Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAJÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 C 35 Sikiley- ingurinn Christopher Lambert Michael Cim- ino er í hugum margra ekki ann- að en eyðslukló. Síðasta myndin sem hann gerði, Ár drekans (The Year of the Drag- on), fókk ansi misjafnar við- tökur gagnrýn- enda og reyndist ekki sérlega vln- sæl meðal almennings. En svo eru aðrir sem telja Cimino stórkostlegt kvik- myndaskáld og benda þeir á Hjartarbanann (The Deer Hunter) máli sfnu til stuðnings. Cimino vinnur um þessar mund- ir að kvikmyndinni Sikileyingurinn (The Sicilian), sem gerð er eftir samnefndri sögu Mario Puzo. Cim- ino tókst ekki að fá Brando til að leika einn glæpaforingjann, en í titilhlutverkið, hinn unga og vígfúsa Salvatore Guiliano, sem réttilegur hefur verið nefndur Hrói höttur okkar daga, fékk leikstjórinn ágæt- an leikara, Christopher Lambert. Myndin er tekin að öllu leyti á Ítalíu, nánar tiltekið á Sikiley, glæpaeynni alræmdu. Lambert er hæstánægður með að hafa fengið rulluna því margir heimsfrægir leik- arar kepptust um hana, þeirra á meðal Travolta. Lambert segir: „Cimino er mikil- hæfur leikstjóri, sterkur persónu- leiki. Ég kýs miklu fremur að leika undir stjórn manns sem býr að einhverjum hæfileikum heldur en manni sem hefur afrekað það eitt að græða mikla peninga. Sem leik- ari vil ég að stjórinn örvi mig, ellegar er vinnan leiðinleg og harla lítils virði, skal ég segja þér." aðrar hugmyndir sem hann ólmur vill byrja að vinna úr. Ein hugmynd- in er að gera framhald af „Tortím- andanum", en hann er ekkert sérstaklega spenntur fyrir henni. Hann hefur þegar skrifað nokkur handrit og ætlar aö láta tíðarand- ann, óútreiknanleg uppátæki almennings, ráða í hvaða röð þau verða kvikmynduð. Cameron hefur ekki viljað gefa upp hvers kyns sögur hann hefur samið, en við vitum þó að geimvísindasagan er í miklu uppáhaldi hjá honum. Við megum því búast við enn fleiri myndum um kúreka geimsins frá hendi James Cameron í nánustu framtíð. Sigourney Weaver er orðin vön framandi umhverfi eftir aö hafa leikið í „Alien“ árið 1979 og „Aliens“ árið 1986. síðustu mynda hans notið mikilla vinsælda), séu í myndinni áhuga- verðar persónur. Hann er að vísu á því að þessi framhaldsárátta sem einkennir hugsunarhátt stjórnarmanna í Hollywood hæfi sjónvarpi betur en bíómyndum, þar sem bíómyndir eru aðeins tveir tímar að lengd, en sjónvarpsseríu er hægt að teygja og toga að vild. Hann hefur þegar tekið þá ákvörð- un að gera ekki þriðju myndina um Alien, ákveði framleiðandinn að leggja í þá ferð. Ástæðuna segir Cameron þá að hann hafi svo ótal Þaö, sem kom þeim Hogan og Cornell þægilega á óvart fyrir utan hina miklu aðsókn í heimalandinu, voru viðbrögð gagnrýnenda. Þeir voru yfirleitt harla ánægðir með myndina. —"Ég hélt þeir myndu negla hana,“ segir Hogan. „Ég hef séð sumar af áströlsku myndunum sem þeim hefur líkað við og þaö eru alltaf þær myndir sem ástralir kæra sig ekkert um að sjá. Við skulum bara viðurkenna það að ástralskar myndir eiga að vera djúpar, fullar af boðskap, langar, hægar...“ En ekki „Dundee". Hún er bara lítil, einföld gamanmynd. En Ástr- alir hafa fengið svo mikla ást á henni að jafnvel hefur verið talað um að Hogan fari út í pólitík. (ein- hverjum viðtalsþættinum í ástr- ölsku sjónvarpi lét hann þau orð falla að forsætisráðherranum Bob Hawke hefði mistekist eitt eða annað í stjórn landsins. Almenn- ingur tók undir eins undir þau orð. En Hogan er ekkert á leið á þing. „Stjórnmálamenn eru fjölmiðla- fólk. Góður þáttastjórnandi gæti orðið forsætisráðherra. Svoleiðis er það nú." Hogan var spurður að því hvort hann mundi hafa áhuga á að flytj- ast til Bandaríkjanna og gera myndir þar eins og ástralskir kvik- myndagerðarmenn eru þekktir fyrir. Hann neitaði því en hann er tilbúinn að fara þangað í heimsókn og vinna. „Ég mundi vinna í Japan og á Spáni líka ef einhver sendi mér handrit, sem mér fyndist gott." Og svo segir hann: „Aö sitja heima og segjast aðeins ætla að gera ástralskar bíómyndir í fram- tíðinni er að takmarka sig talsvert. Leikstjórarnir sem farið hafa frá Ástralíu — Weir, Schepisi, Beres- ford — hafa fengið að heyra það. En þeir eru leikstjórar. Þeir vinna við þetta. Þeir vilja ekki sitja heima og gera ódýra, listræna bíómynd á þriggja ára fresti. Hvað eiga þeir aö gera þess á milli? Vinna fyri Umferöarráð? Auk þess kæmu aldrei fram nýir leikstjórar ef þeir saetu alltaf heima. Þeir frægustu fengu allar myndirnar." Eugene Levy og John Candy I myndinni Vopnaöir og hættulegir. Stjörnubíó Vopnaðir og hættulegir Gamanmynd með John Candy sýnd á næstunni Bandaríska gamanmyndin Vopnaðir og hættulegir (Armed and Dangerous), sem Stjörnubíó tekur til sýninga innan skamms, segir frá tveimur heldur bagaleg- um öryggisvörðum og ævintýrum þeirra. Gamanleikarinn, John Candy, leikur Frank Dooley, heiðarlegan en klaufalegan lögregluþjón. Hann hefur sérstakt lag á að vera á röng- um stað á röngum tíma og náðarhöggið kemur þegar bless- aður auminginn fróttir um innbrot og kemur að óheiðarlegum löggum að stela úr vöruhúsi. í þá mund er hann ætlar að handtaka lögg- urnar kemur annar lögguflokkur á staðinn og óheiðarlegu löggurnar setja stolna varninginn í hendurnar á Dooley og handtaka hann svo. Hann er rekinn með þaö sama. Eugene Levy leikur lögfræðing- inn Norman Kane, hinn helminginn af dúettinum. Kane missir lög- fræðistarf sitt vegna algerrar vankunnáttu og vanhæfni í starfi og hann hittir Dooley þegar þeir eru báðir að leita sér að nýju starfi við öryggisgæslufyrirtækið Varð- hundinn. En meira að segja í nýja starfinu er eins og þeir félagarnir geti ekki gert nokkurn skapaðan hlut rétt. Allir þeir staðir sem þeir gæta eru rændir og fljótlega fer þá að gruna að ekki sé allt með felldu. Vopnaðir og hættulegir var tekin í Los Angeles en leikstjóri hennar er Mark L. Lester. Framleiðendur eru Brian Grazer og James Keach. Aðrir leikarar auk Candy og Levy eru Robert Loggia, Kenneth McMillan, Meg Ryan, Brion James og Jonathan Banks. LAUGAVEGI37 (UPPI), SlM118777 Vlltu troða upp i mið- bænum fyrir jólin? Samtökin Gamli miðbærinn verða með útiskemmtanir fyrir vegfarendur alla laugardagafyrirjól ogjafnvel oftar. Við leitum að hljóðfæraleikur- um, söngvurum, kórum og öðrum skemmtikröftum auk jólasveina að sjálfsögðu. Einnig verða kynntar vörur. Þeir sem hafa áhuga á að koma fram eru beðnir að hringja í Harald í síma 28630 og ræða málin. Á\V OH Meistarafélag húsasmiða auglýsir eftir umsóknum úr styrktarsjóði félagsins. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu félags- ins að Skipholti 70. Skrifstofan er1 opin frá mánudegi til föstudags milli kl. 13.00 og 15.00, sími 36977. Stjórnin. SEUENDUR ÍBÚÐAR- HÚSNÆÐIS ættu að ganga úr skugga um hvort væntanlegir kaupendur íbúða þeirra hafi skrifleg lánsloforð Húsnæðisstofnunar í fórum sínum, ætli þeir að greiða hluta kaupverðsins með lánum frá henni. Húsnæðisstofnun rikisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.