Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Enginn verður eldri en gamall „Allir vilja elli bíða, en enginn hennar meinsemd líða,“ segir í gömlum íslenskum málshætti. Vissulega var ekki alltaf uppörfandi að horfast í augu við ellina hér fýrr meir, þegar ekki blasti annað við en fara í hornið hjá einhverju barnanna eða vera kominn upp á náð vandalausra ef engir voru afkomendurnir. Það er ekki fyrr en nú á síðustu áratug- um sem fólk hefur öðlast eilrtið sjálfstæði í þessum efnum, með lögum, sem tryggja fólki ellilífeyri, og þá ekki síður byggingu alls kyns stofnanna fyrir aldrað fólk. Það er hins vegar oft misbrestur á að fólki sé kunnugt um rétt sinn í þessum málum sem og ýmsa þá möguleika sem fyrir hendi eru í þjóðfélaginu Nú eru þeir tímar að æ fleiri hljóta hið eftirsóknarverða, að verða langlífir og æ fleira fólk tekur höndum saman til að reyna að létta öldruðu fólki „meinsemdir ellinnar". Rætt við Önnu Jónsdóttur, Jónu Eggertsdóttur og Sigur- rós Sigurðardóttur félagsráð- gjafa um námskeið þeirra um undirbúning eiiinnar. Síðast liðin tvö ár hafa þrír félags- ráðgjafar, þær Anna Jónsdótt- ir.sem starfar á Vífilsstaðaspít- ala, Jóna Egg- ertsdóttir á Lyflækningadeild Borgarspítal- ans og Sigurrós Sigurðardóttir sem vinnur á Geðdeild Lands- spítalans, fyllt hóp þeirra sem leggja aldurhnignu fólki lið. Þær hafa haft með höndum fræðslu fyrir þá sem enn eiga talsvert langt í land með að komast á eftirlaunaaldur, eru óðum að nálgast elliárin eða eru þegar orðnir gamlir. Þær hafa haldið tólf námskeið víðs vegar um landi og fjallað um undirbúning „verka- loka". Námskeiðin eru haldin á vegum Menningar og fræðslu- sambands alþýðu. Fyrsta námskeiðið var haldiö í Borgarnesi í mars árið 1984. Það var, að sögn félagsráðgjaf- anna þriggja, mjög vel sótt, hátt í þrjátíu manns komu og sátu námskeiðið. Raunar telja þær það full margt, æskilegan fjölda á námskeiði segja þær um 25 manns. I samtali við Blaðamann Morgunblaðsins sögðu þær stöllur að þær teldu námskeið þau, sem þær hafa staðið fyrir, talsvert ólík öðrum þeim sem haldin hafa verið hér á landi um þetta efni. Fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna og byggir á þeirri grundvallarhugmynd að fá fólkið sjálft til starfa og láta það taka lifandi þátt í námskeiðinu. Fólkið svarar spurningum, gerir verk- efni, skrifar á glærur, vinnur í hópstarfi og gerir grein fyrir sínu máli. Rætt er um ýmsa erfiöleika sem koma upp vegna ellinnar. Þær Anna, Jóna og Sigurrós voru allar á einu máli um að þau atriði sem helst vekja öldruðu fólki kvíða hér á. landi séu heilsu- leysi og peningaleysi. Margir aldraðir eru þrúgaðir af tilfinning- unni um að verða einskis virði þegar þeir hafa hætt störfum, og missir félaga á vinnustað er Hópurinn sem var á námskeiði fyrir aldraða íÞorlákshöfn. Anna Jónsdóttir félagsráðgjafi lengst til vinstri og Sigurrós Sigurðardóttir fólagsráðgjafi yst tilhægri í efstu röð. Sigurrós Sigurðardóttir, Anna Jónsdóttir og Jóna Eggertsdóttir. séu elliheimili. Það vill þó eiga þess kost að komast inn á hjúkr- unarheimili ef það þarf á að halda. Vinnu vilja flestir geta stundað svo lengi sem heilsan leyfir, og það er hægt víða um land þar sem fiskvinnsla er, hún er hins vegar töluvert erfið fyrir fólk sem tekið er að lýjast að marki. Sú hugmynd kom einnig upp á nám- skeiðunum að koma upp vinnu- aðstöðu fyrir eldra fólk þar sem það getur unnið hluta úr degi við ýmis verkefni, t.d. við smíðar og viðgerðir, saumaskap og léttan iðnað svo eitthvað sé nefnt. Þetta hefur öllum þeim, sem sótt hafa námskeiðin, fundist mikið þjóðráð. Það kom fram í máli félagsráð- gjafanna að fólkið á námskeiðun- um hafi sýnt mikla eljusemi í hópstarfi og við heimaverkefni. Þeim kom einnig saman um að flestir hafi verið tilbúnir til að ræða nánast hvað sem er. Nám- skeiðin kváðust þær konur gjarnan enda á að fá fólkið til að segja frá tómstundastörfum sínum og jafnvel að koma með sýnishorn af verkum sínum, svo sem handavinnu, bókum, leður- vinnu, ættartölum og fjölmörgu öðru. Að fenginni reynslu telja þær Anna, Jóna og Sigurrós að mikil þörf sé á fræðslu fyrir þá sem náigast eða eru komnir á elliár og telja þær að hana þyrfti helst að stórauka. Þær lögðu í máli sínu áherslu á að slík fræðsla væri í raun fyrirbyggjandi starf. fólki oft þungbær. Einnig ein- manakenndin sem af þeim missi kann að leiða. Alltof fátt fólk virð- ist reyna að finna sér verkefni til að takast á við þegar að það hættir störfum úti á vinnumark- aðinum. Á minni stöðum út um land virðist fólk samt vera í meiri nálægð við aðra en hér á höfuð- borgarsvæðinu. Þó eru vissulega til undantekningar á því. Félagsráðgjafarnir telja að að- stóknin að námskeiðinum sýni að mikil þörf sé á þessari fræðslu. Það kemur líka berlega í Ijós á námskeiðunum, segja þær, að eldra fólk vill gjarnan sjá um að skipuleggja sjálft sín mál- efni. Því finnst mörgu sú stefna ekki góð, sem lengi hefur verið ríkjandi, að mikið yngra fólk sé að vasast í málum hinna eldri. Hvað lífeyrissjóðsmál snertir þá vilja flestir, sem námskeiðin sækja, einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Það eru vonbrigði fyrir flesta að gera sér grein fyrir hvernig greiðslum er háttað úr lífeyrissjóðum í dag og eins þeirri staðreynd að tekjutrygging skerðist við lífeyrisgreiðslu. Fólk vill líka fá að vita um stöðu sína í lífeyrissjóði sínum, a.m.k. ár- lega, það sem er á annað borð sýna. °m'T'eðtuað eigi að hafa frían síma og frí af- notagjöld af útvarpi og sjónvarpi. Nú munu símamálin ganga svona upp og niður hjá fólki. Frír sími er bundinn því að fólk hafi óskerta tekjutryggingu en ef fólk þarf svo að dvelja t.d. nokkra mánuði á stofnun og missir allar bætur, þá þarf það að fara að borga aftur símann sinn þó það hafi haft hann frían áður. Afnota- gjöld af útvarpi og sjónvarpi eru aftur bundin því að fólk hafi upp- bót á lífeyri Húsnæðismálin virðast þeim Önnu, Jónu og Sigurrósu ekki vera eins brennandi mál fyrir eldra fólk út á landi eins og kannski mætti ætla. Flestir vilja vera heima eins lengi cg nokkur kostur er. Aðstoð við'aldraða í heimahúsum er hins vegar alls staðar of lítil. Erfiðlega hefur gengið að fá fólk til þessara nauðsynlegu starfa því launin þykja lág. A námskeiðunum hafa komið fram hugmyndir um aukna og breytta þjónustu í heimilis- hjálp. Fólk vill fremur að veitt sé fjármunum í slíkt en að byggð —T^dóttir fraeð' í lífeyrissjóði sem hreint ekki allir eru. Fólk vill líka láta samræma greiðslu lífeyrissjóða sem eru innan Sambands almennra lífeyr- issjóða og Almennra trygginga. Nú er því þannig háttað, að sögn kvennanna þriggja, að ef fólk tekur út lífeyrisgreiðslur úr SAL sjóðunum áður en það er orðið 70 ára, þá skerðast greiðsl- ur til þess um 6 prósent á ári þar til það hefur náð 70 ára aldri, eða um 18 prósent alls. Margir á námskeiðunum hafa látið í Ijós óskir um að eiga kost á ellilífeyri við 60 ára aldur eins og sjómenn eiga. Einnig óska margir þess að almenna trygg- ingakerfið verði einfaldað og settur verði á stofn einn lífeyris- sjóður innan þess kerfis. Fólk vill líka fá aðgengilegri upplýsingar um rétt sinn hja Al- mennum tryggingum. Fá t.d. útskýringar í sjónvarpi og í öðrum fjölmiðlum. Einnig nefna margir þá skoðun að allir lífeyrisþegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.