Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 32
8§2 „MOffPWPÍ-AÐIÐ, FQST^DAGy^,^. JAMý^ ,P93 Hulda Vilhjálms- dóttir — Minning Fædd 25. október 1931 Dáin 8. janúar 1993 Hinn 8. janúar síðastliðinn lést tengdamóðir mín, Hulda Vilhjálms- dóttir, eftir langvarandi baráttu við sjúkdóm, sem að lokum hafði yfir- höndina. Það var erfitt að gera sér grein fyrir hve alvarlegur sjúkdóm- ur hennar var þar sem hún bar hann með mikilli reisn. Því varð það áfall þegar kallið kom svo skyndi- lega. Við nutum nýliðinnar jólahá- tíðar á heimili Huldu þar sem hún hélt hið árlega jólaboð á jóladag fyrir alla Qölskylduna. Hulda var miðpunktur fjölskyld- unnar enda voru samskiptin mikil. Það var alltaf komið við á heimili Huldu til að fá nýjustu fréttir af fjölskyldunni sem stækkaði óðum. Hún átti átta böm, sjö tengdabörn og níu bamaböm. Það em margar góðar stundir sem ég minnist er við sátum saman í eldhúskróknum hjá Huldu á Kleppsveginum. Þar var ávallt kaffi á borðum með heimabökuðu með- læti og mikið rætt og skrafað. Það var líka ávallt ánægjulegt að fá hana í heimsókn til okkar á Snorra- brautina. Mér er minnisstætt hve mikla orku Hulda hafði. Hún hafði mikla ánægju af ferðalögum sínum um landið og stuttum ferðum um ná- grenni Reykjavíkur. Sérstaklega em mér eftirminnilegar gönguferð- imar þegar við gengum á Esju og Skálafell. Greinilegt var að Hulda naut útivistar mikið. Þessar sam- vemstundir koma jafnan í huga minn og munu ætíð tengjast minn- ingunni um Huldu. Hulda var traust fýrirmynd, já, í mínum huga var hún.sterk eins og klettur og oft brá fyrir hinu létta lundarfari hennar. Hún hélt gott heimili og þó að stundum hafi verið þröngt í búi þá var þar ávallt stað- ur sem allir gátu leitað til. Það er mín gæfa að hafa þekkt Huldu og notið margra samvemstunda með henni undanfarin ár. Minningin um hana mun ávallt geymd í mínum huga og hjarta. Eg sendi börnum og öðrum að- standendum Huldu innilegar sam- úðarkveðjur og bið ég guð að styrkja þau í sorg sinni. Ég veit að Hulda hvílir í friði á guðs vegum. Anna Margrét Jóhannesdóttir. Hetja er fallin. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hðrð. Þú vaktir yfir velferð bama þinna. Þú vildir rækta þína ættaijörð. Þessar ljóðlínur skáldsins frá Fagraskógi til móður sinnar segja næstum alla sögu Huldu Vilhjálms- dóttur, konu sem fáir þekktu, en var samt hetja. Sumar hetjur búa í glæstum höll- um, þar sem ytri umbúnaður skipt- ir öllu og háværar yfirlýsingar gera menn að hetjum, sem allir þekkja. Það em sparihetjur. Svo em líka til yfirlætislausar hversdagshetjur, sem fáir þekkja. Þær búa stundum þröngt og þurfa engar yfirlýsingar um eigið ágæti. Það er hljóðlátt stolt yfir bama- hóp, sem með óskiljanlegum hætti kemst fyrir í þrengslunum. Þar er brosað feimnislega þegar orð er haft á námsgáfum og fáséð- um glæsileik hópsins. Þar er lagt raunsætt mat á hvað skiptir máli í harðri lífsbaráttu. t Bróðir okkar, GUÐMUNDUR SKÚLASON frá Hornstöðum, andaðist á Kópavogshæli 14. janúar. Sigríður Skúladóttir, Maria Skúladóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐIMÝ S. RICHTER, Óðinsgötu 8, er látin. Emil S. Richter, Erla Gunnarsdóttir, Sigvaldi Búi Bessason. t Elskulegur faðir okkar, JÓNAS HALLGRÍMSSON, Bjarkarbraut1, Dalvík, lést 13. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Nanna Jónasdóttir, Halla S. Jónasdóttir, Júlíus Jónasson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR GESTSDÓTTIR frá Sæbóli, Haukadal í Dýrafirði, andaðist á Hrafnistu f Reykjavfk 13. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Þ. Eggertsson, Rósa Kemp Þórlindsdóttir, Guðmundur Eggertsson, ída Elva Óskarsdóttir, Andrés M. Eggertsson, Hannesína Tyrfingsdóttir, Sigurbjörg Herdís Eggertsdóttir, Magnús Helgason, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Þar er kjaminn sterkur og heið- arleiki og dugnaður í hávegum hafður. Þar er virðing borin fyrir móður, sem ekkert beygir, nema dauðinn. Eftir stöndum við og þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast sannri hetju. Blessuð sé minning Huldu Vilhjálmsdóttur. Edda og Páll. Ég vil biðja fyrir elsku ömmu mína bænina sem ég bið á kvöldin. Nú legg ég bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofiia fer, sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Hulda Guðrún. Hulda Vilhjálmsdóttir lést í sjúkrahúsi í Reykjavík föstudaginn 8. þessa mánaðar, eftir langvarandi baráttu við erfiðan sjúkdóm. Hún var fædd á Narfeyri á Skóg- arströnd hinn 25. október 1931, dóttir hjónanna Vilhjálms Ög- mundssonar og Láru Málfríðar Vig- fúsdóttur, er þar bjuggu. Auk henn- ar áttu þau tvo syni, Hreiðar, sem er bóndi á Narfeyri, og Reyni, sem búsettur er í Þýskalandi. Hulda ólst upp í foreldrahúsum við skyldustörf og annríki, sem umhverfi og aldarfar bauð hveijum og einum í íslenskri sveit á þeim tíma. Hún fór til náms í héraðsskól- ann í Reykholti í Borgarfirði og síðan í húsmæðraskólann á Staðar- felli í Dölum. Upp úr því fór hún til Reykjavíkur í atvinnuleit og kynntist þar manni sínum, Hróari Hermóðssyni. Hann lést um aldur fram árið 1966. Áttu þau saman sjö böm, sem öll eru á lífi. Þau eru: Hilmar fædd- ur 1955. Sambýliskona Ingunn Hróðný Guðjónsdóttir. Hrafnhildur, fædd 1957. Eiginmaður Jón Magn- ús Pálsson, þeirra synir eru Páll Vignir og Arnar Már. Úlfar, fæddur 1959. Eiginkona Sigríður Þyrí Skúladóttir, þeirra börn eru Tumi og Unnur Ósk. Ema, fædd 1960. Eiginmaður Sigurður Eiríksson, þeirra börn era Guðmundur Tómas, Albert Örn og Tinna Dögg. Vil- hjálmur, fæddur 1961. Eiginkona Asta Sigfinnsdóttir. Málfríður Linda, fædd 1962. Sambýliskona Anna Margrét Jóhannesdóttir. Áma Sævar, sem fæddur er 1973, átti hún með Sigurði Árnasyni. Árni Sævar er ókvæntur og hefur búið í heimahúsum móður sinnar. Sig- urður sýndi Huldu sérstaka hjálp- semi og umhyggju í veikindum hennar, til hins síðasta. Við fráfall Hróars stóð Hulda skyndilega ein með allan bamahóp- inn, á aldrinum tæplega eins til ell- efu ára. Ekki er hægt að gera sér í hugar- lund hvert þrek og harðfylgi hefur þurft til þess að leysa úr þeim vandamálum, sem einstæð móðir með sjö ung börn hefur þá þurft að standa frammi fyrir. Lára, móðir hennar, sem þá var orðin ekkja, var henni þá sú stoð og stytta, sem alltaf hafði húsrými og hjálp til reiðu. Lára dó 13. maí á síðastliðnu ári í hárri elli, svo að einungis urðu tæpir átta mánuðir á milli dánar- dægra þeirra mæðgna. Það var lærdómsríkt að fylgjast með þeirri umönnun, sem Hulda veitti móður sinni til endadægurs. Lokið er merku ævistarfi af mik- illi reisn. Með því starfí hefur Hulda Vil- hjálmsdóttir skilað til þroska og manndómsára átta einstaklingum og er það betri gjöf til samfélags okkar en nokkuð annað, sem hægt er að gefa af sér. Frá því þrekvirki er ekki auðvelt að segja í fáum og fátæklegum orðum. Það var eitt af einkennum Huldu, að sinna sínu, án þess að fást um að byrðin væri þyngri en ætlandi væri nokkurrri einni manneskju að bera. Hún stóð ávallt teinrétt og bauð byrginn hverju því, sem forsjónin rétti að henni, af einstöku þreki og æðru- leysi. Hveijum einstaklingi er mikið í mun að sjá árangur erfíðis síns og ekki er vafi á því að fyrir Huldu hefur margur þreytuverkurinn tekið að dvína og vandamálum fækkað, þegar börnin uxu úr grasi, og í ljós kom að þau urðu hvert öðra glæsi- legra mannkostafólk. Engu foreldri er neitt meira virði en að verða þess áskynja, og mikil er þakkar- skuld þess þjóðfélags, sem við þeim þegnum tekur. Þau ár, sem ég hefí verið tengda- sonur Huldu Vilhjálmsdóttur, á hún ómældar þakkir skilið fyrir allan þann lærdóm, sem hún hefur fært mér. Hún hefír komið mér fyrir sjónir sem jarðfastur klettur úr hafí, sem aldrei bifaðist undan nokkurri ágjöf. Ræktarserai hennar við okkar heimili og annarra bama hennar var einstök. Á meðan heilsa og kraftar leyfðu, kom hún oft í heimsókn og leit yfir hópinn sinn án formlegra erinda og fór á braut aftur á sinn hljóðlega hátt, en í andrúmi hennar varð eftir reisn og stolt þeirrar konu, sem dauðinn einn megnaði að beygja. + Maðurinn minn og faðir okkar, HJÖRTUR HJARTAR fyrrverandi framkvæmdastjóri, Flyðrugranda 8, andaðist fimmtudaginn 14. janúar í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún J. Hjartar, Jóna Björg, Sigríður, Elín og Egill Hjartar. + Elskuleg systir okkar, MARGRÉT VALDIMARSDÓTTIR, Hlíf, ísafirði, er lést 6. janúar í Sjúkrahúsi ísafjarðar, verður jarðsungin laugar- daginn 16. janúar kl. 14.00 frá kapellunni í Menntaskólanum á ísafirði. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Isafjarðar, fsafjarðarkirkju og kvenfélagið Hlíf. Fyrir hönd ættingja og vina, Þórunn Valdimarsdóttir, Friðrik Valdimarsson, Nilsína Þ. Larsen. Ég þakka Huldu Vilhjálmsdóttur fyrir þær gjafir hennar, sem mér hafa hlotnast. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning hennar. Jón Magnús Pálsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar, Huldu Vilhjálms- dóttur, sem lést í Landspítalanum 8. janúar sl. Hulda var fædd á Narfeyri á Skógarströnd 25. október 1931. Foreldrar hennar voru Vilhjálmur Ögmundsson, bóndi á Narfeyri og stærðfræðingur, og Lára Vigfús- dóttir Hjaltalín sem lést á síðast- liðnu ári, háöldrað. Önnur börn þeirra hjóna era Hreiðar, bóndi á Narfeyri, og Reynir, prófessor í jarðeðlisfræði, búsettur í Þýska- landi. Hulda sleit bamsskónum á Narf- eyri, naut almennrar skólagöngu auk þess að stunda nám í hús- mæðraskólanum að Staðarfelli. Ung að áram fluttist hún til Reykja- víkur þar sem hún bjó æ síðan. Þar vann hún við ýmis störf utan heimil- is en meginhlutverk hennar í lífinu var tvímælalaust að ala og annast stóran barnahópinn en alls urðu börnin átta að tölu. Með manni sín- um, Hróari Hermóðssyni, átti Hulda sjö börn, Hilmar, f. 1955, í sambúð með Ingunni Hróðnýju Guðjóns- dóttur. Hrafnhildi, f. 1957, gift Jóni Magnúsi Pálssyni, Úlfar, f. 1959, kvæntur undirritaðri, Ernu, f. 1960, gift Sigurði Eiríkssyni, Vilhjálm, f. 1961, kvæntur Ástu Sigurfínns- dóttur, Málfríði Lindu, f. 1962, í sambúð með Jónasi Guðbjörnssyni, og Hróar Högna, f. 1965, í sambúð með Önnu Margréti Jóhannesdótt- ur. Hróar féll frá árið 1966 þegar yngsta barn þeirra var á fyrsta ári. Með Sigurði Árnasyni átti Hulda soninn Áma Sævar, f. 1973. Hún bjó þó áfram ein með börnum sínum en Sigurður var ávallt mikill heimilisvinur og reyndist Huldu 'vel ihin síðari ár þegar heilsu hennar tók að hraka. Eftir fráfall Hróars stóð Hulda ein með bömin sín sjö sem hún þurfti að fæða og klæða og veita umhyggju. Oft hefur verið þröngt í búi og Hulda þurft á öllum sínum styrk, þrautseigju og jafnframt hörku að halda til þess að standast brotsjóa lífs síns. Má nærri geta hversu mikið þrekvirki þessi kona hefur unnið að koma þessum stóra hóp til manns og óhætt að segja að því hlutverki hafí hún skilað með sóma. Mér varð hugsað til þess við veitingu Fálkaorðunnar um síðustu áramót að ekki era slíkar konur í hópi þeirra sem orðuna hljóta þótt tæplega sé hægt að hugsa sér göf- ugra lífsstarf né gera þjóðfélaginu meira gagn en að ala upp átta nýta þegna. Hulda sinnti aldraðri móður sinni af mikilli samviskusemi eftir að hún fluttist til Reykjavíkur. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru á Snorrabrautina og á elliheimilið Grund þar sem hún eyddi síðustu æviárum sínum og ófáir snúning- amir sem hún innti af hendi fyrir gömlu konuna. Hulda hafði átt við langvarandi veikindi að stríða. Hún mátti ganga í gegnum erfiða læknismeðferð en þurfti að lokum að lúta í lægra haldi fyrir sláttumanninum slynga. Nú hefur sál hennar losað sig úr viðjum þáðs líkama og tekið sér bólfestu í æðri heimkynnum. Ég vil þakka Huldu það sem hún var mér og syni mínum. Litla dóttir mín kemur ekki til með að kynnast ömmu sinni en þegar hún stækkar ætlar bróðir hennar að segja henni frá kisuömmu, eins og hann kallaði hana lengi af því að hún ætti kött og til aðgreingar frá hinni ömm- unni. Ég þakka Huldu samfylgdiná og bið Guð að blessa miningu henn- ar og veita börnum hennar og öðr- um aðstandendum styrk á erfíðum tímum. Sigríður Þyrí Skúladóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.