Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Svipmynd á sunnudegi/Michael Dukakis Grískættaða forsetaefnið MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, er sá þeirra demókrata, sem keppa að tilnefningu í forseta- framboð, sem hefur hvað mest verið í sviðsljósinu frá því hann sigraði í forkosningunum í New Hampshire. Síðan hefur hann unnið öruggan sigur í forkosningum í Minnesota, en beðið lægri hlut í Suður-Dakóta fyrir vemdartollasinnanum Richard Gephardt, þingmanni frá Missouri, sem hlaut 45% atkvæða. Dukakis varð að láta sér lynda annað sætið og 30% atkvæða. Ekki er gott að sjá hvemig Duk- akis gengur í næstu forkosningum, í Wyoming, Kansas og Suður- Karólínu 5. marz og róður hans getur orðið þungur í Suðurríkjunum 8. marz, sem hefur verið nefndur „stóri þriðjudagur". Þá hefst bar- áttan fyrir alvöra og þá er að duga eða drepast fyrir Albert Gore, sem verður að sigra í a.rrvk. þriðjungi ríkjanna, og blökkumanninn Jesse Jackson, sem sigraði í forkosning- unum í Louisiana fyrir §óram áram og gerir sér vonir um stærri sigra nú. Baráttan er aðeins nýhafin og Dukakis á enn langt í land, þótt hann hafi treyst stöðu sína. Hann má hafa sig allan við ef hann ætlar að ná takmarki sínu, en hann hefur orð fyrir að vera duglegur og standa sig vel í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Sagt er að ef hann verði kjörinn forseti muni hann reynast dugandi og hygginn, vel inni í öllum málum, sem hann fái til meðferðar, og gersamlega and- snúinn spillingu. Hins vegar þykir Dukakis lítt „spennandi" stjómmálamaður. Al- mennt var hlegið í Massachusetts í fyrra þegar tímaritið Playgirl kaus hann einn af „tíu kynþokkafyllstu karlmönnum Bandaríkjanna". Af því tilefni líkti blaðið Boston Globe honum við vammlausan og trúaðan dægurlagasöngvara frá sjötta ára- tugnum og kallaði hann „Pat Boone bandarískra stjómmála". Sagt er að hann taki starf sitt svo alvarlega að hann taki með sér bók um lóðaskipulag í Svíþjóð í sumarleyfi. Hann er svo sparsamur að því er haldið fram að hann kaupi föt á útsölum, hafi verið sinn eigin hárskeri og hafi tekið þá ákvörðun að kaupa nýja tegund af smákök- um, þegar hann komst að því að hún væri ódýrari en aðrar. „Þær bragðast betur af því þær kosta minna,“ sagði hann á þessum tíma- mótum. Hann lætur engar tilfinningar í ljós, nema þvi aðeins að koma þurfi einhveiju í verk. Þá sjaldan sem áheyrendur hrífast af orðum hans fer hann hjá sér, dregur sig inn í skel og muldrar eitthvað. Hann reynir að vera fyndinn, en brandar- ar hans missa marks. Kjósendum leiðist á fundum hans, en hann vekur traust og hefur náð árangri. Grískur faðir Dukakis, sem er kallaður „Duke“ (hertoginn) eins og kvikmyndaleik- arinn John heitinn Wayne, er fædd- ur 1933 og sonur grísks innflytj- anda. Ef hann nær því marki að setjast að í Hvíta húsinu verður hann fyrsti forsetinn, sem er ættað- ur frá landi utan Norðvestur-Evr- ópu. Faðir hans, Panos, fluttist til Bandaríkjanna 15 ára gamall til að flýja undan Tyrkjum. Þá kunni hann ekkert í ensku, en átta áram síðar innritaðist hann í læknadeild Harvard-háskóla og varð síðan efn- aður heimilislæknir. Hann vann alla daga og flest kvöld og þegar hann lézt 1979 lét hann eftir sig 1,3 milljónir dollara. Þegar Michael fæddist hafði fjöl- skyldan komið sér vel fyrir í Brook- line, útborg Boston, þar sem John Kennedy var einnig fæddur. Fjöl- skylda hans slitnaði úr tengslum við aðra innflytjendur og varð hluti af traustri yfirstétt gamaldags, dálítið hrokafulls fólks, aðallega af engilsaxneskum upprana, sem leit á það sem skyldu sína að þjóna hagsmunum almennings í opin- beram embættum. Michael var ótrúlega duglegur eins og mörg börn innflytjenda, fékk alltaf fyrstu einkunn í skóla og vann til verð- launa. Hann átti eldri bróður, Stel- ian, sem síðar fékk taugaáfall, varð fyrir bíl og beið bana. Ungur lét Dukakis sig dreyma um að verða ríkisstjóri Massachu- setts, þótt flestum grískum Banda- ríkjamönnum af annarri kynslóð hefði þótt það fráleit hugmynd, og hann virtist stefna að því marki. " Hann stundaði nám í virtum menntaskóla, Swarthmore College, og lauk lögfræðiprófi frá Harvard með hæstu ágætiseinkunn. Þegar hann gegndi herskyldu í Kóreu notaði hann tímann til að læra kór- esku og nú talar hann sex tungu- mál. Með Kitty konu sinni: ólik. Árið 1963 kvæntist hann Kitty Dickson, sem hafði verið gift áður og er af gyðingaættum. Hún er talin mjög ólík honum; glaðlynd, eyðslusöm og léttúðug, en samband þeirra er sagt mjög hlýlegt. í fyrra viðurkenndi hún að hafa verið all- háð amfetamíni, þótt það hefði far- ið fram hjá fjölmiðlum vestra, en hreinskilni hennar virtist styrkja baráttu eiginmanns hennar. Þau eiga tvær dætur og hún á son af fyrra hjónabandi, John, sem hefur tékið sér nafn Dukakis. Nær árangri Dukakis var kosinn á þing Massachusetts árið 1962 og hefur æ síðan haft þann hátt á að vinna með hægð að framgangi takmark- aðra en markvissra umbóta í félags- málum og hefur forðast að beita sér fyrir róttækum breytingum. Hann hefur einbeitt sér að hvers- dagslegum málum eins og húsa- leigueftirliti, bættum opinberam samgöngum og betri bílatrygging- um. Starf hans hefur verið árang- ursríkt, þótt starfsfélagar hans hafi fundið að því að hann hafi sjaldan verið fús til að komast að leynilegu samkomulagi og samþykkja mála- miðlanir. Árið 1974 bauð Dukakis sig fram til ríkisstjóra. Þá hafði bandaríska þjóðin ekki enn náð sér eftir Water- gate-hneykslið og kjósendur kunnu vel að meta heiðarleiki hans og lát- leysi. Mesta hitamálið í Boston þá var kynþáttajafnrétti í skólum og Dukakis: dugandi og heiðarlegur. Á kosningaferðalagi með Sally Fields: líkt við Pat Boone. þótt áfstaða hans í því máli væri loðin sigraði hann í kosningunum. Dukakis gekk illa fyrsta kjörtímabilið. Hann neitaði að vinna með gamalli, spilltri demó- krataklíku, sem öllu hafði ráðið í Boston, og erfði mikinn greiðslu- halla, en hafði lofað því að hækka ekki skatta. Niðurstaðan varð sú að hann lækkaði framfærslustyrki og bakaði sér óvild gömlu valdaklík- unnar og frjálslyndra demókrata. Margir fulltrúar á þingi Massa- chusetts töldu að hann hefði of mikið sjálfsálit og væri of tregur til að hlusta á aðra. Þeir fengu hálfgerða óbeit á honum og hefndu sín á smásmugulegan hátt, eins og með því að púa stóra vindla á fund- um af því þeir vissu að hann hafði ímugust á reykingum. Hann vissi að hann hlyti að tapa í næstu kosningum, en tók samt ósigurinn nærri sér og var nánast lamaður á eftir. Hann ákvað þó að færa sér ósigurinn í nyt og var svo heppinn að kjósendur iðraðust fljótt að hafa kosið eftirmann hans, Ed King, því að stjóm hans var óheið- arleg. Hann lét hart mæta hörðu og lærði þá list á fjögurra ára eyði- merkurgöngu að knýja fram sigur í málum, sem hann barðist fyrir, með sveit stuðningsmanna, sem hann kom sér upp. Hann varð einn- ig hógværari að eigin sögn. King var sakaður um alls konar spillingu og Dukakis stóð uppi í hárinu á honum í sjónvarpsumræð- um árið 1982. Dukakis er lágvax- inn, en King stór og fyrirferðarmik- ill, og kjósendur þóttust sjá þarna viðureign Davíðs og Golíats. Þetta átti mikinn þátt í því að Dukakis var endurkjörinn. Myndbandshneyksli Dukakis naut einnig góðs af dyggum og öflugum stuðningi Johns Sassos, sem hafði gengið í lið með honum 1978 og varð nán- asti bandamaður hans og ráðgjafi. Sasso hafði til að bera visst pólitískt innsæi, sem Dukakis skorti, og var gæddur góðum skipulagshæfíleik- um. Auk þess var hann snillingur í að safna fé í kosningasjóði. í fyrra söfnuðust 15 milljónir Bandaríkja- dala í sjóð Dukakis, meira en í sjóð nokkurs annars demókrata. Það er líka Sasso að þakka að Dukakis hefur stuðzt við öflugri landssam- tök en nokkur annar demókrati. í fyrrahaust dreifði Sasso frægri myndbandsspólu, sem sýndi að Joe Biden, einn helzti keppinautur Duk- akis, hafði flutt nánast sömu ræðu og jafnaðarmannaleiðtoginn Neil Kinnock í kosningabaráttunni í Bretlandi. Aðferð Sassos var ekkert einsdæmi, en hann hafði ekki látið Dukakis vita og reyndi að hilma yfir það sem hann hafði gert. Eftir mikið hik ákvað Dukakis að reka Sasso. Þetta mál var mikið áfall fyrir Dukakis, einkum vegna þess að hann hafði verið talinn góður stjómandi og hreinskiptinn. Hann hefur varla náð sér eftir þetta fyrr en nú á síðustu vikum, en sumum býður í gran að hann þiggi enn góð ráð hjá Sasso á laun. Ein helzta skýringin á þeirri hylli, sem Dukakis hefur notið, er sú að hann hefur sýnt heiðarleika í ríki sem hefur verið alræmt fyrir spillingu, og hann var endurkjörinn ríkisstjóri Massachusetts með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða árið 1986. Hann vildi ekki hvað sízt þakka sigurinn svokölluðu „krafta- verki í Massachusetts“ og notar það vígorð óspart í baráttunni í forkosn- ingunum. Það orkar hins vegar tvímælis, þótt mikil umskipti hafi orðið í efnahagsmálum ríkisins. Það er að vísu rétt að Massa- chusetts virtist eiga litla framtíð fyrir sér þegar hann tók við stjóm- inni og að það varð eitt auðugasta ríki Bandaríkjanna undir hans stjóm. En breytingin stafaði að miklu leyti af auknum herútgjöld- um, sem Dukakis er andvígur, og atvinnuleysi er mikið vegna þess að verð á fasteignum hefur rokið upp úr öllu valdi og fólk forðast að seQast þar að. Enginn dregur heiðarleik og hæfni Dukakis í efa. En hann hefur enga reynslu í utanríkismálum og skynsemi og hæfni virðist það eina sem hann hefur að leiðarljósi. Hann virðist skorta einhvem neista, ein- hverja snerpu, trú á einhvem mál- stað, sem er hafinn yfir hvers- dagsleikann. Honum virðist fyrst og fremst umhugað um að forðast deilur. Það sem hann spyr um fyrst er yfirleitt ekki „er þetta rétt?“, heldur „hver verður móðgaður?" Hins vegar þykir mörgum hæfileik- ar hans eftirsóknarverðir, þar sem lftið fari fyrir slíku í Washington nú orðið. Dukakis reynir nú að gæða framboðsræður sínar meira lífí og eftir á áð koma í Ijós hvem- ig til tekst, nú þegar kosningabar- áttan er að hefjast fyrir alvöru í Suðurríkjunum og fjör fer að fær- ast í slaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.