Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 C 17 slory of <rmi <ílwi»ssk«i ILIZABIIMADLER Óskir og þrár upp á sex hundruð síður Erlendar bækur Ekki eru allar ferðir til fjár en ferð í Fjörðinn borgar sig! Ciæsilegustu gólfteppin, flísarnar, parketiö og hreinlætistækin færöu hjá okkur á viöráöanlegum greiðslukjörum. Og þú ferð ánægður heim. útborgun 20%. Eftirstöövar í allt aö 9 mánuöi. A leading company in the field of electronic lO] entertainment products. Irasi Jóhanna Kristjónsdóttir Elizabeth Adler: Private Desire. Útg. Coronet Books 1986. Leonie er egypsk í föðuræatt, móðir hennar frönsk. Hún hefur aldrei þekkt föður sinn og ekki nýtur hún ástríkis móður sinnar. Sextán ára flýr hún að heiman og heldur til Parísar að leita sér frama. Hún er sérstök í útliti og allir virð- ast laðast að henni snarlega. Hún hittir strax í lestinni mann, sem 'síðar reynist henni betri en enginn. Hún dettur í lukkupottinn og fær vinnu sem afgreiðslustúlka í tízku- búð og þar kynnist hún göfugri ríkiskonu Caro og Alphonso sam- býlismanni hennar. Caro býður Leonie í veizlu til sín og þar verða tveir karlmenn, Rupert nokkur og Moniseur, yfir sig heillaðir af henni. Monsieur er ríkur og valdamikill og hann tekur nú að leggja drög að því að „eignast" Leonie. Áður en það getur orðið hefur hún hlaup- ist á brott með Rupert og stendur í þeirri sælu trú að hann ætli að giftast sér. En Rupert á reyndar þýzka kærustu og yfirgefur Leonie þótt hann elski hana einhver ósköp. Þá getur Monsieur látið til skarar skríða og er ekki að orðlengja það að áður en við er litið er hún kom- in með glæsihús í París, þjón á hveijum fingri, hlutabréf og banka- innistæður, krá í Cote Azur. Og blasir nú líklega við henni framtíðin björt og glæsileg. Að því frátöldu að Monsieur vill aldrei segja henni, hvort hann elskar hana eða ekki. Líklega þarf hann á henni að halda, en það er henni ekki nóg. Svo að hún heldur öðru hveiju framhjá honum. Með vondum afleiðingum, því að Monsieur lætur sérstakan útsendara sinn í það árum saman að fylgja henni eftir. Einhveiju sinni þegar Leonie er suður á Cote Azur í kránni sinni strandar skúta rétt fyrir utan. Og gæðapilturinn Charl- es kemst naumlega í land. Leonie hlýjar honum heldur betur og það svo, að hún verður ófrísk og þá fer aldeilis að fara um hana. Vísast verður Monsieur bijálaður úr af- brýðisemi þegar hann kemst að þessu. Annað hvort væri nú. Svo að hún fer í hina klassísku heilsu- hælisdvöl í Sviss og elur þar bamið. Og gefur það frá sér grátandi. En Monsieur lætur ekki deigan síga. Hann fyrirkemur bamsföðumum á grimmdarlegan hátt og ætlar síðan að ná barninu, svo að Leonie geti ekki yfirgefið hann. Leonie og vinir hennar koma baminu undan til föð- urbróður þess í Brasilíu. Þegar hér var komið sögu var ég bara komin á bl. 318 og rösk- lega annað eins eftir. Þá gafst ég upp og fór ansi lauslega í gegnum næstu þijú hundruð og fímmtíu síður. Ég er sannfærð um að hér er á ferð kjörin bók til að lesa á tólf klukkutíma löngum flugferðum. Áreiðanlega svæfi maður vel eftir smálestur og gæti síðan tekið til á ný þegar maður rumskaði. Og væri svona nokkum veginn með þetta allt á hreinu. Ef ekki, þá gerði það heldur ekkert til. Til sjónvarpstækja-, myndbands- tækja og hljómtækjakaupenda. Viök.: Auglýsing Radíóbúóarinnar í Morgunblaðinu s.1. föstudag, þar sem samanburóur er geróur á jólatilboói NESCO og Radíóbúðarinnar. Ágæti lesandi, Iónþróun er nú ör og framfarir miklar i S-Kóreu, og reyndar víöar í Asíu, svo sem i Hong Kong, Singapore og Taiwan. Mikiö vantar þó á, aó þessi lönd hafi náð Japan í hátækni og gæóum, sérstaklega á sviói tæknivarnings. Má segja, aö þessi lönd séu enn mörgum árum á eftir Japan í þessum efnum. í raun má líkja ástandi í Asíu, viö þá stöðu, sem er i Evrópu; Austur-Evrópu löndin saekja fram i iónþróun og framleiðslutækni, en standa þó enn iónrikjum Vestur-Evrópu langt aó baki, sérstaklega hvaó varóar rafeinda- og tæknivörur. í auglýsingum sinum ber Radibúóin saman 14" og 20" ORIQN og NESCO littæki, sem hvortveggja eru japönsk hátækni- og hágæóa tæki, vió sin eigin 14" og 20" Gold Star tæki, sem framleidd eru i S-Kóreu. Finnst okkur þetta vafasamur samanburöur og framsetningarmáti! - Jafnvel tilraun til aó villa um fyrir neytendum. Aó lokum má taka þaö fram, aó öll sjónvarpstæki, myndbandstæki og hljómtæki, sem vió bjóóum í NESCO jólatilboóinu i ár, eru ýmist japönsk eóa vestur- þýzk gæóatæki. Eru þau þó i ýmsum tilvikum jafnvel ódýrari en þau kóreönsku tæki, sem keppinautarnir reyna aó mæta okkur meö. Meö vinsemd og jólakveöju, ADDRESS: LAUGAVEGUR 10, P.O. BOX: 759, REYKJAVtK, ICELAND. TELEPHONE: 27788 (4 LINES). TELEX: 2129. CABLE ADDRESS: NESCO, REYKJAVÍK, BANKERS: BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS, MIÐBÆJARÚTIBÚ, REYKJAVÍK (DOMESTIC AFFAIRS) ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS, REYKJAVÍK (FOREIGN AFFAIRS). éfjjíntonSBieUvedt, *A(<uuufitujQ)foecto\ - r€A<iiinum YOUR REF: YOUR LETTER: OUR REF: ÓAB/lkg REYKJAVlK, 28.11.86.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.