Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 SigríðurJ. Hermanns- dóttir — Minning Fædd 23. apríl 1908 Dáin 21. febrúar 1988 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, . margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Með þessum erindum úr sálmi V. Briem, vilja bamaböm Sigríðar Jóhönnu Hermannsdóttur minnast ömmu sinnar. Þar fór kona sem bar hag afkomendanna mjög fyrir bijósti og í hógværð reyndi hún að hlúa að þeim eftir mætti. Það reyndist henni auðvelt, því kyn- slóðabil var hugtak sem henni var framandi. Sigríður fæddist að Kjaranstöð- um við Dýrafyörð 23. apríl 1908 og var ein af fimm bömum hjón- anna Jónu Hafliðadóttur og Her- manns Bjarna Kristjánssonar. Er nú María systir Sigríðar ein eftir á lífí. Ung fór Sigríður til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð. Hún giftist Kjartani Guðmundssyni árið 1929 og eignuðust þau sjö böm; Adolf Birgi, Hermann, Jónu, Auði Jó- hönnu, Bryndísi, Guðmund og Kristján Hermann. Kjartan og Sigríður slitu samvistir, en sam- band þeirra gegnum árin var mjög gott. Áttaði ókunnugur sig ekki á því að þama hefði einhvem tíma borið skugga á, enda bar Kjartan hag hennar fyrir brjósti alla tíð. Bamaböm Sigríðar og Kjartans eru sextán og bamabamabömin tólf. Lífshlaup Sigríðar var fyrst og fremst fólgið í því að ala upp böm sín. Bera þau móður sinni góðan vitnisburð. Ófáir vinir bama henn- ar eignuðust Sigríði sem góða vin- konu, enda alltaf tími til að hlusta og miðla og taka þátt í gleði jafnt sem sorg. Margar ánægjustundir átti ég með henni í geghum árin og við leiðarlok fínn ég að þær hefðu mátt vera fleiri. Það er gott að minnast konu sem skilur eftir sig jafn bjartar minningar og Sigríður. Hún kvaddi þennan heim af sömu hógværð og einkenndi allt hennar líf, en hún varð bráðkvödd á heimili sínu aðfaranótt 21. febrú- ar síðastliðinn. Stór ættingja- og vinahópur óskar Sigríði góðrar heimkomu í nýjan tilvistarstað og þakkar sam- fylgdina. Blessuð sé minning góðrar konu. Dóra Krístín Samúelsdóttir frá Súðavík - Minning Það er margs að minnast og sakna er jafn elskuleg kona og Kristín Samúelsdóttir kveður, eða Dídí eins og hún var alltaf kölluð. Fyrir skömmu varð mér einmitt hugsað til hennar og hversu langt væri frá því að ég hefði séð hana eða heyrt. Svo komu þessi illu tíðindi að hún væri öll. Allt orðið of seint. Svona er þetta hér í öllu marg- menninu og „stressinu", enginn hefíir tíma til neins. Öðruvísi var það í gamla daga er við bjuggum báðar fyrir vestan, ég á ísafirði og hún á Súðavík. Þá sóttist ég eftir því að skreppa með ef ferð féll inneftir og fór þá í heimsókn til Dídíar. Alltaf tók hún innilega á móti manni enda var hún einstök kona. Heimilið var hlýlegt og sérstaklega snyrtilegt, þó hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja, hjartarúmið var því stærra. Veitt var af rausn, en þó var meira vert að fínna hvað mað- ur var velkominn. Dídí og Friðrik maður hennar ráku póst- og símstöðina í Súðavík og var því alltaf nóg að gera. Mann sinn missti hún fyrir mörg- um árum, en sá sjálf um allt eftir það. Þau hjón eignuðust þijár bráð- efnilegar dætur sem eru allar gift- ar og eiga börn og barnaböm. Víst er um það að ekki fyrirfinnst betri móðir, tengdamóðir né amma. Það hlýtur að hafa verið tómlegt í Súðavík er Dídí flutti suður. Nú er tómið stórt og verður ekki fyllt. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Sendi dætrum hennar og allri fjölskyldunni einlægar kveðjur. J.B.I. ] .03 j £ j \ 7 niítíiT ia Í"2'H L^uJ—L álstur BMBB! Fyrír þá sem vilja tryggja sér eitthvað reglu- lega ferskt í upphafi og lok sumarieyfisins er Norræna góður kostur. Hún er nýtískuleg far- þega- og bflferja sem siglir frá Seyðisfirði alla fimmtudaga í júnl, júli og ágúst og hefur við- komu í höfnum Færeyja, Noregs, Danmerkur og Hjaltlandseyja. Að sigla í fríið og taka bflinn með er kjöríð tækifærí fyrír þá sem vilja njóta sumarfrísins meðal grannþjóða okkar. Þvi ekki að flýta sér hægt og njóta dvalarinn- ar um borð. Þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi, s.s. veitingastaði, bari, fríhöfn, kvik- myndasýningar, leiksvæði fyrir böm og m.fl. Einnig vilja margir njóta þess að sitja út á dekki og láta hressandi sjávarloftið leika um sig. Já, sigling með Norrænu er sannaríega ferskur og nútímalegur ferðamáti. Siglið í frfíð og takið bflinn með t Móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, frá Stóru Völlum f Landsveit, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 26. febrúar sl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og sonur, HJÁLMTÝR ÓLAFUR ÁGÚSTSSON, verksmiðjustjóri, lést af slysförum 25. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda. Bryndfs Kristjánsdóttir, Ágúst Lárusson. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, sonar og bróður, VIGFÚSAR SVERRI GUÐMUNDSSONAR, Hátúni 10, Reykjavfk. Kristín Davíðsdóttir, Guðmundur Vigfússon, Erla Guðmundsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 SiMI 76677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.