Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 42

Morgunblaðið - 15.01.1993, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FOSTUDAGUR 15. JANUAR 1993 SUND Ragnheiður áfram með á alþjóðlegum mótum Hefur náð lágmörkum fyrir Evrópumeistaramótið RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir hefur náð lágmörkum, sem lands- liðsnefndin í sundi setti vegna alþjóðlegra móta á árinu, og verð- ur með í fyrstu keppninni — Opna Sjálandsmótinu í Greve í Danmörku um næstu helgi. Eðvarð Þór Eðvarðsson (100 m bak- sundi) og Bryndís Ólafsdóttir (200 m skriðsundi) náðu einnig lágmörkum og tekur Eðvarð Þór þátt, en tímasetningin hentaði ekki Bryndísi. Eydís Konráðsdóttir keppir í unglingaflokki (100 m baksundi), en Ómar Árnason á Akureyri, sem náði lágmarki í 200 m flugsundi, kemst ekki vegna prófa í M A. Sundfólkið náði lágmörkunum vegna Sjálandsmótsins í bik- arkeppninni fyrir jól, en Ragnheiður tryggði sér jafnframt keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu, sem verður í Sheffield í Englandi í sumar. Að sögn Guðmundar Harðarsonar, sem er í landsliðsnefnd ásamt Huga Harðarsyni og Friðriki Ólafssyni, voru sett ákveðin lágmörk fyrir al- þjóðleg mót á árinu. sundmenn, sem ná þeim, fara í svonefndan a-flokk FOLX ■ RICHIE Adubato, aðalþjálfari Dallas Mavericks frá 1989, var rekinn frá félaginu í gær vegna lélegs árangurs liðsins í vetur. Aðstoðarþjálfari liðsins, Gar He- ard, tekur við liðinu til að byija með. Dallas hefur aðeins unnið tvo af 29 leikjum sínum í NBA-deild- inni í vetur. ■ JOHN Stockton, landsliðs- maður Bandaríkjanna, var hetja Utah Jazz er liðið vann Miami Heat, 125:122, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Hann gerði sjö stig á lokamínútu síðari fram- lengingarinnar og tryggði sigur- inn. Larry Krystkowiak jafnaði fyrir Utah, 94:94, þegar sex sek- úndur voru eftir af venjulegum leiktíma og tryggði framlengingu. Karl Malone var stigahæstur í liði Utah með 30 stig og tók jafnframt 16 fráköst. Tyrone Corbin kom næstur með 24 stig. Hjá Miami var Glen Rice með 31 stig og Harold Miner kom næstur með 27. ■ DERRICK McKey gerði 24 stig og Shawn Kemp, sem var útnefndur besti leikmaður NBA- deildarinnar í síðustu viku, gerði 22 stig fyrir Seattle er liðið sigr- aði Phoenix á heimavelli, 122:113. Þetta var sjötti sigurleikur Seattle í röð og ellefti af síðustu tólf, en liðið hefur unnið 16 leiki á heima- velli og tapað aðeins einum. Char- les Barkley fór fremstur í flokki gestanna, setti 27 stig. og unglingar í u-flokk, sem tryggir þeim jafnframt þátttökurétt í mót- unum sér að kostnaðarlausu. „Með þessu fyrirkomulagi sjá krakkamir hvar þau standa og vita hvaða möguleika þau eiga,“ sagði Guð- mundur. Ragnheiður, sem gaf til kynna eftir Ólympíuleikana í Barcelona að hún væri hætt að keppa á stór- mótum, sagðist ekki æfa eins mikið og áður, en árangurinn benti til þess að hún gæti enn bætt sig og því hefði hún ákveðið að vera áfram með. „Ég æfði lítið fyrir bikarkeppn- ina, en var nálægt metunum mínum og ákvað því að vera með í Dan- mörku og á meistaramótinu í mars, en ég hef sett stefnuna á þátttöku í Smáþjóðaleikunum á Möltu í maí. Það gæti samt breyst, því ef krakk- ar, sem ég þjálfa, komast á leik- ana, læt ég þá hafa forgang," sagði Ragnheiður. Ragnheiður keppir í 100 m og 200 m baksundi og 100 m bringu- sundi í Danmörku, en sagðist fyrst og fremst ætla að leggja áherslu á 100 m bringusund og 200 m bak- sund á næstunni. „Áður keppti ég í mörgum greinum, en með færri greinum er bæði auðveldara að halda áfram og eins mun skemmti- legra.“ RagnhelAur Runólfsdóttir er hætt við að hætta. KORFUKNATTLEIKUR Helgi dæmir á Spáni HELGI Bragason, körfuknatt- leiksdómari, dæmir leik í Evr- ópukeppni bikarhafa á Spáni 9. febrúar næstkomandi. Körfuknattleikssambandi ís- lands barst í gær tilkynning frá alþjóða Körfuknattleikssam- bandinu þess efnis að Helgi hefði verið valinn til að dæma viðureign spænska félagsins Zaragoza og Brocéni frá Riga í Lettlandi. Þetta er annar leikurinn sem Helgi dæm- ir í Evrópukeppninni í vetur, en hann fékk alþjóðleg dómararéttindi í fyrra. „Það þykir mjög gott fyrir dómara á fyrsta ári að dæma tvo leiki; líka það að þessi leikur verður einn sá síðasti í riðlakeppninni, fyr- ir fjögurra liða úrslit keppninnar. Það er greinilegt að Helgi hefur staðið sig mjög vel, bæði í prófinu og fyrsta leiknum sem hann dæmdi, í Frakklandi fyrr í vetur,“ sagði Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKI við Morgunblað- ið í gær. OLYMPIUNEFND ISLANDS Gísli fellst á að halda áfram GÍSLI Halldórsson, formaður Ólympíunefndar íslands, hef- ur fallist á að halda áfram sem formaður nefndarinnar eitt ár til viðbótar, en kosning framkvæmdastjórnar til næstu fjögurra ára verður á aðalfundinum í næstu viku. Ilok september á síðasta ári til- kynnti Gísli opinberlega að hann ætlaði að draga sig í hlé og í framhaldi íhuguðu Ari Berg- mann Einarsson, þáverandi for- maður Siglingasambandsins og stjórnarmaður Óí, og Júlíus Haf- stein, borgarfulltrúi, framboð til formanns. Eining var ekki um eftirmann og þar sem hætta var talin á klofningi innan íþrótta- hreyfingarinnar, lagði Ellert B. Schram, forseti íþróttasambands íslands, til að aðilar sameinuðust um að kjósa Gísla til eins árs og var það samþykkt. Ennfremur tókst samkomulag um að kjósa Ara og Júlíus í framkvæmdastjóm og er gert ráð fyrir að Júlíus taki við formennsku af Gísla að ári. Aðspurður sagði Gísli að ef samkomulag væri um að hann héldi áfram gæti hann ekki skorast undan þeirri ósk, en það yrði þá aðeins til árs. Gísli hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna síðan 1944, þegar hann var kosinn Gísll Halldórsson í stjóm ÍBR. Hann varð formaður bandalagsins 1949, forseti ÍSÍ 1962 til 1980 og hefur verið for- maður Ólympíunefndar síðan 1972. GETRAUNASPÁ MORGUNBLAÐSINS vika Tf'w* 1 X 2 Everton -Leeds 1 Man. City - Arsenal 1 X Norwich City - Coventry 1 Nott. Forest - Chelsea 1 X 2 Oldham - Blackburn X 2 Sheff. United - Ipswich 1 X Southampton - Crystal Palace 1 X Tottenham -Sheff.Wed. 1 Wimbledon - Liverpool 2 Barnsley - Bristol City 1 Bristol Rovers - Sunderland 1 X 2 Cambridge - Grimsby Town 1 Southend - Derby County 2 Nfu fyrstu leikirnir á seðlinum að þessu sinni eru í ensku úrvalsdeíldínni en fjórír síðustu úr 1. deild. Giskað er á 144 raða opin seðil, sem kostar 1.440 krónur. Tveir leikir eru þrítryggðir, fjórir tvítryggðir og sjö þar af leiðandi fastir - með einu merki. Sjónvarpsleíkur’ dagsins hjá RUV er viðureign Oldham og Blackburn á Boundary Park. KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOT Fylkismenn kærðir Víkveiji, Leiknir og KR kærðu Fylki fyrir að hafa verið með tvo ólöglega leikmenn í nýafstöðnu Reykjavíkurmóti í knattspyrnu inn- anhúss og voru kærurnar lagðar fram á fundi Knattspymuráðs Reykjavíkur í fyrrakvöld. Fylkir varð Reykjavíkurmeistari, en með liðinu léku sem fyrr Finnur Kolbeinsson og Kristinn Tómasson, sem léku í Belgíu fyrir áramót. Fylk- ir lagði inn beiðni um félagaskipti fyrir þá til KSÍ í desember, en stað- festing á þeim hafði ekki borist sam- bandinu, þegar mótið fór fram og reypdar hefur hún ekki enn komið. Á síðasta ársþingi KRR var sam- þykkt að meistaraflokkur karla leiki í tveimur deildum að ári. Þijú efstu liðin úr hvorum riðli í síðasta móti leika í 1. deild, en hin í 2. deild. Fram, Fylkir og Víkingur’röðuðu sér í efstu sæti a-riðils, en KR, Valur og ÍR voru efst í b-riðli. Fylkir sigr- aði KR í undanúrslitum og síðan Fram í úrslitum, en ef dómstóllinn dæmir Fylki í óhag þarf ekki aðeins nýjan undanúrslitaleik og annan úr- slitaleik, heldur færast Leiknir og Víkveiji upp fyrir Víking og Fylki. FOLK ■ KRISTJÁN Brooks, sem hefur verið iðinn við að skora fyrir Gróttu í neðri deildunum í knattspyrnu und- anfarin ár, hefur gengið frá félag- skiptum í Val, og ætlar að spreyta sig í_ 1. deildinni í sumar. ■ IBV á von á serbneskum varn- armanni í knattspyrnu til reynslu. Það er Zoran Babic, 26 ára, sem verið hefur í herbúðum Rauðu stjörnunnar upp á síðkastið, en lék áður með 2. deildarliðinu Macva Sabac. ■ ALFREÐ Gíslason, handknatt- leiksmaður, var á dögunum kjörinn íþróttamaður KA árið 1992. ■ EYJÓLFUR Sverrisson og fé- lagar hans hjá Stuttgart fara til Algarve í Portúgal í byijun febr- úar, þar sem Stuttgart verður í tíu daga æfingabúðum. ■ DÓMARAR Evrópuleikja Vals og FH í handboltanum um helgina; í seinni viðureignunum gegn Essen og Wallau, eru Svíar, Kjellquist og Johansen. ■ ÁGÚST Ólafsson, fyrrum fyr- irliði 2. fiokks Fram í knattspyrnu, sem lék með IR sl. keppnistímabil, hefur gengið á ný til liðs við Fram. Ágúst er varnarleikmaður. ■ MARADONA var í gær valinn í landslið Argentínu en liðið leikur vináttuleik við Brasilíu 18. febrúar. Maradona, sem er 32ja ára hefur ekki leikið landsleik síðan 1990. ■ ALFIO Basile landsliðsþjálfari valdi níu leikmenn sem leika erlend- is og koma þeir til Argentínu þrem- ur dögum fyrir leikinn. „Þeir eru að leika með sínum félagsliðum og það er besta æfing sem þeir geta fengið þannig að ég legg ekki áherslu á að þeir komi fyrr,“ sagði þjálfarinn. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Þriðjudagur: Seattle — Phoenix ....122:113 ....103:113 ....109:100 Sacramento — New York 93:104 ....125:122 ■Eftir tvíframlengdan leik. Cleveland - Boston ....121:115 ....126:118 112:93 Orlando - Chicago ....106:122 Washington - Milwaukee Miðvikudagun Boston Celtics - Washington 121:98 98:93 112:96 New Jersey - Cleveland Philadelphia - Golden State Minnesota - San Antonio 104:98 ....129:122 81:89 Íshokkí NHL-deildin Þríðjudagur: Boston - Buffalo 5:2 New Jersey - Vancouver 3:2 New York Islanders - Calgary 8:2 Los Angeles Kings - Ottawa 3:2 Miðvikudagur: Montreal - Hartford 7:3 New York - Washineton R:4 Toronto - St Louis Knattspyrna England ■Dregið var í fjórðu umferð f gærkvöldi og verða leikimir laugardaginn 23. janúar. Þessi lið leika: Nottingham Forest - Middlesbrough, Manc- hester United - Brighton, Leicester/Bams- ley - West Ham, Sheffield Wednesday - Sunderland, QPR - Manchester City, Sheffi- eld United - Hartlepool, Norwich - Totten- ham, Rotherham - Newcastle, Arsenal - Leeds, Luton/Bristol City - Derby, Tran- mere - Ipswich, Crewe - Blackbum, Swansea - Grimsby, Aston Villa/Bristol Rovers - Wimbledon, Huddersfield - Sout- hend, Wolverhampton - Bolton. LEIÐRETTINGAR Á unglingasíðu í gær var Eyþór Theodórsson, leikmaður 5. flokks Fram, rangfeðraður; sagður Kol- beinsson. Þá var rangt farið með úrslit í síðari leik íjölnis og Vals í 3. flokki kvenna á Reykjavíkurmót- inu í innanhússknattspyrnu. Leikur- inn fór 2:2 en ekki 1:0 fyrir Val. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.