Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 dS6 fslandssýning á ftalíu, í stærsta fjallasafni f heimi: „ENDALAUS USTAVERK NÁTTÚRUNNAR“ — segir Aldo Audisio framkvæmdastjóri safnsins um fsland Þjóðlega fjallasafnið í Tórínó á Ítalíu, „Duca deg'li Abruzzi“, hefur ákveðið að halda íslands- sýningu, sem opnuð verður um næstu áramót. Safnið, sem er hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, hyggst kynna land og þjóð á glæsilegan hátt og í janúar kom framkvæmdastjóri safnsins til íslands ásamt að- stoðarmönnum sinum til að ræða við íslenska samstarfs- menn og leggja grunninn að endanlegu undirbúningsstarfi. „Ég er afskaplega hrifínn af ís- landi og sé að veðurguðimir hafa ákveðið að sýna okkur landið í sinni fegurstu mynd,“ segir Aldo Audisio framkvæmdastjóri safns- ins. Hann segir að hugmyndin að því að setja upp íslandssýningu í safninu hafí fyrst komið upp fyrir nokkrum árum, en af ýmsum ástæðum hafí það ekki reynst framkvæmanlegt fyrr en nú. „Fyrir tveimur árum kom til mín maður sem heitir Enrico Bened- etto og er blaðamaður hjá La Starnpa “. Hann hefur komið áður til íslands og hefur mikinn áhuga á landi og þjóð. Hann bauðst til að taka að sér undirbúning sýn- ingarinnar og því slógum við til. Undirbúningur sýningar af þessu tagi tekur langan tíma og við bytjuðum að senda frá okkur bréf fyrir einu ári, en íslenska ríkis- stjórnin hefur lýst sig hlynnta þessari sýningu og er okkur mikil ánægja að þvi. Sveinn Einarsson hefur verið okkur innan handar af hálfu menntamálaráðuneytis- ins og hefur aðstoð hans reynst okkur afar mikilvæg. Einnighefur Ragnar Borg ræðismaður aðstoð- að okkur mikið, “ segir Aldo Au- disio. Jákvæðar viðtökur á íslandi — Hvernig verður sýningin byggð upp? „Þar sem um er að ræða ijalla- safn, verður megináhersla lögð á að kynna náttúru landsins og fjall- lendi, en einnig höfum við mikinn áhuga á að gefa raunsæja mynd af landinu, menningarsögu þess og þjóðlífí, og því höfum við feng- ið ísienska aðila til samstarfs við okkur. Við gefum alltaf út um 200 blaðsíðna litbæklinga fyrir hveija sýningu og verður það einnig gert fyrir Islandssýning- una. Bæklingurinn verður til sölu í safninu sjálfu og einnig í bóka- búðum á Ítalíu. íslendingar munu skrifa megnið af efninu, en Enrico Benedetto umsjónarmaður sýn- ingarinnar mun einnig skrifa tvær greinar." — Hveijir sjá um að kynna landið í þessum bæklingi? „Fýrst og fremst eru það for- stöðumenn þriggja safna, sem hafa verið afar jákvæðir og sam- starfsfúsir. Það eru Þór Magnús- son þjóðminjavörður, sem skrifar um söfn á íslandi, Þjóðminjasaf- nið og stöðu þess í landinu, Jónas Kristjánsson forstöðumaður Ámastofnunar, sem skrifar um íslensk handrit, og Ragnheiður Þórarinsdóttir forstöðumaður Ár- bæjarsafns, en hún mun skrifa um húsakynni íslendinga frá upp- hafí. Að öllum líkindum fáum við sýningarmuni frá þessum söfnum til Tórínó. Þá getur einnig verið að við fáum íslensk listaverk og ég vil taka það fram að mér er mikill heiður að því að fá svo merkilega hluti til sýnis í safni okkar, því við leggjum metnað okkar í að gera sýninguna eins glæsilega og kostur er. Þess má stunda efni um ísland frá sjón- varpinu, og væntanlega munu kvikmyndatökumenn á okkar veg- um og á vegum ítalska ríkissjón- varpsins koma til landsins í sumar og taka kvikmyndir sem einnig verða notaðar á sýningunni. Við höfum ávallt myndbönd í gangi í sérstökum sal, þar sem sýnt er efni sem tengist viðkomandi sýn- ingu. Páll Stefánsson og Ragnar Axelsson taka landslags- og þjóðlífsmyndimar, sem til sýnis verða, en sögulegar myndir fáum við væntanlega frá Ljósmynda- safni íslands. Þá munu Landmæl- ingar Islands útvega okkur ýmis- könar landabréf. ... Morgunblaðið/B.T. Aldo Audisio framkvæmdastjórí fjallasafnsins í Tórínó sem skipu- Ieggur um þessar mundir glæsilega íslandssýningu. Útsýni frá fj'allasafninu. Alparnir girða Tórínó á þijá vegu og því er útsýnið afar fagurt þegar vel viðrar. Ain Pó rennur í gegnum borgina og sést þvi einnig á þessarí mynd. kannski geta líka að við höfum áhuga á að Jónas Kristjánsson flytji fyrirlestra um íslensk hand- rit í háskólum í borginni í tengsl- um við þessa sýningu, en það mál er enn á umræðustigi. Vissulega væri skemmtilegt að kynna menn- ingarsögu íslands í háskólum á þennan hátt, en ísland og menn- ing landsins er sorglega lítið þekkt á Italíu. Aðrir sem hafa samþykkt að skrifa í bæklinginn eru Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur, Ámi Björnsson þjóðháttafræðingur, Egill Stardal, sem skrifar um tengsl þessara tveggja landa sérs- taklega um og fyrir miðaldir, Ari Trausti Guðmundsson, sem skrif- ar um jarðfræði, fjöll og tengsl mannsins við náttúruna, Ágúst Bjamason náttúnifræðingur, sem skrifar um flóra íslands og Brynja Tomer blaðamaður, sem skrifar um flug Italos Balbo og komu hans til íslands árið 1933. Að auki fáum við um tíu klukku- Óendanleg listaverk . . . Við höfum gert samning við Amarflug, sem í sumar. hyggst fljúga beint til Mílanó á Ítalíu, og mun félagið annast flutninga á sýningarmunum og starfsfólki við sýninguna." — Hefur þú skoðað ísland í vetrarskrúða? „Já og fínnst það stórkostlegt. Veðrið hefur verið ótrúlega gott og landslagið miklu fegurra en ég gerði mér grein fyrir, enda hef ég tekið hátt á þriðja hundrað myndir á þessari viku sem ég hef verið hér. Þrátt fyrir að við dveld- um hér í stuttan tíma tókum við eins dags frí og fóram það sem okkur var sagt að væri „hinn klassíski túristahringur", eða til Þingvalla, Gullfoss og í Haukadal að sjá Geysi, sem svaf að vísu í þetta sinn . . . Við gengum um Þingvelli í 12 stiga frosti og stilltu veðri og ég hef sjaldan séð neitt eins fallegt og þó hef ég farið vfða," segir framkvæmdastjórinn sannfærandi. „Maður sér óendan- leg iistaverk náttúrannar í þessu óspjallaða landi, sem fyrir mér hafði hingað til alltaf verið lítil einmana eyja úti á miðju N-Atlantshafi.“ Fjallasafnið sem hér um ræðir er staðsett í hæðum Tórínó-borgar á Norður-Ítalíu og er útsýnið það- an afar skemmtilegt þegar vel viðrar, því Alparnir girða borgina á þrjA vegu. Annars er Tórínó mikil iðnaðarborg og sennilega eru þekktustu vörar sem þaðan koma Fiat-bifreiðir, Olivetti-skrif- stofuvélar og Martini-vermút. Safnið er í húsi þar sem áður voru húsakynni Cappucini- munka, en nokkrir munkar búa enn í byggingunni við hliðina, þar sem einnig er kirkja. Það er fast- ur liður í grannskólastarfí í borg- inni að heimsækja fjallasafnið og koma þangað stórir hópar reglu- lega. Einnig kemur almenningur mjög gjaman á safnið, sem er á einum skemmtilegasta stað í bæn- um. Á merkilegar heimild- armyndir frá Islandi Fyrst er gengið inn á efstu hæð hússins og era sýningarsalir á þremur hæðum og skrifstofur á einni hæð. íslandssýningin verður sett upp í níu sölum sem era á neðstu hæðinni. Á efstu hæðinni eru líkön af fjöllum, kort og mynd- ir sem tengjast hálendi Ítalíu, og einnig þjóðlegir munir og upp- stoppuð dýr. Fjallasafnið á einnig stórt safn heimildarmynda, kvik- mynda og ljósmynda, og meðal annars kvikmyndfrá því um 1950, sem gerð er á íslandi og sýnir hvalaveiðar og vinnslu hvala á þessum tíma. Einnig á það mynd- ir frá hálendi íslands, til dæmis frá ferð Polizers á Vatnajökul á fjórða áratugnum. Safnið er rekið af hinu opinbera, en ítalski alpa- klúbburinn stofnaði það fyrir rösklega hundrað áram. Auk þess að hafa fasta sýningu með eigin munum hefur safnið reglulega margvíslegar sýningar í ákveðinn tíma, að meðaltali fímm á ári. Þar af er á hverju ári ein stór sýning, sem tileinkuð er ákveðnu landi, í þessu tilfelli íslandi, og er mikið unnið til að kynna viðkomandi land á sem bestan hátt. Ragnar Borg ræðismaður Ítalíu á íslandi segir þetta einstakt tæki- færi til að kynna íslenska menn- ingu i Piemonte-héraðinu. „Þá er þetta einnig gott tækifæri til að koma hluta af menningarsögu íslands yfír á ítalska tungu, en það hefur ekki verið gert fyrr,“ segir Ragnar Borg og bætir við: „Menn frá þessu héraði koma hingað í auknum mæli, bæði í viðskiptaerindum og sem ferða- menn. Þama er gullið tækifæri til þess að vekja athygli á ís- landi, sem forvitnilegu ferða- mannalandi, einkanlega með tilliti til þess að samgöngur við Norð- ur-Italíu verða á þessu ári mun greiðari en þær hafa verið hingað til. - B.T.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.