Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Starfsmaður fasteignasölu: Dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar Morgunblaðið/Emilía Samgönguráðherra og föruneyti hans skoða tölvubúnað stjórnstöðvar Tilkynningaskyldu íslenskra skipa í Slysa- varaahúsinu á Grandagarði. Talið frá vinstri: Haukur Bergmann, starfsmaður Tilkynningaskyldunnar, Hannes Þ. Hafstein, forstjóri Slysavamafélags íslands, Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu, Hálfdán Henrýsson, deildarstjóri björgunar- og leitarsviðs Slysavarnaféiags íslands, Matthías Á. Mathi- esen, samgönguráðherra, og Haraldur Henrýsson, for- seti Slysavaraafélags íslands. Á innfelldu myndinni er Matthias Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, við stjórnvölinn í Sæbjörgu, skipi Slysa- varaaskóla sjómanna. Til hægri á myndinni er Þorvald- ur Axelsson, skólastjóri Slysavarnaskólans. Samgönguráðherra heimsækir S VFI MATTHÍAS Á. Matthiesen, samgönguráðherra, Ólafur Steinar Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, og Hreinn Loftsson, að- stoðarmaður samgönguráðherra, heimsóttu á föstudag Slysavarnahúsið á Grandagarði og Sæbjörgu, skip Slysavaraaskóla sjómanna. Þegar samgönguráðherra og fylgdarlið hans komu i heimsókn voru nemendur úr Stýrimannaskólanum á námskeiði í Sæbjörgu og 22 björgunarsveitarmenn á leiðbeinendanámskeiði í Slysavamahúsinu. Slysa- vamaskólinn hefur haldið námskeið í Sæbjörgu frá því í maí 1985 og hafa á þriðja þúsund manns sótt þau, að sögn Hannesar Þ. Hafstein, forstjóra Slysa- vamafélags íslands. Nemendur skólans geta búið um borð í Sæbjörgu meðan á námskeiðunum stend- ur og hafa margir þeirra nýtt sér það. Samgönguráð- herra skoðaði m.a. námsefni skólans og búnað hans, t.d. flotgalla, og lýsti yfír ánægju sinni með þá að- stöðu sem hann sá um borð í skipinu, að sögn Hann- esar Þ. Hafstein. Sjópróf vegna strands Ófeigs VE: Skekkja var í ratsjá bátsins DÓMUR var kveðinn upp í Saka- dómi Reykjavíkur í gær yfir Jó- hannesi Hólm Reynissyni, sem var gefið að sök að hafa náð undir sig rúmlega 11,5 milljónum með fjársvikum, fjárdrætti og skjalafalsi. Hann var sakfelldur fyrir öll ákæruatriði og dæmdur í 2 ára fangelsi, auk þess sem honum var gert að greiða 13 aðilum rúmar 6,6 miUjónir í bæt- ur, auk vaxta. Jóhannes Hólm var handtekinn síðastliðið vor, en hann var starfs- maður fasteignasölunnar Eigna- nausts h.f. i Reykjavík. í ákæru, sem gefín var út 29. janúar sl., var honum gefíð að sök að hafa, á tíma- bilinu frá ágúst 1984 fram i apríl 1987, náð undir sig frá 20 aðilum rúmlega 11,5 milljónum í peningum og verðbréfum, með Qársvikum, ^árdrætti og skjalafalsi. Jafnframt því, sem Jóhannes var dæmdur i 2 ára fangelsi, var honum gert að greiða rúmar 6,6 milljónir I bætur, auk vaxta, til 13 aðila. Hann hafði gert upp við fáeina aðila og aðrir Hagkaupi synj- að um leyf i til að flylja inn egg LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur syiyað Hagkaupi um leyfi til að flytja egg til landsins. Er synjunin byggða á umsögn yfir- dýralæknis og Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Guðmundur Sigþórsson skrif- stofustjóri landbúnaðarráðuneytis- ins sagði í samtali við Morgunblaðið að leytað hefði verið umsagnar yfír- dýralæknis og Framleiðsluráðs land- búnaðarins þegar Hagkaup sóttu um leyfi til að flytja egg til landsins í kjölfar verðhækkunar á þeim. Niðurstaðan var sú að yfirdýra- læknir taldi að hætta væri á að sjúk- dómar bærust til landsins ef inn- flutningurinn yrði leyfður. Fram- leiðsluráð benti á að samkvæmt bú- vörulögunum er ekki leyfilegt að flytja inn búvöru nema hörgull sé á henni á innanlandsmarkaði. höfðu ekki uppi kröfur á hendur honum í málinu. Loks var Jóhannes dæmdur til þess að greiða alian sakarkostnað, þar með talin saksóknarlaun til ríkissjóðs, 50 þúsund krónur, og málsvamarlaun til skipaðs vetjanda síns, Kjartans Rejmis Ólafssonar, hrl., 50 þúsund krónur. Bragi Stein- arsson flutti málið af hálfu ákæru- valdsins sem skipaður ríkissaksókn- ari í málinu. Sverrir Einarsson, sakadómari, kvað upp dóminn. Verð á grá- sleppuhrogn- umlækkar SAMKOMULAG milli grásleppu- veiðimanna og umboðsmanna er- lendra kaupenda og kaupenda hérlendis um lágmarksviðmiðun- arverð fyrir loðnuhrogn hefur náðst. Verðið verður nú 1.100 þýzk mörk, um 24.200 krónur fyrir hverja tunnu. Verðið f fyrra var 1.200 mörk, 26.400 krónur miðað við gengi dagsins í dag. Ennfremur er fyrirsjáanlegt að mun minna selst af hrognum nú en f fyrra. Ástæður verðlækkunar eru meðal annars þær, að f fyrra var veitt um 40% umfram þarfir markaða og birgðir eru því talsverðar nú. Hér á landi eru nú til 9.000 til 10.000 tunn- ur hjá niðurlagningarverksmiðjum, en þær keyptu um 15.000 tunnur á síðustu vertíð. Kaupendur og um- boðsmenn telja raunhæft að hægt verði að selja um 12.000 tunnur á komandi vertíð, en til að tryggja þá sölu, verði að lækka verðið frá þvf S fyrra. Kanadamenn hafa aukið veiðar sínar jafnt og þétt síðastliðin þijú ár, úr tæpum 9.000 tunnum 1984 f 27.000 til 28.000 á síðasta ári. Ekkert er talið benda til að sú veiði dragist saman á þessu ári. Vegna þessa ástands beinir Landssamband smábátaeigenda þeim tilmælum til grásleppuveiði- manna, að þeir he§i ekki veiðar á komandi vertfð, fyiT en þeir hafi tryggt sér sölu á þeim hrognum, sem þeir telja sig koma til með að afla. Ve«timuin«eyjuni SJÓPRÓF fóra fram á fimmtu- dag vegna strands mb. Ófeigs VE, en báturinn strandaði skammt frá innsiglingunni til Þorlákshafnar aðfaranótt Iaug- ardagsins 20. febrúar s.l. Sjó- prófum er ekki Iokið, en f þeim kom fram að skekkja hafði verið f radar bátsins. Að sögn Jóhanns Péturssonar, dómarafulltrúa hjá bæjarfógeta- embættinu í Eyjum, er sjóréttur ekki dómstóll, heldur er verkefni réttarins að rannsaka mál sem þetta og leita orsaka, en ekki er um end- anlega niðurstöðu í málinu að ræða hjá réttinum. Sagði Jóhann að fram hefði komið í sjóréttinum að skekkja hefði verið í radar mb. Ófeigs og hefði verið vitað um hana fyrir strandið. Fyrir réttinum voru menn ekki sammála um það hversu mikil hún hefði verið.' Að loknum sjórétti verður málið, samkvæmt réttarreglum sent ríkis- saksóknara til fyrirsagnar og ákveður hann um framgang máls- ins. — Bjarai Dómur Borgardóms: Ræktun gróðrarstöðvar búgrein í landbúnaði Borgardómur hefur kveðið upp dóm f máli Framleiðsluráðs landbúnaðarins gegn Pétri N. Ólasyni fyrir hönd Gróðrar- stöðvarinnar Markar. Deilt var um hvort greiða bæri sjóða- gjöld af framleiðslu gróðrar- stöðvarinnar, þar sem ræktuð eru og seld tré, runnar og ýms- ar sumarplöntur. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ræktun gróðrarstöðvarinnar væri búgrein f landbúnaði og féllst á það með Framleiðslu- ráði að framleiðandanum bæri að greiða gjöld f búnaðarmála- sjóð og bjargráðasjóð, auk framleiðendagjalds, neytenda- og jöfnunargjalds. Ekki var tekin til greina sú málsástæða stefnda f málinu, að skattlagn- ing þessi bryti í bága við ákvæði stjóraarskrár. Framleiðsluráð landbúnaðarins höfðaði málið í janúar 1987 og krafði Pétur N. Ólason, fyrir hönd Markar, um greiðslu sjóðagjalda vegna framleiðslu gróðrarstöðvar- innar árin 1983, 1984 og 1985. Var þess krafíst að greitt yrði vegna framleiðslu þessara ára búnaðarmálasjóðsgjald, 0,5% af framleiðsluverðmæti, bjargráða- sjóðsgjald, 0,6% af framleiðslu- verömæti, framleiðendagjald, 1% af framleiðsluverðmæti og neyt- enda- og jöfnunargjald, 2% af heildsöluverðmæti. Pétur N. Ólason hélt því fram, að gjaldskylda í búnaðarmálasjóð takmarkaðist við afurðir bú- greina. í lögum um sjóðinn sé heimiluð 0,5% gjaldtaka af garð- og gróðurhúsaafurðum hvers kon- ar. Enn fremur sé þar að fínna heimild til að ákveða með reglu- gerð gjald af skógarafurðum og fleiru. Söluvörur hans væru hins vegar ekki afurðir í skilningi lag- anna, því þau eigi eingöngu við um afiirðir nytjajurta, svo sem tómata, kartöflur, gúrkur og eldi- við. Þá njóti hann og hagsmuna- 8amtök hans, Félag garðplöntu- framleiðenda, f engu góðs af skattlagningunni. I reglugerð búnaðarmálasjóðs um innheimtu gjalda séu aftur á móti ákveðnir mun fleiri gjaldstofnar en lögin heimili og skorti gjaldheimtu af tijáplöntum til skrúðgarðyrkju lagastoð. Dómurinn komst að þeirri nið- urstöðu, að ræktun sú, sem stefndi stundar, falli undir skil- greiningu laga og reglugerðar um Búnaðarmálasjóð og að fram- leiðsla hans sé búgrein f land- búnaði f skilningi laganna. Það sé ekki skilyrði samkvæmt lögun- um að ræktun sé lstunduð á lög- býli eða jörð utan þéttbýlis. Sölu- vara hans sé því gjaldskyld sam- kvæmt lögum um búnaðarmála- sjóð. Varðandi þá kröfu Framleiðslu- ráðs, að Pétur greiddi gjöld í bjargráðasjóð sagði hann, að aug- ljóst mætti vera af tilgangi laga um sjóðinn, að búvöruframleiðsla í landbúnaði sé ein gjaldskyld. Hann eigi sjálfur engan rétt til fjárhagsaðstoðar úr sjóðnum, enda bæti búnaðarmáladeild sjóðsins aðllns tjón vegna búfjár- dauða, fóðurkaupa vegna gras- brests, uppskerubrests á garð- ávöxtum og afurðatjóns á sauðfé og nautgripum. Þá komi skýrt fram í reglugerð, að gjald f sjóð- inn skuli innheimta af söluvörum landbúnaðarins. Þessari röksemd vísaði dómur- inn á bug og sagði ljóst, að þar sem söluvara stefnda væri gjald- skyld samkvæmt lögum um bún- aðarmálasjóð, væri hún það einnig varðandi bjargráðasjóð, enda væru lög um búnaðarmálasjóð grundvöllur álagningar gjalda til annarra sjóða landbúnaðarins, þ.m.t. bjargráðasjóðs. Vegna kröfu um greiðslu fram- leiðendagjalds benti Pétur á, að ■< gjaldið rynni til Stofnlánadeildar landbúnaðarins, en lög um deild- ina beri glöggt með sér að þau séu sett með hagsmuni hefð- bundins landbúnaðar fyrir augum, einkum þeirra framleiðenda sauð- Qárafurða og mjólkurafurða, sem stundi rekstur sinn til sveita, á lögbýlum. Rekstur gróðrarstöðvar og verslunar í Reykjavík, með til- heyrandi þjónustustarfsemi, geti engan veginn flokkast undir land- búnað. Með sömu rökum vísaði Pétur á bug kröfum um að hann greiddi neytenda- og jöfnunar- gjald. í niðurstöðum dómsins vegna framleiðendagjalds, neytenda- og jöfnunargjalds, var vísað til þess, að innheimta bæri framleiðslu- gjald á sama hátt og búnaðar- málasjóðsgjald og því væri stenfndi gjaldskyldur. Með sömu rökum teldist hann einnig gjald- skyldur samkvæmt lagaákvæðum um neytenda- og jöfnunargjald. Þá vísaði dómurinn á bug þeirri röksemd Péturs, að skattlagning þessi bryti f bága við ákvæði stjómarskrár. Þrátt fyrir ákvæði um friðhelgi eignarréttarins hafi verið talið heimilt að setja eignar- réttinum takmörk með því að leggja á skatta og opinber gjöld. Þá var tekið fram, að þar sem starfsemi stefnda teldist búgrein í landbúnaði nyti hann sömu rétt- inda og bændum em tryggð í lög- um. Þá þótti stefndi ekki hafa sýnt fram á að hann væri skyldað- ur til þátttöku í félagasamtökum, sem hann óskaði ekki eftir að eiga aðild að, eins og hann hafði hald- ið fram. Dóminn kváðu upp borgardóm- aramir Kristjana Jónsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir og Eggert Óskarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.