Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.02.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1988 ál Minning: Jón Jónsson fyrr- verandi kennari Fæddur 25. mai 1905 Dáinn 21. febrúar 1988 Andlátsfregn Jóns Jónssonar fyrrum kennara á Dalvík ber huga minn í skjótri svipan aldarfjórðung aftur í tímann. í unglingaskólanum var hann einn sá kennari sem ég hafði mest af að segja, — og lærði mest hjá. Hann kenndi okkur íslensku, stærðfræði og sögu í tvo vetur, loks íslensku og sögu í lands- prófi. Aldrei var ég sterkur á svelli stærðfræðinnar, en Jón var þó eini kennarinn sem dálítið gat kennt mér í þeirri grein. Hinar tvær voru aftur á móti eftirlæti mitt og ég hef búið að kennslu Jóns í þeim fram á þennan dag. Mér er því ljúft að senda honum að leiðarlokum kveðju gamals nemanda og þökk fyrir handleiðslu, örvun og umhyggju. Jón Jónsson átti langa sögu að baki þegar ég var nemandi hans um 1960. Hann hafði verið skólastjóri á Siglufirði, bóndi á þrem býlum í Svarfaðardal, síðast hinu foma höf- uðbóli Böggvisstcðum og var við þann bæ kenndur þegar ég man fyrst til. Kennari við Dalvíkurskóla var hann jafnframt búskap frá 1948 og eingöngu eftir að hann fluttist með ijölskyldu sinni til Dalvíkur 1958. Kennslustörfum gegndi hann til 1970 að heilsan brast skyndilega. Fyrir utan þetta starfaði Jón mikið að félagsmálum. Hann sat í hrepps- nefnd Dalvíkurhrepps, í stjóm Kaupfélags Eyfirðinga og var einn helsti forystumaður framsóknar- manna í sínu byggðarlagi. Um þann þátt í ævistarfi hans munu aðrir geta fjallað betur en ég. Jón Jónsson tók gagnfræðapróf á Akureyri 1923, var síðan heimilis- kennari nokkur ár, en sneri sér aft- ur að námi og lauk stúdentsprófí ■ við hinn nýja Menntaskóla á Akur- eyri 1930. Ekki veit ég hvort hann hefur haft hug á háskólanámi, líklega hafa fjárhagsaðstæður ekki leyft slíkt, enda var stúdentspróf mikið í munni á þeim árum og opn- aði ýmsar leiðir. Ein var kennsla í gagnfræðaskólum og hún varð brátt annað aðalstarf Jóns. Vafalaust hefur það háð honum eitthvað að hafa ekki lært kennslufræði. En hann hafði þá kosti sem gerðu betur en vega upp á móti því sem á skorti í sérmenntun. Hvemig kennari var Jón þá? Ég býst við að skólaspekingar myndu nú hafa ýmislegt við kennsluað- ferðir hans að athuga. Honum var ekki gefíð sálfræðilegt innsæi og ekki beitti hann fortölum eða Ssmeygilegum innrætingaraðferð- um. Hann var hreinn og beinn, gældi ekki við nemendur eða aflaði sér vinsælda með kompánaskap eins og nú mun títt. Hann.blandaði ltyt geði við nemendur utan kennslu- stunda. En hann gerði kröfur til þeirra, ætlaðist til að þeir legðu sig fram og næðu árangri. Hann var nokkuð bráðlyndur og þaut oft í honum ef honum þóttu nemendur sljórri eða hysknari en skyldi. En þótt Jón skammaðist var það fljótt' úr honum og enginn tók það illa upp. Við fundum öll og vissum að ávítur hans vom sprottnar af ein- lægum áhuga á velgengni okkar í náminu. Hann hafði mikinn kenn- arametnað og þoldi því illa að nem- endur sýndu ekki það sem í þeim bjó. En enginn var ánægðari yfír óvæntum framfomm þeirra. íslenskukennsla Jóns var aðal- lega í því fólgin að berja inn S okk- ur undirstöðuatriði málfræðinnar og láta okkur ná valdi á stafsetningu. Þá var zetan enn við lýði og eyddi Jón mikilli orku ( að kenna okkur hvar hana skyldi rita. Seinna kom svo að Sslenskukennarar gáfust upp á zetu og fengu hana aflagða. Sögðu þeir að mikill tfmi myndi við það vinnast og mætti þá kenna nemend- um málbeitingu og fleira gott. Enn- fremur var dregið úr „málfræð- istagli" en bókmenntalestur aukinn. Slfk dagskipun hefði manni reyndar þótt góð á sínum tíma. En hvaða árangri hefur hin nýja stefna skilað? Kunna skólanemendur meira í móð- urmáli sínu nú en fyrir tuttugu ámm, em þeir betur sendibréfs- færir en fyrr? Ekki er svo að sjá. Leiðir skildust eftir landspróf og við tóku aðrir kennarar og ólíkir sumir. Oft hef ég hugsað um það síðan hvort eftirgangsmunir og ávít- ur sem Jón beitti, samfara góðvild og umhyggju í garð nemenda, sé ekki þrátt fyrir allt vænlegasta kennsluaðferðin. Auðvitað er gott og blessað að kenna nemendum gagmýnin viðhorf, eins og nú stend- ur upp úr hveijum skólaspekingi. En fyrst þarf að leggja traustan gmndvöll þekkingar, láta menn fá fæmi í undirstöðuatriðum. Án þess verður nám hvorki fugl né fískur og ^.gagnrýnin" marklaust raus. Árin liðu. Mér barst til eyma að Jón kennari hefði orðið fyrir alvar- legu heilsufarsáfalli, lamast og hlot- ið að láta af öllum störfum. Með miklum viljastyrk og langvinnri þjálfun tókst honum að ná nokkm þreki á ný. En hann varð aldrei samur. Þegar Dalbær, heimili aldr- aðra á Dalvík, tók til starfa, fluttist Jón þangað ásamt Önnu konu sinni sem lést í janúar 1985. Þar hitti ég hann aftur nokkmm sinnum síðustu árin. Þessi stóri og þreklegi maður var orðinn eins og hálfhmnið hús, þróttur raddarinnar brostinn og hann gat ekki gengið nema við hækju. Mig tók sárt að sjá hann svo hart leikinn en fannst líka aðdáan- legt hvemig hann virtist geta notið lffsins á Dalbæ þrátt fyrir allt. Bóka- safn sitt hafði hann gefið dvalar- Kveðjuorð: heimilinu, en sat nú og las blöð og bækur nýjar af nálinni og beið þess hugarrór sem að höndum bar. Þama heilsuðumst við og kvödd- umst. Við sögðum fátt hvor við annan um liðna tíð þegar hann var kennari og ég nemandi. En mér varð hugsað til þeirra stunda þegar hann stóð við töfluna, brýndi raust- ina og hamraði inn S kolla okkar málfræðireglur og reikningsformúl- ur. Þá var hann í fullu fjöri og gekk með atorku að starfi sínu. Engin furða þótt honum fyndist oft sem sáð væri í grýtta jörð. En sumt ber ávöxt og það er gleði sáðmannsins að sjá sprota teygja sig upp á stöku stað. Þeirrar gleði held ég að Jón hafí lfka notið að leiðarlokum. Því er okkur gömlum nemendum ekki harmur í hug heldur þakklætis- kennd þegar við kveðjum Jón kenn- ara og sendum bömum hans samúð- arkveðjur, nú þegar hann leggst þreyttur til hvfldar í sinni svarf- dælsku mold. Gunnar Stefánsson Sveinn Hannes- son, Asgarði Fæddur 17. nóvember 1927 Dáinn 15. febrúar 1988 Það var í maf. Ég hélt suður í Borgarfjörð í ævintýraleit. hafði ráðið mig í kaupavinnu að Asgarði í Reykholtsdal. Meira vissi ég ekki, var bæði spennt og kvíðin. Þegar ég kom í Ásgarð vom Sveinn og Geirlaug ekki heima, ég var pínu- lítið hrædd. Svo komu þau heim, við hristum hendur og horfðumst í augu, — ég var ekki lengur hrædd. Síðan em liðin nærri ellefu ár og núna er Sveinn dáinn, ekki nema sextugur. Þó kemur það mér ekki svo á óvart. Það er pínulítið í takt við hans skapferli og per- sónuleika að fara bara svona allt í einu, — búið. Ég veit líka að ekkert var betra en að fá að deyja heima í Ásgarði, að veslast upp á einhvetjum spftala hefði ekki hent- að Sveini Hannessyni, svo mikið er víst. Sveinn fæddist þann 17. nóvem- ber 1927 og ólst upp í Brekkukoti f Reykholtsdal. Foreldrar hans vom Hannes Jónsson Oddssonar og ólöf Sveinsdóttir Guðmunds- sonar hjón í Brekkukoti. Systkini hans em: Elías ljósmyndari í Reykjavík f. 1918, látinn fyrir alln- okkmm ámm, Laufey húsfreyja í Brekkukoti f. 1920, Jón hús- asmíðameistari í Reykjavík f. 1921 og Ingveldur húsfreyja í Reykjavík f. 1932. Ásgarður er skammt frá Brekkukoti og sér á milli ef mig minnir rétt. Þar hóf Sveinn búskap árið 1954 gjörsamlega með bemm höndunum. Þegar maður nú horfír yfir sviðið að starfsdegi hans lokn- um, er öll uppbyggingin og bú- skapur sá sem rekinn hefur verið í Ásgarði besti vitnisburður hins þrautseiga og ötula bónda. Starfs- gleði hans og orka var ótrúleg. Oft var ég búin að ræða um það við hann hvort ekki væri mál að minnka verulega við sig og liggja pínulítið í leti. Nei, það var ekki svo auðvelt, Sveinn var stórbóndi fram í fíngurgóma. Stundum stríddi ég honum og sagði að hann ætti að hafa hlutina svona en ekki hinseginn ég væri nefnilega bónda- dóttir úr Eyjafirði og vissi „allt“ um landbúnað. Það var alveg merkilegt hvað hann tók því alltaf vel og skaut bara á móti og svo hlógum við að öllu saman. Já, þá var nú hlegið. En það er ekki hleg- ið í Ásgarði þessa dagana og eitt get ég fullyrt að þrátt fyrir dugnað Sveins hefði hann ekki komist þangað sem hann fór ef hann hefði ekki átt hana Geirlaugu Jónsdóttur fyrir konu. Þar er komin öðlings- konan sem verður alltaf í mínum huga sterkasta stoðin í heimilinu. Geirlaug er Austfirðingur, frá Hrærekslæk f Hróarstungum, f. 1927. Þau Sveinn giftust árið 1955 og eignuðust tvær dætur, Kol- brúnu f. 1957 sem býr á Norður- Minning: * Unnur Amadóttír Unnur Ámadóttir lést á sjúkra- húsi í New Jersey 10. febrúar 1988. Lát Unnar kom ættingjum hennar ekki á óvart, því hún hafði átt í baráttu við illræmdan sjúkdóm á þriðja ár. Unnur fæddist 28. ágúst 1923 á Þóroddsstöðum í Ölfusi, foreldrar hennar voru hjónin Árni Gíslason frá Miðdal í Mosfellssveit, fæddur 17. október 1882, dáinn 11. febrú- ar 1938, og Guðrún P. Magnús- dóttir frá Asláksstöðum á Vatns- leysuströnd, fædd 16. febrúar 1899, dáin 17. júlí 1984. Ámi og Guðrún eignuðust 5 böm: Guð- bjöm f. 1920, d. 1961, Unni, Gísla, f. 1928, Magnús f. 1932, og Þó- runni f. 1936. Á uppvaxtarárum Unnar átti fólk erfítt uppdráttar vegna at- vinnuleysis og heimskreppnu, en Ámi var vinnusamur og féll aldrei verk úr hendi. Það var því fjöl- skyldunni mikið áfall þegar hann féll.frá, á besta aldri og yngsta bamið á öðru ári. Með reglusemi sinni og dugnaði tókst Guðrúnu að koma bömum sínum upp og leyfa þeim að njóta almennrar menntunar. Unnur vann á yngri ámm við afgreiðslu í Gamla bíói. Þann 16. maí 1943 eignaðist Unnur son, Jón Áma Hjartarson, sem síðan ólst upp hjá ömmu sinni. Unnur sótti kvöldnámskeið í Húsmæðraskóla Reylcjavíkur veturinn 1944. Vegna mikilla hæfíleika hennar í matar- gerð og saumaskap var hún fengin til að kenna námsmeyjum á Stað- arfelli í Dölum veturinn 1946—47, og minntist Unnur oft þess tíma með mikilli ánægju. Árið 1950 fór Unnur til Banda- ríkjanna og átti heima þar síðan, eða í 38 ár. Fyrstu árin vann hún við þjónustustörf og þótti hún 2ja manna maki á þeim vettvangi, svo reykjum í Hálsasveit og Gestrúnu f. 1963 búsetta á Tálknafírði. Dætur Sveins voru honum afskap- lega kærar og ég man eftir hlýj- unni í augunum þegar þær bar á góma og hvað hann kappkostaði að búa sem best í haginn fyrir þær. Ég er þakklát forsjóninni fyr- ir að hafa sett mig niður í Ásgarði þegar ég fór í kaupavinnuna forð- um. Vistin þar gerði mig að betri manni. Blessuð sé minning Sveins Hannessonar. Elsku Geirlaug, Kolla og Rúna. Þið eigið erfíða tíma saknaðar og trega framundan. Megi góður Guð styrkja ykkur. Sá tími mun koma að við getum aftur hlegið dátt eins og forðum, hætt að gráta yfir því sem var gleði okkar og frá okkur tekið og glaðst yfir því sem við áttum. Guð blessi ykkur. Svanhildur Daníelsdóttir rösklega gekk hún til verka, síðar meir tók hún að sér að sauma fatn- að fyrir fólk og sjá um matarveisl- ur, _en þar naut hún sín best. Árið 1967 giftist Unnur eftirlif- andi manni sínum, John McDonald, slökkviliðsmanni f New Jersey. Fyrir 3 árum fluttu þau í nýtt hús sem þau höfðu látið byggja fyrir sig í nýju hverfí fyrir eftirlauna- fólk. John hefur látið fara fram minningarathöfn f New Jersey, þar sem hann, vegna heilsu sinnar, - getur ekki verið við útför Unnar á morgun. Árið 1964 giftist Jón Ámi Sigríði Sigurðardóttur frá Hafnar- fírði. Þau eignuðust 1 dóttur, Unni, fædda 12. apríl 1965. Það var mikil gleði hjá Unni þegar hún hafði eignast nöfriu. Jón og Sigríð- ur hafa slitið samvistum en Unnur dóttir þeirra stundar nám f mark- aðsfraeðum í Osló.'Unnur er komin heim til þess- að vera við útför ömmu sinnar. Jón Ámi eignaðist *- svo annað bam, Hmnd, fædda 1984, hún er hjá móður sinni á Grundarfírði og er afar efnilegt bam. Þó svo að Unnur hafí búið í Amerfku í 38 ár, þá hefur. mér aldrei, í þau 34 ár sem ég þekkti til, fundist hún vera langt í burtu. Eftir að nánustu ættingjar Unn- ar höfðu sætt sig við að hún hafði farið út til þess að vera þar tókust mikil og góð vinarbönd á milli hennar og móður hennar og systk- ina, þessi bönd hafa síðan styrkst með hveiju ári, því að oft kom hún heim eða þá að hún bauð móður sinni og öðrum að dvelja hjá sér í lengri eða skemmri tíma. Engan hef ég þekkt sem eins vel hefur munað eftir sínum á afmælum eða af öðru tilefni, hann var langur listinn yfír vini og vandamenn, sem hjartahlýja hennar streymdi til. Nú þegar að leikslokum er komið þá er mér og fjölskyldu minni ljúft að þakka Unni fyrir allt sem 'hún var okkur. Unnur endaði öll bréf sem hún sendi okkur á sama hátt: „Guð verði með ykkur öllum og gefí ykkur góða heilsu.“ Þessi orð lýsa Unni betur en nokkuð annað. Unnur kveður þennan heim sátt við allt og alla, guð veri með kærri mágkonu minni og gefi afkomend- um hennar styrk til að vaxa og þroskast. Far þú I friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sverrir Hallgrímsson IMM.4. Reykjavfturvegi (0, it'ml S3S48. AHheimum 8, tími 33878. Bmieihraunl 2«, eimi 60202.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.