Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 11
 iM HÉR ER DO RE Ml SUÐURLANDSBRAUT52 V/FÁKAFEN SÍMI 68 39 19 FONN HAGKAUP Pólski fiðlusnillingurinn Krzysztof Smietana. Hafnarborg Pólskir tónleikar og fiðlunámskeið NÆSTKOMANDI mánudag heldur pólski fiðlusnillingurinn Krzysztof Smietana tónleika og fiðlunámskeið í Hafnarborg á vegum Tónlistarskóla Hafnar- fjarðar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á fiðlunámskeiðinu koma fram 8 fiðlunemendur úr Tónlist- arskólanum, auk þess sem flestir nemendur strengjadeildarinnar verða í áheym. Á tónleikunum leikur Krzysztof, ásamt Jerzy Tosik-Warszawiak píanóleikara, meðal annars sónötu í a-moll eftir L.v.Beethoven, fimm lög eftir S. Prokofiev, sónötu í A-dúr eftir C. Frank, dans úr bal- lettinum Hamasie eftir K. Szym- anowski og The Legend eftir H. Wieniawski. Krzystof Smietana hefur unnið til margra verðlauna fyrir fiðluleik sinn. Hann kom fram sem einleik- ari með pólsku kammersveitinni áður en hann hóf nám við Guild- hall School of Music. Á síðustu árum hafa vinsældir hans aukist mjög, eins og segir í fréttatilkynn- ingu, og hann hefur nú haldið tón- leika víða í Evrópu. UTSALA -fierra GARÐURINN Kringlunni Pétur Einarsson í hlutverki sínu í leikverkinu Platanov. Síðustu sýn- ingar á Sögum úr sveitinni NÚ FER sýningum að fækka á verkum Antons Tsékov, Platanov og Vanja Frænda sem undanfarna mánuði hafa verið sýnd á Litla sviði Borgarleikhússins undir samheitinu Sögur úr sveitinui. Þessar tvær samtengdu sýningar hlutu einróma lof gagnrýnenda á liðnu hausti en Kjartan Ragnarsson setti þær báðar á svið og notaði sama hóp leikara í verkin tvö sem eru frá ólíkum tímaskeiðum á þroskaferli þessa skammlífa en afkastamikla skálds. Sú tilraun að tengja verkin saman og sýna þau bæði á eftirmiðdegi og kvöldi hefur mætt ágætum áhuga leikhúsgesta. Uppselt var á laugar- dagssýningar í liðinni viku og upp- selt er á sýningar komandi laugar- daga þann 16. og 23. janúar. Vegna mikillar eftirspumar hefur verið bætt við auka sýningum: Platanov 'verður sýndur fimmtudaginn 14. jan- úar og 21. janúar en Vanja frændi föstudag 15. janúar og 24. janúar en sýningum á þessum verkum verð- ur hætt í lok janúar vegna annarra sýninga á verkefnaskrá Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Það er Axel Hallkell Jóhannesson sem gerir leikmynd fyrir bæði verkin og Stefanía Adolfsdóttirk búninga, en lýsingu hannar Ögmundur Þór Jóhannesson. Egill Ólafsson semur tónlist fyrir sýningamar og leikur í þeim en aðrir leikarar em Ari Matthí- asson, Erla Ruth Harðardóttir, Guð- mundur Ólafsson, Guðrún S. Gísla- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Pétur Einarsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Theodór Júlíusson og Þröstur Leó Gunnarsson. (Úr fréttatilkynningu) UT3MA Við höfum lœkkað verðið ótrúlega mikið og bjóðuni nú vönduð bamaföt á verði sem er sjaldséð. Verðdæmi: Jakki og hnébuxur 2.990.- Jakkí og pils 2.990.- Vexti, buxur, skyrta, slaufa 2.990.- Kápur 2.900.- Frakkar 2.900.- Gallajakki og buxur 3.190.- Gallabuxur frá 690.- Rúllukragabolir Gammósíur Gallapils íþróttagallar Gallajakkar 790.- 790.- 690.- 1.290.- 1.290.- Komið og gerið verulega góð kaup. Opið frá kl.10-18 virka daga og kl. 10-16 á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.