Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 21
 Hna — við gerum jólakortin omnum vélum frá FUJI. i mKJKmm/Mwt. u i MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 eftir þinum eigin mynclum á aöeins 25 kr. stk* x Félag kerfisfræðinga og forritara stofnað HINN fyrsta nóvember síðastlið- inn var haldinn stofnfundur Kerfíss, kerfisfræðinga- og for- ritarafélags íslands. A fundinn mættu um 80 manns. Auðunn Sæmundsson setti fund- inn, en síðan tók Gyða Richter við og sagði frá aðdraganda þess, að til þessa stofnfundar var boðað. Sagði hún frá því að 5 manna undir- búningsnefnd hefði starfað frá því í vor. Hefði nefndin orðið vör við mikinn áhuga á stofnun félags þessa, eins og sýndi sig með þeim mikla fjölda, sem mættur var á fundinn. Björk Thomsen kynnti næst tillögur að lögum félagsins, en að lokum ræddi Helga Sigurjóns- dóttir um drög að starfsáætlun. Fundarmönnum var skipt í um- ræðuhópa, þar sem rætt var um markmið félagsins, lög og starfs- áætlun. Umræður urðu mjög lífleg- ar og margar hugmyndir komu fram. Allir voru sammála um að mikil þörf væri fyrir þetta félag, þar sem Ijöldi þeirra sem vinna á þessu sviði er orðinn mikill og eng- in samtök til fyrir þennan hóp. í lok fundarins var kosin stjóm og nefndaformenn skipaðir. í stjóm voru kosin Björk Thomsen, Skelj- ungi, formaður, — Kjartan Sigur- geirsson, Reiknistofu bankanna, varaformaður, — Gyða Richter, Sjóvá, ritari, — Helga Siguijóns- dóttir, VKS, gjaldkeri, — Sigríður Olgeirsdóttir, Skrifstofuvélum, spjaldskrárritari, — Þórir Dan Jóns- son, SKÝRR, meðstjómandi, og Einar Þórðarson, Sjóvá, ritstjóri. Helstu verkefni félagsins verða á sviði fræðslumála og endurmennt- unar, þar sem fagleg þróun í faginu er ákaflega ör og því mjög áríðandi fyrir fólk í þessu starfi að halda vöku sinni í þeim efnum. Félagið ætlar líka að beita sér fyrir ýmiss konar könnunum og upplýsinga- miðlun bæði á sviði kjaramála og faglegra mála. (Fréttatilkynning) Ólafur Halldórsson. Bókum leyndardóma sögunnar ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin Horfnir heimar eftir Ólaf Halldórsson kennara. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir m.a.: „í bók þessari leitast Ólafur við að varpa nýju ljósi á ýmsa leyndardóma sögunnar. Framan á bókinni er mynd af líkneski sem indíánar í Mið- Ameríku gerðu af guði sínum Quetzalcoatl, sem var hvítskeggjað- ur. Undir myndinni er varpað fram þeirri spurningu hvort hér hafi verið um að ræða Bjöm Breiðvík- ingakappa. Það má með sanni segja að í þessari nýstárlegu bók kannar höf- undurinn ýmsa þætti heimssögunn- ar sem og sögu Islands — þætti sem höfundar hefðbundinna vísindarita og þá sérstaklega sagnfræðirita hafa veigrað sér við að fjalla um eða taka afstöðu til. Víða er leitað fanga og áleitnum spumingum svarað: Á fjölbreytileg siðmenning jarðarbúa rætur að rekja til einnar móðurmenningar? Er kominn tími til að hrista ræki- lega upp í viðteknum hugmyndum um uppmna íslendinga?" Námsgagnastofnun: Dagskrá um friðarfræðslu DAGSKRÁ um friðarfræðslu í skólum verður haldin í Kennslu- miðstöð Námsgagnastofnunar að Laugavegi 166 í Reykjavik á þriðjudegi. Dagskráin er haldin í tilefni af friðarári Sameinuðu þjóðanna og er yfirskrift hennar „Friður — Hvað getur skólinn gert og hvemig?" Dagskráin hefst kl. 14.00 með því að Sigurður Pálsson deildarstjóri, Guðrún Agnarsdóttir alþingiskona, dr. Þórir Kr. Þórðason prófessor og Guðríður Sigurðardóttir skólaráð- gjafí flytja ávörp og leitast við að svara þessari spumingu. Að því loknu verða umræður og fyrirspum- ir. Kl. 16.00 munu þau Margrét Pála rOIí Ólafsdóttir, Erling Ölafsson, Bergljót Ingvadóttir og Aðalbjörg Helgadóttir greina ftá reynslu sinni varðandi frið- arfræðslu á dagvistarstofnunum og í skólum. Einnig mun liggja frammi til kynn- ingar erlent efni með ábendingum og hugmyndum um friðarfræðslu. Nýtækni- en aðrir. - þess vegna getum við boðið lægra verð \íEr pabbi þ/nn ^ahur? I Bókin Horfnir heimar er sett og prentuð hjá Steinholti hf. en bundin í Amarfelli. Kápugerð annaðist Hrafnhildur Sigurðardóttir. * minnsta pöntun er 10 stk. Skipholti 31, sími 25177 Eiðistorgi 13, sími 611788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.