Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmlr Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Von gegn allri von Armando Valladares, sendiherra Bandaríkj- anna hjá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf, er lifandi tákn þess, að unnt er að lifa af hinar hræðileg: ustu ofsóknir og pyntingar. í 22 ár mátti hann dúsa í fang- elsum Fidels Castrós, komm- únistaleiðtoga á Kúbu, vegna þess eins að hann hafði ekki sömu skoðanir og Castró. Fyrir tilstilli samtaka eins og Amnesty Intemational og stjómmálamanna víða um lönd og ekki síst vegna af- skipta Francois Mitterrands, Frakklandsforseta, var Vall- adares sleppt úr haldi á árinu 1982. Á síðasta ári skipaði Ronald Reagan þennan marg- pínda mann, sem aldrei tapaði sjálfsvirðingu sinni af því að hann sótti styrk í trúna á Jesú Krist, sendiherra Banda- ríkjanna hjá Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna. Þar heldur Valladares áfram að berjast gegn ógnarstjóm Fidels Castrós og fyrir rétti til handa þeim, sem ofsóttir eru um heim allan. Á árinu 1985 sendi Valla- dares frá sér bók um vist sína í fangelsum Castrós. Hún hef- ur verið fáanleg hér á landi á ensku, en nafnið á henni fær Valladares úr Rómveijabréf- inu, þar sem segir að Abra- ham „trúði með von, gegn von...“ Bók sína kallar Valladares: Gegn allri von. Lífssaga Valladaresar er á þann veg, að hver sem kynnir sér hana, hlýtur að fyllast skelfingu yfír þeirri grimmd, sem hann hefur mátt þola. Og að lesandanum sækir hryllingur yfír því, að slíkir atburðir skuli gerast í samtíma hans í ríki, sem hefur verið lofað og prísað af fjölda fólks og talið til fyrirmyndar jafnvel fyrir vestræn lýðræð- isríki. Valladares gengur nú fram fyrir skjöldu á fundum Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóðanna og segir miskunnar- laust frá eigin reynslu og sak- ar fyrrum pyntara sína um að vera enn við sama hey- garðshomið. Og hann lýsti örvilnun þeirra manna, sem em lokaðir á bak við lás og slá og fyllast ótta um að þeir séu öllum gleymdir í dýfliss- unni, Sagði Valladares, að við, sem utan múranna emm, þyrftum að ná inn í klefa þess- ara manna og koma þessum boðum til þeirra: Sviptið ykk- ur ekki lífí; velviljaðir menn em með ykkur. Og Valladares ávarpaði fyrmrn samfanga sína einnig með þessum orð- um, þegar hann talaði til þeirra á fundi Mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna: „Mannleg reisn ykkar mun halda velli. Einhvers staðar í hugarfylgsnum ykkar verður ávallt samúðarrödd þeirra, sem telja ykkur meðbræður sína og munu veija ykkur. Þið emð ekki dýr, sviptið ykk- ur ekki lífí. Frelsið mun aldrei hverfa af yfírborði Jarðar.“ Viðbrögð Kúbustjómar em auðvitað á þann veg að reyna að stimpla Valladares sem lygara og ómerking. Tilraunir til þess hafa verið gerðar af kommúnistum allt frá því að Castró gafst upp fyrir þraut- seigju hans og alþjóðlegum þiýstingi og sleppti honum lausum. Til að mynda kom til ritdeilna hér á landi af þessu tilefni milli Morgunblaðsins og Þjóðviljans, þegar sjónar- miðum Castrós var hampað í málgagni Alþýðubandalagsins eftir að Valladares hlaut frelsi. Og þess hefur ekki orð- ið vart að frásagnir Valladar- esar hafí slævt áhuga vinstri- sinna á því að leggja Castró lið í orði og á borði. Líf og málflutningur Valladaresar er þannig einnig vel til þess fall- inn, að minna okkur íbúa lýð- ræðisríkjanna á tvískinnung- inn í málflutningi alltof margra, þegar mannréttindi og lýðræði ber á góma. Bein- skeytt og óvægin gagnrýni Valladaresar aflar honum hvorki samúðar né vinsælda hjá þeim, sem telja framtíð mannkyns eiga allt undir því að stefna og starfshættir Fid- els Castrós verði viðteknir sem víðast. Kristin trú, ljóð og skáld- skapur ásamt ást stúlku, sem aldrei brást, veittu Armando Valladares von gegn allri von. Skömmu á eftir þeim orðum Rómaveijabréfsins, sem Valladares vitnar til í heiti bókar sinnar segir: „En vonin bregst oss ekki, því að kær- leika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefínn." Iforystugrein Morgunblaðsins á miðvikudag var því slegið föstu, að skýrsla Steingríms Her- mannssonar, utanríkisráðherra, til Alþingis væri hefðbundin bæði þegar litið væri á efni og efnistök. Af nýmælum í skýrsl- unni er tvennt, sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á og snertir hvort tveggja samskipti okkar við ríki Vestur-Evrópu; annars vegar í vamarmál- um og hins vegar í viðskiptamálum. í skýrslunni á blaðsíðu 46 stendur: „Þessi eftirlits- og vamarviðbúnaður [þ.e. á vegum Bandaríkjamanna hér á landi] er jafnframt mikilvægur hlekkur í varnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins. Tengsl annarra aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins við vamarliðið hafa verið treyst á undanfömum árum og starfa nú liðsfor- ingjar frá Kanada, Danmörku, Hollandi og Noregi við yfirstjóm varnarliðsins og til athugunar er að breskur liðsforingi komi einnig til starfa þar. Hollensk flug- sveit hefur nú starfað með vamarliðinu á annað ár og náin samskipti eru reglulega milli vamarliðsins og bandalagsþjóða okk- ar í Evrópu um kafbáta- og skipaeftirlit." Við þennan athyglisverða kafla í skýrslu utanríkisráðherra má bæta þeirri skýringu, að Kanada hefur lengst haft hér liðsfor- ingja til samstarfs við bandaríska vamar- liðið en foringjamir frá Evrópulöndunum hafa verið að koma hingað á undanfömum misserum. Hefur þessi aukna hlutdeild Evrópumanna mælst vel fyrir hjá Banda- ríkjamönnum. Er ekki ólíklegt, að fleiri þjóðir en þær, sem nefndar em í skýrslu ráðherrans, hafí áhuga á að senda hingað tengi-liðsforingja og má þar til dæmis nefna Vestur-Þjóðveija. Hafa þeir ekki farið dult með þann vilja sinn að auka hlut þýska flotans á Norður-Atlantshafí og hlut sinn almennt á norðurslóðum. Þá er þess að geta, að Frakkar, sem ekki taka þátt í sameiginlegu vamarkerfí Atl- antshafsbandalagsins, senda hingað eftir- litsflugvélar og starfa þær þá í samvinnu við vamarliðið. Einnig hefur franski flotinn sent hingað kafbáta og herskip. Af þessu er ljóst, að nú fylgjast stjómvöld evr- ópskra aðildarlanda NATO miklu betur með því, sem hér er að gerast við fram- kvæmd vama íslands en áður. Áhugi þeirra á því að senda hingað tengi-for- ingja sýnir, að ríkisstjómimar gera sér grein fyrir því, hve vamir íslands eru mikil- vægar fyrir þeirra eigin vamir. Þessi þró- un hófst á meðan Geir Hallgrímsson var utanríkisráðherra á árunum 1983 til 1986. Endurspeglar hún í senn meginkjamann á bakvið Atlantshafsbandalagið og þá staðreynd, að Evrópumenn voru þess mjög hvetjandi, að íslendingar og Bandaríkja- menn gerðu með sér vamarsamning. Á síðum 36 og 37 í skýrslu sinni ræðir Steingrímur Hermannsson um fundi sína með fulltrúum Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) en við erum aðilar að EFTA og höfum viðskiptasamning við EB. Um viðræður sínar við Willy de Clercq, sem er einskon- ar utanríkisráðherra EB, segir Steingrímur meðal annars: „Þýðingarlaust mun reynast að leita eftir breytingum á samningum við EB meðan á mótun hins innri markaðar stend- ur [þ.e. til 1992]. Hins vegar er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp viðræður. Þá mun ekki hjá því komist að ræða einn- ig um fískveiðiréttindi, þótt EB eigi að vera ljóst að slíkra réttinda er ekki að vænta. Fallist var á að viðræður um físk- veiðiréttindi yrðu óháðar viðræðum um viðskiptamál... Hef ég ekki farið dult með þá skoðun mína að full aðild okkar íslendinga að Evrópubandalaginu komi ekki til greina en stefna beri að aðlögun og samningum." Steingrímur Hermannsson lýsir niður- stöðum sínum eftir ráðherrafund EFTA í Genf m.a. á þennan veg: „Ekki verður um að ræða samninga við EB fyrr en eftir 1992. — Stefna ber að aðlögun að þeim innri markaði sem í mótun er í Vestur- Evrópu. — í því skyni er nauðsynlegt að fylgjast vel með því, sem gerist hjá EB og EFTA og taka þátt í því starfí eins og okkur er frekast kleift. — Leggja ber áherslu á að taka þátt í þeirri sameigin- legu aðlögun, sem fram fer innan EFTA.“ Af þessum köflum úr skýrslu utanríkis- ráðherra má ráða þetta: íslendingar ætla að ræða við Evrópubandalagið á tvennum vígstöðvum, ef þannig má orða það, ann- ars vegar beint á tvíhliða grundvelli og hins vegar með öðrum EFTA-ríkjum. I hvorugu tilvikinu er hins vegar fullljóst að hverju skuli stefnt með viðræðunum, þó segir ráðherrann það skoðun sína, að aðild okkar að EB komi ekki til greina heldur beri að stefna að „aðlögun og samn- ingum“. Jafnframt virðist skýrt, að ekki er að vænta neinna breytinga á samning- um við EB fyrr en eftir 1992 en fram að þeim tíma verða EB-ríkin og EFTA-ríkin að laga sig að samræmdum innri markaði eða einum heimamarkaði EB-landanna. Ræða Jóns Baldvins Fróðlegt er að líta á ræðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðuflokks- ins og fjármálaráðherra, sem hann flutti á fundi með norrænum topp-krötum á fundi í Svíþjóð, í ljósi skýrslu Steingríms Hermannssonar og þeirra orða, sem til er vitnað hér að ofan. Jón Baldvin gefur sér þessar forsendur í ræðunni: EB styrkist, EFTA leysist upp og EFTA-ríkin fara í EB. ísland kynni að verða eitt vestur-evrópskra ríkja utan EB vegna þess að við getum ekki borgað fyr- ir aðgöngumiðann, sem yrði afsal yfírráða yfír fískimiðunum, sem við unnum í þorskastríðunum. „En til hvers var að vinna þau stríð ef við töpum því aftur — við samningaborðið í Brussel?" spyr Jón Baldvin. Formaður Alþýðuflokksins telur að samningsaðstaða okkar muni versna mjög við aðild Noregs að EB. Síðan víkur hann að hemaðarlegu mikilvægi íslands og gildi landsins í vamarsamstarfí Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna og segir: „Toll- frjáls aðgangur að fískmörkuðum sýnist vera lágt verð fyrir svo ómetanlega að- stöðu, sem skiptir sköpum fyrir vamar- samstarf og öryggi bæði Bandaríkjanna og Norður-Evrópu.“ Og formaður Al- þýðuflokksins segir: „íslendingar þurfa tollfrjálsan aðgang að mörkuðum stórveldanna beggja vegna Atlantshafsins, fyrir fískafurðir. Hvað hafa þeir að bjóða í staðinn, annað en aðgang stórvelda að auðlindinni sem þeir lifa á? Svarið er: Samstarf í öryggis- og varnar- málum." Og Jón Baldvin sagði einnig í ræðu sinni í Stokkhólmi 19. febrúar sl.: „Sú spuming hlýtur að vakna, hvort ekki sé tímabært að ríki Vestur-Evrópu, sem hafa vaxandi hlutverki að gegna inn- an NATO, telji sér ekki nauðsynlegt að auka þátttöku sína í þessu vamarsam- starfí og þar með nærvem sína á norður- slóðum. Um það má ekkert síður ræða en tollftjálsan aðgang að mörkuðum fyrir auðlindanýtingu." í Morgunblaðinu á þriðjudag segja for- menn stjómmálaflokkanna álit sitt á ræðu Jóns Baldvins. Þorsteinn Pálsson, forsætis- ráðherra, segist ekki í fljótu bragði sjá, að vamarsamstarf við þjóðir í EB verði tengt viðskiptasamningum við bandalagið og heldur, að „það sé býsna fjarlæg hugs- un“. Á hinn bóginn telur forsætisráðherra nauðsynlegt að við Norður-Evrópumenn ræðum meira við Mið-Evrópumenn um vamarmál og vísar til utanríkisráðherra- tíðar Geirs Hallgrímssonar til staðfestingar á, að af okkar hálfu hafí það þegar verið gert. Steingrímur Hermannsson, utanríkis- ráðherra, telur „fjarstæðu að fara að gera vamarmálin að verslunarvöm í þessu sam- bandi". Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir ræðu Jóns Baldvins í ætt við áramótaskaup og bætir við: „Hugmyndin að bjóða EB að reka herstöðvar á íslandi er fáránleg fyrir margra hluta sakir.“ Albert Guðmundsson, formaður Borgaraflokksins, telur Jón Baldvin hafa farið „út fyrir valdsvið sitt og ég held að Jón hafí ekki verið með sjálf- um sér þegar hann sagði þessi orð“, segir Albert. Kristín Einarsdóttir, fíilltrúi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 35 Kvennalistans í utanríkismálanefnd Al- þingis, lýsir undmn sinni yfir, að fjármála- ráðherra hafi viðrað slíkar hugmyndir er- lendis án umræðu í ríkisstjóm eða á Al- þingi: „Þetta fínnst mér ákaflega furðu- lega fram settar og einkennilegar hug- myndir," segir Kristín. Og Kjartan Jó- hannsson, fyrmm formaður Alþýðuflokks- ins, segir í forsíðusamtali við Alþýðublaðið á föstudag: „Það er ekki skynsamlegt að tengja saman öryggis- og vamarmál og viðskiptamál með þeim hætti sem Jón Baldvin Hannibalsson hefur gert. Sú teng- ing gengur ekki upp.“ í Morgunblaðinu á miðvikudag og fímmtudag skýrir Jón Baldvin nánar, hvað fyrir honum vakti í Stokkhólmsræðunni: „Það er algjör misskilningur ef menn ætla að ég sé hér að ræða um sérstök herstöðva- réttindi til handa Evrópubandalaginu hér á landi. Ef grannt er skoðað er ég hér í raun að ræða um frekari útfærslu á þeirri stefnu sem hófst í tíð Geirs Hallgrímsson- ar sem utanríkisráðherra ...“ segir Jón Baldvin á miðvikudag og á fimmtudag segir hann í Morgunblaðinu: „Það er full- kominn misskilningur ef menn halda að mínar hugmyndir um málabúnað Islend- inga gagnvart EB eigi eitthvað skylt við verslun með öryggis- og vamarmál." Og hann segist vilja skapa svipuð „innbyrðis tengsl" við Evrópuríkin og skapast hafi við Bandaríkin með vamarsamningnum 1951 með auknu samstarfí í öryggis- og varnarmálum. Óréttmæt gagnrýni? Þegar skýringar Jóns Baldvins Hanni- balssonar á Stokkhólms-ræðu hans eru skoðaðar og þróun vamarsamstarfs ís- lands og Evrópuríkja, hljóta menn að spyija, hvort ástæða hafi verið til þeirra stóryrða, sem fallið hafa um hana. Áður en þeirri spumingu er svarað, er nauðsyn- legt að huga að því, sem Jón Baldvin sagði í Stokkhólmi. Þurfa menn ekki að setja sig í sérstakar stellingar til að skilja ræðuna á sama hátt og formaðurinn hefur skýrt hana? Eða var ræðan ef til vill oftúlkuð í fjölmiðlum með einföldun og voru menn að bregðast við þeirri túlkun en ekki ræð- unni sjálfri? í hugum áheyrenda eins og þeirra, sem hlustuðu á fjármálaráðherra í Stokkhólmi, getur ræðan varla hafa hljóðað öðru vísi en sem einskonar tilboð til EB um vamar- samvinnu, er gæfí af sér bestu kjör á við- skiptasviðinu. Þeir sem þekkja vel til þró- unar íslenskra öryggismála eiga auðvelt með að skilja ræðu ráðherrans í ljósi þeirra skýringa, sem hann hefur síðan gefíð. Við höfum sem sé þegar tekið til við að efla samstarf við Vestur-Evrópuríkin í vamar- málum. Það er þó ekki gert með nokkmm tilstyrk Evrópubandalagsins heldur á vett- vangi Atlantshafsbandalagsins og vegna aðildar okkar að því bandalagi og vegna vamarsamstarfsins við Bandaríkin. Stað- reynd er, að Evrópuþjóðum þykir mikils virði að geta fylgst með eftirlitsstörfum Bandarílqamanna hér, sem eru auðvitað ekki einvörðungu í þágu íslensks öryggis heldur þjóðanna beggja vegna Atlants- hafsins. Við höfum tekið til við að rækta „innbyrðis tengsl" á sviði öryggis- og vam- armála við Evrópuþjóðimar, hvort það dugi til að veita okkur bestu kjör í viðskipt- um við Evrópubandalagið án aðildar að bandalaginu skal ósagt látið. Einnig má velta því fyrir sér, hvort sú meginforsenda Jóns Baldvins eigi við rök að styðjast að í samningum, væntanlega um aðild að EB, í Brussel töpum við óhjákvæmilega yfírráð- um yfír fískveiðiréttindunum. Miðað við stefnu EB núna sýnist þetta óhjákvæmi- legt, en enginn veit fyrr en á reynir til hvers slíkir samningar leiða og á hinn bóginn er þess að minnast, að enginn stjómmálaflokkur hefur á stefnuskrá sinni, að gengið verði til slfkra samninga með aðild að markmiði. Morgunblaðið hefur margsinnis vakið máls á því á undanfömum ámm, hve mikil- vægt það sé fyrir okkur íslendinga að ræða opinskátt um þróunina í samvinnu ríkja EB-landanna og hvaða kostum við stöndum frammi fyrir í því efni. Þess hef- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 27. febrúar ~ ~ :"/r ■ ur gætt hin síðari misseri, að þingmenn og stjómvöld láti sigþessi mál meiru skipta en áður. Til dæmis er það söguleg stað- reynd, að fyrsta utanferð utanríkismála- nefndar Alþingis var farin sl. haust undir formennsku Eyjólfs Konráðs Jónssonar til Evrópubandalagsins og Atlantshafsbanda- lagsins. í skýrslu sinni dregur utanríkis- ráðherra upp skýra mynd af því, hvemig þessi mál standa formlega. Jón Baldvin Hannibalsson hefur dregið athyglina að einum þætti málsins. Engar endanlegar ákvarðanir hafa verið teknar og enginn stjómmálaflokkur hefur lagt það til að hafnar verði samningaviðræður um aðild að bandalaginu. Umræðumar vegna ræðu Jóns Baldvins gefa til kynna, hve heitt og viðkvæmt málið er. Mestu skiptir auðvitað að skýrt sé talað og staðreyndir liggi ljós- ar fyrir. í vandasömum málum eiga stjóm- málamenn að leggja sig fram um að gera þau einföld og skýr öllum almenningi, þannig að allir kostir komist glögglega til skila. Viðskiptin við Sovétrikin Enginn hefur stigið á stokk og hvatt til þess, að komið verði á „innbyrðis tengsl- um“ við Sovétríkin til að tryggja viðskipti okkar við þau. Þessi viðskipti fara sífellt minnkandi. Á síðasta ári var hlutur út- flutnings til Sovétríkjanna aðeins 3,6% og nam aðeins 1.933 milljónum króna en mest keyptu Bretar af okkur fyrir 10.305 milljónir og Bandaríkjamenn vom í öðru sæti en þeir greiddu 9.694 milljónir króna fyrir vörur frá okkur. Innflutningur okkar frá Sovétríkjunum var aðeins 4,2% af heild- inni á síðasta ári. Þegar á þetta er litið er næsta undarlegt, hve fyrirferðarmiklar viðræðumar um viðskipti við Sovétríkin eru. Má annars vegar rekja það til þeirrar staðreyndar, að viðskiptin skipta verulegu máli fyrir ákveðnar atvinnugreinar eins og síldarsöltun og pijónaiðnað og hins vegar til þess, að stjómmálamenn og ríkis- valdið hefur miiligöngu um þessa samn- inga. Eins og kunnugt er er enn ósamið um sölu á ullarvörum til Sovétríkjanna á þessu ári og ekki hefur heldur verið samið um sölu á freðfiski og lagmeti. í umræðum um viðskipti við Sovétríkin hefur verið deilt um það, hvort pólitísk viðhorf ráði einhveiju um afstöðu Sovét- manna eða hvort hún mótist einvörðungu af viðskiptalegum sjónarmiðum. Hafa þeir, sem að gerð viðskiptasamninga standa, lagt á það mikla áherslu, að pólitík sé þeim og væntanlega Sovétmönnum einnig víðs Qarri, þegar setið er og þráttað um verð. Hafa menn látið eins og hugrenning- ar með öfugum formerkjum við þær sem Jón Baldvin Hannibalsson vakti máls á í sambandi við EB komi aldrei til álita hjá Sovétmönnum. Aðrir hafa talið slíkar rök- semdir byggjast annaðhvort á sérkenni- legri fákunnáttu eða illskiljanlegum mis- skilningi; auðvitað ráði pólitískar forsendur þessum ákvörðunum Sovétmanna eins og öðrum í samskiptunum við ísland. Sovésk innflutningsfyrirtæki lúta beinni stjóm kommúnistaflokksins eins og annað þar á bæ. Snarplega var deilt um þetta sumarið 1982, þegar gerður var samningur um efnahagssamstarf milli íslands og Sov- étríkjanna. Þá tókst Sovétmönnum að nota verslunarviðskiptin til að ná óskyldu mark- miði. Þótt viðskiptin við Sovétríkin vegi frem- ur lítið þegar á heildina er litið og miklu minna en látið er af mörgum, skipta þau miklu fyrir einstakar greinar og skapa til- tölulega mörgum atvinnu. Fram hjá þess- ari staðreynd verður ekki litið og það vita Sovétmenn, enda færa þeir sig jafnan upp á skaftið, þegar þeir telja sig í aðstöðu til þess. Verður að líta á framgöngu sendi- herra Sovétríkjanna vegna boðs til forseta íslands í því ljósi. Ef gengið hefði verið að þeim kostum, er erfítt að sjá, hvar unnt hefði verið að draga markalínur eftir það. Var það skynsamleg afstaða hjá Þor- steini Pálssyni, forsætisráðherra, að bregð- ast við með þeim hætti, sem hann gerði. Sovétmenn líta á viðskiptin sem einu „lögmætu" leiðina til að hafa áhrif á ákvarðanir íslenskra stjómmálamanna og ýta undir að tillit sé tekið til þeirra óska og sjónarmiða. Umræðumar sem orðið hafa í tilefni af boðinu til forseta íslands eru staðfesting á því, að þessi skoðun Sovétmanna á við rök að styðjast. Þurfa menn aðeins að líta á það, hveijir hafa sagt, að viðskiptahagsmunir séu í húfi vegna þess máls. Fráleitt er að blanda forsetaembættinu inn í viðskiptaágreining á borð við þann, sem nú er óleystur milli íslands og Sovétríkjanna. Nú er þess beð- ið, að Sovétmenn fullnægi ákvæðum rammasamnings sem gildir um viðskiptin við þá til ársins 1990. Lyktir þess máls eiga ekkert skylt við þátttöku forseta ís- lands í almennri kynningu á íslandi, íslenskri menningu og framleiðslu. Er furðulegt að sjá þessu tvennu ruglað sam- an ! opinberum umræðum og minnir best á, hve fljótt og hugsunarlaust menn hrapa að niðurstöðum, jafnvel þegar þeir setja skoðanir sínar fram í þeim tilgangi að því er virðist, að þær séu teknar alvarlega en ekki sem pólitískur áróður. Morgunblaðið/Ól.K.M. „Sovétmenn líta á viðskiptin sem einu „lögmætu“ leiðina til að hafa áhrif á ákvarðan- ir íslenskra stjórnmálamanna og ýta undir að tillit sé tekið til þeirra óska og sjónarmiða. Um- ræðurnar sem orðið hafa í tilefni af boðinu til for- seta Islands eru staðf esting á því, að þessi skoðun Sovétmanna á við rök að styðjast.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.