Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 FOSTUREYÐINGARl Kvenfólkið og spænski „rann- sóknarrétturinn“ Rúmt ár er nú liðið síðan lög heimiluðu fóstureyðingar á Spáni samkvæmt ákveðnum skil- yrðum. Þó leita konur þúsundum saman á fund lækna og annarra sem fremja fóstureyðingar á laun fremur en að ganga í gegnum þann hreinsunareld sem heimilar þeim löglega fóstureyðingu. Lögreglan hefur að undanfömu komið upp um marga sem stunda fóstureyðingar á laun í ýmsum stærstu borgum landsins. Og lands- menn, sem eru flestir rammkaþ- ólskir, eru komnir í hár saman út af fóstureyðingarlöggjöfinni, sem sett var vegna þess að yfirgnæf- andi meirihluti spænskra kvenna vill að fóstureyðingar séu heimilar. Lögin gengu í gildi í ágúst á síðasta ári og samkvæmt þeim er konum heimilt að láta eyða fóstri samkvæmt mjög þröngum ákvæð- um, þ.e. hafí þeim verið nauðgað, sé fóstrið vanskapað á einhvem hátt og ef meðganga og fæðing stofnar Iífí móður í hættu. Opin- berar tölur sýna að einungis 152 fóstureyðingar voru fýrirskipaðar fyrstu átta mánuðina eftir að lögin gengu í gildi. En samkvæmt upplýs- ingum Kvennasamtakanna í Madrid, sem njóta styrks frá ríkinu, voru á þessu tímabili framkvæmdar umþaðbil 100.000 fóstureyðingar. í borginni Salamanca í Kastilíu, þar sem kaþólsk trú á mjög sterk ítök í fólki, voru hjón nýlega tekin höndum fyrir að stunda ólöglegar fóstureyðingar. Þau em nú í varð- haldi og hafa játað á sig rúmlega þijú þúsund ólöglegar fóstureyðing- ar. Þau heita Jesus og Mareelina Fiel og gætu fengið fímm ára fang- eisisdóm fyrir hveija þá fóstureyð- ingu sem þau hafa staðið fyrir. Fiel fékk að ræða við fréttamenn í fangelsinu og sagði hann að þau hjónin hefðu hreina samvizku. „Við stunduðu ekki fóstureyðingar í ábataskyni heldur lögðum við fram þjónustu sem sár þörf var á hér á Spáni." Jose Nieto læknir vann við stöð- 13 VIKNA: Fóstur- eyðingarnar verðasífellt meira hita- mál. ina ásamt hjónunum og sagði hann að hún hefði verið starfrækt í hálft annað ár með þegjandi samþykki yfírvalda. Nieto sagðist hafa aðstoðað kon- ur af öllum þjóðfélagsstigum, þingkonur jafnt sem bændakonur. „Ef dómari ætti að ákæra allar konumar, þyrftu réttarhöldin að fara fram á knattspymuvelli," sagði hann. Sósíalistar háðu Iangvarandi bar- áttu við kaþólsku kirkjuna og heilbrigðiskerfíð til þess að fá fóst- ureyðingar lögleiddar. Nú búa þeir sig undir aðra lotu baráttunnar í því skyni að fá löggjöfina rýmkaða. „Mikið skortir á að framkvæmd laganna hafí verið fullnægjandi,“ segir Julian Garcia Varga, heil- brigðisráðherra. „Það er nauðsyn- legt að þau verði betur afmörkuð,“ segir hann. „Við viljum að allar spænskar konur eigi kost á fóstur- eyðingum sem em löglegar og stofna heilsu þeirra ekki í hættu, en ekki aðeins efnakonur, sem geta fengið fóstureyðingar á einka- sjúkrahúsum í Norður-Evrópu." Að sögn Vargas hefur ríkis- stjómin í hyggju að leggja niður nefndir sem starfa samkvæmt nú- gildandi fóstureyðingarlögum og eiga að sjá um að lagabókstafnum sé fylgt til hins ítrasta, veita heim- ild til einkasjúkrahúsa sem vilja annast fóstureyðingar og úrskurða hvenær heilsa móður er hætta búin af völdum meðgöngu og fæðingar, en slíkt er oft mikið álitamál. Þess- ar nefndir hafa reynst þungar í vöfum og hafa þær vafalítið torveld- ið framkvæmd laganna. Þessi yfírlýsing heilbrigðisráð- herra hefur kallað fram heilaga reiði kirkjunnar og læknaháskólans. Mauro biskup í Salamanca sagði í bréfi til presta, er birt var í dag- blaði í borginni: „Kaþólskir menn eiga að mótmæla hástöfum morðum á saklausum verum." í Salamanca hafa mætzt stálin stinn. Æskulýðshreyfíng nýfasista hefur ráðizt gegn kvennasamtökum í borginni og spítali Jesus og Marc- elinu Fiel hefur orðið fyrir barðinu á andstæðingum fóstureyðinga. Þeir hafa klínt á hann rauðri máln- ingu og sakað þau um morð og ungbamadráp. Kvenréttindakonur og starfsfólk heilbrigðisstétta hafa lýst yfír því, að læknar hafí tekið höndum saman um að gera fóstureyðingarlögin óframkvæmanleg. „Læknamir hafa gert það að verkum að eftirlitsnefndimar starfa eins og rannsóknarrétturinn,“ sagði hjúkrunarkona á ríkissjúkrahúsi í Salamanca. „Nefndarmenn niður- lægja konumar óspart og draga oft úrskurð sinn fram yfír 12 vikna meðgöngu, en eftir þann tíma er ekki talið rétt að framkvæma fóst- ureyðingar af heilbrigðisástæðum." - LESLIE CRAWFORD SYNINGAGRIPIR Dolly frá vög-gn til frægðar Til skamms tima var fólkið í Tennessee ótrúlega fmm- stætt og til marks um það má nefna að Avie Lee Parton, móðir Dolly Parton, var aðeins 10 ára gömul þegar hún gekk í hjóna- band og maðurinn hennar var 13 ára. En þau ákváðu samt að bíða með barneignir og elzta barnið fæddist þegar Avie Lee var tæp- lega 17 ára gömul. Hún var orðin 22ja ára þegar Dolly fæddist, en hún var fjórða í röðinni af 12 bömum. í Pigeon Forge í Tennessee hefur verið opnaður sérstakur garður sem heitir Dollywood, Dolly Parton til heiðurs. Þar getur m.a. að líta eftirlíkingu af kofan- um þar sem foreldrar hennar bjuggu og ólu upp börnin. Pigeon Forge er smábær við rætur Great Smoky-fjalla. Það er svo sannarlega þess virði að leggja leið sína í Dollywood. Aðgangseyrir er um 500 krónur fyrir fullorðna en 400 fyrir börn. í honum er allt innifalið fyrir utan mat og minjagripi og þama er unnt að dveljast í heilan dag, eink- um ef maður er með böm. Þama em venjuleg leiktæki eins og í öðmm skemmtigörðum, t.d. rússí- bani, flekar sem geysat niður á og hægt er að fara upp í fjöllin með gufuknúinni lest. En það allra helgasta í Dolly- wood er að sjálfsögðu Dolly Parton-safnið. Rauði þráðurinn þar er „frá örbirgð til auðlegðar", rakin er saga fátækrar stúlku úr fjallahéraði sem tókst að bijóta sér braut til frægðar og frama með því að flytja sveitatónlist. Og henni tókst tvímælalaust að ná tindinum. í síðustu heimsmeta- bók Guinnes segir til dæmis að Dolly Parton hafí hlotið yfír 16 miiljónir króna í greiðslu fyrir eina tónleika og sé það hæsta greiðsla, sem nokkur skemmtikraftur hafi nokkm sinni hlotið. Á safninu em ýmsir gripir frá æskuámm henn- ar, svosem eins og leikföng, hekluð brúða og mál, sem Dolly drakk úr í skólanum. Þetta minnir að sumu leyti á helgu dómana sem menn gerðu sér sem mestan mat úr í Evrópu á miðöldum. Þá er að nefna sýningarskáp sem er helgaður einum af söngv- um Dollyar, „Coat of Many Colors", þ.e. marglitur kjóll. Sag- an á bak við þennan söng er atburður sem átti sér stað í DOLLY: Sextán milljónir fyrir eina tónleika. bernsku Dollýar. Móðir hennar saumaði henni kjól úr marglitum afgangsbútum, og þegar hún kom í skólann íklædd þessari flík, vakti hún almennan hlátur. Textinn er birtur í heild sinni ásamt sögunni sem liggur að baki honum og þama getur að líta kjól, sem er svipaður þeim, er móðir Dollýar saumaði handa henni. í safninu eru ennfremur skápur fullur af pallíettukjólum sem Dolly Parton hefur klæðzt á ferli sínum. Ein ástæðan fyrir því, að hún hefur jafn sérkennilegt vaxtarlag og raun ber vitni, er sú að hún er ákaflega smávaxin. Tilgangur safnsins gæti í fljótu bragði sýnst vera sá að telja fólk trú um tvennt. Annars vegar það, að fólk sem býr í fjallahéruðum Tennessee sé myndarlegt og heið- arlegt og kunni skil á þeim verðmætum sem mestu máli skipi, en í annan stað geti ungar stúlkur samt ekki gert neitt skynsamlegra en að hafa sig á brott þaðan. Það er semsagt aðeins eitt, sem tekur því fram að vera blá skínandi fá- tækur, og það er að vita ekki aura sinna tal. Margir ættingjar Dolly Parton, og það er aragrúi þeirra á þessum slóðum, hafa fengið störf í Dollywood, en hvergi sézt þó tandur eða tetur af eiginmanni hennar, Carl Dean, sem er verk- taki frá Nashville. Hann hefur jafnvel lagt blátt bann við því að myndir af honum séu í safninu. Á einu sýningarspjaldi segir þó frá fyrstu fundum þeirra hjóna, en það var í þvottahúsi fyrir 20 árum. - SIMON HOGGART Pakistanar falln- ir á eigin bragði Til skamms tíma högnuðust Pakistanar dijúgum á útflutn- ingi á heróíni og fáar þjóðir fluttu eins mikið út af því. Nú hefur dæm- ið snúizt við, því að Pakistanar eru að verða á meðal helztu heróínneyt- enda í heimi. Samkvæmt nýlegri könnun er einn Pakistani af hveij- um 19 forfallinn eiturlyfjaneytandi eða á góðri leið með að verða það. Ómar er 13 ára gamall snáði og hefur verið heróínneytandi í þijú ár. Foreldrar hans og bræður tveir eru á sama báti. Vinur Ómars kom honum á sjúkrahús í Karachi þar sem hann er nú í meðferð. Hann situr f sjúkrarúmi sínu, kinnfíska- soginn og tómlátúr á svip. Augu hans eru líflaus og hann líkist helst öldungi. Deildir sem taka fíkniefna- sjúklinga til meðferðar í Pakistan eru sárafáar, en talið er að um 50 þúsund fíkniefnaneytenda séu í höf- uðborginni Karachi. Rétt fyrir utan spítalann trítla böm á aldrinum 6—8 ára og bjóða vegfarendum litla plastpoka með dálitlu heróíni sem nægir í einn vindling, en hið svokallaða „ástar- eitur'“ er vinsælast í því formi. Fólk sem verið hefur í meðferð á spítal- anum getur látið ánetjast um leið og það gengur út. Engir lögreglu- menn eru fyrir utan til að koma í veg fyrir viðskiptin. Fíkniefnasalar múta þeim einfaldlega til að láta AFGANIR í PAKISTAN: Sumir landa þeirra þykja launa gestrisnina illa. þá afskiptalausa, að því er einn neytandinn heldur blákalt fram. Sjúkrahúsið, þar sem Ómar ligg- ur, er í Lyari, en það er eitt versta fátækrahverfí Karachi. Þar eru raf- magnsbilanir daglegt brauð, stöð- ugur vatnsskortur, átök, glæpafar- aldur og fíkniefnaneyzla. Drykkjarvatn er yfírleitt mengað úrgangsefnum. En fíkniefnaneyzla í Pakistan einskorðast ekki við fá- tækrahverfín. Fína fólkið heldur boð þar sem kókaíns er neytt í stað kampavíns. Yfirvöld við háskólann í Karachi telja að 50% stúdenta hafí einhvem tíma neytt fíkniefna. Talið er að 250.000 forfallnir eiturly^aneytendur séu nú í Pakist- an en fyrir sex ámm mátti heita að þar væri engin fíkniefnaneysla. Dagblöðin í landinu skella skuld- inni á þær þijár milljónir afganskra flóttamanna sem leitað hafa hælis í Pakistan, og fullyrða að þeir hafí flutt þetta vandamál með sér. Trú- lega er eitthvað hæft í því. Rétt utan við Karachi er verzlunarmið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.