Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 9 HUGVEKJA Það er kallað eftir sr. HALLDÓR GUNNARSSON Það er harður húsbóndi, tíma- leysið. Að vera nær alltaf að gera eitthvað á síðustu stundu eða þá sem verra virðist að fresta því. Hvers vegna? Það er kallað á okkur úr svo mörgum áttum. Vinnan kallar, heimilið og fjölskyldan, vinir og ættingj- ar, aukastörfin öll, langanir, sem fjölmiðlar og auglýsingar berg- mála svo hátt og snjallt, að eng- in leið er að komast undan og síminn, sem virðist alltaf hafa forgang. Kallið hljómar svo miklu víðar, hávaðatónlist nýrra útvarpsstöðva, sem virðist smjúga ails staðar að og vissu- lega er það erfítt, kallið til hug- ans um það sem er ógert og lætur mann ekki í friði og allt sem maður sér heima eða á vinnustað, sem bíður fram- kvæmdar og kallar til manns. Afleiðjng þessa ástands er „stress", óskilgreint hugtak um vanlíðan, sem brýst um síðir út í vöðvagigt eða bólgu eða ann- arri þyngri meinsemd. Innri sál- arkreppa leitar um síðir út og kemur þá fram í líkamlegum veikindum. Það er yndislegt að vera heil- brigður, að geta tekist á við öll óleystu verkefnin. Geta sinnt félagsstörfum og jafnvel stjóm- málum og reyna þannig að bjarga því sem virðist vera að fara úr böndum. Það þarf svo víða að sinna kalli. Svo kemur allt í einu kall úr annarri átt og það kemur alltaf jafn mikið að óvörum. Það hend- ir ekki alla en enginn getur ver- ið fyrirfram viss um að það kall hljómi ekki til hans. Þetta kall er slys eða veikindi. Þá verður tímaleysi hins heilbrigða hlægi- legt. Þá verður viðleitnin til að bjarga vandamálum tengdum félagsmálum og óuppfylltum löngunum brosleg. Þá skilst í einu vettvangi hversu dýrmæt fjölskyldan er og það að eiga annan vin að. Þá skilst fyrst að tímaleysi er ekki til, því tíminn er tilbúin mælieining, sem mælir stundir og daga, sem við ætlum okkur fyrirfram að eiga. Eða hver er sá sem getur átt fyrir- fram morgundaginn? Enginn. Við vitum aldrei með fullri vissu hvað stundin sem framundan er geymir og ekkert heldur um nóttina, sem svefn okkar hylur. Ritningin segir okkur í dag frá sérstæðu kalli Bartímeusdar: „Davíðs sonur, Jesú, miskunna þú mér.“ Jesús var á sinni hinstu ferð til Jerúsalem, þar sem hann vissi að krossinn og þjáningin, smánin og einsemdin biðu hans. Lærisveinar hans reyndu að vemda hann frá kalli þessa bein- ingarmanns við veginn. Það brást. Kallið barst til Jesú og hann nam staðar. — Hugsum um það. Hann nam staðar, heyrði kailið, skildi bænina og vonina, tók þátt í örbyrgð hans og óendanlegri þjáningu blinda beiningarmannsins, sem bjó við það hlutskipti að sitja í myrkri fyrir utan þorpið við veginn og þiggja ölmusu, þiggja aftur og aftur lífgjöf til einnar stundar í formi smápeninga til að kaupa sér lífsviðurværi. Jesús sagði: „Kallið á hann. Og þeir kalla á blinda manninn og segja við hann: Vertu hug- hraustur, stattu upp, hann kallar á þig. En hann kastaði frá sér yfirhöfn sinni, stökk á fætur og kom til Jesú. Og Jesús ávarpaði hann og sagði: Hvað viltu að ég gjöri fyrir þig? Og blindi maður- inn sagði við hann: Rabbúni, það, að ég fái aftur sjón mína. En Jesús sagði við hann: Far þú leiðar þinnar, trú þín hefur gjört þig heilan. Og jafnskjótt fékk hann aftur sjónina og fylgdi honum áleiðis." Það var sagt frá kalli tveggja manna, Bartímeusar og Jesú. Það var bænarkall og bænar- svar. Annar hafði mætt þjáning- unni, myrkrinu, háðinu og ill- giminni. Hinn var á leið til móts við myrkrið. Þá skeði undrið með þessum skrifuðu orðum: Hann nam staðar. Hann heyrði bænina og uppfyllti óskina og hélt síðan áfram sína leið, til móts við krossinn. Þessi frásögn á að koma til okkar allra í dag. Hann nemur staðar og heyrir bænarkall okk- ar: Miskunna þú, hjálpa þú og ef við eigum í innri trúarbaráttu gagnvart þjáningunni hljómar bæn okkar: Ég vil trúa, hjálpa þú vantrú minni. Skiljum við ekki betur núna hvað tímaleysi er ómerkilegt og tilgangslaust? Þurfum við virki- lega sjálf að mæta slysi, veikind- um, ástvinamissi eða annarri þjáningu til að geta skilið það dýrmætasta sem við eigum: Að vera heilbrigð og njóta alls sem Drottinn Guð hefur gefíð á rétt- an hátt, að elska hann með því að elska maka okkar, böm, for- eldra, aðra ættingja og ástvini og þann sem mætir okkur á lífsleiðinni og er hjálpar þurfí. Lærum að nema staðar frammi fyrir kalli þess einstakl- ings sem þjáist og biður um hjálp. Læmm að nema staðar — aðeins stutta stund til að geta farið með bæn okkar, kall okkar til hans, sem gefur okkur lífsdaginn og stundina sem fram undan er. Lærum að nema stað- ar til að geta litið til baka og fram á leið. Upphafíð og endir- inn virðast þar. Okkur er boðin fylgd með honum til þjáningar- innar á krossi og þaðan til páskadagsmorguns á nýjum degi. VÖRN GEGN VERÐBÓLGU KJARABRÉF - Ávöxtun: 12 - 14°/*umfram verðbólgu TEKJUBRÉF - Ávöxtun: 12 - 14%*umfram verðbólgu MARKBRÉF - Ávöxtun: 13 - 16%*umfram verðbólgu BANKABRÉF - Ávöxtun: 9 - 10% umfram verðbólgu SPARISKÍRTEINI - Ávöxtun: 7,2 - 8,5% umfram verðbólgu VAXTAKJORIN IDAG Hér að ofan geturðu séð hvernig vaxtakjörin eru í dag. Þess ber þó að gæta að tölurnar eru birtar án tillits til sölulauna eða innlausnargjalds. Fjárfestingarfélagið | er alltaf reiðubúið til þess að veita þér upplýsingar um bestu £ kosti verðbréfamarkaðsins hverju sinni. * Ácetlud raunávöxtun nœstu nánuði TALAÐU VID OKKUR Sérfræðingar Fjárfestingarfélagsins eru alltaf til viðtals í Kringlunni og í Hafnarstræti 7. Þeir veita þér góð ráð um ávöxtun peninganna þinna, innlausn spari- skírteina, kaup og sölu verðbréfa, gengi verðbréfa, aðstoð við fjárfestingar og annað sem þú þarft að vita. í dag er nauðsynlegt að nýta sér aðstoð þeirra sem þekkja markaðinn. Símsvarinn okkar er í vinnu allan sólar- hringinn. Hann veitir þér upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa. SÍMANÚMER SÍMSVARANS ER 28506 HAFNARSTRÆTI 7, 101 REYKJAVÍK, S (91) 28566 Tólf ár í fararbroddi! G2> FJÁRFESÍINCARFÉIAGIÐ KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S (91) 689700 GENGI 26. FEBRÚAR KJARABRÉF 2.663 TEKJUBRÉF 1.363 MARKBRÉF 1.383 FJÖLÞJÓÐABRÉF 1.268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.