Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 68
ÍFERSKLEIKI w ÞEGAR ffguuMfiptfe MESTA REYNIR Pykkmœjm Þar vex sem vel er sáð! SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Sektir við brotum í umferðinni ákveðnar: Þúsund króna sekt ef bílbeltin eru ekki spennt SEKTIR vegna brota á nýjum umferðarlögum, sem ganga í gildi næstkomandi þriðjudag, 1. mars, hafa verið ákveðnar af ríkissaksóknara. Frá og með gildistöku laganna verður að greiða sekt, ef bílbeltið er ekki spennt og verður hún 1000 krónur. Sama sekt liggur við því aka bifreið án þess að hafa öku- yosin kveikt og gildir það jafnt að nóttu sem degi. Þá verða menn einnig að greiða 1000 krónur ef ekið er með háum ljósgeisla í stað þess lága. Ef ekið er yfir á rauðu eða stöðvunarskylda ekki virt verð- ur ökumaðurinn 4000 krónum fá- tækari og 3000 krónum ef hann virðir ekki biðskyldu. Að aka fram úr þar sem það er bannað kostar menn 3000 krónur og sekt við akstri gegn einstefnu er 2000 krón- ur. 'Þeir, sem leggja í vana sinn að aka of greitt, Verða að gjalda fyrir það. Ef hraðinn er 11-20 kílómetr- um meiri á klukkustund en leyfilegt er er sektin 3000 krónur, 21-30 kílómetrum 4000 krónur og 31-40 kflómetrum 6000 krónur. Ef ekið er að öðru leyti hraðar en aðstæður leyfa þýðir það 3000 króna sekt, en alvarleg brot og ítrekuð koma til kasta dómstóla. Akstur bifreiðar eða bifhjóls án réttinda þýðir 2000 króna sekt í fyrsta sinn, 3000 króna sekt í annað sinn og ef menn láta sér enn ekki segjast kemur til kasta sakadóms. Hafi menn réttindi, en eru ekki með ökuskírteini meðferðis er sektin 1000 krónur og 2000 krónur greiða þeir sem aka án þess að hafa endumýjað ökuskírteini. Háar sektir eru við því ef öxul- þungi er umfram leyft hámark. Ef hann er 10% umfram er sektin 4000 krónur, 20% umfram þýðir 8000 krónur og 30% umfram 12000 krón- ur. Sé þunginn meiri eða brot ítrek- að, sætir málið dómsmeðferð. Ef ekki er vikið úr vegi fyrir lög- reglu-, sjúkra-, slökkvi- eða björg- unarbifreiðum, sem gefa hljóð og ljósmerki, greiða menn 2000 króna sekt, en 1000 krónur ef ekki er vikið fyrir almenningsvagni, sem gefur merki um akstur frá auð- kenndri biðstöð. Brot á skyldum gagnvart gangandi vegfarendum kostar 3000 krónur og akstur tor- færutækis á almennum umferðar- leiðum kostar 2000 króna sekt. Sé stjómtækjum ökutækis áfátt, s.s. stýrisbúnaði eða hemlum, skal greiða 3000 króna sekt. Sé bifreið lagt þannig, að það valdi óþægind- um eða hættu fyrir aðra umferð varðar það 2000 króna sekt. Loðnan of smá í frystingnna BRÆLA var á loðnumiðunum á föstudag og aðfaranótt laugar- dagsins. Veiði var því litil. Loðn- an er smá nú og frysting því. hæpin þrátt fyrir að hrognafyll- ing sé nægileg. dagsmorgun fór Kap II VE til heimahafnar veð 50 tonn og rifna nót. Auk þess voru þijú skip með afla, Harpa RE 600 og Þórshamar GK 550 óákveðin og Bergur VE 500 til Eyja. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Afmæli fjórða hvert ár Hún Bjamey Sonja Olafsdóttir er þegar byrjuð að iæra á píanó og æfa handbolta. Samt hefur hún ekki átt raunverulegt af- mæli nema einu sinni. Baddý er fædd á hlaupársdaginn, 29. febr- úar 1980, og afmælisdagurinn hennar er þvi aðeins á almanak- inu fjórða hvert ár. „Ég verð nú samt eiginlega átta ára á mánu- daginn,“ sagði hún í gær. Osamið við Snót í Eyjum: Staðan snúin — segirGuð- mundur Karlsson, FULLTRÚAR fiskvinnslunnar í Vestmannaeyj um afhentu á föstudag samninganefnd verka- kvennafélagsins Snótar í Eyjum kjarasamning VSÍ, VMSS og VMSÍ, sem tilboð þeirra um kjarasamning. Snót var ekki að- ili að samningnum, sem undirrit- aður var aðfaranótt föstudags- ins. Verkakvennafélagið Snót hefur boðað til verkfalls, sem taka á gildi í lok næstu viku og hefur ekki tek- ið afstöðu til þessa samnings. Guð- mundur Karlsson, framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar hf. í Vestmanna- eyjum, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þessi staða væri mjög snúin. Vonazt væri eftir því að samningaviðræður hæfust eftir helgi, en hæpið væri að gera ráð fyrir niðurstöðu fyrr en samningur VSÍ, VMSS og VMSÍ hefði verið borinn undir atkvæði í aðildarfélög- unum og örlög hans ljós. Staðan væri því þannig að nauðsynlegt væri að bíða, en með því rynni tíminn frá samningamönnum í Eyj- um. Kærir til siðanefndar JÓHANNA Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, hefur sent Þjóðviljanum bréf þar sem fram kemur, að hún hyggist kæra blaðið fyrir siðanefnd Blaða- mannafélagsins vegna fréttar um afgreiðslu á skipulagi í mið- bæ Reykjavíkur. Þjóðviljinn hefur neitað að gefa ráðherra upp hver sé heimildarmað- ur blaðsins innan ráðuneytisins fyr- ir fréttinni. Vísar blaðið til 2. grein- ar siðareglna Blaðamannafélagsins en þar segir: „Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildar- menn sína." Guðmundur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar hf í Vestmannaeyjum sagði í samtali við Morgunblaðið, að sér litist illa á loðnufrystingu núna. Loðna, sem veiddist nú, væri of smá. Það færu 60 stykki í hvert kíló og vafa- samt væri að vinna á svo smárri loðnu borgaði sig. Morgunblaðinu er kunnugt um frystingu af einum bát. Það er Galti ÞH, sem landaði 550 tonnum á Homafirði á föstudag. Vegna brælunnar hafa veiðar gengið illa. A föstudagskvöld fór Huginn VE til Vestmannaeyja með 100 tonn og rifna nót. Á laugar- FRÁ OG með 1. marz verður verðlag Morgunblaðsins sem hér segir: Mánaðaráskrift kr. 700. Grunnverð dálksentimetra auglýsinga kr. 465 á virkum dögum, en kr. 490 á sunnu- dögum. 1 lausasölu kr. 60 fintakið. Kvosin: Eigendur fasteigna og lóða hyggja á framkvæmdir Engin gatnagerðargjöld af eignarlóðum til áramóta EIGENDUR fasteigna og lóða í miðbæ Reykjavíkur hafa margir hveijir beðið endanlegrar afgreiðslu deiliskipulags miðbæjarins með óþreyju. Að sögn Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýsludeildar Reykjavíkurborgar, er ekki greitt gatnagerðar- gjald af eignarlóðum fram að næstu áramótum. Eftir þann tíma skal greiða gatnagerðargjald að hálfu árið 1989 en að fullu árið 1990. Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum hafa eigendur lóðarinnar við Aðalstræti 8, beðið eftir samþykkt skipulagsins áður en hafist er handa við nýbyggingu á lóðinni. Ennfremur eru eigendur Aðalstrætis 9, Miðbæjarmarkaðar- ins, með hugleiðingar um að byggja ofan á húsið. í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir að húsið verði hækkað um tvær og hálfa hæð. Gamla ísafoldarhúsið við Austur- stræti 8, verður flutt á auða lóð við Aðalstræti 12, ef samþykki lóðar- eiganda fæst. Nokkrir mánuðir eru liðnir síðan eigahdi lóðanna númer 16 og 18, við Aðalstræti hafði sám- band við borgaryfirvöld vegna framkvæmda á lóðunum en tekið er fram í samþykkt skipulagsyfir- valda að borgaryfírvöld kanni hjá lóðarhafa möguleika á að varðveita húsið við Aðalstræti 16, í núverandi mynd. Á lóð við Hafnarstræti 2, þar sem bifreiðastöð Steindórs var til húsa, gera skipulagshöfundar ráð fyrir „Borgarhúsi" í eigu borgarinnar með veitingastað, sýningasal, leik- húsaðstöðu og bókasafni. Hafa eig- endur lóðarinnar snúið sér til borg- aryfírvalda og spurst fyrir um hvað þeir megi byggja á lóðinni eða hvort Reykjavíkurborg hyggist kaupa lóð- ina. Eigendur Hafnarstrætis 17, hugðust reisa nýtt hús á lóðinni fyrir nokkrum árum og eru nú að huga að framkvæmdum á ný. Á síðasta ári keypti borgin Zimsen- húsið við Hafnarstræti 21, en það stendur í vegi fyrir breytingum á gatnakerfinu. Gefíð hefur vérið fyrirheit um að flytja húsið við Lækjargötu 4, í Árbæjarsafn og að þá lóð fái Hið íslenska bókmenntafélag. Eigandi Kirkjutorgs 4, Kirkjuhvols, hefur beðið með sínar framkvæmdir en hann hyggst reisa hús á baklóðinni. Við Tjamargötu 8, á Happdrætti Háskóla íslands lóð og er verið að hanna þar hús sem rísa mun á næstunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.