Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 HlR Allt á kafi í snjó íslensk veðrátta getur brugðið sér í ýmis gervi og gildir einu hver árstíðin er. Óvenju miklum snjó hefur kyngt niður í Vestmannaeyj- um í vikunni og hefur þar ekki verið meiri snjór í 25 ár. Á myndun- um má annars vegar sjá amstur fullorðna fólksins í ófærðinni og hins vegar ánægju þeirra yngri með snjóinn. Hitabylgja gekk yfir landið á þessum tíma í fyrra og var hitinn mestur á Dalatanga, eða 18 stig 14. janúar. Að sögn Magnúsar Jónssonar veðurfræðings var hitinn hins vegar um 25 stigum lægri á þessum slóðum í gær. „14. janúar í fyrra var sunnanátt og hlý- indi með súld og rigningu og nálægt 10 stiga hiti í Reykjavík. Austur á landi komst hitinn upp I 18 stig og víða á Norður- og Austurlandi voru 14-18 stig þennan dag,“ sagði Magnús þegar spurt var um veðrið á þessum tíma í fyrra. Hins vegar sagði hann að snjókoma hefði verið um allt land í gær. „Hitinn komst að vísu aðeins upp fyrir núllið á suðvesturhorn- inu en annars var frost, uppundir 10 stig, á Norðausturlandi." Samþykkt að vinnsla Arness verði í ÞorláJkshöfn Trausti lýst á for- ystu fyrirtækisins Stokkseyri. MEIRIHLUTI hluthafa í Arnesi hf, 68,7%, samþykkti traustsyfirlýsingu á stjóm og framkvæmdastjóra félagsins á hluthafafundi á Stokkseyri í gær og lýsti yfir eindregpium stuðningi við aðgerðir stjómar til hag- ræðingar og fullu trausti á störf framkvæmdastjóra. 31,3% hluthafa greiddu atkvæði gegn yfirlýsingunni, Felld var tillaga frá Byggðastofn- un um að farið skyldi eftir hluthafasamkomulagi frá 31. des 1991 með 69,4% atkvæða gegn 28,1%. Ágreiningur hefur verið meðal hluthafa um að færa fiskvinnsluna á einn stað, í Þorlákshöfn. Rangar upplýsingar? Stjórn fyrirtækisins telur for- sendur hluthafasamkomulagsins brostnar af tveimur ástæðum, ann- ars vegar vegna þess að í ljóg hafi komið að við stofnun fyrirtækisins hafi verið lagðar fram rangar og villandi upplýsingar í ársreikning- um Hraðfrystihúss Stokkseyrar um stöðu þess. Afkoma bolfiskvinnsl- unnar hafí verið sýnd 10% betri en hún í raun og veru var. Samkvæmt upplýsingum blaðsins kom þetta fram í máli Jóns Sigurðarsonar, formanns stjómar, og Péturs Reim- arssonar framkvæmdastjóra. Þeir sögðu að þessari niðurstöðu hefði verið náð með því að láta fiskvinnsl- una ekki bera nema hluta físk- verðs. Að lokinni atkvæðagreiðslu á fundinum lögðu Stokkseyringar fram bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til að kanna réttmæti þess að hluthafasamkomulagið sé brotið. „Við höfum ekki séð rök fyrir hagræðingunni sem talað er um. Það þarf að leggja í vemlega fjár- festingu. Við teljum að með þessum ráðstöfunum sé verið að stefna fýr- irtækinu í voða,“ sagði Jón Gunnar Ottósson, talsmaður Stokkseyringa. „Eg fagna þeirri niðurstöðu sem fékkst á fundinum. Stefna stjómar- innar hefur 70% fylgi hluthafa. Ég vek athygli á því að félagið er ekki aðili að hluthafasamkomulaginu og það er félaginu óviðkomandi,“ sagði Jón Sigurðarson, stjórnarformaður. Sig. Jóns. Hæstiréttur dæmdi í 102 fleiri málum í fyrra en á árinu 1991 Stytta þarf þann tíma sem munnlega flutt einkamál taka - segir Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar íslands „MEGINÁSTÆÐA þess að Hæstiréttur dæmdi mun fleiri mál í fyrra en árið 1991 er sú að við breytingu á dómstólaskipan 1. júlí í fyrra voru sum mál sem áður varð að flytja munnlega flutt skriflega. Það tók því mun skemmri tíma að afgreiða þau. Hins vegar þarf að stytta þann tíma sem munnlega flutt einkamál taka fyrir réttinum," sagði Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar, í samtali við Morgunblaðið. Hæstiréttur dæmdi í 366 málum verið send réttinum með áfrýjun, á síðasta ári, en árið 1991 var dæmt í 264 málum. Á síðasta ári lauk 75 málum á annan hátt en með dómi, en 63 árið 1991. Alls var því 441 mál afgreitt frá Hæstarétti í fyrra á móti 327 árið 1991. „Hinn 1. júlí varð sú breyting að málum sem varða skipti, aðför og uppboð er núna skotið til Hæstaréttar með kæru, en ekki áfrýjun og eru því flutt skriflega," sagði Þór. „Þá voru eldri mál af þessum toga, sem höfðu meðhöndluð sem kærumál. Við höf- um hins vegar ekki getað brotið til mergjar hvaða áhrif þetta hefur til frambúðar, en ég á ekki von á að meðferðartími munnlega fluttra einkamáia styttist að mun, því mið- ur. Það verða í raun engin straum- hvörf með þessu, en í framhaldi af breytingunni 1. júlí hefur verið rætt um breytingar hjá okkur. Sú um- ræða fer aðallega fram í réttarfars- nefnd og er pkammt á veg komin.“ Mörg kærumál Þór sagði að unnt væri að skipta þeim málum sem kæmu til Hæsta- réttar í þrennt; almenn einkamál, sem er áfrýjað, opinber mál eða sakamál, sem er áfrýjað, og kæru- mál. „Kærumálin og opinberu málin taka ekki langan tíma,“ sagði hann. „Munnlega fluttu einkamálin drag- ast hins vegar oft lengi og nú þegar kærumálum hefur fjölgað óttast ég að þau sitji enn á hakanum. Þau hafa gert það þar sem hin málin eru gjaman þannig að nauðsynlegt er að ljúka þeim snarlega." Þór sagði að varðandi munnlega fluttu einkamálin væri Hæstiréttur Islands illa settur miðað við æðstu dómstóla hinna Norðurlandanna. „Kærumál hjá okkur eru mun fleiri, enda eru flest kærumál á hinum Norðurlöndunum afgreidd í miðdóm- stigi. Það hefur verið rætt um að koma slíkum miðdómi á hér, en ýmis rök mæla gegn því. Þá hefur einnig verið rætt um að fjölga hæstaréttardómurum, en það er einnig umdeilt," sagði forseti Hæsta- réttar. Nú í ársbyrjun biðu 310 mál mál- flutnings eða dóms í Hæstarétti, í ársbyijun 1991 voru þau 296 og í ársbyijun 1990 voru þau 200. SH verktakar Reynttil þrautar aðleysa vandann STJÓRN SH verktaka ætlar að leita allra leiða yfir helgina til að finna lausn á vanda fyr- irtækisins. Pétur Blöndal, stjórnarmaður í SH verktök- um, hefur dregið til baka til- boð um fjárhagslega endur- skipulagningu fyrirtækisins. Sparisjóður Hafnarfjarðar lagði tilboð fyrir stjóm SH verk- taka í gær í framhaldi af fyrra tilboði sínu um að Sparisjóðurinn héldi eftir 50% af ávísuðum upp- hæðum vegna verkgreiðslna á SH verktaka. Tilboðið hljóðaði upp á að Sparisjóðurinn héldi eftir 10%, eða 2,5 milljónum kr., SH verktakar fengju 90% inn í rekstur fyrirtækisins meðan á greiðslustöðvun stæði, en gerði upp skuld sína við Sparisjóðinn við verklok hinna ýmsu verka. Pétur Blöndal sagði tilboðið óaðgengilegt og lagði fram gagntilboð um að bankinn héldi eftir 10% en ekki kæmi til upp- gjörs á skuld við Sparisjóðinn. „Sparisjóðurinn bauðst til að taka aðeins 10%. Þetta er fram- kvæmd sem stæði fram á sumar- ið, en við verklok fær Sparisjóð- urinn sinn hlut greiddan,“ sagði Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri. Sjá nánar á bls. 18. Morgunblaðið/Ámi Sæberg íslenskur matur í hávegum hafður Þeir Björgvin Magnússon og Hallur Stefánsson, verslunarmenn í Verslun- inni Svalbarða við Framnesveg, leggja áherslu á íslenskan mat í sinni verslun. Þar er boðið uppá vestfírskan harðfisk og hákarl frá Óskari Frið- bjamarsyni í Hnífsdal. „Við höfum haft hákarl í tíu ár eða síðan við fór- um að versla hér,“ sagði Hallur. „Okkur hefur gengið vel en við leggjum áherslu á sérvörur, siginn físk, skötu, hákarl, harðfísk og saltfisk. Við erum að reyna að halda við þessum gamla þjóðlega mat.“ í dag Landspítalinn_________________ Álagi á sængvrkvennadeildum verður mætt með rýmkun á kvennadeild 7 Áskoranir_____________________ Listi yfir þá sem skoruðu á forseta íslands að staðfesta ekki EES- samninginn 20 íþróttir______________________ Ragnheiður Runólfsdóttir sund- kona byrjuð að æfa á ný og stefnir á Evrópumótið 43 Leiðari_______________________ Hófsemd í eyðslu - nýting nýrra tækifæra 22 Fasteignir ► Kvosin fær nýtt yfírbragð - Smiðjan - Fasteignaviðskipti framundan - Atvinnuhúsnæði í Faxafeni Daglegt líf ► Þreytuveiki er raunverulegt vandamál - í eyðimörk Jemens - Böm við skilnað - Drykkja á skíðum? - Nýjungar á bílasýning- unni í Detroit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.