Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 27 Spá um hækkandi sjávarborð, 1980-2100, miðað við þrjú þrep hækkandi hitastigs íheiminum ur á þessari stundu gefið nákvæma lýsingu á hvers kyns þessar breyt- inga verða — m.a. af því að engin leið er að segja fyrir um viðbrögðin við breytingunum meðan þær eru að gerast — en breytingar verða ekki umflúnar. Ekki væri heldur úr vegi að líta á þá orkunotkun sem gróðurhúsaástandið krefst. Nú þeg- ar notar mannfólkið til að halda vélum sínum gangandi um 10% af þeirri orku sem ljóstillífun alls gróð- urs á jörðinni krefst. Ljóstillífunin er vélin sem heldur öllum lífverum í gangi, að iðnvædda manninum einum undanskildum. Með tvöföld- un á notkuninni í þágu mannsins eins — á 30-40 árum með núver- andi hraðaaukningu — verður hann farinn að nota jafn mikla orku og allt annað sem lifír. Svo mikil orku- notkun einnar lífveru getur aðeins orðið á kostnað alls annars lífs. Fyrir um það bil 100 árum benti sænskur vísindamaður, Svante Arr- heníus, á að uppsöfnun á koltví- sýringi í andrúmsloftinu gæti leitt til hitunar andrúmsloftsins. Um miðja 20. öldina sýndu mælingar að hitun á jörðinni yrði að óbreyttu veruleg innan mjög skamms tíma. Á undanfömum árum hafa verið að safnast upplýsingar sem sýna að aðrar lofttegundir séu samtals að minnsta kosti jafn áhrifamiklar og koltvísýringurinn. Nú eru vísindamenn á þessu sviði orðnir sammála um að haldi koltvísýring- urinn og hinar lofttegundimar með gróðurhúsaáhrif áfram eins og hingaðtil, þá muni hnötturinn okkar upplifa áður en margir áratugir em liðnir hitnun, sem er umfangsmeiri og hraðari en orðið hafa allan tímann síðan á ísöld. Ef þær gerð- ust nægilega hægt þyrfti ekki að hafa af þeim áhyggjur, veðurbreyt- ingar hafa orðið fýrr, þjóðflutningar fylgt í kjölfarið og skógar og annað lífríki flust til og breyst að samsetn- ingu. En þetta hefur gerst ofur- hægt. Nú stöndum við andspænis yfírvofandi hitabreytingum, sem verða meiri og á styttri tíma en maðurinn hefur nokkum tíma upp- lifað, sem leiðir til breytinga sem allt útlit er fyrir að hafí verulega tmflandi áhrif. Þessvegna em þessi svokölluð gróðurhúsaáhrif vegna notkunar koltvísýrings og annarra loftegunda með gróðurhúsalofts- áhrif orðin ógnvænleg og krefjast viðbragða. GEISLASPILARAR Hækkun sjávarborðsins á jörð- inni við þrennar aðstæður, frá minnsta til mesta hita sem spáð er. um en á ósonlagið. Freon er aðeins framleitt af fáum þjóðum og önnur efni geta komið í stað þess, en t.d. metanið er erfítt að útiloka, sem m.a. eykur þrýstinginn á að draga úr eða stöðva brennslu jarðefna- eldsneytisins. Það gerir eyðing skóganna líka.“ ísland hafi forustu Við víkjum talinu að alþjóðaráð- stefnunum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Villach í Austurríki. Ráðstefnugestum var m.a. skipt í hópa, sem fjölluðu um væntanleg gróðurhúsaáhrif á einstaka heims- hluta. Dr.Dean Abrahamson kvaðst hafa kosið heimskautasvæðahóp- inn. Hann segir að stórþjóðimar Kanadamenn og Sovétmenn hafi yfirgnæft þar. Ekki kom ísland mikið við sögu, enda lítið land. En hann þrýsti á um að það væri tekið inn í myndina. Flestir töldu að ís- land væri viðkvæmast fyrir gróður- húsaáhrifum af öllum löndunum á norðurhveli. Og þá mest vegna þess hve háð það er fiskveiðum og breyt- ingar á hitastigi geta haft mikil áhrif á þær, þótt ekki sé vitað hver þau verða. Ekki er heldur hægt að segja nákvæmlega fyrir um hve mikið sjávarborð kemur til með að hækka við að jöklar taka að bráðna, aðeins áhrif hafísbráðnunar. Lönd eins og ísland geta þó brugðist við og hörfað með byggð, en nokkur lítil lönd svo sem Danmörk og Hol- land eru svo lág að þetta verður skelfílegt fyrir þau. Þau geta lítið gert til vamar. Sama er raunar með lönd eins og Egyptaland o.fl. „Ég vildi reyna að ná þessum litlu þjóðum saman, svo þær beittu sér pólitískt í hóp. Þiýstu af öllu afli á stóru þjóðimar um að stöðva það sem veldur þessum áhrifum. Þetta mál varðar t.d. Norðurlöndin öll, í einu eða öðru formi. ísland hefur þama góða stöðu til að taka forustuna. Það getur ekkert gert eitt sér. En í hópi margra smárra landa getur það a.m.k. vakið al- þjóðaathygli á málinu. Og ég held að Norðurlöndin, sem flest eiga norðlæg landsvæði, eigi mikið í húfí. Ef fsland ætlar sér og getur tekið þátt á alþjóðavettvangi þá ætti það að vera á þessu sviði. Lítið land eins og ísland getur ekki verið alls staðar, en ætti að einbeita sér að völdum verkefnum, en nýta yfir- gripsmiklar rannsóknir þjóða með mikið bolmagn á öðrum sviðum." Hraðari breytingar en síðan á ísöld „Nú orðið er vitað að nokkurra gráðu hækkun hitastigs, meiri en áður hefur orðið í sögu mannkyns, muni væntanlega verða á tímabili sem er mjög stutt miðað við líftíma trés eða manns," sagði Dean Abra- hamson í lok samtalsins. „Ljóst er að það mun hafa í för með sér miklar breytingar á lífríkis, efna- hags- og félagslegum kerfum þar sem tengsl þeirra við umhverfíð eru viðkvæm og umhverfíð byggir á veðurfarinu. Satt er að enginn get- ÆVINTYRAFERÐIN ÞIN! r4e>») YorW> 3Y&T»rt'1 Ootn‘‘rt\can poerto R»co Santo {XxnifíS0 Ferðaskrifstofa Reykjavíkur býður þér 15 daga ævintýralega páskaferð til Karabíska hafsins ■■ £7 Dvalið er á einum fullkomnasta sumarleyfisstað „Casa de Campo" í Karabíska hafinu sem er hannaður af hinum heims- fræga Oscar de la Renta. Hægt er að velja um íbúðir eða herbergi. Inná svæðinu sem er 17.500 hektarar að stærð er boðið uppá: • Tvo 18 holu heimsmeistara golfvelli sérhannaða af Pete Dye • 13 tennisvelli þar af 8 upplýsta á kvöldin • Hestafyrirútreiðarog polo • 2 skotvelli • 31 feta lúxussnekkjurtil sjóstangaveiða. • Heilsuræktarstöð m/nuddpótti • „Squash" og „Raquetteball" salir • Sjóbrettasiglingarog köfun • 7 sundlaugarþaraf 1 meðbar • 9 veitingastaðiro.m.m.fl. InnifaliA: Islenskfarastjórn, ferðirtil og frá flugvelli, kokteilboð, grillveisla ásamt fleiru. Stt Allt þetta fyrir aðeins kr. 77.900.- Fyrir börn yngri en 12 ára kr. 22.800. Flugvallarskattur ekki innifalinn Bjóðum sérstök vildarkjör FERÐASKRIFSTOFA REVKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 1 6 SÍMI91-621490
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.