Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 £2 Þriðjudaginn 1. mars kl. 20 verður óperari Turandot sýnd af myndbandi frá Ver- ona og fer sýningin fram á hliðarsvölum í Gamla bíói. Upptakan er frá 1983 og í hlut- verkunum er Ghena Dimitrova sem Turandot, Nicola Martinucci sem Calaf, Cecilia Gasdia sem Liu og Ivo Vinco sem Timur. Sýning- in tekur um tvo tíma. Aðgangur er heimill styrktarfélögum ís- lensku óperunnar og öðrum á kostnaðarverði. Sagan Á torginu fyrir framan keisara- höllina í Peking. Mandaríni kunn- gerir dauðadóm yfir ungum persneskum prins. Fólkið er slegið óhug. Enn einum biðlinum hefur mistekist að svara gátum hinnar grimmu prinsessu Turandot og hlýtur að gjalda fyrir með lífi sínu. Við borgarmúrana sitja afhöggvin höfuð fyrri biðla á stöng. Turand- ot hefur svarið að taka aðeins ættgöfgum biðli, sem jafnframt geti svarað gátum hennar. Ef ekki, þá bíður dauðinn á högg- stokknum. í mannþrönginni er Timur, hinn blindi og landflótta konungur tataranna, og ambáttin trúa Liu. Liu ber leynda ást til Calafs, en hann tekur ekki eftir neinu. Timur gleðst að finna óvænt son sinn, Calaf, sem hann áleit dauðan, en brýnir fyrir hon- um að fara leynt. Biðillinn ógæfu- sami gengur til aftöku og fólks- fjöldinn hrærist til meðaumkvun- ar. Turandot birtist og gefur böðl- inum merkið um að höggið skuli falla. Calaf heillast af ægifegurð prinsessunnar og er staðráðinn í að vinna hönd hennar og skeytir ekki um viðvaranir hirðmannanna Ping, Pang og Pong, né heldur föður síns og Liu (arían Non pian- gere, Liu). Calaf slær bumbuna miklu sem merki um að hann vilji þreyta prófið. I keisarahöllinni harma þeir Ping, Pang og Pong aftökumar og kenna þar um grimmd Turand- ot. Þeir óska þess að Turandot fái einn dag að kynnast hinni sönnu ást. Frammi fyrir gervallri hirð- inni segir Turandot frá því (In questa reggia) hvemig formóðir hennar hafí verið svívirt og drepin af barbarakonungi endur fyrir löngu. Turandot hatar því alla karlmenn og vill í rauninni láta afhausa þá alla. Óþekkta prinsin- um er gefínn kostur á að draga sig til baka, en hann er ósveigjan- legur. Turandot leggur fyrir hann þijár gátur en hann leysir þær allar, svarið er vonin, blóðið og Turandot. Prinsessan fyllist ör- væntingu og biður föður sinn, keisarann, að forða sér frá hneisu en hann daufheyrist. Ungi prins- inn býður henni að vera laus allra mála, ef hún geti komist á snoðir um nafn hans fyrir sólarupprás. Tijágarður í keisarahöllinni. Kallarar tilkynna, að samkvæmt boði prinsessunnar megi enginn í TURANDOT f ÍSLENSKU ÓPERUNNI eftir Þorstein Blöndal Peking sofa þessa nótt fyrr en búið sé að komast að nafni óþekkta biðilsins. Prinsinn er sig- urviss og syngur um hvemig hann muni vekja ástir Turandot með kossi sínum (arían Nessun dorma). Hirðmenn reyna með hót- unum og loforðum að fá hann til að afhjúpa nafn sitt. Verðirnir fínna Timur og Liu sem verið höfðu í slagtogi með prinsinum og færa þau fyrir Turandot. Liu segir frá því að hún ein viti nafn- ið. Þegar verðimir grípa til pynd- inga stingur hún sig á hol til að freistast ekki til að segja nafn hans sem hún elskar (Dauði Liu, Tu che di gel sei cinta). Þegar ungi prinsinn er orðinn einn með Birgit Niisson íhlutverki Turandot í Macera ta á Ítalíu 1970. Franco Corelli er Calaf. Birgit Nilsson íhlutverki Turandot (Vínaróperan). Turandot álasar hann henni fyrst í stað fyrir tilfinningakulda og grimmd en kyssir hana svo kossi sem bræðir ísinn. Calaf segir nú nafn sitt. Frammi fyrir allri hirð- inni tilkynnir Turandot, að hún viti nú nafnið. Það er ástin. Um óperuna Turandot Turandot er oft talið fremsta verk Puccinis og sameinar hina ljóðrænu og viðkvæmu æð sem er svo einkennandi fyrir tónlist hans (Liu), en einnig hið hetjulega (Calaf, Turandot). Grímumar (Ping, Pang, Pong) vísa bæði á harm- og gleðileiki. Þetta og æv- intýralegur blær og umgjörð ópe- runnar höfða sterkt til barna ekki síður en fullorðinna. Tónlistin er framandi og spennandi, en þykir erfið að syngja, sérstaklega hlut- verk Turandot, þar sem tónhæðin liggur löngum stundum kringum háa c. Á þann hátt hefur Puccini sennilega viljað skapa demants- skarpa og kalda ímynd. Mjög fáar söngkonur hafa treyst sér til að syngja hlutverkið, enda hreinlega hætta á að röddin bíði skaða af. Um árabil var Birgit Nilson ein af fáum sem sungu Turandot að jafnaði, en eftir að hún dró sig í hlé hefur Ghena Dimitrova tekið við. Leikrænt séð gerir hlutverkið hins vegar litlar kröfur því mestan tímann er Turandot staðsett langt frá áhorfandanum, efst í hárri tröppu með gríðarmikla skikkju og kórónu. Hlutverk Calafs þykir líka mjög erfítt. Hann syngur sumpart á móti Turandot og sumpart á móti Liu og þarf að sameina dramatísk og ljóðræn tök. Margar upptökur eru til á verkinu en ein sú eftir- minnilegasta er frá 1960 með þeim Birgit Nilson, Jussa Björling og Renötu Tebaldi í aðalhlutverk- unum (RCA SER564/5). Sú út- gáfa er nú einnig til á geisladiski. Puccini vann við Turandot í þijú ár staðráðinn í að skapa öðruvísi áferð og lit á tónlistinni en í Madam Butterfly. Honum entist ekki aldur til að ljúka verk- inu og er aría Liu í þriðja þættin- um það síðasta sem hann skrif- aði. Franco Alfano lauk verkinu og notaði við það brot sem til voru frá hendi tónskáldsins. Dauði Liu er dramatískur hápunktur en setur verkið í vissa sjálfheldu, þar sem það sem á eftir kemur verður næstum óviðeigandi. Þetta hafði Puccini gert sér ljóst en hafði ekki náð að leysa það, þegar hann féll frá árið 1924. Eins og óperan er nú fá þau að eigast, sem sinna engu nema sjálfu sér, en vesalings Liu sem fórnar sér fyrir aðra hverfur í skuggann. Þetta er þó samt eitt af því, sem kannski gerir Turandot að eftirminnile- gustu óperu Puccinis. Höfundur er áhugamaður um óperu. DAGVI8T BARIMA. NÝTT DAGVISTARHEIMILI Staða forstöðumanns á nýju dagvistar- heimili í Seljahverfi er hér með auglýst laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna í síma 27277. U-BIX UÓSRITUNARVÉLAR Flugmannatal Útgáfa Flugmannatals er nú komin á lokastig og próf- örk að bókinni liggur frammi á skrifstofu F.I.A., Háaleit- isbraut 68 (Austurveri), alla virka daga kl. 9.00-12.00 frá 22. febrúar til 8. mars. Menn eru hvattir til að líta á próförkina til að fyrirbyggja hugsanlegar villur. Ritnefnd. ÆTÆM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.