Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988
„Augasteinn flokksins“ fær uppreisn, 50 árum eftir aftökuna
Níkolaj Búkarín: kominn af „bannsvæði".
Visinskíj:
„viðurstyggilegustu
glæpir sögunnar".
Rykov:
gleymdur
försætisráðherra.
Jagoda:
sá eini sem fékk ekki
uppreisn.
NÍKOLAJ BÚKARÍN, Alexei
Rykov og 18 aðrir gamlir
bolsévíkar hafa formlega fengið
uppreisn æru, 50 árum eftir að
Stalín lét skjóta þá að loknum
illræmdum „sýniréttarhöldum",
og bera því eldd lengur stimpil-
inn „óvinir alþýðunnar" og
„njósnarar fasista“. Endurreisn
þeirra er í anda glasnost-stefnu
Míkail Gorbatsjovs, sem kveðst
vilja fylla „auðar síður“ í sögu
Sovétríkjanna, aðallega frá tima
ógnarsljómar Stalíns, þegar
milljónir manna urðu hreinsun-
um að bráð.
Sakbomingamir 1938 voru
ákærðir fyrir að vera í „samtökum
andsovézkra hægrimanna og
trotskíjista" og fundnir sekir um
hafa tekið þátt í samsæri erlendra
leyniþjónustustofnana gegn
sovézka ríkinu, hryðjuverkum og
„annarri fjandsamlegri starfsemi."
Síðan var þagað um þá þunnu
hljóði, þar til nöfn Búkaríns og
nokkurra annarra gamalla
bolsévíka fóru allt í einu að sjást í
sovézkum blöðum nú fyrir nokkrum
mánuðum.
í haust skipaði Gorbatsjov nefnd
til að kanna hvort leiðtogar, sem
féllu í ónáð á sínum tíma, hefðu
fengið óréttláta dóma. Hæstiréttur
Sovétríkjanna studdist við gögn frá
nefndinni og fór að tillögum hennar
þegar hann úrskurðaði nýlega að
Búkarín og félagar hefðu verið sak-
lausir í einu og öllu. í úrskurðinum
sagði að „gróf brot á sósíalistískum
lögum hefðu verið framin" við rann-
sókn málsins, að beitt hefði verið
„ólöglegum aðferðum til að neyða
hina ákærðu til að játa“ (líklega
var átt við pyntingar), að gögnum
hefði verið „safnað ólöglega" og að
„staðreyndir verið falsaðar".
Aðeins einn sakbominganna frá
1938 var ekki endurreistur —
Genrík G, Jagóda, fv. yfirmaður
leynilögreglunar, sem hafði stjóm-
að fyrstu hreinsun Stalíns og skipu-
lagt fyrri sýniréttarhöld.
Þess ber að gæta að Búkarín og
félagar hafa aðeins fengið „laga-
lega“ uppreisn, ekki pólitíska. Málið
er vandmeðfarið og enn er deilt um
það í Kreml hvort stíga skuli skref-
ið til fulls. Ef það verður gert viður-
kennir flokkurinn í raun að stjórn-
málaskoðanir Búkaríns hafi átt rétl
á sér og margir óttast að heiðar-
legra sögumat, sem Gorbatsjov
virðist vilja, geti grafíð undan „sið-
ferðilegum áhrifum" flokksins og
því hlutverki hans að úrskurða hvað
sé rétt og hvað sé rangt.
Viðkvæmur
Svo gæti virzt að Gorbatsjov
hafi beitt sér fyrir endurreisn Búk-
aríns þar eð perestrojka hans minnir
nokkuð á stefnu bolsévíkans gamla,
sem var talinn fylgjandi „marxisma
með mannlegu yfirbragði". Búkarín
var einn helzti höfundur og boðberi
hinnar „nýju efnahagsstefnu"
(NEP) áranna 1921-1928, þegar
takmarkað einkaframtak var leyft,
og hugmyndir Gorbatsjovs sveija
sig í ætt við hana. Eftir 1929 sner-
ist Búkarín öndverður gegn þeirri
stefnu Stalíns að koma á skjótri
iðnvæðingu og neyða bændur til
að taka upp samyrkjubúskap með
öllum þeim hörmungum, sem henni
fylgdu: nauðungarflutningum,
hungursneyð og dauða milljóna
manna. Eins og Búkarín hafði spáð
var líka allt frumkvæði í efnahags-
málum drepið í dróma og Rússar
súpa enn seyðið af því.
Ríjkov féll einnig í ónáð vegna
þess að hann barðist gegn því að
samyrkjubúskap yrði komið á með
valdi. Hann var innanríkisráðherra
í fyrstu stjóm bolsévíka og forsætis-
ráðherra í sjö ár eftir dauða Leníns,
þótt þess sé hvergi getið í sovézkum
kennslubókum.
Búkarín, sem var kallaður Kolíja
og fæddur 9. október 1888, var
lágvaxinn, skapgóður, glaðlegur,
brosleitur og ekki ósvipaður Lenín
í útliti, viðkvæmur og tilfinninga-
samur og átti til að bresta í grát.
Hann var mikill dýravinur og átti
hauka, broddgelti og taminn ref,
sem var lengi heimagangur í Kreml.
Hann var vel menntaður, hafði
áhuga á listum, bókmenntum og
fólki og var einn fárra leiðtoga
bolsévíka, sem voru kurteisir og
vingjamlegir. Dæmigert þótti að
þegar hann hitti Lenín í fyrsta sinn
vildi hann heldur tala um myndlist
en byltingu.
Síðustu sex árin fyrir byltinguna
bjó Búkarín í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum. Hann var fátækur
alla ævi, lét mestallar tekjur sínar
renna til flokksins og varð oft að
fá lán hjá bílstjóra sínum. Hann-
var„alþjóðahyggjumaður“, samdi
ritgerðir um Darwin og Goethe,
kunni ensku, frönsku og þýzku og
hjálpaði Stalín að semja langa og
mikilvæga ritgerð á þýzku í Vín
1913.
Seinna beitti Búkarín sér fyrir
þó nokkru fijálslyndi í menningar-
málum, ólíkt flestum öðmm
bolsévíkaleiðtogum, en líkt og Gor-
batsjov. Hann var vinur nokkurra
menntámanna, sem Stalín ofsótti.
Hann reyndi árangurslaust að koma
í veg fyrir handtöku og líflát skálds-
ins Osip Mandelstahms. Boris Past-
emak tileinkaði honum kvæði sitt
Gorbatsjov:
fyllast „auðu síðumar“?
Volny. Hann lagði áherzlu á nauð-
syn vísindarannsókna og þörf á
fólki með afburðahæfileika, eins og
Gorbatsjov en gagnstætt Stalín.
„Kenningasmiður“
Þótt Búkarín væri sennilega geð-
ugasti bolsévíkaleiðtoginn var hann
ekki saklaus af morðum og kúgun,
sem stjóm bolsévíka mótaðist af frá
byijun. Lenín kallaði hann „auga-
stein alls flokksins" í erfðaskrá
sinni og hann var viðurkenndur einn
helzti „kenningasmiður" bolsévíka.
Þótt hann væri eldheitur byltingar-
maður var hann fylgjandi víðtækum
umræðum um markmið og leiðir,
líkt og Gorbatsjov, en hann var
enginn lýðræðissinni fremur en
hann, lýsti aldrei yfir stuðningi við
lýðræðislegar breytingar eða
margra flokka kerfi, bar aldrei
brigður á kenninguna um „eins
flokks ríki“ og gat ekki sætt sig
við flokkadrætti. Eitt sinn kvaðst
hann „ekkert hafa á móti mörgum
flokkum, ef bolsévíkar hefðu völdin
og allir aðrir væru í fangelsi".
Búkarín varð ritstjóri Pravda og