Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 32
88 D mu H30M3VÖVÍ .08 HUOAOUVniUg ,0TQAJ0WJOHOM 32 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 V-þýsku gæðastígvélin frá Salamander. Vel víð um kálfann og með rennilás. Einnig margar aðrar gerðir í miklu úrvali. Domus Medica, Egilsgötu 3. Sími: 18519. FAÐU SKRIFLEGT LÁNSLOFORÐ Fáðu skriflegt lánsloforð hjá okkur áður en þú gengur frá húsnæðiskaupum, eða ræðst í byggingu íbúðarhúsnæðis. Þá er hyggilega að verki staðið. c§3 Húsnæðisstofnun ríkisins HVERNIG FÆST SKRIFLEGT IANSLOFORÐ? Þú sækir til okkar um húsnæðislán og þarft einungis að vita í hve fjárfrek kaup þú ætlar að ráðast, ekki hvaða eða hvernig húseign þú ætlar að kaupa eða byggja. Þú færð skriflegt lánsloforð innan tveggja mánaða, eigir þú rétt á láni. Loforðinu fylgja upplýsingar um hve hátt lánið verður og hvenær það verður greitt út. Húsnæðisstofnun ríkisins Að míga utan i \egg alþingisgarðsins er hinn versti ósiður, um það ættu allir Islendingar að geta ve- rið sammála. Leggjum þvi þann vana af, segja bréfritarar. Migið utan í vegg Alþingisgarðsins Margoft á dag verðum við vitni að því að ýmsir borgarar hér í höf- uðstað landsins taki sig til og mígi utan í þá hlið veggs alþingisgarðs- ins, er snýr að bílastæði alþingis- manna. Þetta er hinn versti ósiður og dæmalaus dónaskapur og ósvífni gagnvart virðingu hins háa alþingis og við virðingu Tryggva Gunnars- sonar framkvæmdamanns og bankastjóra, sem stóð fyrir því að garðurinn var gerður. Viljum við benda sökudólgum á að þeir ýta mjög undir óþrifnað og ólykt með þessu framferði sínu og beinum við þeim tilmælum til þeirra að þeir bæti ráð sitt. Benda má þeim á að salemisaðstaða er við Bankastræti, sem dags daglega gendur undir heitinu: „Núllið“. Með vinsemd og virðingu, starfsmenn í nágrenninu. Hrifsum ekki brauðið frá hungruðum heimi „Oft á gagnrýni rétt á sér. Hún á að vera til þess að byggja upp, en ekki til þess að rífa niður.“ Þetta sagði maður frá Sólheimum í Grímsnesi í útvarpi þriðjudaginn 11. nóvember síðastliðinn. Það væri betur að þeir sem vilja vinna við að gagnrýna menn og málefni hefðu þessi orð í huga við iðju sína. Mönnum ber saman um það að sú neikvæða umfjöllun Helgar- póstsins um störf Hjálparstofnunar kirkjunnar að undanfömu hafí stórskaðað þá ómetanlegu hjálp sem hún hefur veitt bæði innan- lands og utan. En sárt er til þess að hugsa, að Góði Velvakandi Ég vil mótmæla því sem „þrjár stallsystur" úr Laugalækjarskóla skrifuðu í blaðið 12. nóvember sl.. Þar sögðust þær ekki vera ánægðar með skólastjóra skólans og að minnsta kosti 11 krökkum hefði ve- rið vísað úr skólanum frá því í haust. Ég er nemandi í þessum sama skóla og vil lýsa óánægju minni yfír bréfi þeirra. Mér finnst núver- andi skólastjóri standa sig prýðilega og veit að það er alls ekki stað- reynd að síðan í haust hafí 11 krakkar verið reknir úr skólanum. Vissulega hefur nokkmm krökkum verið vísað frá síðan í haust en ekki nálægt því 11 og að sjálfsögðu fyrir það hvað flestir em auðtrúa á allt sem miður fer hjá öðmm, en líta ekki við hinu góða, valda þeir oft óbætanlegu tjóni. Hrifsum ekki brauðið frá hungr- uðum heimi. Hugsum um þær þúsundir, já, tugi þúsunda, sem við höfum gefið fæði og klæði á und- anfömum ámm. Hvort heldur með gjöfum af gnægtum okkar eða skorti, þá er það víst að „Guð elsk- ar glaðan gjafara og gefur tvöfalt aftur“. Látum þá sem líða andlega eða líkamlega hérlendis og erlendis ekki gjalda óvæginnar aðfínnslu við gott starf Hjálparstofnunar kirkjunnar, ekki að tilefnislausu. Ég álít að þegar krakkar em reknir úr skóla sé það aðeins til að taka tillit til annarra nemenda og kennara. Mér fínnst það mesti dónaskapur af þessum stelpum að segjast vera að tala fyrir munn allra í skólanum því þær tala svo sannarlega ekki fyrir mig né flesta félaga mína sem hafa rætt málin við mig. Ég vona að þessar skólasystur mínar geri sér grein fyrir því að þær geta ekki talað svona fyrirvaralaust fyrir rúmlega 200 krakka og þær megi ekki bera svona ljúgvitni gegn skól- anum. Ég vona að þær þrjár taki þessa ábendingu til greina. Nemandi í Laugalækjarskóla þó ekki sé það gallalaust sbr. nefnd- amiðurstöður þremenninganna. Horfum ekki öfundaraugum á laun örfárra manna. Það skyldi nú ekki vera að þau séu svona há, aðeins í augum okkar, sem emm láglaunafólk. Er okkur ljóst að starfsfólk HK er ráðið uppá þetta kaup? Stjóm þeirra hlýtur að hafa annað hvort boðið uppá þau eða samþykkt þau. Enda er þeim ekki leyft að ráða sig í aðra vinnu með- fram. Öll yfir- og aukavinna, kvöld-, nætur- og helgidagavinna, fundar- setur og nefndarstörf em innifaldar í launum þeirra. Hvaða fullfrískur maður á Islandi sem er innan við fertugt reynir ekki að fá sér ein- hver aukastörf til þess að bæta tekjur sínar? En það þarf djörfung til þess að láta tíunda það allt fyrir alþjóð. Myndu margir vilja bjóðast til þess? Jafnvel þótt það kæmi frá þeim sem gefa í góðu málefnin, en er ekki innheimt af skattheimtu ríkissjóðs og tekið þaðan. Það væri til lítils að gefa, ef engu væri kostað til að koma gjöf- unum til skila. Einblínum ekki á allt þetta, svo að við hættum að sjá hörmungar og hættum að hlusta á neyðaróp náungans. Heimurinn hrópar enn á hjálp. Bregðumst ekki! Munum að fyrir dugnað og þrot- laust starf Hjálparstofnunar kirkj- unnar fara 80—90% af því sem gefíð er til þurfandi manna. Allir sem gefa eða fóma af fjár- munum sínum og þið sem vinnið góða verkið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar; minnumst guðs orðs sem segir: „Verið staðfastir, óbifan- legir, síauðugir í verki Drottins, þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurs- laust í Drottni." Þegn þjóðkirkjunnar Þær töluðu ekki fyrir munn allra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.