Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.11.1986, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. NÓVEMBER 1986 Þrjúhundruð manna byggð - hvemig þróast hún? Fyrir tvöhundruð árum bjuggu um 300 manns í Reykjavik og næsta nágrenni. Nú eru fimm staðir á landinu sem skv. síðasta manntali hafa á að skipa svipuðum íbúa- fjölda. Það eru Hofsós með 289 íbúa, Hrísey með 280 íbúa, Svalbarðseyri og hreppurinn I kring með 329 íbúa, Kirkjubæjarklaustur Sé fyrst litið á íbúa- tölu staðanna kemur í ijós að hún hefur verið nokkuð sveiflu- kennd á þessari öld, í Kirkjubæjar- hreppi eru t.d. aðeins um 40 manns fleiri nú en töldust þar árið 1910, en á Hofs- ósi hefur íbúatalan rúmlega tvöfaldast á sama tíma. Mest er þó aukningin í Árskógshreppi og Hrísey, en árið 1910 töldust vera 104 íbúar samanlagt á báðum stöðum. Þijátíu árum síðar, 1940 hafði mikið fjölgað, íbúar í Hrísey töldust 337 og í Árskógshreppi 369. Fækkun hefur orðin á og nú búa, sem fyrr segir 280 manns í Hrísey og 344 í Arskógshreppi. Sé svo litið i spá Byggðastofnunar um mannfjölda kemur í Ijós að ekki er reiknað með að neinn ofan- greindra staða hafí náð 400 íbúum árið 2000. Forsendur íbúaaukningar eru ærið misjafnar og þó að þeir sem rætt var við væru sammála um að íbúum mætti §ölga, ekki síst með tilliti til möguleika á auknum umsvifum sveitarfélaganna og allri þjónustu, þá er misjafnt hversu mikil stækkun er álitin æskileg. „Um 600-800 manna aukning væri mjög æskileg hér á komandi áratugum," segir Sveinn Jónsson í Árskógshreppi í vestan- verðum Eyjafírði og bendir á að og Kirkjubæjarhreppur með 290 íbúa og loks Árskógshreppur með 344 íbúa á Litlu- Arskógsströnd, Hauganesi og sveitinni í kring. Hvemig þessir staðir koma til með að líta út eftir 200 ár er erfitt um að segja, - verður einhver þeirra orðinn að 100.000 íbúa svæði, eins og höfuðborgarsvæðið er nú, eða verður ríkjandi þróun í mannfjölgun og búferlamálum búin að skilja þá eftir auða og mannlausa. Vangaveltur á borð við þess- ar getur tíminn einn leitt í ljós, en hér er fjallað um viðhorf heimamanna til byggða- þróunar á hveijum stað, þær aðstæður sem eru fyrir hendi og möguleika á stækkun byggðar í náinni framtíð. fólk velji sér jafnvel nám með heimabyggðina sérstaklega í huga. Að sama skapi rikir víðast bjartsýni á að sú þróun sem verið hefur varðandi landið í heild sé að breytast, en sé litið til tímabils- ins 1941-1985, þess tíma sem íbúafjöldi landsins tvöfaldaðist, þá bjuggu 37% þjóðarinnar á höf- uðborgarsvæðinu í byijun, en 55% áríð 1985. Á sama tíma bjuggu 66% landsmanna í þéttbýli en 34% í dreifbýli 1940 en árið 1985 voru sambærilegar tölur 91% í þéttbýli og 9% í dreifbýli. í ljósi þess að ólíklegt þykir að íbúaaukning verði í sveitum lands- ins, eru möguleikar litlu þéttbýli- staðanna á borð við þá sem hér um ræðir, jafnvel meiri en ella. Og það verður að segjast að þrátt fyrir lækkandi fæðingartíðni og mikla fólksflutninga til höfuð- borgarsvæðisins, voru viðmæ- lendur allir sammála um að viðhorf heimamanna til sinna staða væru þung á metunum og á meðan menn væri sameinaðir um að efla sinn stað og bjartsýni ríkti, þyrfti enginn að óttast um afdrif þessara samfélaga - þau yrðu á sínum stað eftir 200 ár, stærri en nú. (Heimildir:Þróun Byggðar, At- vinnulífs og Stjómkerfís. Skýrsla Byggðaastofnunnar. Landið þitt. ofl.) Samantekt/Vilborg Einarsd. þéttbýlisstaðina tvo í hreppnum, Hauganes og Litlu-Árskógs- strönd, sem báðir liggja að sjó, skilji einungis ein á að og þess- vegna mætti með því að brúa hana og leyfa byggð á hvorum stað að þróast í átt að hinum, sameina þá í einn myndarlegan kaupstað. Svo stórtækir eru menn ekki á austurströnd Eyjafjarðar. Bjami Hólmgeirsson á Svalbarðseyri tel- ur hagkvæmt að staðurinn stækki sem nemur því að þar verði rekin um grunnskóli með um 100 nem- endum, í stað 40 nú. Atvinnumál ber mjög á góma í umræðu um byggðaþróun, enda um að ræða eina af forsendum þess að byggð stækki. Á Kirkju- bæjarklaustri eru menn að velta fyrir sér ýmsum nýjum leiðum í atvinnumálum sem og eflingu þess sem fyrir er og er þar litið sérstaklega til ferðamannaþjón- ustu, enda staðurinn vinsæll á þeim tímum árs sem menn leggja land undir fót. Hefur þar á liðnum árum risið hótel sem byggt er í áföngum og hafa tveir þeirra ve- rið teknir í notkun. í Kirkjubæjarhreppi varð á ár- unum 1980-1984 nokkur fækkun ársverka í landbúnaði en aukning í ýmsum greinum þjónustu, enda eru flest störf t.a.m. á Kirkjubæ- jarklaustri tengd einhverskonar þjónustu. Þykir líklegt að aukning verði enn þar á, en ekki í land- búnaði og er svipaða sögu að segja hvað hann varðar frá hinum stöð- unum. Þannig búast menn á Svalbarðseyri og í Árskógshreppi ekki við því að mannfjöldaaukning á komandi árum eigi eftir að sýna sig nema í þéttbýli þessara hreppa. Hvort aukning verður svo yfír- leitt á er annað mál. Sé litið á árin 1971-1985 kemur fram í upplýsingum Byggðastofnunar að á þremur stöðum fjölgaði umfram landsmeðaltal sem er 1.1% flölgun á þessum tíma. Mest íjölgaði á Svalbarðseyri eða um 2.5%, í Kirkjubæjarhreppi varð fjölgunin 2.1% og um 0.1% á Hofsósi. í Hrísey fækkaði hins vegar um 0.4% á þessum 14 árum, þó tals- verð aukning hafi orðið á árinu 1985 og í Árskógshreppi varð enginn aukning á þessum árum. Talsverðar sveiflur hafa þó orð- ið þar á þessum tímabili sbr. að á árinu 1983 fækkaði í hreppnum um 1.2%, ári seinna varð þar umtalsverð fjölgun eða um 8.2%, þegar íbúum íjölgaði úr 316 í 344 á sama tíma og landsmeðaltal var 0.9%. 1985 varð hins vegar lítil breyting, eða 0.6% fjölgun. Af þessu sést að hver einstaklingur sem flytur til staðarins eða fer þaðan getur skipt miklu varðandi flölgun og fækkun íbúafjöldans. En hvert fer það fólk sem flytur burt og hvaðan koma aðfluttir? Höfuðborgarsvæði fær til sín flesta sem flytjast af stöðunum fímm í heildina, en þó eru undan- tekningar þar á eins og á í Hrísey, þaðan sem 78 fluttu til annara staða á Norðurlandi eystra en 64 til höfuðborgarsvæðisins og í Ár- skógshreppi, en þaðan fluttu 54 á staði á Norðurlandi eystra, en 50 til höfuðborgarsvæðisins. Á sama hátt eru yfírleitt felstir sem flytjast frá höfuðborgarsvæðinu og til þessara staða og eru undan- tekningar þar á einungis á tveimur síðastnefndum stöðum, til Hríseyjar fluttu flestir á þess- um árum frá Norðurlandi eystra, eða 101 einstaklingur, en 53 frá höfuðborgarsvæðinu. Til Ár- skógshrepps fluttu einnig flestir frá Norðurlandi eystra, eða 69 einstaklingar en 38 frá höfuð- borgarsvæðinu. Þeir sem flytjast á staðina eru bæði nýtt fólk og fyrrum heima- menn, oft fólk sem hefur farið þaðan í nám og kemur til baka, jafnvel með maka og fjölskyldu. Ekki eiga þó allir sem halda til náms starfsmöguleika á heima- svæðunum, eins og fram kemur í viðtölunum hér, sérstaklega á stöðum þar sem atvinnulíf byggir mikið á einni grein, s.s. á Hofsósi og í Hrísey þar sem flest störf tengjast sjávarútvegi. En heima- mönnum ber saman um að flestir þeir sem þaðan fari til náms eða tímabundinna starfa annars stað- ar vilji koma heim aftur og að Kirkjubæjarhreppur: Dreifbýli og þéttbýli mjög samtvinnað Rætt við Hönnu Hjartardóttur á Kirkjubæjarklaustri „Auðvitað ímynda ég mér að Kirkjubæjarklaustur verði enn á kortinu eftir 200 ár, en hvort hér verður „borg“ er annað mál. Ég býst við að uppbyggingin verði kannski svolítið sveiflukennd, en sé í raun ekkert þvi til fyrirstöðu að byggðin stækki,“ segir Hanna Hjartardóttir á Kirkjubæjark- laustri. Hanna hefur sjálfsagt nægar ástæður, í ljósi liðins tíma, til að ætla stærri byggð á Klaustri í framtíðinni. „Þegar að ég flutti hingað 1971 mátti nánast telja íbúðarhúsin á fíngrum annarar handar, en það ár urðu mikil um- skipti, aðallega með tilkomu grunnskólans sem fímm hreppir sameinuðust um. Skólinn er líka stærsti vinnuveitandinn á öllu svæðinu frá Mýrdalssandi að Skeið- arársandi," segir Hanna. - Fjölgun í Kirlgubæjarhreppi, hvar áttu von á að hún komi fram? „Sú íjölgun sem verður á vænt- anlega eftir að koma fram í stærra þéttbýli. Ég býst þó við að íbúatal- an í sveitinni eigi eftir að haldast, en þar fjölgar vart úr þessu. Núna er alit að dragast saman í land- búnaðinum og lítt fýsilegt fyrir ungt fólk að hefja búskap. Kannski einmitt þess vegna skiptir miklu máli að við höfum þá upp á annað að bjóða fyrir unga fólkið, til að missa það ekki úr hreppnum. - Ér þá helst um þjónustustörf að ræða? „Já, nánast öll atvinna hér í þétt- býlinu byggir á þjónustugreinum, hér er heilsugæsla, verslun, skóli, banki, dagheimili, dvalarheimili aldraðra og þess háttar. Svo er hér hótel í uppbyggingu og því er ekki að neita að heimafólk horfír mikið til ferðamannaþjónustu varðandi eflingu í atvinnumálum. Eins er áhugi fyrir nýjum leiðum í land- búnaði og smáiðnaði af einhveiju tagi líka, sem menn eru að velta fyrir sér og athuga, en fyrst og fremst er það nú ferðaiðnaðurinn." - En mannlífið. Mótast það að Hanna Hjartardóttir. einhveiju leyti af því að hér er bæði dreifbýlt og þéttbýlt í sama hreppnum? „Ef þú átt við hvort að togstreita sé á milli, þá fannst mér það kannski fyrst við komuna hingað fyrir 15 áium, en ég verð ekki vör við það í dag. Enda er hér allt svo samtvinnað að eitt verður að halda í annað, hvort sem það tilheyrir þéttbýlinu eða sveitinni. Svo eru margir góðir kostir við þennan stað. Umhverfíð er rólegt og streitulaust og ég held að hér hljótum við að búa við mjög ákjósanlegar aðstæður til dæmis hvað bamauppeldi varð- ar. Hér þekkja allir alla, bömin þekkja vinnustaði foreldranna og þó þau séu ein heima, þá þarf ekki að fara langt til að hitta pabba eða mömmu. Slíkar aðstæður hljóta að vera ómetanlegar. Annað í þessu sambandi er að hér þekkist varla að unnin sé yfír- vinna og því er ekki að neita að Kirkjubæjarklaustur er láglauna- svæði samanborið við landsmeðal- tal. En ég held að kostimir sem vega þar upp á móti séu miklir og eigi sinn þátt í að fólk vill vera hér áfram. — Unga fólkið sem fer í fram- haldsnám, kemurþað hingað aftur? „Það er misjafnt, en það er alltaf stór hópur sem kemur heim að lo- knu námi og sem betur fer eigum við ánægjuleg dæmi þess að fólk hafí farið í mjög sérhæft nám og fengið hér vinnu við hæfi að því loknu. Þetta er svona bæði og, það flytur líka alltaf fólk hingað líka sem á upprana sinn annars staðar. Hins vegar er því ekki að neita að við höfum líka fólk sem býr hér og vill vera hér áfram, en fær ekki störf við hæfí. Það er ekki síst vegna þessa fólks sem mikið liggur á að auka atvinnutækifæri og opna atvinnulífíð hef fyrir nýjungum." - Er fólk meðvitað um staðinn, kennir það sig t.d. við Kirkjubæjar- klaustur? „Það er náttúralega svo stutt síðan að Kirkjubæjarklaustur fór að byggjast upp og mér fínnst nú að fólk hafí það ekki kannski á til- finningunni að það sé héðan, ekki þá nema þeir sem eiga ættir sínar að rekja til staðarins. Hins vegar er fólk mjög meðvitað um staðinn sem slíkan og sögu hans, enda lifír sagan með okkur í ömefnunum hér allt í kring."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.