Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Fólk og fiskar á Islandi hafa 40 ára aðlögunar- tuna að 4 stíga hitnun Viðtal við prófessor Dean Abrahamson um væntan- lega hitnun á jörðinni og meðfylgjandi gróðurhúsaáhrif TEXTI: ELÍN PALMADOTTIR Ef haldið verður áfram að dæla brennsluefnum út i andrúmsloftið á sama hátt og verið hefur og ekkert að gert, má búast við að hitni á jörðinni um 4-5 gráður á næstu 40 ánmi og 5-9 gráður á einni öid, að þvi er vísindamenn telja núna og það mundi ekki valda svo lítilli breytingu á ótal sviðum viðs vegar á jarðkringlunni. Og tíminn til aðlögunar að ámóta breytingum og orðið hafa allar götur frá tertíertímabilinu fyrir 5-20 milljón árum er þá orðinn æði knappur. Hitaaukningin mun þó ekki dreifast jafnt yfir jörðina, heldur verða minnst við miðbaug og hærri eftir því sem nær dregur pólunum, verður þvi mun meiri hér norður á íslandi en meðaltalstalan sýnir. Þetta varðar því íslendinga kannski meira en marga aðra, þar sem þetta er eyja svo norðarlega og lifir á fiskinum i sjónum i kring. Hitabreyting hefði ekki svo lítil áhrif á göngur fiskistofnanna, sem gætu jafnvel horfið af okkar miðum, fyrir utan öU áhrifin af hækkandi sjávarborði, á hafnir, lág- lendi og gróður o.s.frv. Hærra hitastigi fylgja þurrkar og 4 gráður duga til að bræða hafísinn og hreinsa heimskautahöfin. Þetta kom m.a fram nýlega í spjaUi við bandariska prófessorinn Dean Abrahamson, frá Minne- sota-háskóla, sem hefur á undanförnum árum fylgst vel með rannsóknum og kenningum um svo- nefnd „gróðurhúsaáhrif", sem talið er að muni yfir okkur koma vegna útblásturs koltvísýrings og fleiri efna og hefur m.a. setið alþjóðlegu ráðstefnurnar um þetta efni, sem stofnanir Samein- uðu þjóðanna hafa efnt til í VUlach í Austurríki til að átta sig á nýjustu rannsóknaniðurstöðum og freista þess að ná tökum á þessu. Jafnframt þvi sem hann er einn af „tengdasonum“ íslands og tíður gestur hér, var m.a. gistiprófessor í eitt ár við Háskóla íslands og hefur því haft augun á eyjunni okkar í þessu samhengi. Morgunblaðið/Bjami Prófessor Dean Abrahamson Hækkun hitastigs (C°) miðað við tvöföldun koltvísýrings í andrúmslofti Hairruid Manabo. S. og Stouffer, R. Hitastigið hækkar ekki jafnt á jörðinni þegar gróðurhúsaáhrifanna gætir, heldur nánast ekkert við miðbaug en hækkandi eftir því sem nær dregur pólunum. Eins og sjá má er ísiand á dekksta beltinu, þar sem hitahækkunin verður mest. Tilefni orðaskiptanna voru umræður um þynn- ingu ósonlagsins og ógnvænleg áhrif þeirra. Prófessorinn lét þau orð falla, að ef hann væri íslendingur mundi hann hafa enn meiri áhyggj- ur af væntanlegum gröðurhúsa- áhrifum og beina athyglinni fremur að þeim í norrænu og alþjóðiegu samstarfí, þar sem sumar Norður- landaþjóðimar og þar með ísland ættu þama svo mikið undir og ís- lendingar hefðu meiri möguleika á að vera þar í fararbroddi smáþjóða. Fyrir hinu væri mun betur séð, þjóð- ir með meira bolmagn væm komnar vel í gang með rannsóknir á óson- laginu og við gætum lítið gert ann- að en fylgjast með og fylgja í kjöl- farið með aðgerðir. Dean Abrahamson hefur lengi látið sig umhverfísmál varða. Hann var upphaflega eðlisftæðingur og starfaði i þeirri grein, m.a. við há- skólakennslu bæði í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Þá tók hann fyrir lækn- isfræði og líffræði og varð prófess- or við Læknaskólann í Minnesota, en sneri sér jafnframt að ýmsum umhverfísmálum, einkum varðandi öiyggismál kjamorkuvera. Þá flutti hann sig frá kennslu { læknadeild og til eðlisfræðideildar Tæknihá- skólans og vann mikið við stefnu- mótun að umhverfísmálum, þ.e. við að móta umhverfisáætlanir í Bandarílqunum. Og það leiddi hann yfír í svokallaða almannatengsla- deild við Minnesota-háskóla, þar sem íjallað er um stefnumál og framkvæmdir fyrir væntanlega stjómmálamenn, lögfræðinga o.fl. Og hann var fenginn sem sérstakur ráðgjafí sænsku ríkisstjómarinnar um steftiumótun í umhverfísmálum hjá Fálldin-stjóminni eftir 1976, vann einkum með orkumálaráð- herranum. Hann hefur því mikla þekkingu og reynslu í þessum efti- um. Því hefur haiin m.a. setið báð- ar alþjóðlegu ráðstefnumar sem var efnt til 1985 og 1987 til að meta hlutverk kolsýrings og annarra efna á loftslagsbreytingar og hliðarverk- anir þeirra á vegum Alþjóða veður- fræðistofnunarinnar, Umhverfís- málstofnunar SÞ og fleiri í Villach í Austurrfki og mun sitja þá sem nú er í undirbúningi. Segir hann að ekki sé lengur deilt um hvort þessara „gróðurhúsaáhrifa" muni gæta ef jarðarbúar halda upptekn- um hætti heldur verði með aukinni vitneskju og rannsóknum matið á áhrifunum æ hærra og tímamörkin styttist. „Þetta tvennt sem við erum að tala um er uggvænlegt íyrir íslend- inga sem aðra. Annars vegar að við það að ózonlagið í heiðloftunum þynnist og það getur ekki lengur varið lífríki jarðar fyrir útfjólublá- um geislum og veldur m.a. húð- krabbameini", byijaði prófessor Dean Abrahamson að úrskýra um- mæli sín. „Hitt er kannski ennþá afdrifaríkara, þótt ekki sé það eins lífshættulegt, að þegar koltvísýringi og fleiri brennsluefnum af því tagi er dælt í svona miklu magni út í loftið, þá kemst hitinn ekki út aftur þótt sólargeislamir komist óhindr- aðir inn í andrúmsloftið sem umlyk- ur jörðina og við það hitnar við jörð- ina og verða þessi svokölluðu gróð- urhúsaáhrif. Þetta verður við brennslu á jarðefnaeldsneyti svo sem kolum og olíu og stafar t.d. af útblæstri frá bílum. Það vekur athygli að mælingamar sýna að áhrifín fylgja eftir notkun þessara efna." Meðfylgjandi línurit yfír árin 1955-85 sýnir síhækkandi magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu, en línan er undarlega tennt og sýnir árssveiflur, skýringin er sú að á sumrin taka plöntumar til sín nokk- urt magn og lækka mælingatöluna í andrúmsloftinu miðað við vetrar- mánuðina. Fylgist þetta algerlega að. ísland þar sem mest hitnar Þegar talað er um aukningu þessara brennsluefna er venjulega miðað við notkun þeirra á árinu 1860, áður en áhrifa iðnbyltingar- innar fór að gæta, og prófessorinn segir að reiknað sé með að þau áhrif hafi tvöfaldast árið 1020-30. Við þær aðstæður mundi hitastigið á jörðinni hafa hækkað um 4 stig að meðaltali frá því sem nú er. Hann dregur fram meðfylgjandi kort sem sýnir hvemig hitunin dreifíst yfír jörðina. Við miðbaug hefur sáralítið hitnað, en hitinn hækkað mest næst pólunum. Ef að er gáð sýnir þetta kort ísland á því belti sem hitnað hefur mest. Kannski segja einhveijir; er ekki bara gott að hlýni? Þegar reynt er að gera sér grein fyrir áhrifunum af svo skjmdilegri hitaaukningu er rétt að hafa í huga að hér á jörð- inni hafa aðstæður lítið breyst í mörg þúsund ár, hitasveiflur verið óvemlegar og menn lagað sig að aðstæðum á hveijum stað á löngum tíma, þeir og lífríkið allt flutt sig til. Við landnám íslands hefur með- alhitinn á jörðinni þó verið einu stigi hærri en nú er. Og það munaði líka miklu á þessu eina stigi. Nú bætist við útblásturinn á koltvísýringi að skógamir á jörðinni era að eyðast og munar um það sem þeir taka til sín þótt þeir séu minni áhrifa- valdur en brennsluefnin. Ef hitastig hækkar um margar gráður á ís- landi fylgir því m.a. breyting á sjáv- arhæð. Prófessor Dean Abraham- son sýnir mér meðfylgjandi línurit um áætlaða hækkun á sjávarborði á jörðinni allri, þar sem miðað er við lægstu og hæstu spá, eða þijá möguleika og bendir á að hækkun- in gæti vel verið komin upp í meter þegar komið er fram um 2040 til 2050, á líftíma þeirrar kynslóðar sem nú er uppi. Með aukinni þekk- ingu og hverri nýrri spá virðist sjáv- arborð hækka (sjá kort). Hann nefnir Kolbeinsey, sem er svo mikil- vægt fyrir okkur að halda í vegna landhelgismarkanna, og bendir á að Japanir eigi jafn mikilvæga eyju, og hafí áform um að styrkja hana, tali um að leggja 300-400 milljón dollara í að byggja hana upp. Tvcggja metra hækkun á sjávarmáli „Frá íslenskum sjónarhóli era fískveiðamar líklega viðkvæmastar fyrir slíkum breytingum, enda hefur hitastigið í sjónum gífurleg áhrif á fískigengd. Og þeirra áhrifa gæti farið að gæta fljótlega. ísinn á norð- urpólssvæðinu mundi bráðna, ef hlýnar um 4 gráður, og hafíð fyrir norðan væntanlega verða íslaust, sem gæti breytt hafstraumum. Kanadamenn era hinir ánægðustu með þessar horfur. En hér norður af era óvissuþættir margir. Við getum aðeins litið til þess að fyrir mörgum milljónum ára var hitastig- ið 4 stigum hærra og reynt að taka mið af því. Vegna væntanlegrar hækkunar á sjávarmáli ætti þó til dæmis að vera tímabært að fara að gera ráð fyrir hækkun við hafn- argerð og vegagerð á landi eins og íslandi. A Villach-ráðstefnunni var rætt um að hækkun á sjávarborði gæti orðið um 2 metrar á næstu öld, en áhrifín verða meiri vegna storma og öldugangs. Þá er það gróðurinn, þar sem þurrkar geta fylgt hitunum á strandsvæðum og uppbblástur orðið meiri, þótt ekki hafí það eins mikil áhrif og á mörg- um helstu ræktunarsvæðum í heim- inum og þar sem tijárækt skiptir máli. Efnahagsleg áhrif era kannski ekki eins fyrirsjáanleg hér eins og þar sem áhrifín verða mest á akur- yrkju og skógrækt. Er reiknað með að hvert hálft annnað hitastig færi komræktarbeltin um 225 km norð- ur eftir. Þetta yrðu gífurlegar breytingar á heimsvísu og breyting- ar á komræktarsvæðunum í Banda- ríkjunum og Úkraínu myndu hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Þegar jöklar bráðna hraðar getur rennsli ánna tekið veralegum breytingum, fyrir utan vatnsmagnið og þarf nú þegar að taka tillit til þess við bygg- ingu vatnsorkuvera. „Ég er þó ekki svo svartsýnn, því ég trúi því að við getum dregið úr þessari þróun og við sívaxandi líkum á afdrifaríkum veðurfars- breytingum muni verða bragðist. Til þess verður að stemma á að ósi. Við þurfum annað hvort að draga úr orkunotkun og orkufram- leiðslunni, sem ekki virðist líklegt, eða þá að hætta að framleiða orku með því að brenna jarðefnaelds- neyti, þ.e. kolum, olíu og jarðgasi o.s.frv. Geram okkur grein fyrir því að eftir að koldíoxídið og aðrar skaðlegar lofttegundir eru komnar úr í loftið verður ekki aftur snúið, þær verða þar í langan tíma. Þetta á að vísu ekki við hér á íslandi, þar sem þið hafíð vatnsaflsstöðvar, en áhrifanna mun gæta hér. Vegna eðlilegs áhuga á íslandi hefí ég svolítið verið að reyna að átta mig á hugsanlegum áhrifum af þessu hér, þótt mínar rannsóknir hafí mest verið í Bandaríkjunum og mælihgar miðaðar við Central Park.“ Til frekari skýringar á því sem við eram að tala um hefur prófessor Dean Abrahamson flett upp í þykkri greinargerð, sem hann vann og flutti vegna stefnumörkun- ar fyrir undimefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings um eiturefni og umhverfísáhrif. Þar gerði hann grein fyrir hugsanlegum veðurfars- breytingum vegna gróðurhúsa- áhrifa af völdum brennsluefna. Fram að 1970 var ekki vitað annað en að koltvísýringurinn væri eini skaðvaldurinn sem hefði þessi svokölluðu gróðurhúsááhrif, en síðan er komin vitneskja um önnur efni, sem hvert um sig hefur ekki svo mikil áhrif, en öll saman gera þau það, tvöfalda áhrifín. Klórflúor- kolefnið, sem m.a. er notað í úða- brúsum, kælikerfum o.fl. hefur þama áhrif líka, en af öðram ástæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.