Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 € 11 Hlustendur i Austur-Evropu geta nú viðrað skoðanir sínar með því að hringja vestur fyrir Tjald. SJÁ: BEIN LÍIMA FORNESKJAN Raddirúr lokuðum heimi I Nepal er blóðið allra meina bót Sú gamla nepalska þjóðtrú að blóð veiti blessun er býsna lífseig. Hún er meðal annars höfð í heiðri hjá leigubílstjórum, her- mönnum, húsmæðrum, bændum, jámsmiðum og nepalska flugfélag- inu. Smáríkið Nepal er eina ríki jarð- ar þar sem hindúatrú er allsráðandi. Á haustin er þar haldin sérstök hátíð er nefnist Dasain og þá eru nánast allir hlutir helgaðir með blóði fómardýra. Við þessa athöfn biður fólkið gyðjuna Durga um vöm gegn óvinum sínum. „Við helltum blóði á hjólbarða flugvélarinnar til þess að tryggja að hún fengi sinn skammt af blóði og myndi þar af leiðandi ekki valda slysi sem hefði blóðsúthellingar í för með sér,“ segir Rama Bahadur Thapa, öryggisvörður hins konung- lega nepalska flugfélags, sem nefnist Sendiboði þjóðarinnar. Það var stofnað fyrir 27 ámm og' á hveiju ári síðan hefur gyðj- unni Durga verið fómað geit fyrir sérhveija flugvél, henni til heilla. Hermenn biðja um blessun fyrir vopn sín, handiðnaðarmenn fyrir verkfæri sín, húsmæður fyrir heim- ili sín, ogjafnvel leigubílstjórar fyrir farartæki sín. „Ég kem í veg fyrir að ég valdi slysi með því að gefa bílnum sinn skammt af blóði. Þá sækist hann ekki eftir blóði í umferðarslysi,“ sagði Mukti Man Mahaijan leigubíl- stjóri undirrituðum eftir að hann hafði ausið blóði yfir Toyotuna sína. Hindúaprestar segja að þessi sið- ur eigi sér rætur í fomi hefð. Dýrunum er fómað á miðnætti „næturinnar dimmu", sem er að- faranótt 8. október á nýju tungli og þykir sú stund heillavænlegust ; til fomfæringa, að sögn hindúa- : presta. Samkvæmt hindúatrú hafa dýrin i verið menn á fyrri tilverustigum í hinni eilífu hringrás endurholdgun- arinnar. Menn verða dýr eða fuglar stöð afganskra smyglara, sem heitir Shorab Goth. Þar aka afganskir flóttamenn á fínum japönskum bílum og hafa byggt sér glæsihallir í eyðimörkinni enda þótt þeir séu opinberlega á framfæri Sameinuðu þjóðanna. En þetta segir ekki alla söguna. Sumir helztu fíkniefnasalarnir eru hreinræktaðir Pakistanar. Efnaðir Pakistanar hafa í tugatali verið teknir höndum á Vesturlöndum fyr- ir að smygla fíkniefnum. Lögregl- unni í Pakistan hefur þó aldrei tekizt að hafa hendur í hári stór- laxa á þessu sviði. Blaðamaður í Karaehi, sem fylgst hefur með fíkniefnasölunni, segir að á síðasta ári hafi lögreglan fundið 50 tonn af hassi og hálft tonn af heróíni en ekki einn einasta fíkniefnasala! Flestir sérfræðingar halda því fram að embættismenn haldi hlífi- skildi yfír smyglumm. Stjórnarand- stöðuþingmenn í Islamabad spurðu nýlega hvemig á því stæði að fyrr- GÖTUSALAR: þeir reiða sig eins og aðrir á velvild gyðjunnar. vegna synda sinna og misgjörða á síðasta tilverustigi. Að þessu sinni var rúmlega fimm þúsund dýrum fómað á „nóttunni dimmu“. Þar af höfðu sum verið keypt frá Tíbet vegna skorts er á fórnarhæfum dýrum í Nepal. Aðalhátíðarhöldin fara fram í hinni fomu Hanumandhoka-höll í höfuðborginni Katamandú. Þar standa hinir trúuðu og horfa á þeg- ar dýrunum er fómað á milli þess sem sálmar eru sungnir. Hermaður nokkur, sem tók þátt verandi héraðsstjóri hefði ekki verið látinn gangast undir rannsókn vegna meintrar fíkniefnasölu. Nawab Hoti, eftirmaður hans í embætti héraðsstjóra, varð að láta af embætti aðeins tveim mánuðum eftir að hann tók við því, vegna þess að sonur hans var staðinn að sölu fíkniefna í Bandaríkjunum. í Karachi og Islamabad er blaða- mönnum bent á helztu fíkniefnasal- ana þar sem þeir eru að spóka sig á götunum og lifa í vellystingum praktuglega og halda oft veizlur fyrir embættismenn og stjórnmála- menn. „Hér hafa ríkt herlög í níu ár og fyrir bragðið hafa menn glatað allri ábyrgðartilfinningu," segir Banazir Bhutto, leiðtogi Þjóðar- flokksins í Pakistan. „Þess vegna geta þeir, sem völdin hafa leyft sér nánast hvað sem er og enginn hirð- ir um þjáningar fátæklinganna sem eru orðnir háðir fíkniefnaneyzlunni. - AHMED RASHID í hátíðarhöldunum að þessu sinni, segir að fómargjafímar séu vöm fyrir her Nepals sem telur 25 þús- und manns. „Við biðjum til Durga, gyðjunnar miklu sem vinnur á fjandmönnunum, og þannig öðl- umst við afl til þess að vinna sigur á okkar óvinum," segir hann. Aðrir sækjast einungis eftir að- stoð við fjölskyldu sína. „Ég var búinn að lofa gyðjunni geit fyrir löngu,“ sagði bóndi að nafni Ram La Jyapu. „Ég hafði beðið hana að vemda fjölskyldu mína gegn sjúk- dómum." Margar fjölskyldur ijóða heimili sitt með andarblóði og síðan em endurnar matreiddar og etnar til hátíðabrigða. Þessi siður er svo snar þáttur í þjóðlífínu í Nepal að sumir kaup- menn sjá sér leik á borði og lækka verð á fuglum, sem notaðir em til fóma, þegar hátíðin nálgast. En þeir sem hafa ímugust á blóði geta einnig fært Durga gjafír, því að sagt er að gyðjan fúlsi ekki við eggjum, graskeijum eða jafnvel hreðkum. Graskerin em skorin í sundur með sérstökum sverðum og eggin brotin á sérstakan hátt. „Ég fómaði eggjum til að frið- þægja gyðjunni," sagði Dhana Devi Sharma húsmóðir. „Ég er viss um að hún verður jafnánægð með fóm- ina mína og aðrar, því að hún þekkir hug minn.“ BINAYA GURUACHARYA Utvarpsstöðin Frjáls Evrópa, sem Bandaríkjamenn reka, er nú farin að gefa hlustendum í Aust- ur-Evrópu kost á að koma skoðun- um sínum á framfæri með því að hringja til stöðvarinnar. Er hug- myndin sú, að fólk austan Járn- tjaldsins geti strax látið í ljós álit sitt á ýmsum atburðum líðandi stundar. Starfsmenn Ftjálsrar Evrópu og systurstöðvarinnar, Útvarps frelsis- ins, em aðallega flóttamenn frá Austur-Evrópu og er útvarpað á 22 tungumálum. Vegna þess, að ekki er hægt að senda fréttamenn austur í efnisleit, er einkum stuðst við fréttir austur-evrópskra frétta- stofa og útvarpsstöðva. í fyrra brá hins vegar svo við, að Ungveijum, Tékkum og Búlgömm var gert kleift að hringja beint til Vestur- landa og þá var símaþjónustan tekin upp. Nýta sér hana um 600 Aust- ur-Evrópumenn í hverri viku. Símatíminn er að því leyti ólíkur sambærilegri þjónustu á Vestur- löndum, að ekki er talað beint við þá, sem hringja, og er það gert til að þeir þekkist ekki. Þess í stað sjá þulirnir um að lesa upp spumingar þeirra og hugleiðingar. Eftir kjamorkuslysið í Chernobyl fjölgaði hringingunum mikið og er ástæðan vafalaust sú hve frétta- flutningur austur-evrópsku fjöl- miðlanna var takmarkaður. Viku eftir slysið bar tékkneskur maður fram eftirfarandi spurningu: „Hér er nú sterk austanátt en yfírvöld hafa ekkert sagt. Getur verið, að geislunin nái til okkar?“ Búlgarskur hlustandi hafði þetta að segja: „Fjölmiðlamir hér stein- þegja um geislunina en ég hef séð vörubíla hlaðna grænmeti og ávöxt- um, sem hefur verið safnað saman í verslunum, kaffíhúsum og mötu- neytum og á greinilega að fleygja." Uppgjafaforingi í búlgarska hemum vakti reiði margra þegar hann kvartaði undan því, sem hann kallaði andsovéskan áróður í út- varpssendingum Frjálsrar Evrópu. „Við ættum að vera þakklát Sov- étmönnum fyrir allt, sem þeir hafa gert fyrir land okkar og þjóð. Jafn- vel þótt þtjár milljónir Búlgara létu lífið vegna Chemobyl-slyssins ætt- um við samt að vera þakklát." í marga daga á eftir hringdu búlgarskir hlustendur til stöðvar- innar og kröfðust þess að fá uppgefíð nafn og heimilisfang her- foringjans fyrrverandi, sem sumir kölluðu „fávitann“ eða „gamla flokksfíflið". Forsvarsmenn útvarpsstöðvanna beggja telja, að vikulega hlusti 52 milljónir manna á útsendingarnar, sem em á sex tungumálum Aust- ur-Evrópuríkjanna og flestum þeim tungum, sem talaðar eru í Sov- étríkjunum. Bandaríska leyniþjón- ustan kostaði rekstur útvarpsstöðv- anna á laun frá stofnun þeirra skömmu eftir 1950 og fram til 1971. í þau 15 ár, sem síðan em liðin, hefur Bandaríkjaþing haft eftirlit með þeim en Sovétmenn halda því samt reglulega fram, að þær séu útibú frá CIA. Samkvæmt bandarískum lögum er stöðvunum skylt að „haga starf- semi sinni í samræmi við meginat- riði bandarískrar utanríkisstefnu“ en forráðamenn þeirra segjast þó vera óháðir stjórnvöldum hverju sinni. Um þessar mundir er verið að ljúka við að endurnýja tækjakost stöðvanna, sem útvarpa frá Miinch- en í Vestur-Þýskalandi. Hefur meðal annars verið komið upp öflugum sendum til að snúa á aust- ur-evrópsku og sovésku tmflunar- stöðvarnar. - RICHARD WILLIAMS UMBUÐIRl Þegar heilsu- bótin reynist vera banvæn Fyrir fjómm árum myrti ein- hver bijálæðingur sjö manns í Chicago með því að lauma blá- sým í algeng verkjalyf og síðan hefur leitin að ömggum umbúðum kostað bandaríska neytendur stórfé. Nú verða þeir að borga aukalega fyrir lyf, sem em inn- sigluð og varin á annan hátt. Varla líður svo mánuður, að yflrvöld einhvers staðar í Banda- ríkjunum fái ekki að kenna á því, sem kallað er „hryðjuverk gegn neytendum", nafnlausar hótanir, sem neyða framleiðendur eða selj- endur til að tæma hillurnar af tilteknum vömm. Aldrei hefur tekist að hafa hendur í hári þess, sem kom blásýmnni fyrir í Tylen- ol-lyfinu árið 1982, ogpeningam- ir, 100.000 dollarar, sem settir vom honum til höfuðs, em enn ósnertir. Tyenol og mörg önnur lyf, sem áður vom í hylkjum og seld án lyfseðils, em nú í pilluformi þar sem það er ekki eins auðvelt að eiga við þær og fulltrúar lyfjaiðn- aðarins segja, að nú þegar sé búið að veija allt að milljarði doll- ara í nýjar pakkningar. Þetta á þó ekki bara við um lyfjaiðnaðinn þótt hann hafí fyrst orðið fyrir barðinu á þessum glæpaverkum. „Öryggið er orðið stór þáttur í starfí okkar í hvert sinn, sem við metum nýjar pakkningar eða þær, sem fyrir em,“ segir Howard Alport, sérfræðingur í pakkning- um. „Við verðum þó að gera okkur grein fyrir því, að það svarar ekki kostnaði að gera umbúðimar al- gerlega ömggar fyrir fikti óvið- komandi manna. Það sem verið er að reyna er að gera þær þann- ig úr garði, að það sjáist ef átt hefur verið við þær.“ Alport segir, að kostnaðurinn við slíkar umbúðir geti verið 8—20 krónur á einingu. Aðferðimar em til dæmis þær að líma aftur pappaöskjurnar með sterkara lími eða hafa vömna í lofttæmdu plasti, sem ekki er hægt að hrófla við án þess það sjáist. Sum lyfjaglösin em með málmloki, sem sýna þess glögg merki ef inn- siglið hefur verið rofið. „Það á vafalaust eftir að gerast aftur,“ segir Alport, „að einhver reyni að koma eitri í lyf eða aðra vöm en vonandi verður minna um það. Best er, að neytendur verði almennt betur á verði í framtíð- inni, að það verði sjálfsagður hlutur að sýna aðgát í hvert sinn, sem keypt er inn.“ - MICHAEL CONLON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.