Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Arskógshreppur: Bætt hafnaraðstaða grundvöllur stærri byggðar Rætt við Svein Jónsson „Það sem okkur vantar helst núna er bætt hafnaraðstaða og marg- þættari menntun í sveitarfélagið. Af því fólki sem á annað borð fer héðan til náms kemur því miður ekki allt til baka og auðvitað er ein ástæða þess sú að, atvinnutækifæri hafa verið nokkuð einhæf. En við sjáum fram á talsverða uppbygg- ingu í hreppnum á komandi árum og vissulega eru hér góð skilyrði og næg tækifæri fyrir fólk sem vill taka þátt í uppbyggingunni," segir Sveinn Jónsson í Arskógshreppi. „Sveitarfélagið samanstendur af þremur meginþáttum, sjálfri sveit- inni og svo þéttbýlisstöðunum tveimur við sjávarsíðuna, Litla- Arskógssandi og Hauganesi. Það má segja að allir þrír þættimir vegi nokkuð jafnt hvað fólksijölda varð- ar. Hins vegar lítur allt út fyrir að breyting verði á, þar sem talsverð uppbygging er í báðum þorpunum, en lítil í landbúnaðinum, fyrir utan þijú loðdýrabú sem nýlega eru kom- in til. Sveinn Jónsson Báðir þéttbýlisstaðimir sem byggja allt sitt á sjávarútvegi hafa á hinn bóginn vaxið mjög að und- anfömu, enda urðu þáttaskil í byggðaþróuninni hér með_ tilkomu rækjuvinnslu á Litlu-Árskógs- miðsvæðis í hreppnum, rúmum tveimur kílómetmm frá hvomm þéttbýlisstað, við þjóðbrautina, skammt frá þar sem aðsetur sveit- arskrifstofanna er, félagsheimilið, skóli og fleira. Þama stefnum við á að byggja upp einskonar miðstöð sveitarfélegsins miðsvæðis í hreppnum og koma því þannig fyr- ir að þó að þorpin stækki þá verði iðnaðarsvæði eftir sem áður þar fyrir utan.“ - Em einhveijir möguleikar á sameiningu þorpanna tveggja? „Reyndar er ekkert því til fyrir- stöðu að byggðin á hvomm stað þróist í átt að hinum og að þeir sameinist í myndarlegt kauptún með tímanum. Það þyrfti að brúa eina á sem er á milli. Ég held að það væri mjög æskilegt að byggðin þróaðist þannig, en undirstaðan fyrir aukinni byggðaþróun er bætt hafnaraðstaða á Litlu-Árskógs- strönd, bæði fyrir þann skipakost sem hér er og fyrir Hríseyjarfeij- una. Að öðm leyti er lítið til fyrir- stöðu, það er talsverð átthaga- tryggð í fólki hér og þó að sumum þykji ég kannski full bjartsýnn þá býst ég við að íbúafjöldinn hér eigi eftir að tvöfaldast á næstu 25 ámm eða svo.“ Atvinna - Bílamálari Höldur sf. Akureyri vill ráöa verk- stjóra á málningarverkstæði sitt. Við leitum að manni vönum bílasprautun. Helst með full rétt- indi. Góð vinnuaðstaða. — Góð Laun. Upplýsingar gefa: Vilhelm Ágústsson í síma 96-21715 og Baldur Agústsson í síma 91-31815. Höldursf. Tryggvabraut 12, Akureyri. strönd. Við hana starfa margir, bæði úr þorpunum og sveitinni." - Er slík samvinna almenn hjá íbúunum í sveit og bæ? „Já, það má segja að svo sé. Það er talsvert um að fólk úr sveitinni vinni að staðaldri í þorpunum og þegar svo ber undir, eins og gerðist á sl. ári þegar mikið reið á að bjarga verðmætum þá unnu allir sem gátu í aðgerð á þrískiptum vöktum og skipti engu hvort menn vom úr sveit eða bæ. Nú svo þegar miklar annir em í heyskapnum kemur fólk- ið sem býr við sjávarsíðuna og leggur hönd á plóginn." - Uppbygging á stað þar sem bæði er dreifbýli og þéttbýli, er hægt að gera hana jafna fyrir alla? „Það verða óhjákvæmilega mis- munandi áhersluatriði varðandi uppbyggingu í sveit annars vegar og við sjávarsíðu hins vegar, en reynt er að jafna það, t.d. með því að hreppurinn tekur þátt í kostnaði við heimreiðar á sveitarbæi, eins og við gatnagerð í þorpunum. Eins er búið að skipuleggja iðnaðarsvæði byPACK : rci rsi rxi rsi roi n Vestur-þýskir fataskápar sem sameina góða hönnun og iágt verð. Fást i' eik, furu og hvítum lit. Margar stærðir. Speglaskápar, skúffuskápar, skápar fyrir skrifstofuna. Rennihurðir og útteknar hurðir. Gerið verðsamanburð. 0-- ^s- J nr ” . i “ -'t: u I r i i 0 1 1 — 1 1 J— 1 — 1 1 1 1 1 1 • 1 • 1 t'-r 1 1 1 • >-- • • 1 100x197 sm Verð kr. 6.953.- Skápur 82 150x222 sm Verð kr. 19.030.- Skápur 84 100x222 sm Verð kr. 13.123.- Skápur 305 150x197 sm, 3 skúffur Verð kr. 13.079.- r - i V r- :--v :vi _ JL - - •r-r- i i _i • l • i 1 i ! • i i • S f ttltl 1 1 l l ; — mm 100x197 sm, 3 skúffur Verð kr. 10.137.- Skápur 210 180x222 sm, 3 skúffur Verð kr. 23.803,- c§DNýborg Skútuvogi 4, sími 82470. Hofsós: Kyndingar- kostnaður helsta fyrirstaðan Rætt við Ófeig Gestsson „Byggðastofnum spáði því eitt sinn að árið 2010 yrði hér rúm- lega 400 manna byggð og það gæti vel orðið. Byggðaþróunin fer auðvitað eftir þróun atvinnumála og viðhorfum á hveijum tíma. Ef viðhorf sljómvalda til lands- byggðarinnar em jákvæð ætti að vera auðveldara að stofna ný fyr- irtæki og auka við það sem fyrir er. Ég tala nú ekki um ef alþingi stafesti þá stefnu að fjármagn sem skapaðist á hveijum stað fengi að vera þar áfram og fara í uppbyggingu, þá er ekkert vafa- mál að hún yrði mikil, sérstaklega í sjávarþorpum. I raun væri þá fátt því til fyrirstöðu að hér á Hofsósi yrði þúsund eða fimm- þúsund manna byggð. En reyndar er einn hlutur í þessu dæmi sem gæti staðið íbúaaukningu fyrir þrifum og það er mjög hár hús- hitunarkostnaður," segir Ófeigur Gestsson á Hofsósi. - Hefur þessi hái húshitunar- kostnaður sitt að segja nú þegar? „Já, rekstrarkostnaður heimilanna hér talsvert hærri en t.d. hjá ná- grönnum okkar á Sauðárkróki og það gæti verið að fólk setti hann fyrir sig varðandi stofnun heimilis hér. Við erum ekki á hitaveitusvæði og hitum því flest hús með raf- magni. Sem dæmi, þá kostar um 45.000 á ári að hita 500 rúmmetra húsnæði. Ef við berum okkur saman við Sauðárkrók þar sem hitaveita er mjög ódýr, þá þarf verkamaður í fisk- vinnu á Hofsósi að vinna 200 tímum meira á ári en sá í samskonar starfí á Sauðárkrók, til að kynda jafnstórt svæði." -Hvað um aðra þætti, hveija myndir þú nefna sem helstu kosti þess að flytjast til Hofsóss? „Ef kyndingarmálin væru komin í viðunandi horf þá held ég að Hofs- ós væri einhver besti staður til að búa á á Iandinu öllu. Hér er einstök náttúrufegurð, óvenjulega fallegur flallahringur, Drangey, Málmey og Þórðarhöfði við sjóndeildarhringinn og einstök veðursæld. Reyndar slík að ég held að enginn myndi trúa því að óreyndu. Það hefur líka verið unnið mikið í bæjarmálum að undanfömu, bæði hvað varðar gatnagerð, endumýjun á öllum lögnum og svo eru hér tilbún- ar lóðir fyrir um 30 hús.“ - Nálægðin við annan og stærri þéttbýlisstað, er hún kostur? „Tvímælalaust er hún hagkvæm. Til Sauðárkróks getum við sótt ýmsa þjónustu sem ekki telst beint til nauð- þurfta. Þangað er til dæmis hægt að fara og fá sér góðan mat með rauðvíni, sem ekki er hægt í félags- heimilinu hér. Svo eigum við ýmis- konar samvinnu með Sauðkræking- um, erum aðilar að íjölbrautarskól- anum þannig að okkar fólki gefst kostur á að sækja sinn eigin skóla og svo eru nú ekki nema 35 kílómetr- ar á milli okkar þannig að þetta er nánast eins og á hverfaskiptu svæði." - Er kannski grundvöllur fyrir sameiningu þessara tveggja staða? „í raun er grundvöllur fyrir því að sameina allan Skagafjörð í eitt sveitarfélag og það er í raun tiltölu- lega lítð mál, því að nú þegar er mikið samstarf ríkjandi. En þetta er kannski fremur spuming um að menn vilji vera kóngar í ríki sínu.“ Ófeigur Gestsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.