Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 15 Þrætubókarlist Háir neysluskattar Neytendasamtökin hafa bent á að neysluskattar eru mjög háir hér á landi og munar þar mestu um virð- isaukaskattinn. Ekki er að efa að þetta er ein helsta ástæða þess að Islendingar sjá sér hag í því að fara í verslunarferðir til borga í Evrópu. Ljóst er að háir neysluskattar og þá sérstaklega á matvælum og öðr- um nauðsynjavörum, koma harðast niður á þeim sem við bágust lífskjör búa. Nauðsynjavörurnar þurfa allir að kaupa óháð því hveijar tekjurnar eru. Lækkun skatta á þær vörur kæmi því þeim tekjulægstu mest til góða, enda eyða þeir hlutfallslega meiru í þessar vörur en þeir sem hærri tekjur hafa. Þetta hafa þær þjóðir í Evrópu, sem við hyggjumst starfa nánar með innan evrópska efnahagssvæðinu, löngu skilið. í löndum EB, að Dan- mörku undanskilinni, er lægra þrep á matvælum en öðrum vörum, en samtímis er þessi skattur mun lægri þar en hérlendis. Norðurlönd skera sig hins vegar úr, eru með hærri virðisaukaskatt en aðrar þjóðir Vest- ur-Evrópu, auk þess sem hann er sá sami á öllu, hvort sem um er að ræða nauðsynjar eða munað. Sviar eru þó komnir með lægra þrep á matvæli og er það gert til að aðlag- ast Evrópu. Og þegar innri markað- ur EB varð að veruleika um síðustu áramót flykktust Danir til Þýska- lands að gera innkaup, svo ekki kæmi á óvart þótt Danir samræmdu eitthvað virðisaukaskattinn hjá sér því sem hann er í löndum sunnar í Evrópu. Neytendasamtökin hafa allt frá því að virðisaukaskattur var lagður á matvæli talið að við eigum að taka upp tveggja þrepa virðisaukaskatt og að matvæli eigi að vera í lægra þrepinu. Full ástæða og rök eru fyr- ir því að matvælin, sem eins og áður sagði eru oftar en ekki á mjög háu verði hér, beri engan virðisauka- skatt. Samtökin eru fús til sam- starfs við aðra hagsmunaaðila um þetta markmið. Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. eftir Árna Ragnar Arnason Evrópska efnahagssvæðið, EES, hefur orðið andmælendum þess til- efni langra umræðna. Ekki urðu þær þó víðtækar og greinargóðar um áhrif samningsins. Þrátt fyrir mikil ræðuhöld andstæðinganna, sem birtust alþjóð á öldum ljósvak- ans svo vikum skipti, er þjóðin enn í óvissi um raunverulegt innihald þessarar þrotlausu síbylju. Við íslendingar viljum vita stefn- una í samskiptum við aðrar þjóðir. Við erum mjög háðir milliríkjavið- skiptum — sakir fábreytni og sér- hæfingu í atvinnulífi okkar. Við viljum ekki einangrast, við erum ekki dugleysingjar sem skríða út í horn eða stinga hausnum í sandinn þegar erfíðleikar steðja að. Við er- um reiðubúnir að takast á við áhrif breytinga og í krafti framfara skapa bömum okkar lífvænlega framtíð. Oft hafa í umræðunni verið rak- in ummæli íslenskra stjórnmála- manna frá fyrri tímum — líkt og við lifum í óbreytanlegum heimi og mat forystumanna okkar áður fyrr á andstæðum og möguleikum þjóðarinnar hljóti enn að vera óskeykult. En svo er akki, allt er í heiminum hverfult. M.a.s. viðhorf núverandi þingmanna, jafnvel af- staða þeirra til þessa máls hefur tekið stórfelldum breytingum á fá- einum misserum. Gegn samskiptum við vestrænar þjóðir Flestir þeir þingmenn sem nú andmæla EES og vilja sem minnst samskipti við grannþjóðir okkar voru áður talsmenn „roðans í austri“ og börðust þá jafn hat- rammlega og nú gegn samskiptum við Vesturlönd. Það er gæfa ís- lenskrar þjóðar að hafa ekki trúað þeim fyrir miklu — þeir hlutu aldr- ei fylgi til úrslitaáhrifa á stefnu íslands. ísland stóð við hlið annarra vestrænna ríkja í varðstöðu um mannréttindi og lýðræði andspænis ógn einræðis- og ofbeldisheims- veldis kommúnista. Afstaða Alþýðubandalagsins og hluta Framsóknarflokksins kemur ekki á óvart — þau öfl hafa ávallt staðið gegn frelsi í viðskiptum, hin síðustu ár með stuðningi stærsta hluta Kvennalista. Ein af mar- gróma röddum hans talaði af óvenjulegri hreinskilni í þriðju um- ræðu. Hún lýsti söknuði vegna þess lífsmáta sem horfið hefur með framförum síðustu sextíu ára. Vert er að þingmenn Kvennalistans geri grein fyrir hugmyndum sínum um afturhvarf til þess tíma. Þegar allar víkur voru í byggð — af því enginn komst í burtu. Nær öll þjóðin var fátæklingar sem áttu engra mennt- unar kost en einu afkomumöguleik- arnir erfiðisvinna fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Þá bjuggu nær all- ir við raunverulega átthagafjötra hins tæknivanda bændasamfélags sem réð öllum auðlindum — en gat engar nýtt. Er það framtíðarsýn Kvennalistans? Bara ekki þennan samning Eftir síðustu alþingiskosningar hefur Alþýðubandalagið lagt til að EES verði hafnað og leitað tvíhliða viðræðna við EB — um sömu grundvallaratriði og þeir gagnrýna hvað harðast við EES — fjórfrelsi og virka samkeppni. Mér er að vísu óskiljanlegt af máli þeirra hvort heldur þeir vilja, eða vilja ekki — og alltaf virðist verða ofan á að vilja ekki. Sviss, eina EFTA-ríkið sem hef- ur hafnað EES, leitaði tvíhliða við- ræðna eftir þjóðaratkvæðagreiðsl- una og fulltrúar EB svöruðu: Engri þjóð sem hafnar EES mun bjóðast jafn góð kjör í tvíhliða viðræðum. Þá lögðu einnig leiðtogar Fram- sóknarflokksins til að EES skyldi hafnað og leitað tvíhliða viðræðna við EB. Þessir flokkar höfðu lagst gegn tvíhliða viðræðum íslands og EB — þegar um það var að velja, en sá tími er löngu liðinn. Ekkinemaég ... Örskömmu fyrir síðustu alþing- iskosningar sagði formaður Fram- sóknarflokksins í blaðagrein ástæðulaust að óttast EES. Eftir kostningar segir hann, að því oftar sem hann lesi samninginn því meir sannfærist hann um að hann stang- ist á við stjórnarskrá okkar. Getur það verið að hann hafi alls ekki lesið hana áður en hann skrifaði þessa grein? Eða fer skoðun hans eftir því hvort hann er ráðherra? Líkt hefur formanni Alþýðubanda- lagsins farið og kemur það best fram í fyrrnefndri tillögu (for- manns) þess um tvíhliða viðræður Islands við EB — um nákvæmlega sömu grundvallaratriði. Báðir þessir flokkar gagnrýna hart tvíhliða firskveiðisamning ís- lands og EB — nú hafi verið gefið eftir það undirstöðuatriði að hleypa fiskiskipum EB inn í landhelgina á ný. Þeir studdu báðir síðustu ríkis- stjórn enda forystumenn þeirra ráðherrar. Forsætisráðherra henn- ar, Steingrímur Hermannsson, sagði í apríl 1990 forseta fram- kvæmdastjórnar EB að ísland væri reiðubúið að ræða gagnkvæmar veiðiheimildir innan lögsögunnar. Umræður á Alþingi um aðild íslands að EES hafa tekið á sig Árni Ragnar Árnason • • „Orskömmu fyrir síö- ustu alþingiskosningar sagði formaður Fram- sóknarflokksins í blaða- grein ástæðulaust að óttast EES.“ algjöra ímynd þrætubókarlistar. Andstæðingarnir hafa þó alls ekki talað skýrt um þá framtíð sem þeir vilja fyrir íslenska þjóð — að- eins að þeir vilja ekki að hún njóti þess sem henni býðst með EES. Fengju þeir að ráða yrði afleiðingin aðeins á einn veg: Við og uppvax- andi kynslóðir íslendinga mundum njóta lakari kjara í viðskiptum við grannþjóðirnar en helstu keppi- nautar okkar — við mundum búa við lakari lífskjör. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi. ...BÆTA TM TRYGGINGAR TJÓNIÐ! Tryggingamiðstöðin hefur starfað á íslenskum vátryggingamarkaði í áratugi og er nú þriðja stærsta vá- tryggingafélag landsins. Félagið er leiðandi í fiskiskipatryggingum landsmanna, en býður einnig allar almennar vátryggingar fyrir einstaklinga svo sem bifreiða-, fasteigna- og fjölskyldutryggingar. í nýlegri könnun kom fram sterk staða Tryggingamiðstöðvarinnar í allri þjónustu við viðskiptavini sína, t.d. símaþjónustu, upplýsinga- gjöf og persónulegri þjónustu. Við erum sveigjanleg í samningum, bjóðum góð greiðslukjör og sann- gjarna verðlagningu. Hafðu samband við sölumenn Tryggingamiðstöðvarinnar í nýjum húsakynnum í Aðalstræti 8, sími 91-26466 eða næsta umboðs- mann og kynntu þér góð kjör á TM tryggingum. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Aöalstræti 6-8, sími 91-26466 ■ ■■ i ■■■ ■■■ j ■■■ YDDA F 1 6.7/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.