Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 53 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verkfræðingar Óskum eftir að ráða eftirtalda menn: Byggingaverkfræðing (byggingatækni- fræðing) til starfa við útibú okkar á ísafirði sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja reynslu í hönnun steyptra burð- arvirkja og í eftirliti með byggingafram- kvæmdum. Fjölbreytt og sjálfstætt starf. Vélaverkfræðing til starfa í Reykjavík. Mjög fjölbreytt starf. Umsóknir skulu sendar til VST hf, Ármúla 4, Reykjavík, fyrir 10. mars 1988 en nánari upplýsingar um störfin gefa framkvæmda- stjórar fyrirtækisins í síma 84499. Aðalbókari Starf aðalbókara hjá Ólafsvíkurkaupstað er laust til umsóknar. Starfið felst í færslu bók- halds og umsýslu tölvu, IBM system 36. Krafist er bókhaldsmenntunar og tölvuþekk- ingar að hálfu umsækjanda. Laun eru sam- kvæmt kjarasamninga Ólafsvíkurkaupstaðar og starfsmannafélags Dala- og Snæfells- sýslu. Allar nánar upplýsingar veitir bæjarstjóri í síma 93-61153. Bæjarstjórinn í Ólafsvík. i*« Felagsmálastofnún Reykjavikurborgar W Vonarstræti 4 — Sími 25500 Útideildin í Reykjavík Við í útideildinni vinnum leitar- og vettvangs- starf meðal barna og unglinga. Markmiðið með starfinu er m.a. að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og að aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Við erum að leita að starfsfólki með háskóla- menntun í félagsráðgjöf og sálarfræði eða sambærilega menntun. Vinnutími er á daginn og kvöldin. Nánari upplýsingar gefur Edda Ólafsdóttir í síma útideildar 621611 e.h. Umsóknum skal skilað til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, á um- sóknareyðublöðum sem þar fást fyrir 14. mars. Afgreiðslustörf Viljum ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa við afgreiðsluborð (kjötborð, fiskborð, sælkera- . borð og bakarí) í verslun okkar í Kringlunni og Skeifunni. Eingöngu er um að ræða heilsdagsstörf. Væntanlegir umsækjendur þurfa að vera eldri en 25 ára. Nánari upplýsingar hjá starfsmannahaldi (ekki í síma) mánudag og þriðjudag kl. 16.00-18.00. Umsóknareyðublöð hjá starfs- mannahaldi. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Ritari Lögmannsstofa í Austurbænum vill ráða manneskju til ritarastarfa sem fyrst. Við leitum að manneskju með stúdentspróf. Góð íslenskukunnátta og frískleg framkoma skilyrði. Æskilegur aldur 20-30 ára. í boði eru góð laun hjá traustu fyrirtæki í hjarta borgarinnar. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Stor/sAfiðlunin Afleysinga- og ráðningaþjónusta Ármúla 19 • 108 Reykjavík • 0 689877 _ Apótek Lyfjatæknir eða starfskraftur vanur af- greiðslu óskast í Árbæjarpótek. Upplýsingar í síma 75201. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða starfsfólk í 50% starf. Vinnutími frá kl. 16.00 eða kl. 17.00. Upplýsingar á skrifstofu Póststofunnar, Ár- múla 25, Reykjavík, í síma 687010. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar 'l’ Staða fulltrúa Laus er til umsóknar staða fulltrúa í fjár- mála- og rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Starfið er fjölbreytt og gefur góða reynslu í skrifstofustörfum. Æskilegt er að viðkomandi hafi stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Sveigjanlegur vinnutími. Vinnustaður er Vonarstræti 4. Upplýsingar gefur yfirmaður fjármála- og rekstrardeildar í síma 25500. Atvinna Ófaglært starfsfólk óskast sem fyrst til framleiðslustarfa. Upplýsingar á staðnum. TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR DALSHRAUNI 13 - SlMI 54444 Hafnarfirðl ST. JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI St. Jósefsspítali, Landakoti býður ákjósanleg- an vinnustað í hjarta borgarinnar. Góðar strætisvagnaferðir í allar áttir. Þar getur þú fundið einhvað við þitt hæfi. Okkur vantar starfsfólk í hin ýmsu störf innan spítalans, svo sem: Hjúkrunarfræðinga á eftirfarandi deildir: Handlækningadeild 1-B, sem er eina augn- deild landsins. Handlækningadeild 2-B, sem er lítil almenn deild. Handlækningadeild 3-B, almenn deild. Barnadeild, þar er líf og fjör. Hafnarbúðir, sem er öldrunardeild, þar vant- ar næturvaktir en aðrar vaktir koma einnig til greina. Vöknun, dagvinna. Sjúkraliða vantar á handlækningadeild 3-B. Boðið er upp á aðlögunarkennslu áður en starfsmenn fara á sjálfstæðar vaktir. Við reynum að gera öllum kleift að sækja nám- skeið og ráðstefnur. Við erum opin fyrir öllum nýjungum og viljum að starfsfólk fái að njóta sín. Við opnum nýtt barnaheimili í vor. Einnig vantar sumarafleysingar fyrir sjúkra- liða og hjúkrunarfræðinga á allar deildir spítalans. Upplýsingar eru veittar í síma 19600-300 á skrifstofu hjúkrunarstjórnar alla daga. Reykjavík 26. febrúar 1988. Námsgagnastofnun óskar eftir að ráða fjármálastjóra frá 15. mars nk. að telja. Um er að ræða yfirumsjón með fjármálum, áætlanagerð og bókhaldi Námsgagnastofn- unar. Þetta er starf sem hentar vel áhugasömum, drífandi og hugmyndaríkum aðila, sem vill starfa hjá opinberu fyrirtæki með fjölbreytta og líflega starfsemi. Við leitum að manni með viðskiptafræði- menntun eða hliðstæða menntun, sem hefur reynslu af fjármálaumsýslu og stjórnunar- störfum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Námsgagnastofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík, eða í pósthólf 5192, 125 Reykjavík, eigi síðar en 4. mars nk. Nánari upplýsingar veitir námsgagnastjóri í síma 28088. Bókari Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki. Starfið: Fjárhags- og viðskiptamannabók- hald, tölvufært. Merking fylgiskjala, innslátt og afstemmingar. Unnið í nánu samstarfi við gjaldkera. Að auki breytileg skyld verkefni háð álagi á hverjum tíma. Bókarinn: Reynsla af bókhaldsstörfum og almennum skrifstofustörfum nauðsynleg, verslunarmenntun æskileg. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa vilja og getu til að takast á við fjölbreytt verkefni í samvinnu við annað starfsfólk skrifstofunnar. Fyrirtækið býður traust framtíðarstarf og góða starfsaðstöðu. Laun samkomulags- atriði. Laust eftir nánara samkomulagi. Ritari til starfa hjá heildverslun í Reykjavík. Starfið: Sjálfstæðar enskar bréfaskriftir, telex, pantanagerð, viðskiptamannabókhald o.fl. Ritarinn þarf að hafa reynslu af almennum skrifstofustörfum, leikni í vélritun og góða enskukunnáttu. Nánari upplýsingar veitir Holger Torp. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu okkar fyrir 5. mars. Starfsmannastjórnun Ráðningaþjónusta FRum Sundaborg 1-104 Rcykjavík - Símar 681888 og 681837
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.