hringi í s.33968. Má ekki birta uppskriftirnar í Morg'un- blaðinu? Húsmóðir hringdi: Mig langar til að spyija umsjón- armann þáttarins, í takt við tímann, hvort ekki megi birta matamppskriftimar, sem talað er um í þættinum, í blöðunum, t.d. Morgunblaðinu. Tónlistarvélin, góð barna- snælda Móðir í Hafnarfirði hafði sam- band og vildi koma þessu að: Ég vil vekja athygli foreldra og aðstandenda bama á söng- snældu sem syni mínum barst nýlega að gjöf. Tónlistarvélin heit- ir hún og er ein besta bamaspóla sem ég hef hlustað á lengi. Lögin em öll ljómandi skemmtileg og textamir hreint og beint laða fram góða skapið. Innihald textanna er hvetjandi, t.d.: „Við höfum ástæðu til að vera glöð og þakklát, sýna hvort öðm umhyggju og kærleika, brosa og vera skemmtileg því Guð er vinur okkar." Gústi sögumaður, tónlistarvélin og systkinin þijú leika og syngja öllum til mikillar skemmtunar á mínu heimili. Mér finnst að þessi ágæta barnasnælda ætti að vera til á hveiju heimili vegna þess að hún er gott veganesti og boðberi friðar og kærleika. Guðrún Sigriður Friðbjörnsdóttir P ttnl Uumiiitrirr.r Nýkomin er á markaðinn hljómplata Guðrúnar Sigríðar Friðbjörnsdóttur og Paul Hamburger. Á plöt- unni eru mestmegnis íslensk sönglög en einnig ensk og þýsk Ijóðalög og þjóðiög. Plötunni fylgir vandaður enskur texti og er hún því tilvalin til jólagjafa erlendis. Fæst á útsölustöðum um land allt og í póstkröfu í síma 91-23890. Dreifmgu annast Skífan. No. 237 Stærðir 28-34 Verð 1195,- Litir: Rautt - Blátt - Svart No. 17010 Stærðir 20-30 Verð 1495,- Litir: Dökkblátt - Vínrautt No. 552 Stærðir 28-34 Verð 1195,- Litir: Bleikt - Svart No. 17501 Stærðir 28-36 Verð 1295,- Litir: Svart - Grátt - Rautt - Blátt cn 0 Z5 Q_ C 3 ▲

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.