Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 3b 3C ADROmNSJHBI Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir Séra Kristján Valur Ingólfsson Sektarkennd er ekki óhjákvæmileg Spjallað við Vigdísi Magnúsdóttur hjúkrunarforstjóra Fastan er undirbúningstími undir páskana eins o g að- ventan er undirbúningstimi jólanna. Okkur er ætlað að ganga á vit okkar sjálfra, rannsaka hug og hjarta og taka þar til svo að rúm verði fyrir hina miklu og óþijótandi gleði hátíðanna. Þetta sýnir, sem svo margt annað, visku móður okkar, kirkjunnar. Hún hefur vitað af húsmóðurhyggindum síniun og reynslu að það þarf alltaf að taka til við og við, athuga skápa og skúffur, kjallara og háaloft, henda ýmsu en taka annað til handargagns, bijóta það saman og setja á sinn stað svo að það sé ekki að flækjast í óreiðu. Hún veit að eins er um hugi okkar. Þar safnast margt fyrir, sem rétt væri að henda, annað þarf að geyma og seija á sinn stað. Litur föstunnar er hinn fjólublái litur, allt eins og litur aðventunnar. Það er litur undirbúningsins, litur iðruna- rinnar og yfirbótarinnar. Við ákváðum að ganga á fund einhvers, sem fengist til að ræða við okkur um sitt eigið f östuhald, hvernig það tækist að henda sumum hugsunum sínum en koma öðrum á rétta hillu. Við völdum okkur Vigdísi Magnúsdóttur, hjúkrunarforstjóra á Landspítal- anum. Fyrsta spuming var þessi: Finnst þér fastan einhvers virði fyrir sjálfa þig? Já, mér fínnst það. Það er kannski vegna þess að fastan kemur á hveiju ári og ég fylgi þeirri venju alveg ósjálfrátt. Fyrst koma jólin með alla sína miklu og góðu birtu, svo koma páskam- ir með föstutímann og biblíulest- urinn verður samsvarandi því. Þá les ég frekar um þjáningu Jesú í Biblíunni og les svo líka Passíu- sálmana. Hefur það gildi fyrir þig í daglegu lifi þínu? Já, það hefur það sjálfsagt. Samt verð ég að viðurkenna að það kemur mér ekki að því gagni, sem það ætti að gera og gæti gert. Mér fínnst ég ekki nota fost- una eins og ég vildi gera sjálfri mér til uppbyggingar. Eg ætti t.d. að nota föstuna til að fasta, taka1 helgi til að fasta og biðja. Nú finnst mér þú hafa sekt- arkennd vegna þess að þú notir ekki föstuna eins og þú vildir í rauninni. Er það þannig? Við hljótum að horfast í augu við eigin sektarkennd ef við viljum vera hreinskilin við sjálf okkur. Þegar við skoðum sjálf okkur í ljósi Guðs orðs sjáum við hvað við erum ófullkomin. Þegar starfs- deginum er lokið fínnst mér oft að ég eigi ýmsu ólokið. Mér finnst ég ekki hafa gefið mér tíma til margs, sem ég hefði átt að gera, ég hefði átt að hjálpa öðmm meira, gefa mér tíma til að setj- ast hjá einhverjum, sem þurfti á því að halda að ég læsi og bæði með henni eða honum. Kannski stafar þetta af því að dagamir eru í rauninni allt of annasamir, kannski af því að við setjum það, sem við gerum, ekki í rétta röð, skipum því nauðsynlegasta ekki í efstu sætin. Er það þá óhjákvæmilegt að hafa sektarkennd af verkefn- um, sem aldrei tekst að Ijúka? Er það eðlilegt frá kristnu sjón- armiði að hafa þessa sektar- kennd? Nei, það er það ekki. Það er ekki óhjákvæmilegt að hafa sekt- arkennd af óloknum verkefnum og það er ekki eðlilegt frá kristnu sjónarmiði. Við getum notfært okkur það meira að gleðjast yfir því, sem Guð hefur gefíð okkur. Stundum erum við að pína sjálf okkur með því að telja það upp fyrir okkur hvað við hefðum átt að gera. Ég held að við ætlum okkur stundum of mikið og verð- um vansæl þegar það tekst svo ekki. Það getur verið erfítt að fínna jafnvægið milli þess, sem við getum og viljum. En hvar eigum við að leita að þessu jafnvægi? Mér finnst margar frásögur í Biblíunni kenna okkur leiðir til þess. Eins og frásagan af Jesú með Emmausforunum. Þeir voru óvissir, en þegar þeir hlustuðu á Jesúm útskýra málið breyttist allt. Við þurfum einfaldlega að biðja Jesúm að slást í förina með okkur í daglegu lífí og þá opnast glufur. Og það, sem var dimmt, verður bjart. Við getum líka minnst á söguna um glataða soninn. Hinn bróðirinn, sem hafði alltaf verið heima, var óánægður með sinn hlut og fannst hann sniðgenginn. Hann skildi ekki gleðitíðindin, sem faðir hans sagði við hann, þegar hann sagði: Allt mitt er þitt. Við nöldrum líka alveg eins og hann. En við ættum að vera fagnandi. Og vitanlega erum við oft fagn- andi. Við fínnum það oft og ein- att í daglegu líf okkar hvemig Jesús tekur frá okkur byrðar okk- ar, áhyggjur okkar og nöldur og hjálpar okkur vð þau verkefni, sem við erum að vinna hveiji sinni. Þá gerist einmitt það, sen gerðist hjá Emmausförunum: All breyttist. Kristin trú býður frelsi frá byrði sektarkenndarinnar. í altaris- sakramentinu mætir Jesús manneskjunni til að fyrirgefa henni og gefa henni kraft og fögnuð. Allar manneskjur bera byrðar sektar og samviskubits, íþyngja þeim og geta bugað þær ef ekkert er að gert. Samtal um sektarkennd og lækningu Við söfnuðum saman dálitlum hópi fólks til að ræða það sama mál og við ræddum við Vigdísi, hvemig við gætum lært að henda sumum hugsunum okkar en kom- ið öðrum á réttar hillur í hugskot- inu. Þau komust að þeirri niður- stöðu að þau væru öll hlaðin sekt- arkennd vegna eins og annars. Þeim fannst eðlilegt að kristið fólk fengi sektarkennd, hún væri nauðsynleg til að minna þau á það, sem aflaga færi. Hins vegar fannst þeim jafn nauðsynlegt fyr- Biblíulestur vikunnar Næsti sunnudagur er 3. sunnudagur í föstu og æskulýðs- dagur þjóðkirkjunnar. Yfirskrift dagsins verður „Verið glöð“ og við veljum biblíulestur vikunnar eftir þeim orðum. Sunnudagur: Fil. 4.4. Verið glöð vegna Drottins Mánudagur: Fil. 4.5—7. Veriðekki hugsjúk um neitt Þriðjudagur: Fil. 4.8. Hugfestið ailt, sem er gott Miðvikudagur: Sálm. 90.14—17. Veitossgleði Fimmtudagur: Sálm. 100.1—5. Þjónið Drottni með gleði Föstudagur: Sálm. 122.1. Göngum í hús Drottins Laugardagur: Jer. 31.13. Ungir og gamlir gleéjast saman ir hveija manneskju að gera upp sektarkennd sína, sinna því sem hægt væri að lagfæra, en henda hinu, sem stafaði af ofurvið- kvæmni. Þau töldu að sumt það, sem ylli þeim sektarkennd, væri þannig að þau fengju því ekki breytt, og þá væri best að horfast í augu við það og hætta að hafa sektarkennd af því. Þegar hvert þeirra hóf að segja frá sinni sektarkennd færðist gleðileg ró yfir hópinn. Þau fóru að kíma og hlæja. Það var þó ekki vegna þess að þau væru beint að gleðjast yfír vanlíðan hinna. Og þó. J ú, líklega var það þess vegna. Þau voru nefnileg svo feg- in því að hinum leið eins og þeim sjálfum. Það gerði þeirra eigin sektarkennd þolanlegri. Hún var þá ekki jafn fjarstæðukennd og þeim fannst stundum, sögðu þau. Þegar hvert um sig sagði frá sinni sektarkennd, þeirri, sem hæst gnæfði í þeim bing, töluðu þau um ólokin verkefni, eins og Vigdís talar um hér á síðunni. Þau töluðum um börn, sem fengju ekki nægilega umhyggju eða sam- vistir við foreldrana, vináttu- og ættarbönd, sem ekki er sinnt neitt í átt við það, sem skyldi. Þau töluðu líka um rækt við sjálf sig, of litlar efndir á áformum um útivist, bóklestur og meiri ræktun sálar og líkama. Þau töluðu líka um sektarkennd, sem aðrir kæmu inn hjá þeim án þess það væri í rauninni maklegt, og sektar- kennd, sem þau kæmu inn hjá öðrum og að það ylli þeim sjálfum svo sektarkennd að þau skyldu hafa gert þetta. Svo var drukkið kaffí og borðuð nýbökuð vínarbrauð til að gleðja sálimar og brýna til bráðra úr- lausna. Þær létu heldur ekki á sér standa. Hópurinn gaf út þá yfirlýsingu að hvert um sig skyldi ævinlega og staðfastlega minnast þess að hin voru haldin alveg sömu sekt- arkenndinni því það gerði allt mun léttara. Hvert um sig skyldi reyna að átta sig á eigin sektarkennd- um, nefna þær réttum nöfnum. Síðan skyldu þau gera sér grein fyrir því hvort sektarkenndin væri réttmæt eða óréttmæt. Það þótti t.d. réttmætt að hafa sektarkennd af of litlum samvistum og ráðið skyldi vera að auka þær eins og unnt væri og hætta svo að ásaka sjálf sig fyrir það, sem ekki yrði betur gert í því máli. Það þótti rétt að feta í fótspor hans, sem spratt á fætur og sagðist aldrei aftur ætla að láta fólk koma inn hjá sér sektarkennd af því, sem hann vissi sjálfur að væri óþarfi. Fólk var sammála um að það hefði verið gott að ræða saman. Það sagðist því myndu halda áfram að leita eftir því að létta á hjartanu við aðra og minnti á orð- in í Jakobsbréfi: Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heilbrigð. Hópurinn varð sammála um að hvert um sig skyldi gæta_ að eigin líðan á hveijum degi. Á hveiju kvöldi eða áliðnum degi skyldi hvert og eitt tala um hug sinn við Guð, ausa af því, sem í hjart- anu byggi. Og í því samtali skyldu þau rifja það upp að Jesús hefði dáið fyrir syndir okkar og við mættum þiggja fyrirgefningu. Þannig vildu þau halda föstuna — og allt árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.