Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 Veitingahúsið Café Ópera: Nýjungar í matar- gerð og þjónustu Veitingahúsið Café Ópera við Lækjargötu hefur tekið upp nýjung- ar í veitingahúsarekstri hér á landi. Þessar nýjungar felast I matar- gerðinni, sem er ail sérstök, þjónustu og verðlagningu. Helsta nýjungin í matargerðinni eru svokallaðar steinasteikur. Bjami Óskarsson, eigandi og mat- reiðslumeistari veitingahússins, sagði í samtali við blaðið, að þær hefðu gert mikla lukku allt frá byrj- un. Hann sagði þessar steikur vera framreiddar þannig, að gesturinn fær stein í sérstökum bakka. Steinninn hefur verið hitaður upp í 300 til 400 gráða hita og á hann er tilsniðin steikin sett. Þetta fær gesturinn á borð sitt, kryddar og veltir steikinni síðan sjálfur á stein- inum og etur loks af honum þegar nóg er steikt. Bjami sagði að auk nýrrar mat- argerðar hefðu verið gerðar breyt- ingar á þjónustu, létt mjög yfír- bragð hennar og afgreiðsla væri hraðari. Með þessu móti væri hægt að lækka verð matarins verulega og sagði Bjami það vera stefnu veitingahússins Café Óperu, að bjóða ódýran mat í notalegu um- hverfi, fljóta afgreiðslu og góða þjónustu. Morgunblaðið/RAX Bjarni Óskarsson veitingamaður á Café Óperu heldur hér á steina- steik. Neðst er trébakki, þá kemur málmrammi og loks steinninn sjálfur. A honum er steikin, sem viðskiptavinurinn getur velt og steikt sjálfur við borðið sitt, og síðan etið hana af steininum. Fólksfækkun í Vestmannaeyjum: Astæðan getur ver- ið einhæft atvinnulíf - segir Amaldur Bjamason bæjarstjóri LÖGHEIMILI í Vestmannaeyjum áttu 4.794 íbúar 1. des. 1986 en 4.695 1. des. i fyrra eða 99 færri en árið áður. Hins vegar áttu 40 fleiri lögheimili þar 11. þessa mánaðar heldur en 1. des. sl. Fæðing- ar voru 20 á þessu tímabili og nokkrir fluttu lögheimili sitt til Eyja til að fá skattkort. Amaldur Bjamason, bæjarstjóri í Vestmannaeyj- um, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir brottflutn- ingi margra Vestmanneyinga gæti verið sú að hlutfallslega fleiri færu nú en áður í framhaldsnám til Reykjavíkur. Margir þeirra flyttu ekki aftur til Vestmannaeyja, því þeir fyndu ekki störf í Eyj- um við sitt hæfi vegna frekar einhæfs atvinnulífs þar. Hins vegar væri næg atvinna á staðnum. Amaldur sagði að það hefði t.d. komið til tals að reisa iðngarða til að atvinnulífið yrði Ijölbreyttara. „Það hefur verið stefna bæjarfé- lagsins að hafa ekki mikil afskipti af atvinnulífinu," sagði Amaldur. Við erum hins vegar að vinna að úrbótum í húsnæðismálum því það hefur verið skortur á húsnæði hér. Það em 12 verkamannabústaðir og 12 íbúðir fyrir aldraða í byggingu. Vömverðið í verslunum hér er ef til vill óeðlilega hátt en bæjarfé- lagið og fleiri em nú að láta fara fram könnun á verðinu og það má vera að könnunin verði til þess að verðið lækki nokkuð. Það er þó eðlilegt að verðið hér sé eitthvað hærra en í Reykjavík vegna flutn- ingskostnaðar. Húshitunarkostnað- ur er ekki eins mikið vandamál og hann var í fyrravetur. Útflutningur fisks í gámum er að festa sig í sessi en 30 til 35% af aflanum fer í gáma. Aflinn, sem seldur er á fiskmarkaðinum hér, fer þó, að ég held, að langmestu leyti til fiskvinnslunnar," sagði Amald- ur. Disneyrímur 1 mars, ekki febrúar Frumsýning Háskólakórsins á Disneyrímum Þórarins Eldjárns verður i Tjamarbíói föstudaginn 25. mars næstkomandi, en var ekki í fyrrakvöld eins og sagði í Morgunblaðinu þann dag, en sú frétt var byggð á fréttatilkynn- ingu frá Háskólakóraum þar sem sagði að frumsýning verksins yrði föstudaginn 25. febrúar. Þá var farið rangt með nafn leik- stjóra sýningarinnar í fréttinni og biðst Morgunblaðið velvirðingar á því. Hann heitir Kári Halldór, en ekki Kári Halldórsson. Frfskir og fjörugir leiðbeinendur. Auk Jónínu og Ágústu munu starfa í Skeifunni þau Mark Wilson, Soffia Gests, Halldóra Björasdóttir, Þuríður Heiðarsdóttir, Jón Páll Sigmarsson, Araór Diego, Kristin Helga, María Ólafsdóttir að ógleymdum Stefáni Einari Matthíassyni, lækni. Ágústa Johnson og Jónína Benediktsdóttir O «Nú get- um við boðið upp á eitthvað fyrir alla“ „Þær em víst að opna hálfgerða heilsuhöll í Skeifunni Jónína Ben og Ágústa Johnson," sagði mér maður í óspurðum fréttum ekki alls fyrir löngu, og bætti því við að þar yrði sko eitthvað við allra hæfi. — Út frá þessari saklausu yfirlýsingu spunnust síðan miklar umræður um heilbrigði og hollustu, áhrif hreyf- ingar á líkama og sál. „Ja, ég man þá tíð er menn dáð- ust að dugnaði þeirra, sem syntu tvö hundmð metrana á hálfsmánað- ar fresti," muldraði annar ágætur maður og átti bágt með að leyna eftirsjá sinni. Og víst er það — á örfáum ámm hefur viðhorf almennings til leikfími og líkamsræktar gerbreyst og orðið nokkuð ljóst að heilsuræktin er eitt- hvað annað og meira en tímabund- ið tískufyrirbæri, eins og sumir töldu í upphafi. Til að fræðast örlítið nánar um þessi mál mæltum við okkur mót við þær stöllur, Jónínu og Ágústu, í hinum nýju húsakynnum þeirra í Skeifunni 7. „Já, sem betur fer er fólk al- mennt farið að gera sér grein fyrir því að tuttugu teygjur og fáeinar fettur af og til er engin alvöm líkamsrækt," sagði Jónína og hló, er við inntum hana eftir þessari hugarfarsbyltingu. „En betur má ef duga skal — og meðal annars þess vegna emm við nú að færa út kvíamar,“ bætti hún við. „Við ætlum að leggja ríka áherslu á það að vera með eitthvað fyrir alla. Við — segja þær Jónína Bene- diktsdóttir og Ágústa Johnson, sem hafa opnað nýtt heilsu- ræktarstúdíó í Skeifunni verðum með sérstaka bamaleik- fími, þar sem við fléttum inn í fræðslu um einstök líffæri og hlut- verk þeirra og svo líkamann í heild. Það má eiginlega segja að þetta verði nokkurs konar heilsuskóli, þar sem fýlgst verður með hverju bami og reynt að leiðrétta t.d. rangan líkamsburð, gang o.s.frv. En auðvit- að verðum við líka með alls konar leiki og dans-spuna í þessum tímum. Sem sagt hæfileg blanda af §öri og fræðslu,“ sagði Jónína og brosti. „Já, og það sem meira er,“ skaut Ágústa inn í, „meðan krakkamir hamast i þessu geta foreldramir notað tímann til að styrkja sig — því við verðum líka með sérstaka hjónatíma." Hvers konar líkamsrækt fer fram í fullorðinstímunum? „Vegna plássleysis höfum við hingað til nær eingöngu verið með eróbikk-leikfimi," upplýsti Ágústa, „en sú Ieikfími hentar bara ekki öllum. Flestir þurfa vissa grunn- þjálfun, áður en þeir hella sér út í eróbikkið. Og nú þegar við höfum tæpa sjö hundruð fermetra til um- ráða þá getum við farð að kenna mun fleiri tegundir af leikfimi," bætti hún við og brosti breitt. „Já, þetta er ótrúlegur munur," samsinnti Jónína. „Nú getum við farið að sinna alls konar hópum með sérþarfir. Líkamsrækt á að vera sjálfsagður þáttur í daglegu lífi — heilsan hlýtur að vera þess virði. Við verðum með sérmenntað fólk, lækni, sjúkraþjálfara og íþróttafræðinga, sem geta útbúið sérstök æfingaprógrömm fyrir þá, sem einhverra hluta vegna verða að fara sér hægt. Þess verður sem sagt vandlega gætt að enginn of- keyri sig,“ sagði Jónína. „Alhliða ráðgjöf, byggð á þekkingu og reynslu," hvíslaði læknirinn, Stefán Einar Matthíasson, um leið og hann læddist inn. „Fólki er óhætt að koma hingað í hvaða standi sem er,“ bætti hann við. „Árangurinn lætur venjulega ekki sér standa. Sálfræðikannanir hafa leitt í ljós að þeir sem stunda reglulega líkamsþjálfun eru afkastameiri en hinir. Rannsóknir sýna óyggjandi að hjarta- og æðasjúkdómar eru sjaldgæfari meðal þeirra þjálfuðu og margt bendir til að þetta fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.