Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 24
986 f fl3HMI5VÖV[ .08 HTJOAaUW!U8 .GIÖAJHMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 fclk í fréttum Raimer fursti fjúkandi vondur Hér er sorgarsaga fyrir aðdá- endur Grimaldi-ættarinnar, því að Rainier fursti varð fyrir mikl- um vonbrigðum um daginn og hefur verið í fýlu síðan, ef marka má hallarheimildir. Svo er mál með vexti að mánuð- imir fyrir og eftir jól eru frekar daufír í Mónakó, sem byggir af- komu sfna aðallega á ferðamönn- um. Því var gripið til þess ráðs fyrir imörgum árum að halda sirkushátíð eina mikla í desember ár hvert og eitthvert annað tilefni fundið fyrir febrúar. Nú í ár var hátíðin undirbúin venju samkvæmt og sérstaklega til hennar vandað. M.a. var saumað 5.000 fermetra stórt tjald, sem strengt var yfír hringinn og nýtt svið smfðað. Sem sjá má er tjónið töluvert. Þá bar það til að lítill skýstrokk- ur gekk á land og rakleiðis á téð tjald. Vanalega er tjón af slíkum skýstrokkum ekki mikið við Mið- jarðarhaf, en í þetta skipti brá út af vananum, þrátt fyrir að gert væri ráð fyrir að seglið þyldi 185 km vindhraða á klukkustund. Nú hangir seglið í ræmum út um allt, búningsherbergi og sviðsað- staða eyðilögð og búnaður nokkurra flöllistamanna illa laskaður. Fór því svo að Ranier fursti þurfti að aflýsa hátíðinni, sem annars hefði staðið helgina 5.-8. desember. Drengurinn með röntgenaugun, Sigurjón B. Sig- urðsson. Sjón. 1982 Ofan á mér ertu spilaborg fíðla með perlur í hárinu og brjóst úr postulíni ég er stóll Undir mér ertu sporðdreki með húðflúrað andlit og dansskó á fótunum átta ég er hanski Yfír okkur svífa mjólkurglösin og sólin er úr snjó Morgunblaðið/Einar Falur Horfst í röntgenaugn við ljóðskáldið Sjón Skáldið Sjón er 24 ára gamalt og nýverið gaf Mál og Menning út heildarsafn ljóða hans, en það heitir Drengurinn með röntgenaug- un. Sjón byijaði að yrkja 15 ára gamall og hefur verið að síðan. Af hveiju yrkir þú svona góð lióð? Eg veit ekki alveg hvað það er sem annað fólk sér við ljóðin mín, en ég geri ráð fyrir að það sem mest heilli sé sú staðreynd að ég fæst við nýja hluti, sem þar af leiðandi eru einstakir. Eitthvað sem enginn hefur gert áður — kannski ekki þorað að fást við. Ég beini röntgen- augum mínum að skúmaskotum tilverunnar. En ég horfi einnig til himins. Af hverju íslensk ljóðskáld svo mörg? Ja, þvf eru hér svo margir kettir? — Ég held að það sé vegna þess að einstaklingurinn skiptir svo miklu máli á íslandi. Hér leyfíst hveijum og einum að blómstra og hér mynda sér allir prívatskoðanir á öllu milli himins og jarðar, sem er mjög gott. Fólk þorir að segja hug sinn og að vekja athygli á sér. Ljóðlistin þrífst á einstaklings- hyggju, því ljóðskáldið er að skýra hinn sameiginlega veruleika allra manna — t.d. sjá allir jarðarbúa sama himinn — út frá eigin veru- leikaskynjun. Sumir sjá t.a.m. einungis skýjaþykknið yfír höfðum sínum þegar ég rýni í sólarlagið við Jökulinn. Þú talar um veruleikann, ertu ekki súrrealisti? Jú, vissulega er ég súrrealisti, en það er bara ekki hægt að yrkja ein- ungis á eigin forsendum. Það er hægt að reyna að afneita veruleik- anum, en það er ógerlegt. Hver hugsar í einhveijum afstrakt hugs- unum? Við sjáum myndir úr veru- leikanum og höfum orð yfír þær allar, a.m.k. þarf skáldið að hafa það. Hins vegar er hægt að púsla veruleikanum saman upp á nýtt og þá þurfa allir fletimir ekki endilega að tengjast saman. En fólk skyldi hafa hugfast að slík ljóð geta sagt meira en tuttugu orðabókarskýr- ingar. Hvers vegna skyldi súrreal- ismi vera bannaður í Austantjalds- löndunum. í Rússlandi má Ivan Ivanovitch skrifa lesendabréf í Prövdu: „Það vantar brauð í Omsk.“ Ekkert mál, bréfíð er birt athuga- semdalaust. Skrifí hann hins vegar ljóð um vængjað brauð með axla- bönd getur Ivan verið viss um að óvelkomnir gestir muni knýja dyra innan skamms. Hvemig yrkir þú? Ég yrki bara. Draumurinn er kannski á vissan hátt hliðstæða ljóðsins. Þar gerast fjarstæðu- kenndustu hlutir, en samt er um lífsreynslu að ræða og maður er henni ríkari. En maður verður að vera sjálfum sér og ljóðinu sannur. Ljóð með skilaboð missa alltaf marks. Hvað skiptir mestu máli í ljóð- inu? Hugsunin, orðin, skilningur Iesandans, eða hvað? Nú veit ég ekki. Orð eru orð, en „hestur í haga“ er ekki sami hestur- inn og „hestur 5 Þjóðleikhúsi". Hestur er hins vegar alltaf hestur. Þegar ég yrki lejrfí ég veruleikanum að streyma í gegn um mig. Ég túlka veruleikann en endursegi hann ekki. Þegar ég er að selja fólki ljóð- in mín er ég bjóða því úrvinnslu mína. Hins vegar leiðist mér þegar fólk er að sjá einhveijar ógurlegar líkingar í ljóðum mínum. Þegar ég segi að reiðhjól blinda mannsins sé með þijá fætur eins og himininn, þá meina ég það og ekkert annað. Ég leik mér við lesendur mína — ekki með þá. Er það það sem fólk er að kaupa? Ég held að fólk kunni að meta ljóð mín af því að ég er einlægur. Það sem ég segi stendur hreint og klárt. Fólk sér alltaf í gegn um gervi- mennsku — það þarf ekki röntgen- augu til þess. Og þú ert með röntgenaugu? Ég er með röntgenaugu. Amy Carter með uppsteit Amy Carter, dóttir Jimmy Cart- er fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, hefiir að undanfömu vakið athygli í skóla fyrir annað en glæsi- legan námsárangur. Hún var handtekin síðastliðið mánudags- kvöld fyrir ósæmilega hegðan þegar stúdentar Massachusetts-háskóla mótmæltu því að bandarískar ríkis- stofnanir á borð við CLA, leyniþjón- ustu Bandankjanna, reyndu að ráða brautskráða nemendur í vinnu til sín. Amy var meðal 60 ungmenna, sem færð voru á lögreglustöð, það kvöld. U.þ.b. 100 stúdentar voru Amy Carter á unga aiongWan "ísíssss;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.