Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Sveinn bakari Undirbúningur er þegar hafinn að síðustu fram- kvæmdum á Torfunni samningur við íjármála- ráðuneytið um að Minja- vemd taki við Gimli en það var eina húsið á svæðinu, sem ekki var í umsjá félagsins, að sögn Þorsteins Bergssonar framkvæmdastjóra. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvaða staf- semi verður í nýju húsun- um, sem þama rísa en gert er ráð fyrir að þar verði verslanir og önnur þjónusta. „Við munum sem fyrr reyna að vanda val þeirra aðila, sem þama fá inni og sjá til þess að þar skapist sú heild sem við sækjumst eftir," sagði Þorsteinn. „Við munum því gera sérstakar kröfur tii okkar sjálfra hvað varðar nýtingu á gamla bakaríinu en það er fyrsta bakarí landsmanna." Stjóm Minjavemdar skipa Höskuldur Jónsson og Gunnlaugur Claessen, fyrir fjámálaráðuneytið, Þröstur Ólafson og Hjör- leifur Stefánsson, fyrir Torfusamtökin og Lilja Ámadóttir, fyrir Þjóð- minjasafnið. Torfan: Morgunblaðið/Bar Síðustu húsin endurbyggð FÉLAGIÐ Minja- vernd hefur hafist handa við lokaáfanga að uppbyggingu Torf- unnar og er fyrirhugað að endurbyggja korn- hlöðuna, sem stóð á milli gamla bakarisins og Skólastrætis. Einnig verður byggt hús með- fram Skólastræti í framhaldi af Sveins- bakaríi. Verkið verður boðið út f nokkrum áföngum og á fram- kvæmdum að vera Iokið í mars á næsta ári. Minjavemd er sjálfs- eignarstofnun, sem tekið hefur við af Torfusam- tökunum. Félagið sér um allar framkvæmdir á Torfunni, legir út hús- næði og er leigutekjum ætlað standa undir rekstri húsanna og fram- kvæmdum. Verði tekju- afgangur skal veita fé til varðveislu og viðhalds gamalla bygginga utan borgarmarkanna. Nýlega var gerður / Lzkjarbrekka (vcinngahús) Elsta (brann og stendur autt) Torfan- (veitingahús) T O R F A N Landlæknishúsió- Guðmundur Ein- arsson forstjóri: Fjárveit- ingarvoru of lágar „ÁSTÆÐUR þessara vanskila eru fyrst og fremst þær að fjárveit- ingar á þessum árum voru mun lægri en rekstraráætlanir okkar gerðu ráð fyrir og má í því sam- bandi nefna að árið 1984 var á fjárlögum aðeins fjárveiting til reksturs útgerðarinnar i hálft ár,“ sagði Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins, er hann var spurður um skýringar á erfiðri fjárhagsstöðu fyrirtæk- isins, sem greint var frá í frétt Morgunblaðsins í gær. Þar kemur meðal annars fram, að uppsafnað- ar vanskilaskuldir Skipaútgerðar- innar nema nú 356 milljónum króna, og hefur samgönguráð- herra óskað eftir athugun og greinargerð Ríkisendurskoðunar á fjárhagsstöðu útgerðarinnar. Guðmundur sagði að stjómendur útgerðarinnar hefðu ítrekað vakið athygli á þessu máli við stjómvöld og farið þess á leit að gripið yrði til einhverra ráðstafana til úrlausnar. í ítarlegri skýrslu stjómar útgerðar- innar frá árinu 1985 hefði verið varáð við þessari þróun. „Því miður hefur ekki tekist að leysa þetta mál til þessa og í sjálfu sér er það ánægjulegt fyrir okkur að sam- gönguráðuneytið skuli nú ganga hraustlega til verks og fá óyggjandi tölur um Qárhagsstöðu fyrirtækis- ins. Við fögnum því og vonum að það verði til þess að málið leysist með einhveijum hætti," sagði Guð- mundur. Hann kvaðst á þessu stigi ekki vilja tjá sig um hugsanlega lausn á þessu máli. „Aðalatriðið er að þetta verði leyst með einhveijum hætti þannig að við vitum hvar við stönd- um og að reksturinn geti orðið innan ramma fjárlaga, eins og eðlilegast væri,“ sagði Guðmundur. $fÁk Kjarasamningar VMSÍ og vinnuveitenda: „Græn strik“ í júlí og nóvember í NÝGERÐUM kjarasamningi Verkamannasambands íslands og vinnuveitenda getur launaliður samningsins orðið laus í júlí og nóv- ember nk. ef verðlagsþróun verður með öðrum hætti en ráð er fyr- ir gert i samningnum og samkomulag tekst ekki um verðlagsbætur. Miðað er við framfærsluvísitöluna 261 stig i júlímánuði og 272 stig í nóvembermánuði. Eignir Fálkans við Suðurlandsbraut. Húseignir Fálkans við Suðurlandsbraut til sölu EIGNAMIÐLUNIN auglýsir í Morgunblaðinu í dag allar hús- eignir Fálkans við Suðurlands- braut 8. Samkvæmt upplýsingum Sverris Kristinssonar sölustjóra Eignamiðlunar eru eignimar um 3600 fm auk byggingarréttar að þremur skrifstofuhæðum. Að sögn Páls Bragasonar for- stjóra Fálkans er fyrirtækið að byggja verslunar-, lager- og skrif- stofuhúsnæði við Grjótháls en þang- að verða höfuðstöðvar Fálkans flutt- ar í mun stærra framtíðarhúsnæði. Þá er verið að innrétta verslunar- pláss í nýbyggingu Fálkans í Mjódd sem opnað verður á næstu vikum. Náist ekki samkomulag um verð- lagsbætur fyrir 20. júlí og 20. nóv- ember nk. getur VMSÍ sagt samn- ingnum lausum frá og með 1. ágúst eða 1. desember nk. Þessi ákvæði eru svipuð þeim, sem samið var um í Vestíjarðasamningnum fyrir rúm- um mánuði, eða svokölluð „græn strik“. Einnig eru í samningi VMSÍ og vinnuveitenda ákvæði þess efnis að ef samningar verði gerðir við stærri félög utan VMSÍ um meiri grunnlaunabreytingar en þær sem VMSÍ og vinnuveitendur sömdu um, geti VMSÍ krafist endurskoðunar á launaliði samningsins. Sama gildi um kjarasamninga opinberra starfsmanna og ríkisins. Samningsaðilar vonast til að með kjarasamningi þeirra geti verðbólga næstu 12 mánuði verið 16% en undanfama 12 mánuði hafi hún verið 25%. Auglýsingatekjur minni ef rás 2 er felld niður •• — segir Markús Orn Antonsson útvarpsstjóri INNLEN1T Tónleikar í MH Ranghermt var í blaðinu í gær að tónleikar Musica Nova verði í. Nor- ræna húsinu. Tónleikamir verða í Menntaskólanum við Hamrahlíð í dag, sunnudag, og hefjast klukkan „ÉG óttast að þetta verði út- þynntur grautur ef að rásimar tvær verða sameinaðar og þær hrærðar saman,“ sagði Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri en Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hyggst beita sér fyrir, að létta þeirri skyldu af Rikisútvarpinu, að senda út tvær h(jóðvarpsdags- skrár. Markús sagðist ennfrem- ur óttast að auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins yrðu minni ef rás 2 yrði felld niður og gæti sú ráðstöfun Ieitt til hækkunar á afnotagjöldum. Þá bendir hann á, að í útvarpslögum er gert ráð fyrir svæðisútvarpi í öllum landshlutum en þeirri dagskrá er útvarpað um dreifi- kerfi rásar 2. „Það er afar brýnt fyrir ríkisút- varpið að hafa tvær rásir í hljóð- varpi vegna þeirrar samhæfingar, sem er orðin milli rásar 1 og rásar 2," sagði Markús. „Með tilkomu rásar 2 hefur verið hægt að beita sér enn frekar fyrir íjölbreyttari dagskrá á rás 1. Auka þar hlut sígildrar tónlistar og bæta dag- skrána með sérstökum þáttum fyr- ir ákveðna samfélagshópa. Sem dæmi má nefna þætti fyrir böm og fræðsluþætti fyrir foreldra, aldraða og öryrkja að ógleymdum þáttum um listir, menningarmál og þjóðlegum fróðleik. Rás 2 býður hinsvegar upp á létta tónlist bland- aða dægurmálaumræðu." Dagskrá svæðisútvarpanna á Norður- og Austurlandi er útvarp- að um dreifikerfi rásar 2 og sagði Markús að tekin hafi verið ákvörð- un um að koma á svæðisútvarpi á Vestfjörðum. Þá er ætlunin að hefja rekstur fræðsluútvarps í Ríkisútvarpinu um dreifikerfi rásar 2 og eru uppi hugmyndir um að þar verði tungumálanámskeið á kvöldin. Verður byijað með nám- skeiðin næsta haust eða jafnvel gerð tilraun með þau á næstunni að sögn Markúsar. 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.