Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 23 Frá uppgreftrinum í Skálholti, Skálholtskirkja I baksýn MorKunblaðlð/ói-K.M. Brynjólfskirkja Jökull Jakobsson varð fyrstur manna var við vesturhomið á tilhöggvinni steinkistu þann 21, ágúst 1954 Rannsókn á kirkjunum í Skálholti um 100 manns. Það sletti regni öðru hveiju, veðrið heldur dumb- ungslegt og óskemmtilegt, en ekki kalt. Klukkan þijú átti að lyfta lok- inu. Menn voru mjög spenntir. Ég sagði nokkur orð um hvemig kistan fannst og hvar hún hefði verið í hinni fomu kirkju. Síðan sungu prestamir (mjög langt) Te deum, en á meðan fór að rigna meira og enn meira svo að allt varð renn- blautt. Síðan gengu vorir sterku menn fram undir stjóm flutninga- mannsins og tóku til við að lyfta vestasta hluta loksins (það er brot- ið í þijá hluta). Þá tók til að rigna i alvöru, og heljarmikil skúr steypt- ist niður. Þeir hófu lokið með gætni, og sjá: Rauðbrún höfuðkúpa á stalli vestast í kistunni og bagall á hægri öxl. Engin mold, ekkert vatn. Það bezta hafði rætzt. Allir voru djúpt snortnir og stemningin andagtug. Nú gengu okkar menn aftur að kist- unni og tóku miðhluta loksins. Það rigndi og rigndi, og nú varð þvílíkt skýfall að enginn viðstaddur minnt- ist annars eins allt sumarið. Regnið streymdi niður af vaxandi magni. Menn þóttust skynja einhvem vilja bak við þenn- an ofsa náttúrunnar. Við flýttum okkur að breiða yfir kistuna til þess að hún fylltist ekki af vatni. Þegar nokkuð dró úr rigningunni tókum við austasta hluta loksins, og nú gátu viðstaddir virt fyrir sér allt innihald steinþróarinnar. Beina- grindin falleg og hrein, bagallinn fagurlega útskorinn með dýra- myndum, ofan á fótleggjunum hrúga af brenndum mannabeinum og gjalli. Allir vom hrærðir af þess- ari einstæðu sýn og skynjuðu að stórmerki höfðu gerzt. Slík sjón hafði aldrei sézt hér á landi. Nú gekk fólk í röð fram hjá kistunni, ljósmyndarar tóku myndir í ákafa, spumingamar dundu, útvarpsmenn hömuðust með stálþráð sinn. Það rigndi enn, en ekki eins mikið. Ekki var mikið unnið það sem eftir var dagsins, kirkjugarðurinn var orðinn að einni eðju. En þetta var stór dagur, og við glöddumst allir yfir því sem við höfðum séð.“ Lengri er dagbókarfærslan ekki og hefði þó mátt segja frá fleira. Meðal viðstaddra var Barði Guð- mundsson þjóðskjalavörður. Ég man að hann lét orð um það falla að aldrei hefði hann á svipaðan hátt staðið andspænis sögunni sjálfri og þegar hann stóð augliti til auglitis við hinn foma kirkju- höfðingja, son Jóns Loftssonar í Odda. Hafi þó sagan lifað í nokkmm íslendingi, þá lifði hún í Barða. Ríkisútvarpið gerði stálþráðampp- töku á staðnum þar sem við Jón Steffensen svömðum nokkmm spumingum Jóns Magnússonar fréttastjóra. Sú upptaka er víst enn til. Allt þetta tal um rigningu í dagbókarfærslunni víkur að því að mönnum var í minni það sem stend- ur í Páls biskups sögu, að himinninn gréti við andlát hans. Fannst mönn- um jarteikn Ifkast að langstærsta skúr hins einstæða sólarsumars skyldi dynja ýfir einmitt þegar ver- ið var að lyfta lokinu af kistu hans. Um það leyti sem athöfninni lauk og gestir fóm af staðnum stytti upp, og kvöldið var þurrt og gott. Vomm við fegnir að verá aftur í friði, en mikið hafði kirkjugarðurinn vaðist upp og óhijálegt um að lit- ast. Þótti okkur einkennilega hafa til tekist, að við skyldum lenda í þessari ofsarigningu eftir að hafa beðið í marga daga eftir úrvalsgóðu veðri. En ekki kom þetta að sök. Hakon Christie akitekt og fomleifafræðingur rannsakaði og teiknaði upp kirkjugrunna kirknanna, sem staðið hafa i Skálholti og í ljós komu við uppgröftinn. Fer hér á eftir brot úr kafla hans. Frá upphafi vega hafa ekki staðið færri en 10 kirkjur í Skálholti. Ritað- ar heimildir um staðinn vitna þar að auki um að kirkjumar vom stöðugt endur- byggðar, stækkaðar og þeim breytt. Stundúm getur verið torvelt að segja af eða á um hvort breyting var gerð eða byggt var að nýju, én a.m.k. vaknar það hugboð að unnið hafí verið að kirkjusmíð lengst af meðan biskupsstóll stóð þar. Þannig hefur einnig verið á flestum evr- ópskum biskupssetmm, og af því leiddi að upp risu verkstæði í sam- bandi við byggingarframkvæmdir við dómkirkjumar. Það er næsta líklegt að slíkt verkstæði hafi einn- ig verið í Skálholti, og það hlýtur að hafa borið merki þess að dóm- kirkjan var ekki úr steini, heldur úr miður varanlegu efni. Ólíkt öðr- um dómkirkjum var hún reist úr timbri sem stóðst hvorki óblíða veðráttu né þá skæðu eldsvoða sem urðu á biskupsstólnum 1309 og nálægt 1527. Allar Skálholtskirkjur hafa stað- ið, eftir því sem best verður séð, í sama kirkjugarði, norðan megin við biskupshúsin. Kirkjugarðurinn var á svaeði sem hallaði lítið eitt til suðurs. f honum miðjum stóð ber klapparhryggur upp úr, og svo virð- ist sem allar kirkjumar hafi verið reistar yfir þennan hrygg. Undir- gangurinn, sem lá frá staðarhúsum til kirkju, opnaðist við klappar- hrygginn vestanverðan. Gangurinn var til á 13. öld, og sýnir það að kirkja stóð þá þegar á 13. öld á þessum stað. Hann var fylltur upp um 1800, en grafinn upp aftur á árunum 1952 og 1958. Þegar fom- leifarannsóknir á kirkjugrunninum áttu að heQ'ast árið 1954 stóð þar enn lítil kirkja. Hún var byggð 1851 með bindingsverki með skipi og kór ( einu rými, um 5x10 m. Austur- gafl kirigunnar var á klappar- úryggnum og huldi hluta hins gamla kirkjugrunns, og því var ákveðið að flytja kirkjuna. Það reyndist tiltölulega auðvelt með þvi að lyfta henni upp, leggja tré undir aurstokkana og draga hana til hlið- ar. Hún var dregin um 13 m í norð- ur þannig að allur gamli kirkju- grunnurinn varð aðgengilegur til rannsóknar. Eldri kirkjur, sem sýnt var fram á leifar eftir við fomleifagröftinn, hafa að hluta staðið á berum klapp- arhryggnum (I). Kirkjugólfin hljóta því að hafa verið í. nokkúm veginn sömu hæð og kirkjugarðurinn. Við uppgröftinn var því ekki hægt að búast við að annað fyndist en undir- stöður eldri kirkjubygginga. Á svæðinu norðaustur og suður af klapparhryggnum fundust undir- stöður stórrar kirkju. Austurhluti hennar hefur haft krosslaga grunn- flöt. Það kom í Ijós að við byggingu þeirrar kirkju hafði orðið svo mikið jarðrask við gerð undirstöðu að hugsanleg merki um eldri kirkju eða kirkjur innan þess svæðis, sem krossarmamir þrír tóku til, hafa verið fjarlægð. Auk þess varð ljóst að krosskirkjan hefur eyðilagst af eldi, líklega í þeim bmna sem sam- kvæmt heimildum á að hafa lagt hana að velli nálægt 1527. Kross- kirkjurústin verður þess vegna nefnd hér eftir miðaldakirkjan. Ekki fundust merki þess að staðið hefði hús á svæði eystri kross- armanna eftir kirkjubrunann. Þess vegna má telja fullvíst að í þessum hluta kirkjugarðsins hafi aðeins fundist undirstöður einnar kirkju, sem sé eystri hluta miðaldakirkj- unnar. Hugsanlegt er þó að kirkj- an, sem kom í stað hinnar bmnnu, hafi verið reist á grunni þessum eins og ritaðar heimildir votta. SJÁ BLAÐSfÐU 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.