Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 IJÉ tiEMMI rvrMYNDANNA T»Arric Harrison Ford í Moskítoströndinni Sýningar eru nú að hefj- ast á myndinni Moskító- ströndin úti í Bandaríkjun- um, sem gerð er eftir samnefndri sögu Paul Theroux. Með aðalhlut- verkið fer Harrison Ford en leikstjóri er Peter Weir. Eins eins og margir vita slógu þeir aldeilis í gegn með síðustu myndinni sem þeir gerðu saman, nefni- lega Vitninu (The Witness). Það tók framleiðanda Moskítóstrandarinnar, Jerome Hellman, meira en þrjú ár að safna peningum til að gera myndina. Flestir topparnir hjá stóru kvikmyndaverunum sögðu söguna einfaldlega ekki hafa nógu „gæfulegt innihald". Hvað er gæfulegt innihald? „Það er algerlga meiningar- laust eftir því sem ég kemst næst," segir Hellman. „Ég býst við að það sé hugmynd sem hægt er að orða í einni setningu svo einfaldri að engin hætta er á neinum ruglingi og sennilega með góðum endi. Ef við hefðum verið fúsir til að láta söguhetjuna verða að nýjum manni, og fara aftur með fjölskyldu sína til Nýja Englands, hefðum við ekki átt í neinum vandræðum." Myndin segir frá Allie Fox (Harrison Ford), sem ofbýður það sem honum finnst vera hnignun Ameríku. Það er að hans mati þjóðféiag skyndimatar, glæpa og hræsni og það skortir frum- kvæði. Svo hann ákveður að taka fjölskyldu sína með sór til Moskítóstrandarinnar, í hinn villta frumskóg Mið-Ameríku, og byrja upp á nýtt. Hellman, sem einnig hefur framleitt myndir eins og Mid- night Cowboy og Coming Home, varð hrifinn af þeim málefnum, sem bók Theroux tekur á og margræðni hennar. „Það er ekki oft sem bíómyndirtaka á þessum efnum; ófullkomleika mannsins, þeirri staðreynd að það er flónska að vaða inn í frumstæða menningu með tækni og tól nútímamannsins haldandi að hægt sé að betrumbæta hana." Hellman fékk Ástralann Peter Weir til liðs við sig og Jack Nichol- son var tilbúinn að leika and- hetjuna Allie en það var ekki fyrr en Nicholson datt út úr myndinni og Hellman réði Harrison í aðal- hlutverkið, að áhugi peninga- manna jókst. Það var aðallega vinsældum Vitnisins að þakka. Hellman tók nokkra áhættu með að fá Harrison hlutverkið því Harrison er hin rómantíska hetja í myndum sínum. Sem Allie Fox Harrlson Ford f Moskftóströnd- inni. yrði hann sérvitringur og ekki fullkomlega sympatískur. „Myndin, sem við vildum gera, átti að leggja megináhersluna á hina mannlegu kosti Allies," seg- ir Hellman. „Peter lagði áherslu á að gera mynd um mannleg samskipti og gera Allie mann- eskjulegri." ÞeirWeirog Hellman bjuggu jafnvel til eina úgáfu þar sem Allie var meira viðkunnan- legur, skrítinn kall en gagntekinn maður sem lætur skynsemina víkja fyrir hugsjón sinni. „Það var okkar svar við þeim hópi fólks sem segir að það hafi hætt að halda með persónunni vegna neikvæðra eiginleika hennar," segir Hellman, „en á endanum fannst okkur myndin ekki eins góð þannig." I FRAMAIMDI UMHVERFI James Cameron er hrifinn af vopnum, þó sórstaklega stórum vopnum, og hann kann að nýta sér þau í myndum sfnum. „Tortímandinn1' ber áhuga hans ótvírætt vitni en nýjasta mynd hans, „Aliens", sem Bfóhöllin sýnir sem fyrstu jólamynd sfna þetta áriö, slær þó öll fyrri met hvað þetta varðar. „Aliens" er aö sönnu ekki upphafleg hug- mynd Camerons, þar sem hún er framhald af „Alien" frá 1979. Cameron samþykkti aö stýra „Aliens" með því skilyrði að fyrri myndin setti honum ekki allt of miklar skorður. Hann afréð ennfremur að hafa ekkert samband við leikstjóra fyrri myndarinnar, Ridley Scott. Hann vildi vinna úr eigin hugmyndum. Það merkasta sem Cameron fann upp á var að gera konu að stærstu persónunni, það er persónan sem Sigourney Weaver leikur, en hún ein lifði fyrri myndina af eins og menn sjálfsagt muna. Það tók Cameron ekki nema þrjá daga að skrifa handritið. Hann hafði áður skrifað nokkur kvik- myndahandrit, þeirra á meðal „Rambo", en Cameron var síður en svo sáttur við hvernig Stallone Ástralía Um Krókódíla Dundee Vinsælasti kappi kvikmyndanna íÁstralíu slær einnig í gegn í Bandaríkjunum Þrettán vikum eftir að hún var frumsýnd í Ástralíu f sumar hafði ástralska gamanmyndin Krókódíla-Dundee (Crocodile Dundee) halað inn meiri pening f gegnum miðasölulúgumar en ET, sem haldið hafði toppsætinu í nokkur ár. Átján milijón dollarar hringluðu í kössunum en ET hafði „aðeins" tekið inn 12,8 milljónir. Síðan „Dundee" var frumsýnd í Bandaríkjunum í september hefur hún veriö á toppnum — eða í nánd við hann — á vikulegum lista Vari- ety („biblía bandaríska skemmt- anaiðnaðarins") yfir mestsóttu kvikmyndir í landinu. Eftir því að dæma er hún vinsælasta ástralska bíómyndin, sem sýnd hefur verið í Bandaríkjunum til þessa, og skýt- ur þar með Mad Max-myndum George Millers ref fyrir rass. Sá sem fer með aðalhlutverkið í þessari vinsælu mynd heitir Paul Hogan og er 44 ára gamall sjón- varpsskemmtikraftur. Sjáifur kallar hann myndina „einfalda og litla" og það er varla hægt að bera á móti því. Hún er um Michael J. (krókódíl) Dundee en hann er krókódílaveiðari í óbyggðum Ástr- alíu. Hann verður fréttaefni um stundarsakir þegar á hann ræðst krókódíll og hann dregst, þrátt fyr- ir illa særðan fótlegg, aftur í siðmenninguna, sem á þessum slóðum er næsta krá. Kemur þá Sue Chariton (Linda Kozlowski) til sögunnar, harðsoðinn fréttaritari frá New York, en hún hefur upp á Dundee og tekur þátt í æfintýrum hans fyrir blað sitt. Hún fær hann til að heimsækja New York með sér og mestanpart seinnihluta myndarinnar segir frá Dundee í hinum ýmsu kröggum sem út- lenskur sakleysingi getur lent í, í stórborginni. „Mick Dundee er goðsagnaper- sóna. Við Ástralir vildum gjarna hafa svolítinn part af honum í okk- ur,“ segir Paul Hogan. „Ég fékk hugmyndina að sögunni eftir mína fyrstu ferð til New York fyrir tveim- Kvikmyndaleikstjórinn James Cameron. sundurtætti handritið og gerði Rambo að teiknimyndafígúru í anda Tomma og Jenna. Cameron vildi að Rambo væri áfram þessi breyski hermaður eins og hann var í „First Blood". Cameron segir það mestu vonbrigði í lífi sínu þegar hann fór að sjá prufusýningu á Rambo og sá hverslags skrímli Stallone hafði tekist að gera úr annars ágætri sögu. James Cameron finnst ekkert athugavert við það að gera fram- hald af bíómynd (enda hafa tvær ur árum. Skömmu seinna dvaldi ég í óbyggðum Norðursvæðisins í Ástralíu og mér þótti menning New York og menning Norður- svæðisins eins ólík og hægt er að hugsa sér. Mér þótti New York framandleg þegar ég var þar en prófaðu að senda einhvern frá Norðursvæðinu þangað og honum finnst hann lentur á Mars." Það var kannski ekki síst vin- sældum Hogans í áströlsku sjónvarpi að þakka að honum og framleiðandanum John Cornell gekk auðveldlega að safna frá áhugasömum aðilum þeim níu milljonum dollara sem í myndina þurfti. „Við urðum að senda þrjár og hálfa milljón til baka,“ segir Hogan. „Og við þurftum ekki einu sinni að forselja hana dreifingarað- ilum. Það síðasta sem við vildum var að hafa einhvern endurskoð- anda frá stóru kvikmyndaveri yfir okkur til að fylgjast með hvernig peningunum var eytt.“ Paul Hogan leikur Michael J. Dundeeí áströlsku gaman- myndinni, Krókó- dfla-Dundee. Hór er hann að kenna einhverjum mis- yndismönn- unum guðs- ótta og góða siði. O o UJ cc <10 /1 p Krókódfla-Dundee í New York: á'/ Vinsælasta ástralska myndin sem Jf/ sýnd hefur verlð f Bandarfkjunum. ,'iív

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.