Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 31 Það er aldrei of seint að fara að stunda líkamsrækt — og ef marka má þessa mynd er það heldur aldrei of snemmt. Utsýn býður nýja heims- reisu í stað Suður-Afríku Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi fréttatilkyhning frá Ferðaskrifstofunni Utsýn: Ferðaskrifstofan Útsýn hefur um margra ára skeið staðið fyrir heimsreisum til fjarlægra landa og þá ávallt án tillits til stjórnar- fars eða pólitískra strauma í hveiju landi, litarháttar fólks eða trúarbragða. Heimsreisur hafa m.a. verið famar til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Mexíkó, Brasilíu, Bandaríkja Norður-Ameríku, Singapore, Hong Kong og Kína. Heimsreisa til Suður-Afríku þótti vera í rök- réttu framhaldi af þeirri stefnu Heimsreisuklúbbsins að víkka sjóndeildarhring þátttakenda með því að kynnast löndum og þjóðum af eigin raun. Að dómi þeirra er til þekkja er Suður-Afríka eitt fegursta land jarðar að náttúrufari; bæði hvað snertir gróður- og dýralíf, landslag fjölbreytt og veðurfar með því heilnæmasta í heiminum. Staðall ferðaþjónustu er mjög hár og verð- lag hagstætt. Þessar staðreyndir voru ástæðan fyrir vali Útsýnar á Suður-Afríku sem áfangastað í næstu heimsreisu. Vegna tilmæla utanríkisráð- herra til íslenskra ferðaskrifstofa um að gangast ekki fyrir skipu- lögðum hópferðum til Suður- Afríku við núverandi .. aðstæður ákvað stjóm Útsýnar að verða við tilmælum ráðherrans og fella niður fyrirhugaða ferð til Suður-Afríku. Ferðaskrifstofan Útsýn mun innan skamms gera félögum Heimsreisuklúbbsins grein fyrir nýjum hugmyndum í ljósi þessara breyttu aðstæðna. verði langlífara en ella,“ sagði Stef- án. Nú var það mjög vinsælt fyrir nokkrum árum að nota alls kyns lóð og tæki til líkamsræktar — hefur það minnkað? „Já, sennilega hafa vinsældir tækjanna dalað eitthvað," svaraði Jónína, „enda ekkert sérlega spenn- andi að standa einn og lyfta lóðum. Ég held að það sé aðalástæðan. Hins vegar erum við nú að fara af stað með prógramm, sem við köllum þrekhringinn og er ofboðslega vin- sælt í Bandaríkjunum um þessar mundir og þar er þessu blandað saman — tækjum og eróbikk. Ég held að þeir tímar eigi eftir að slá í gegn,“ sagði hún. Er við röltum um húsið í Skeif- unni 7 vakti þáð athygli okkar að þar er fleira að finna en tóma æf- ingasali, tæki og tól. „Já, við verð- um með ljósabekki hér,“ sagði Ágústa, „svo fólk geti nú slappað vel af eftir átökin — og svo verður hér sérstakt heilsuhorn, þar sem við verðum með á boðstólum ný- pressaða ávaxta- og grænmetissafa og alls kyns fersk salöt. Við erum að vona að fólk notfæri sér þessa þjónustu, seðji þama sárasta hungr- ið í stað þess að fara heim í kexið og kökumar,“ bætti hún við. „Það er nefnilega áberandi að flestir fara að stunda líkamsrækt í megmnar- skyni og í rauninni er ekkert við það að athuga. En líkamsrækt er meira en megrunaraðferð. Hún styrkir hjartað, lungun og önnur líffæri. Ágætis kaupbætir það, ekki satt?“ „Það er nokkuð, sem íslensk heilbrigðisjrfírvöld ættu að athuga,“ skaut Stefán inn í, „að líkamsþjálf- un og heilsurækt er í raun og vem forvamarstarf og því finnst manni að það ætti að vera meira samstarf þar á milli. Enn sem komið er er lítið sem ekkert samband milli þess- ara tveggja póla. Þess vegna hef ég stundum sagt, kannski meira í gríni en alvöru, að þetta væri hálf- gert hugsjónastarf hjá stelpunum," sagði hann og brosti stríðnislega til þeirra. En hvort sem þær Ágústa og Jónína vinna starf sitt eingöngu af hugsjónaástæðum eður ei þá leynir það sér ekki að þær hafa brennandi áhuga á öllu því, sem viðkemur heilsurækt og hollustu. „Það er alveg ólýsanleg tilfinning að fá byijanda í tíma til sín — manneskju, sem ekkert hefur hreyft sig í fleiri ár og fylgjast með árangr- inum — sjá hvernig húðin, lima- burður og vöxtur breytist,“ sagði Jónína, „það liggur við að maður sjái sjálfstraustið vaxa. Ég er sann- færð um að fólk, sem stundar líkamsrækt, er ekki bara afkasta- meira, hraustara og öruggara — ég held að það sé hreinlega lífsglað- ara en hinir. Við að gera æfingarn- ar fær maður útrás fyrri allt stress og alla reiði, sem annars gæti hlað- ist upp.“ Bang & Olufsen sýning þessa viku Texti: In£er Anna Aikman Ljosmyndir: Emilía Björnsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.