Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 C 23 Fyreta plata Hollys var gefin út 2.júlí 1956 og var með lögunum „Love Me“ og „Blue Days Black Nights". Undirleik annaðist hljóm- sveit hans, „Three Tunes", sem var skipuð Don Guess (á bassa), Jerry Allison (trommur) og Sonny Curtis, góðum lagahöfundi sem spilaði á gítar. Ahrif Presleys leyndu sér ekki. VINSÆLDIR Holly skauzt fyrst á toppinn með „That’ll Be The Day“ (í endurskoð- aðri útgáfu), á sama hátt og Carl Perkins með „Blue Suede Shoes“ og Jerry Lee Lewis með „Whole Lotta Shakin’". Snemma árs 1957 hafði hugsað sitt ráð og komizt að þeirri niður- stöðu að hann yrði aldrei ríkur í Nashville. Hann fór því ásamt Alli- son til Clovis, Nýju-Mexíkó, til að freista gæfunnar í tónveri Normans nokkurs Petty. Petty var óvenjulegur tónlista- riðnaðarmaður, því að hann greiddi laun fyrir hveija plötu, sem hann gaf út, en ekki fyrir hvern upptök- utíma. Holly fékk því talsvert frelsi til að reyna sig. Þetta frelsi og sá eindregni ásetningur hans að skara fram úr voru líklega helztu skýring- arnar á því að honum tókst að ráða sjálfur vali þeirrar tónlistar, sem hann tók fyrir og taldi að mundi ná eyrum almennings. Honum gafst kostur á að kynn- ast allri nýjustu tækni við fram- leiðslu og útgáfu á plötum handa fjöldamarkaði og fékk að dútla við lög sín eins lengi og hann vildi, þangað til hann varð ánægður með þau og taldi þau svo frambærileg að þau mundu „hljóma vel“ í eyrum fólks. Hann hafði meira næði en aðrir „rokkarar", sem urðu að mæta í aðeins eina upptöku með lag, sem þeir veðjuðu á og töldu sigurstrangleg. Petty varð umboðsmaður hljóm- sveitar Hollys, „The Crickets", sem auk hans var skipuð Allison, bassa- leikaranum Joe Mauldin og Niki Sullivan, sem spilaði á rýtmagítar. Fljótlega reyndi Holly að drýgja tekjur sínar um helming með því að koma ýmist fram með hljóm- sveitinni eða sem einsöngvari og Ein af mörgum safnplötum. hann komst upp með það og græddi stórfé. „The Crickets" slógu í gegn með „Maybe Baby“, en Holly með lögum eins og „Oh Boy“ og „Peggy Sue“. Af öðrum lögum Hollys og félaga hans má nefna „Listen to Me“, „Think It Over“, „Fool’s Paradise", „Raining In My Heart“, „Every Day“, „Well All Right“ og „Peggy Sue Got Married". Níu af lögum hans urðu meðal 10 vinsælustu. LEIÐIR SKILJA í úní 1958 fór Holly til New x York og ljarlægðist heimastöðvam- ar, „The Crickets" og Petty. Hann gaf út plötur sínar sjálfur og fór aftur að semja lög með Bob Mont- gomery, t.d. „Love’s Made a Fool of You“ og „Wishing" fyrir Everly- bræður. Hann gaf einnig út plötur fyrir aðra, t.d. „Jole Blon“ með Waylon Jennings og lög með saxó- fónleikaranum King Curtis. Waylon Jennings, sem var einu ári yngri en Holly og frá Littlefíeld í Texas, söng með honum í útvarp- inu í Lubbock og gerðist bassaleik- ari hans. Hann markaði síðar djúp spor í bandarískri sveitatónlist og annar undirleikari Hollys, Tommy Allsup, hafði líka mikil áhrif. Síðar varð Jennings frumkvöðull hreyf- ingar „útilegumanna" sveitatónlist- arinnar ásamt Willie Nelson. Sjálfur hafði Holly ómæld áhrif á mótun sveitatónlistar og lög hans hafa jafnan verið flutt í útvarpsstöðvum, sem helga sig henni. Þetta ár fór Holly í tónleikaferð til Bretlands og fékk svo góðar undirtektir að plötusala hans stóij- ókst. Þegar heim kom kvæntist hann Mariu Elenda Santiago og þau settust að í Greenwich Village. Hann sleit samstarfinu við Petty og „The Crickets" í nóvember, m.a. vegna þess að Petty vildi að strengjahljómsveit léki undir með honum. Hann féllst þó á að syngja nokkur lög á plötur með hljómsveit Dick Jacobs. Metsölulögum hans fækkaði um þetta leyti og kannski var það þess vegna að hann ákvað að fara með nýrri hljómsveit í tónleikaferð um miðvesturríki Bandaríkjanna í árs- byijun 1959. Þá var aðeins Presley vinsælli en en Buddy Holly. HINZTA FERÐIN Holly var það lítið tilhlökkunar- efni að leggja upp í þessa för, því að hann yrði að ferðast langar leið- ir í köldum langferðabíl. Þegar trommuleikarinn var orðinn svo fíngrastirður af kulda að hann gat ekki slegið taktinn gafst Holly upp á rútunni og tók flugvél á leigu að loknum tónleikum í Clear Lake. Charles Harden Holley lagar á sér þverslaufuna áður en hann sigrar lieiminn. „Buddy Holiy lifir“ segir á um slagi þessarar kunnu safnplötu. Waylon Jennings bassaleikari og Tommy Allsup gítarleikari áttu að fljúga með honum, en Ritchie Va- lens og J.P. Richardson („Big Bopper"), sem varð frægur fyrir „Chantilly Lace“, voru fengnir í þeirra stað, þar sem þeir voru þekktari. Leiguflugvélin fór frá nágrannabænum Mason City kl. 1.50 aðfaranótt 3.febrúar 1959 og farþegamir fórust. Vinsældir Hollys jukust um allan helming eftir flugslysið. Lagið „It Doesn’t Matter Anymore", sem virtist kaldhæðnnislegur dánaróður, trónaði efst á vinsældalistanum í einn og hálfan mánuð. Holly hafði alla tíð tekið lög sín upp á segulbandstæki heima hjá sér. Þegar dánarbú hans hafði ve- rið gert upp var ákveðið að gefa út öll lög hans, þekkt og óþekkt, og hylli hans jókst enn. Petty gróf sþífellt upp „ný og áður óþekkt“ lög með honum, gaf út gömlu plötumar aftur með nýrri hljóðsetningu og tækni, svo að þær seldust enn betur og græddi á tá og fingri. Holly varð aldrei frægari og vinsælli en eftir dauða sinn. og plötur hans mokuðu inn fé. Breiðskífur með lögum Buddy Hollys hafa verið gefnar út aftur og aftur og selzt vel. Hvert „minn- ingaralbúmið" af öðm hefur verið sett á markaðinn. Þegar MCA- plötuútgáfan gaf út sjö binda heildarsafn laga hans í lok síðasta árartugar varð það svo vinsælt að útgefendumir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hljómsveitin „The Crickets" starfaði til 1973. Fyrsta lag hennar eftir að Hollys naut ekki lengur við var „Love’s Made A Fool Of You“ og síðan fylgdu „Don’t Ever Change“ og „My Little Girl“ eftir Sonny Curtis, sem samdi „Walk Right Back“ fyrir Everly-bræður. Curtis og félagar hans í „The Crie- kets“ komu fram í kvikmyndinni „The Girls On The Beach" og gáfu út breiðskífu til minningar um stofnandann ásamt Bobby Vee. Þegar hljómsveitin hafði lagt upp laupana léku félagar hennar með Presley og stofnuðu síðan „The Hot Band“ til að spila með „sveitarokk- stjömunni" Emmylou Harris. „AMERICAN PIE“ Rokktónlistarmaðurinn Don McLean kallaði dánardægur Buddy Hollys, 3.febrúar 1959, „daginn þegar músíkin dó“ á frægri breið- skífu, „American Pie,“ og tileinkaði honum hana. Titillagið, sem tekur rúmlega átta mínútur að hlusta á, er saknaðaróður, þar sem segir að hnignun og hmn bandarískrar rokkmenningar og þar með alls þess, sem sé bandarískum ungling- um kært, hafi byijað „daginn þegar músíkin dó“ um leið og Buddy Holly. Breiðskífan kom út í miðju Víetnamstríðinu, þegar Bandaríkja- menn vom í miklu uppnámi. Músíkin dó ekki, þótt Holly félli frá og hnignun tæki við. Nánast allar rokkstjömur hafa sagzt standa í þakkarskuld við sveitadrenginn frá Lubbock, sem sigraði heiminn, og margar eftirlíkingar þeirra em auðsæjar. Fáir fengu eins mikið dálæti á honum og Bítlamir, sem stældu hann og tóku sér skordýra- nafn (The Beatles þýðir „bjöllum- ar“) að dæmi „The Crickets" („krybburnar"). Paul MacCartney dáði hann svo mjög og hafði svo gott viðskiptavit að hann tryggði sér rétt til að gefa tónlist hans út Waylon Jennings: hætti við helj- arför. á hljómplötum, efndi til „Buddy Holly-viku“ og græddi morð fjár. Kalla mætti Buddy Holly „guðföður bítlanna", en þótt vinir þeirra viður- kenni það kannski ekki höfðu bítlarnir mikið upp úr honum. Rolling Stones gerðu lagið „Not Fade Away“ vinsælt og Mike Berry lofsöng Buddy Holly. Bítlahljóm- sveitin Hollies tók sér nafn hans 1963 og „súpergrúppan" Blind Fa- ith með Steve Winwood og Eric Clapton sló fyrst í gegn með „Well Alright" 1969. Bob Dylan sagði 1974 að tónlist Hollys hefði eins mikil áhrif þá og þegar hún var flutt í fyrsta sinn. A hulstri einnar af mörgum vin- sælum breiðskífum Hollys er mynd af vegg, sem krotað hefur verið á: „Buddy Holly Iifír“. Það má til sanns vegar færa, því að tónlist hans lifir enn góðu lífi og þótt hann ætti ekki því láni að fagna að halda upp á fimmtugsafmæli sitt í haust hafa unnendur gamallar og nýrrar rokktónlistar hann enn í hávegum, þremur áratugum eftir að hann sigraði heiminn. Unnendur annarr- ar tónlistar þekkja hann ekki, þótt þeir kannist við bítlana, en áhrif hans voru engu minni. GH 9023 NYTT, NYTT Jólavörurnar eru komnar. Glæsilegt úrval. glugginn LAUGAVEGI40, KÚNSTHÚSINU. Jólagjöfin í ár Káhrs gæðaparket úr eik, beyki, aski eða einni af öllum hinum viðartegundunum. Úrvalið er ótrúlegt. j Jólagjöf sem öll fjölskyld an hefurgaman að, og sem end ist ekki bara fram að næstu páskum, heldur heilan mannsaldur. Líttu við og jjólagjöfina í hja okkur EGILL ARNASON HF. PARKETVAL SKEIFUNNI 3, SÍMI 91-82111 Tökum mimm og í gegnum síma. mM -rt-fm^SKORIJÍN VELTUSUNDI 1 21212 m/grófum sóla. Verð kr. 2.950. Litir: svart, grátt. Stærðir: 40—46. Athugið einnig mikið úrval af kuldaskóm t.d. frá Os- wald, Puffins og margt fleira. 5% staðgreiðsluaf- sláttur. Loðfóðraðir herrakuldaskor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.